Fréttablaðið - 26.05.2003, Side 8

Fréttablaðið - 26.05.2003, Side 8
26. maí 2003 MÁNUDAGUR Viðskiptalegt virði kl. 13.15 – 16:30 Hótel Nordica Aðgangur ókeypis en skráning nauðsynleg Námstefna 27 maí epró ehf. – Suðurlandsbraut 4 – sími 568 7568 – www.epro.is XML Áhrif XML á rafræna viðskiptahætti fara hratt vaxandi. Námstefnu epró er ætlað að auka skilning stjórnenda og sérfræðinga á viðskiptalegu virði þessarar tækni. Fyrirlesarar eru frá VISA Íslandi, Software AG, Opportunity Solutions A/S og epró ehf. Nánari upplýsingar á www.epro.is. Handknattleiksdeild Stjörnunnar auglýsir eftir þjálfur- um til starfa við þjálfun yngri flokka félagsins veturinn 2003-4. Leitað er eftir reyndum þjálfurum á þessu sviði. Yfir- þjálfari og umsjónarmaður barna- og unglingaþjálf- unar félagsins verður Gauti Grétarsson. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Stjörnunnar í síð- asta lagi fyrir 3. júní 2003. Umslagið skal merkt þannig: STJARNAN Handknattleiksdeild, Stjörnuheimilið við Ásgarð, 210 Garðabæ. F.h. barna- og unglingaráðs handknattleiksdeildar Stjörnunnar. Eyjólfur Bragason Guðný Svanfríður Stefánsdóttir Lára Sandholt Baldur Svavarsson Handknattleiksdeild Stjörnunnar SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Þó nokkur ráðuneyti og stofnanir hafa verið lögð niður í Írak í kjölfar úrskurð- ar Sameinuðu þjóðanna um að Bandaríkjamenn og Bretar stjórni landinu þar til ný stjórn hefur verið kjörin. Á meðal þeirra eru íraski her- inn, varnarmála-og upplýsinga- ráðuneyti landsins og Ólympíu- nefndin. Hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur óskað eftir að al- menningi í Írak verði komið til hjálpar undir eins, en matarskort- ur og almenn velferðarþjónusta hefur verið af skornum skammti í landinu undanfarin ár. ■ Kvóti sogast að Akureyri Aflaheimildir á Norðurlandi jukust um 19,8% á ellefu árum. Akureyring- ar bættu við sig 24 þúsund þorskígildistonnum en Norðurland sem heild 22 þúsund tonnum. Sum minni byggðarlög hafa misst nær allan kvóta. SJÁVARÚTVEGUR Norðlendingar hafa á rúmum áratug aukið aflaheimildir sínar úr fiskistofnum þjóðarinnar um fimmtung, talið í þorskígildistonnum. Mikill sam- dráttur er þó hjá einstökum byggð- arlögum á meðan önnur hafa veru- lega bætt sinn hlut. Haustið 1991 nam kvóti skipa með heimahöfn á Norðurlandi tæp- um 112 þúsund þorskígildistonnum. Við síðustu úthlutun, haustið 2002, námu aflaheimildirnar hins vegar rúmum 134 þúsund tonnum. Aukn- ingin er 19,8%. Á sama tíma drógust aflaheim- ildir í landinu í heild saman um 2,5%; fóru úr 471 þúsund tonnum árið 1991 í 459 þúsund tonn í fyrra- haust. Akureyri ber höfuð og herðar yfir aðra staði á Norðurlandi í kvótaaukningu á áðurnefndu ára- bili. Haustið 1991 fengu skip í bæn- um úthlutað kvóta upp á tæp 32 þús- und þorskígildistonn. Eftir úthlut- unina í fyrra námu aflaheimildirnar 56 þúsund tonnum. Kvótinn hafði þannig aukist á Akureyri um rúm 24 þúsund tonn, eða 75%, á ellefu árum. Flest minni bæjarfélögin við Eyjafjörð hafa orðið af miklum afla- heimildum á tímabilinu. Þetta á þó ekki við um Grenivík þar sem kvót- inn hátt í þrefaldaðist, óx úr 2.640 tonnum í 7.200 tonn. Í Hrísey er að- eins 737 tonna kvóti eftir af 5.504 tonnum sem voru á skipum eyjunn- ar haustið 1991. Handan við sundið, á Árskógsströnd, eru 96% kvótans farin; af 1.833 tonnum eru 80 tonn eftir. Á Árskógssandi eru 58% kvót- ans farin. Stóru bæirnir við utanverðan Eyjafjörð, Ólafsfjörður og Siglu- fjörður, hafa bætt við sig kvóta. Ólafsfjörður hefur styrkt stöðuna um rúm 3.000 tonn og Siglufjörður um meira en 1.700 tonn. Í útgerðar- bænum Skagaströnd jókst kvótinn um 12%. Á Blönduósi og á Hvamms- tanga hefur kvótinn minnkað um 73 til 77%. Grímseyingar bættu við sig rúm- lega 500 tonna kvóta og hafa nú 1.517 tonnum úr að spila. Húsvík- ingar misstu aftur á móti rúm 3.000 tonn og hafa nú um 7.800 tonn. Litlu kauptúnin á Norðaustur- landi hafa í heildina séð misst mikl- ar aflaheimildir. Nærri helmingur af ríflega 3.100 tonna kvóta á Rauf- arhöfn er farinn. Hins vegar hefur kvótinn á Kópaskeri nær fimmfald- ast þó lítill sé og á Þórshöfn hefur kvótinn aukist lítillega. gar@frettabladid.is Kynningarfundur um Skuggahverfið: Sala íbúða hafin FASTEIGNIR Sala á íbúðum í Skugga- hverfi er hafin. Opinn kynningar- fundur verður haldinn í Listasafni Íslands í dag klukkan 17:30 þar sem arkítektar og fasteignasalar kynna íbúðirnar. „Það hefur frá upphafi verið mikill áhugi fyrir þessu,“ segir Einar I. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri 101 Skuggahverfis. „Það er alltaf eftirspurn eftir ný- tísku íbúðum í miðbæ Reykjavík- ur.“ Íbúðirnar verða alls 250, en í þeim áfanga sem nú er hafinn verða byggðar fjórir turnar og lægri byggingar inn á milli, samtals 93 íbúðir. Heildarkostnaður vegna byggingaframkvæmdanna er áætl- aður á sjötta milljarð króna. Helstu kennileiti húsaþyrpingarinnar í Skuggahverfinu verða þrjár sextán hæða byggingar við Skúlagötuna. ■ FEÐGAR Íraskur karlmaður situr við aðalgötu bæjarins Umm Qasr ásamt tveimur sonum sínum. Þar selja þeir feðgar sígarettur gestum og gangandi. Fátækt í Írak hefur verið mikil undanfarin ár. AP /M YN D Breytingar í Írak: Ráðuneyti lögð niður SKUGGAHVERFIÐ Íbúðir Skuggahverfis verða kynntar í Listasafni Íslands í dag klukkan 17:30. AFLAHEIMILDIR Á NORÐURLANDI Breytingar á kvótastöðu einstakra hafna frá austanverðum Húnaflóa að Langanesi á árunum 1991 til 2002. Á sama tíma og aflaheimildir á landinu í heild minnkuðu um 2,5% jókst kvótinn á Norð- urlandi um 19,8%. Afar mikill munur er þó á þróun kvótans eftir einstökum byggðarlögum. 1991 2002 HVAMMSTANGI BLÖNDUÓS SKAGA- STRÖND SAUÐÁR- KRÓKUR HOFSÓS ÓLAFS- FJÖRÐUR GRÍMSEY HRÍSEY DALVÍK ÁRSKÓGSSANDUR ÁRSKÓGSSTRÖND HAUGANES HJALTEYRI HAGANESVÍK SVALBARÐSSTRÖND HÚSAVÍKGRENIVÍK KÓPASKER +368% RAUFARHÖFN ÞÓRSHÖFN AKUREYRI SIGLU- FJÖRÐUR 611 -45% 011 -100% 13 4. 06 3 11 1. 89 3 NORÐURLAND ALLS: +20% 56 .0 61 31 .8 60 +75% 22 0 97 1 -77% 801. 83 3 -96% 22 2 52 9 -58% 19 2 82 1 -77% 70 32. 56 1 -73% 8. 08 7 7. 17 8 +13% 23 2 65 8 -65% 12 .3 23 8. 64 5 +43% +21% 10 .1 97 8. 45 3 14 .6 42 11 .5 88 +26% 73 7 5. 50 4 -87% 1. 51 7 99 9 +52% 7. 20 0 2. 64 0 +173% 7. 80 7 10 .8 58 -28% 1. 66 4 3. 12 4 -47% 30 77 2. 86 2 +8% 360 7. 85 8 10 .6 84 -26.5 48 3 10 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.