Fréttablaðið - 26.05.2003, Side 6

Fréttablaðið - 26.05.2003, Side 6
6 26. maí 2003 MÁNUDAGUR ■ Bandaríkin Veistusvarið? 1Árni Magnússon félagsmálaráðherraer nýr þingmaður. Hvað starfaði hann áður en hann var kjörinn á þing? 2Stúlkurnar í dúettinum t.A.T.u.vöktu mikla athygli í Riga þótt ekki tækist þeim að sigra í Eurovision. Hvað heita stúlkurnar? 3Dorrit Moussaieff er ekki fyrsta for-setafrú Íslendinga sem er af erlendu bergi brotin. Hver var hin? Svörin eru á bls. 39 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 2 12 66 05 /2 00 3 Lagadeild Við skipulagningu laganáms við HR var tekið mið af laganámi við marga af virtustu háskólum í Evrópu og Bandaríkjunum. Námið er hagnýtt og nútímalegt en byggir um leið á traustum fræðilegum grunni. www.ru.is Umsóknarfrestur er til 5. júní „Líflegar umræður í tímum, kraftmiklir nemendur og framúrskarandi kennarar eru einkenni laganáms í HR.“ Erna Mathiesen, lagadeild HR, stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík Suðurnesjastúlkan Ragnhildur Steinunn er Ungfrú Ísland árið 2003: „Þetta kemur alltaf á óvart“ FEGURÐARSAMKEPPNI Á laugardag var fegurðardrottning Suðurnesja, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, kjörin Ungfrú Ísland 2003 við hátíð- lega athöfn á Broadway. Hún er 22 ára háskólanemi á fyrsta ári í læknadeild þar sem hún lærir sjúkraþjálfun. Hún vinnur í Spari- sjóðnum í Keflavík í sumar og hefur átt sama kærastann í 7 ár. „Þetta kemur alltaf á óvart,“ svarar Ragnhildur Steinunn að- spurð um árangurinn. „Það er aldrei hægt að spá til með úrslitin í svona keppnum. Þetta er mjög afstætt og maður reynir að vera maður sjálfur og vonast til þess að vera týpan sem dómnefndin er að leita að.“ Ragnhildur hefur ekki tekið þátt í keppni af þessu tagi áður en hefur þó verið boðið að taka þátt á hverju ári síðustu fjögur árin. Hún lét loks- ins undan þrýstingi og sér líklegast ekki eftir því. „Núna er ég orðin 22 ára og búin að mynda mínar skoðan- ir og sátt við sjálfa mig. Ég hefði ekki viljað fara í þessa keppni yngri. Ég ákvað bara að grípa tæki- færið núna.“ Kærasti Ragnhildar er knatt- spyrnumaðurinn Haukur Ingi Guðnason. Hafa þau verið í sambúð frá því að hún var 15 ára. Auk þess að leika knattspyrnu með Fylki leggur hann stund á sálfræðinám í Háskóla Íslands. Í næsta mánuði fer Ragnhildur út í tvær vikur til þess að kynnast hinum stúlkunum sem keppa í Miss Europe næsta september. Enn sem komið er hefur ekki verið ákveðið hvert þær fara. Í öðru sæti í keppninni varð Tinna Alavis og Regína Diljá Jóns- dóttir varð í því þriðja. ■ RAGNHILDUR STEINUNN varð líka stigahæst í símakosningu Stöðvar 2 – „Það var mjög ánægjulegt að einhver hluti þjóðarinnar sé sammála að einhverju leyti. Mér fannst það æðislegt og þakka öllum þeim sem kusu mig.“ EUROVISION Sigurlag Tyrkja í Eurovision-keppninni hefur verið kært. Kæran er frá nokkrum ein- staklingum sem telja lagið vera stolið. Sérnefnd á vegum Eurovision-keppninnar kemur til með að rannsaka málið. Framlag Íslands til Eurovision- keppninnar í ár, „Open Your Heart“, fékk 81 stig og hafnaði í 8.-9. sæti ásamt Spáni. Birgitta Haukdal steig fyrst á stokk og var mjög örugg á sviðinu í Riga í Lettlandi. Lag Tyrklands, „Every Way that I Can“, fór með sigur úr bítum með 167 stig. Það er í fyrsta skiptið sem þjóðin á sigurlagið. Belgía hafnaði óvænt í öðru sæti en rússneski lesbíudúettinn t.A.T.u. hafnaði í því þriðja. Mjótt var á mununum á efstu þremur sætunum og urðu úrslit ekki ljós fyrr en síð- asta þjóðin, Slóvenía, las upp úrslit úr símakosningu landsins. Bretar höfnuðu óvænt í neðsta sæti með engin stig en það er versti árangur þeirra í keppninni frá upp- hafi. Lag Tyrklands var sungið af einni þekktustu söngkonu landsins, Sertab Erener, sem selt hefur rúm- lega fjórar milljónir platna um heim allan. „Mér fannst Birgitta standa sig alveg rosalega vel, ég hefði viljað sjá hana aðeins ofar,“ segir Helga Guðrún Hinriksdóttir Eurovision- aðdáandi sem rekur sína eigin heimasíðu tileinkaða keppninni á slóðinni www.simnet.is/cactus/- esc/main.html. „Ég gæti trúað því að hún hefði endað ofar ef hún hefði verið aftar í röðinni. Það er samt al- veg ómögulegt að segja því tyrk- neska lagið var líka snemma í röð- inni. Það er a.m.k. ekki kostur að vera fyrstur.“ Fyrir keppnina í fyrra spáði Helga Guðrún rétt til um úrslitin. Hún segir keppnina í ár hafa verið mun óljósari og hafði hún gefið þýska laginu atkvæði sitt fyrir keppni. Á næsta ári verður keppnin með breyttu sniði og henni skipt í tvennt. „Ég held að þetta verði þannig að tólf lönd komast pottþétt áfram á laugardagskvöldið. Á föstudags- kvöldinu verður undankeppni fyrir öll önnur lönd sem eru í sjónvarps- ráðinu, EBU.“ Árangur Birgittu í ár tryggir Ís- lendingum beint þátttöku á úrslita- kvöldinu. biggi@frettabladid.is BIRGITTA Átti það erfiða hlutskipti að ríða á vaðið í ár en stóð sig með mikilli prýði. Lagið „Open Your Heart“ fékk 81 stig og hafnaði í 8.-9. sæti ásamt lagi Spánar. SERTAB ERENER Lag Tyrklands, „Every Way that I Can“, vann með 167 stig. Íslendingar voru virtust nokkuð hrifnir af laginu og gáfu því 3 stig. Tyrkir voru hrifnari af Birgittu og gáfu henni 8 stig. Tyrkneska lagið stolið? Birgitta Haukdal hafnaði í 8.-9. sæti með framlag Íslands í sönglagakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva. Lagið fékk fullt hús stiga frá Möltu og Noregi. Bretar fengu ekki stig í keppninni. Stemning á Húsavík, heimabæ Birgittu: „Grilllykt yfir bænum“ EUROVISION Það voru 204 einstak- lingar sem söfnuðust saman á Fosshótel Húsavík þegar mest var til þess að fylgjast með gengi Húsvíkingsins Birgittu Haukdal í Eurovision. „Stemningin var gríðarlega góð,“ segir Þórhallur Harðarson hótelstjóri. „Það var mikið klappað þegar lagið var búið. Fólk var mjög spennt og mikið fagnað þegar verið var að gefa stigin. Menn voru alveg furðu lostnir að hún hafi ekki farið hærra. Menn voru sigurvissir í salnum. Það eru allir rosalega stoltir af henni að hún hafi náð inn á topp 10. Mér heyrðist það samt á flestum að þeir hafi ver- ið að búast við fimmta eða sjötta sæti. Það var ekki bara fjör hér því það voru allir á Húsavík að fylgjast með, það lá alveg grill- lykt yfir bænum.“ Eftir keppnina hófst ball með sveiflukónginum Geirmundi Valtýsson sem lék mörg þekkt Eurovision-lög langt fram eftir kvöldi. ■ BIRGITTU FAGNAÐ Mikið var fagnað á Fosshótel Húsavík þegar lag Birgittu fékk 12 stig frá Möltu og Noregi. M YN D : A R N G RÍ M U R AR N AS O N Símakosningin: Um 10 þúsund ógild atkvæði EUROVISION Rúmlega 22 þúsund atkvæði bárust Landssímanum á laugardagskvöldið í símakosn- ingunni sem ákvað stigagjöf Ís- lendinga í Eurovisionkeppninni í ár. Aðeins 12.300 þeirra voru gild þar sem hin bárust ekki inn- an fimm mínútna tíma- markanna. Áhuginn var gífur- legur og töluvert var um frávís- anir sem skiluðu sér þannig að einstaklingar náðu ekki í gegn. Talsmaður Landsímans segir að símalínurnar hafi þolað álagið vel. Símtalið kostaði 100 kr. og rann ágóðinn til Barnaspítala Hringsins. Að þessu sinni söfn- uðust því um 800-900 þúsund krónur. Í forkeppninni í febrúar söfnuðust 2,8 milljónir en þá voru símalínur opnar allan dag- inn. ■ SPRENGJUMANNS LEITAÐ Banda- rískir sprengjusérfræðingar hófu í gær rannsókn á skólastofunni í Yale-háskóla þar sem sprengja sprakk á fimmtudag. Lögreglan leitar nú að manni sem sást yfir- gefa stofuna skömmu áður en sprengjan sprakk.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.