Fréttablaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 12
Fyrir fjórum árum lagði ríkis-stjórn Davíðs Oddssonar af stað
með stuðning tveggja af hverjum
þremur Íslendingum. Nú segjast
rétt rúmlega 54 prósent þeirra sem
tóku afstöðu í könn-
un Fréttablaðsins
styðja stjórnina.
Þótt þetta sé meiri-
hluti þeirra sem
tóku afstöðu er þetta
lök útkoma. Vaninn
er að nýjar ríkis-
stjórnin fái vænan
stuðning fyrstu vik-
urnar og mánuðina. Rétt rúmlega
meirihlutafylgi nú bendir til að
fyrsta verk nýrrar ríkisstjóirnar
verði að vinna traust þjóðarinnar.
Þótt sú tilfinning sé útbreidd
meðal þjóðarinnar að stjórnmála-
menn kæri sig kollótta um afstöðu
almennings milli kosninga skiptir
það ríkisstjórnir miklu hversu víð-
tækan stuðning þær hafa. Jafnvel
stjórnir sem hafa góðan þingmeiri-
hluta geta lent í vandræðum ef þær
njóta ekki víðtæks stuðnings í sam-
félaginu. Góður ásetningur og fín
plön geta breyst í tafsaman barning
ef jarðvegurinn er ekki frjór. Þetta
verður auðséð í kjarasamningum
við opinbera starfsmenn og í þátt-
töku ríkisvaldsins í samningum á
einkamarkaði. En þetta á einnig við
um öll önnur mál. Ríkisstjórn Dav-
íðs gat til dæmis ekki fengið þjóðina
til að mæta á Þingvelli að fagna
1000 ára kristnitökuafmæli þótt hún
hafi engu til sparað. Hljómgrunnur
hennar meðal þjóðarinnar náði ein-
faldlega ekki nægilega djúpt meðal
fólks.
En hvað hefur breyst frá því fyr-
ir fjórum árum? Í fyrsta lagi hafa
bæst fjögur ár við aldur þessarar
ríkisstjórnar. Fleiri telja sig vita
hvers hún er megnug og færri búast
við einhverju nýju eða óvæntu úr
hennar átt. Það er því eðlilegt að
hún njóti ekki sama fylgis í upphafi
kosningabaráttu og glæný ríkis-
stjórn myndi gera. Stjórnarmynd-
unin var líka óvenju átakalítil. Það
var líkt því að flokkarnir rynnu
mjúklega saman. Engin ríkisstjórn
hefur fengið meiri stuðning í upp-
hafi síns ferils en ríkisstjórn Gunn-
ars Thoroddsen árið 1980. Hún var
mynduð í kjölfar margra mánaða
stjórnarkreppu og myndun hennar
var því lausn; björgun. Sem kunn-
ugt er hjálpaði þetta mikla fylgi
þessari ríkisstjórn ekki mikið. Allur
hennar starfstími var basl og ráða-
leysi.
Það er því ekki allt fengið með
fljúgandi góðu starti. Í þessu sem
öðru er sígandi lukka best; að ríkis-
stjórn afli sér fylgis fremur en fá
það í heimanmund. En fylgi stjórna
er eftir sem áður eins konar inneign
sem þær hafa úr að spila. Og sú
stjórn sem býr að góðri inneign er
líklegri að koma miklu í verk en sú
sem er nálægt núllpunktinum. Þess
vegna þarf hin nýja ríkisstjórn Dav-
íðs að afla sér traust á fyrstu starfs-
mánuðum sínum. En þar sem hún er
ekki ný heldur gömul getur það
reynst snúið. Hún þarf að yfirstíga
stærri hindranir en ef hún væri
splunkuný.
Það er freistandi að draga þá
ályktun af litlu byrjunarfylgi ríkis-
stjórnarinnar að mörgum kjósand-
anum finnist hann svikinn. Fyrir
kosningar tiltóku báðir ríkisstjórn-
arflokkarnir að þeir gengu óbundn-
ir til kosninga og eftir því sem leið á
kosningabaráttunni virtist þessi yf-
irlýsing verða flokkunum nauðsyn-
legri. Kosningabaráttan dró fram
mikinn leiða með ríkisstjórnina.
Þetta var sérstaklega augljóst með
Framsóknarflokkinn. Hann fór ekki
að auka fylgi sitt fyrr en Halldór
Ásgrímsson reyndi að aðgreina
flokkinn frá Sjálfstæðisflokknum.
En það gerðist ekkert eftir kosning-
ar sem bendir til að þessir flokkar
hafi talið aðra kosti mögulega en
áframhaldandi stjórnarsamstarf.
Það hangir því eins konar sviksemi
eða óheiðarleiki yfir myndun hinnar
nýju stjórnar og það eykur enn á
nauðsyn þess að stjórnarflokkarnir
leggi sig fram um að byggja upp
traust meðal þjóðarnnar. ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um meðbyr
ríkisstjórnarinnar.
12 26. maí 2003 MÁNUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
Starfsmenn RÚV virtust viti sínufjær af tilhlökkun og spenningi
alla síðustu viku. Júróvision var í
nánd: og í hvert sinn sem maður
opnaði fyrir rásir þessarar stofn-
unar dundu á manni gömul júró-
visionlög, upprifjanir gamalla
þátttakenda, pistlar sérlegra
sendimanna stofnunarinnar á
staðnum og almennar bollalegg-
ingar um að best færi á því að
Birgitta væri bara „hún sjálf“.
Meira að segja í Speglinum mátti
heyra speki um „nýja sjálfsmynd
Evrópu“ eða eitthvað þvíumlíkt:
Öllu var tjaldað, þetta er aðalvið-
burður ársins hjá þessari stofnun –
ef ekki sá eini.
forlátið neikvæðnina...
Ég bið lesendur að afsaka þenn-
an tón: Hann kemur sjálfkrafa. Ég
er mótaður af þeim tímum þegar
þessi keppni þótti fáfengileg og þótt
í lagi væri svo sem að gjóa á hana
auga hefði maður ekkert annað við
tímann að gera var hún ekki til um-
ræðu. Ég er sjálfskipaður menning-
arviti og get ekki gert að því að vera
alltaf óðara farinn að hugsa í ein-
hverjum löngu úreltum skiptingum
í háa og lága list, og þegar ég nú á
sunnudagsmorgni reyni að hrista
það af mér og grafa upp eitthvað já-
kvætt til að segja um þessa keppni
þá verður það eitt og annað: Birgitta
Haukdal er til dæmis þjóðarger-
semi. Og það er eitthvað ómótstæði-
legt við þetta havarí allt saman; ég
lét mig meira að segja hafa það að
hringja sérstaklega og greiða at-
kvæði laginu Hasta la vista bara til
að óhlýðnast fyrirmælum Gísla
Marteins Baldurssonar, og skildi
ekki hvað væri hallærislegra við
þennan vörpulega tenór frá Úkra-
ínu en norska ungmennið sem var
að reyna að syngja eins og Johnny
Logan, og Gísli beitti öllum ráðum
til að fá okkur til að kjósa. Eldri
heimasætan fékk líka eitt símtal en
var því miður önnum kafin við að
fara handahlaup á meðan á upprifj-
un laganna stóð svo að við þurftum
í sameiningu að rifja upp í hvaða
lagi hefðu verið svo flottar slæður
og ákváðum að það hefði verið
gríska lagið – sem var auðvitað tóm
vitleysa því að stúlkan hafði meint
tyrkneska lagið.
Skilaboð frá Evrópu
Og gaman að svo þjóðlegt lag
skyldi vinna og að í þremur efstu
sætunum væru lög með sérstakan
karakter – það bar evrópskum al-
menningi fagurt vitni. Það var líka
eitthvað rétt við það að evrópskur
almenningur skyldi kjósa lag með
svo austrænum svip á þessum síð-
ustu og verstu tímum og senda þar
með til dæmis Bandaríkjamönnum
ákveðin skilaboð um gildi islamskr-
ar menningar en rasismi í garð ar-
abískrar menningar tröllríður nú
öllu þar vestra. Lagið hljómaði að
vísu á köflum eins og eitt af hinum
minna þekktu Spilverkslögum – af
bláu plötunni minnir mig – en var
ekki verra fyrir það og ætti að færa
okkur heim sanninn um að næst
sendum við kvæðamenn, rappara,
Álftagerðisbræður eða Hallbjörn
Hjartarson í fullum herklæðum –
eitthvað íslenskt.
Til hvers ríkissjónvarp?
Í neðsta sæti voru Englending-
ar sem ekki var að undra því
stúlkan að minnsta kosti söng í
einhverri allt annarri tóntegund
en hljómsveitin lék og allur var
flutningur lagsins mjög í skötu-
líki. Í Englandi eru höfuðstöðvar
popptónlistarinnar í Evrópu og
það hversu báglega tókst til hjá
ensku flytjendunum sýnir hvaða
áherslu Englendingar leggja á
þessa keppni.
Seinna um kvöldið var hins
vegar dæmi um það sem talið er
þess vert að setja hugvit og orku
og fjármagn í hjá enska ríkisút-
varpinu. Það var Baskerville-
hundurinn. Þótt Sherlock Holmes
væri að vísu fáránlega ofleikinn í
þessari mynd eins og furðu oft vill
henda þá var unun að fylgjast með
myndinni út af þeirri alúð sem
sérhver sena vitnaði um, húmor
gagnvart sinni menningu sam-
hliða virðingu og ást á henni. BBC
hefur skapað í sínum myndheimi
eitthvert England sem kannski
var aldrei til, en er það núna.
Þannig gegnir stofnunin mikils-
verðu hlutverki við að efla sjálfs-
mynd þjóðarinnar, efla tilfinningu
fyrir tilteknum arfi sem sé þess
verður að halda í, sérkennum –
menningu.
Eftir skrykkjóttar tilraunir í
þessa átt hefur RÚV endanlega
gefist upp við að reyna að vera
vettvangur sem á þennan hátt
endurspegli íslenskt þjóðlíf fyrr
og síðar. Á undan Júróvision gat
hins vegar að líta afrakstur þess
sem íslenskir kvikmyndagerðar-
menn fá að fást við á vegum þess-
arar stofnunar; það var löng bíla-
auglýsing sem þóttist vera sjón-
varpsmynd en var kannski fyrst
og fremst mjög væmin. Og enn er
ekki farið að búa til sjónvarps-
seríu úr Dalalífi Guðrúnar frá
Lundi, Falsaranum eftir Björn
Th., Vesturfarabókum Böðvars,
Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunn-
arsson, Páls sögu eftir Ólaf Jó-
hann, Í Verum eftir Theódór Frið-
riksson, Þórubókum Ragnheiðar
Jónsdóttur, ævisögu Einar Ben
eftir Guðjón Friðriksson, Hrafn-
hettu Guðmundar Daníelssonar...
Svo gripið sé til íþróttamáls:
þeir hjá Sjónvarpinu vaða í fær-
um en vita ekki einu sinni af því
að þeir séu í fótbolta. ■
Ekki fyrir
hægfara
ökumenn
Pirraður ökumaður skrifar:
Með þessum skrifum mínum íFréttablaðið vil ég gjarna
koma ábendingu á framfæri til öku-
manna sem halda að vinstri vegar-
helmingur sé hannaður sérstaklega
fyrir þá og sunnudagsrúntinn. Allt
of stór hópur ökumanna gerir sér
ekki grein fyrir að vinstri vegar-
helming á að nota til þess að taka
fram úr. Stöðugt verð ég fyrir þeirri
leiðinlegu upplifun að keyra á eftir
ökumanni sem vogar sér að vera á
vinstri vegarhelmingi og keyra
hægar en hámarkshraði segir til
um. Til að misbjóða ekki lesendum
ætla ég ekki að hafa eftir þær for-
mælingar sem ég hef yfir lendi ég í
þessu. Það fer fátt eins mikið í taug-
arnar á mér og ég er þess fullviss að
vera ekki ein um þessa skoðun.
Ég vil taka það fram að ég hef
ekkert á móti þeim ökumönnum
sem kjósa að taka því rólega í um-
ferðinni. Heldur gagnrýni ég þá
ákvörðun þeirra að hanga eilíflega á
vinstri vegarhelmingi. Leyfið okkur
hinum sem erum alltaf að flýta
okkur og kunnum ekki að slappa af
að halda óhindrað áfram.
Forðumst slysin, haldið ykkur á
hægri vegarhelmingi. Með því kom-
ið þið í veg fyrir eilífan framúrakst-
ur sem, eins og vitað er, eykur
slysahættu. ■
Um daginnog veginn
GUÐMUNDUR
ANDRI
THORSSON
■
skrifar um Sjónvarpið.
Til hvers er
ríkissjónvarp?
■ Bréf til blaðsins
Lítil inneign
hjá þjóðinni
Íslenska alþjóðabjörgunar-sveitin er nú að störfum á
hamfarasvæðinu í Alsír sem
myndaðist eftir að öflugur jarð-
skjálfti reið yfir á fimmtudag.
Árið 1999 sendi Slysavarnar-
sveit Landsbjargar í fyrsta sinn
björgunarsveit frá Íslandi til
hamfarasvæðis erlendis. Stór
jarðskjálfti hafði riðið yfir
Tyrkland og í kjölfarið sendu
tyrknesk yfirvöld neyðarkall til
alþjóðasamfélagsins. Björgun-
arsveitir fóru frá allmörgum
löndum, þar með talið Íslandi.
Björgunarsveitin sem fór á vett-
vang var skipuð tíu sérþjálfuð-
um og þrautreyndum björgun-
arsveitarmönnum. Er það mál
manna að þessi mikla reynsla
hafi nýst vel við þessar hörmu-
legu hamfarir sem urðu til þess
að 18.000 manns létu lífið.
Reynslan sem fékkst í Tyrk-
landi varð til þess að hvetja
íslenska björgunarsveitarmenn
og ráðamenn þjóðarinnar til að
halda áfram uppbyggingu
alþjóðasveitar. 2. október árið
1999 var svo skrifað undir sam-
komulag milli Slysavarna-
félagsins Landsbjargar, utanrík-
is- og dómsmálaráðuneytisins
um stofnun alþjóðlegrar björg-
unarsveitar. Starf sveitarinnar,
sem skipuð er sjálfboðaliðum,
hefur verið í örum vexti síðan.
Hefur sveitin tekið þátt í um-
fangsmiklum æfingum bæði í
Bandaríkjunum og síðast í Rúss-
landi. Björgunaraðgerðirnar
sem nú standa yfir í Alsír eru
fyrsta verkefni alþjóðasveitar-
innar. ■
■ Af Netinu
Já, ráðherra
„Við höfum séð það í kvikmynd-
um á borð við Yes, Minister! að
við stjórnarmyndun í Bretlandi
sitja þingmenn við símann og
naga neglurnar í taugaspennu í
væntingu eftir því að forsætis-
ráðherrann hringi í þá og bjóði
þeim ráðherraembætti. Hér ger-
ist þetta ekki á þann veg...“
BJÖRN BJARNASON Á VEF SÍNUM BJORN.IS.
Sólsetursafdrep
„Ljóst er að valdhafar líta svo á
að sendiherrastöður séu ekki
lengur embætti sem krefjast
ákveðinnar hæfni eða reynslu úr
utanríkisþjónustu. Ljóst er að
þessar stöður eru að verða sól-
setursafdrep fyrir ónothæfa
stjórnmálamenn.“
HREINN HREINSSON Á VEFNUM KREML.IS.
Á eftir bolta kemur barn !
styrkir knattspyrnu barna
Þjálfun barna í knattspyrnu Stefna fyrir þjálfun
barna í knattspyrnu Knattspyrna og barnið mitt
Sjónarmið styrktaraðila Knattspyrna - Leikur án
fordóma Góð ráð í þjálfun barna Hvað á þjálfarinn
að kenna börnunum? Mín skoðun á þjálfun yngri
flokka Hvað segja stjörnurnar?
Sameiginleg ráðstefna KSÍ og ÍSÍ um þjálfun barna í knattspyrnu
Hótel Loftleiðir, laugardaginn 31. maí 2003 frá kl. 13:00 til 17:00
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis – skráningar þurfa að
berast á netfangið andri@isisport.is í síðasta lagi föstudaginn 30. maí.
Frekari upplýsingar má finna á www.ksi.is og www.isisport.is
Logi Ólafsson
Naysaa Adomako
Þorlákur Árnason
Rúnar Kristinsson
Arnór Guðjohnsen
Eggert Magnússon
Sigríður Jónsdóttir
Janus Guðlaugsson
Jóhann Þór Jónsson
Ásthildur Helgadóttir
Ásta Guðmundsdóttir
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Skattar og
stöðugleiki
E.G. skrifar:
Ekki skal stjórn okkar skeika,
skatta sem mest henti henni.
Að drepa á stöðugleika,
öryrkja og gamalmenni.
Baksviðs
Íslenska alþjóða-
björgunarsveitin
■
Rétt rúmlega
meirihlutafylgi
nú bendir til að
fyrsta verk
nýrrar ríkis-
stjórnar verði
að vinna traust
þjóðarinnar.