Fréttablaðið - 26.05.2003, Qupperneq 11
11MÁNUDAGUR 26. maí 2003
Skráðu þig í tilboðsklúbb
Iceland Express á Netinu
Og njóttu þess að fá reglulega send til þín frábær tilboð sem
eingöngu eru veitt félögum í tilboðsklúbbi Iceland Express. Skráðu þig á
www.IcelandExpress.is núna! Daglegt flug til Kaupmannahafnar og London.
Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl.
Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Pólverjar kjósa um inngöngu í ESB:
Vilja frekar kjósa
í íslenskum kosningum
NÝBÚAR Tilkynning til pólskra
ríkisborgara sem dvelja hér á
landi birtist í Fréttablaðinu í
gær. Tilkynningin tengdist þjóð-
aratkvæðagreiðslu um inngöngu
Póllands í Evrópusambandið og
birtist bæði á íslensku og pól-
sku.
Kosningarnar fara fram 7. og
8. júní og byrjar kjörfundur
samkvæmt venju við sólarupp-
rás. Að sögn Friðriks Gunnars-
sonar, kjörræðismanni Pólverja,
búa rúmlega 2.000 pólskir ríkis-
borgarar hér á landi, en áhugi
fyrir kosningunum er ekki mik-
ill. „Þegar Pólverjar eru komnir
hingað hafa þeir meiri áhuga á
að kjósa í íslenskum kosning-
um,“ segir Friðrik. „Þeir telja
sig hingað komna til þess að
vera.“ ■
Félag bókaútgefenda:
Vilja niðurfellingu
virðisaukaskatts
BÓKAÚTGEFENDUR Félag íslenskra
bókaútgefenda fagnar hugmynd-
um sem fram komu í aðdraganda
kosninganna um lækkun eða nið-
urfellingu virðisaukaskatts á bók-
um. Þetta kom fram á aðalfundi
félagsins sem haldinn var þann
22. maí.
„Við gerum ráð fyrir að loforð-
in verði efnd,“ segir Sigurður
Svavarsson, sem var endurkjör-
inn formaður félagsins. Hann
nefnir að í aðdraganda kosning-
anna hafi báðir ríkisstjórnar-
flokkarnir talað um lækkun virð-
isaukaskatts á bókum. „Við von-
um að virðisaukaskatturinn verði
afnuminn,“ segir Sigurður. ■
FRIÐRIK GUNNARSSON
Kjörræðismaður Pólverja á Íslandi.
BÆKUR
Félag íslenskra bókaútgefenda hélt
aðalfund sinn á fimmtudag.
Colin Powell:
Frökkum ekki refsað
PARÍS, AP Bandaríkjamenn hafa
ekki í huga að refsa Frökkum fyrir
andstöðu sína gegn innrásinni í
Írak, að sögn Colin Powell, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna. Powell
viðurkennir þó að verið sé að end-
urskoða samvinnu landanna
tveggja „í ljósi nýrra aðstæðna“.
Powell átti einkafund í París
með utanríkisráðherra Frakka,
Dominique de Villepin. Að loknum
fundi sögðust ráðherrarnir sam-
mála um að þjóðirnar yrðu að
horfa fram á veginn og vinna að
því að bæta samband sitt þrátt
fyrir ýmis ágreiningsmál. ■
SVERÐIN SLÍÐRUÐ
Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við kollega sinn í Frakklandi, Domin-
ique de Villepin, fyrir fund utanríkisráðherra átta helstu iðnríkja heims.