Fréttablaðið - 26.05.2003, Side 10

Fréttablaðið - 26.05.2003, Side 10
SAKAMÁL Þórhallur Ölver Gunn- laugsson, sem dæmdur var í sext- án ára fangelsi fyrir að hafa orðið mannsbani sumarið 1999 hefur kært Boga Nilsson ríkissaksókn- ara fyrir meinsæri. Þórhallur segir gögn sem nú séu komin fram sýna að hann hafi verið í haldi lögreglu þegar morð- ið er sagt hafa verið framið. Hann hefur ósk- að eftir því við dómstólaráð Ís- lands að málið verði tekið upp að nýju og að hann verði sýkn- aður. Agnar W. A g n a r s s o n fannst látinn í íbúð sinni á Leifsgötu 14. júlí 1999. Hann hafi verið stunginn margsinnis með hnífi í brjóstið. Þórhallur hafði verið stöðvaður aðfaranótt þess dags þar sem hann ók um Skúla- götu. Hann var grunaður um ölv- un og gisti fangaklefa fram á næsta dag. Samkvæmt niðurstöðum ríkis- saksóknara og dómstóla var Agn- ar myrtur rétt fyrir klukkan tvö aðfaranótt 14. júlí. Þórhallur segir að klukkan hljóti að hafa verið um 20 mínútur í tvö þegar lögregla stöðvaði hann vegna gruns um ölvunarakstur. Það megi lesa af lögregluskýrslum sem hann hafi loks fengið aðgang að. Þórhallur telur að Bogi Nilsson ríkissaksóknari hafi vísvitandi leynt þeim gögnum sem varpað gætu nánari ljósi á tímasetningar um morðnóttina: „Dómsorð Hæstaréttar var fengið fram með blekkingum, undanskotum gagna og rangfærslum,“ segir Þórhallur í greinargerð sinni til dómstóla- ráðs. Sjálfur telur Þórhallur að Agn- ar hafi verið myrtur klukkutíma fyrr en dómstólar gengu út frá, eða á bilinu hálfeitt til eitt. Það hafi einnig verið upphafleg kenn- ing lögreglunnar sem fallið hafi verið frá þar sem Þórhallur hafi haft óhrekjanlega fjarvistarsönn- un á því tímabili. Þórhallur segir eftirlitsmyndavélar sýna að hann hafi farið úr miðbænum klukkan 1.12. Hann segist hafa ekið heim til Agnars heitins uppi á Leifsgötu og komið að honum látnum. Hann hafi síðan verið stöðvaður á Skúlagötu við hefðbundið lögreglueftirlit. Þórhallur játaði að hafa banað Agnari við yfirheyrslur hjá lög- reglu en dró játningu sína til baka. Hæstarétti þótti skýringar Þór- halls á breyttum framburði ótrú- verðugar: „Sannleikurinn er sá að ég veit ekki af hverju ég játaði þetta á mig,“ segir Þórhallur nú í greinar- gerð sinni. gar@frettabladid.is A U G L Ý S I N G A S E T R I Ð Collector 33 Rafmagnssláttuvél 1000W rafmótor 27 ltr grashirðupoki Euro 45 Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Silent 45 Combi Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Verð: 17.900 Verð: 34.900 Verð: 44.900 Park Comfort Bensínsláttuvél 15,5 hestöfl B&S mótor Slátturbúnaður að framan Verð: 544.000 Estate President Bensínsláttuvél, 13,5 hestöfl B&S mótor 250 ltr grashirðupoki Verð: 354.000 Hágæða sláttuvélar Vetrarsól - Askalind 4 - Kópavogi - Sími 564 1864 10 26. maí 2003 MÁNUDAGUR KONUNGLEGUR KAPPAKSTUR Karl Gústaf XVI Svíakonungur og þýski aðalsmaðurinn Leopold von Bayer eru báðir staddir í bænum Brescia á Ítalíu til þess að taka þátt í Mille Miglia-fornbíla- kappakstrinum. Óvissa í ferðaþjónustu: Fjórar plágur FERÐAÞJÓNUSTA Samtök ferðaþjón- ustunnar fagna ákvæðum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- flokkanna um að íslenskri ferða- þjónustu verði sköpuð sambæri- leg rekstrarskilyrði og í sam- keppnislöndunum. „Það sem er að fara verst með ferðaþjónustuna er hátt gengi krónunnar,“ segir Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri. Hún nefnir líka að vextir séu hér mun hærri en í samkeppnis- löndunum, sem geri fyrirtækj- um í ferðaþjónustu erfitt fyrir. Að sögn Ernu ríkir mikil óvissa í ferðaþjónustunni um þessar mundir. „Talað er um þrjár plágur í ferðaþjónustunni úti um allan heim,“ segir Erna og á þar við 11. september, stríð- ið í Írak og bráðalungnabólgu- faraldur í Asíu. Fjórða plágan sem herji á íslenska ferðaþjón- ustu sé síðan hið háa gengi krón- unnar. ■ Neskaupstaður: Ómissandi sjúkrahús HEILBRIGÐISMÁL Fjórðungssjúkra- húsið í Neskaupstað heldur úti fullri starfsemi yfir sumartím- ann. „Við erum algjörlega ómiss- andi,“ segir Guðrún Sigurðar- dóttir hjúkrunarforstjóri. „Við erum eina sjúkrahúsið á Austur- landi.“ Að sögn Guðrúnar hjúkrunar- forstjóra er afleysingafólk feng- ið í stað starfsmanna sem fara í sumarfrí. „Við erum mjög heppin og fáum gjarnan sama fólkið ár eft- ir ár,“ segir Guðrún. „Það er traust og gott fólk.“ ■ Kærir meinsæri í Leifsgötumáli Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, sem dæmdur var fyrir morðið á Agnari W. Agnarssyni árið 1999, hefur kært ríkissaksóknara fyrir meinsæri með undanskoti gagna. Þórhallur krefst sýknu og endurupptöku málsins. ERNA HAUKSDÓTTIR Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar hefur áhyggjur af fjórum plágum sem herja á ferðaþjónustuna. LEIFSGATA Vitni á Leifsgötu heyrðu mikla háreysti frá íbúð Agnars W. Agnarssonar aðfaranótt 14. júlí 1998. Sumir töldu lætin hafa verið um klukkan eitt en aðrir að þau hefðu verið um klukkustund síðar. Íbúar í húsinu kölluðu til lögreglu daginn eftir vegna grunsemda um að voveiflegur atburður hefði gerst. Agnar fannst látinn í íbúð sinni þegar lögregla kom þar að. „Dómsorð Hæstaréttar var fengið fram með blekkingum, undanskotum gagna og rangfærslum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.