Fréttablaðið - 06.06.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 06.06.2003, Síða 2
2 6. júní 2003 FÖSTUDAGUR „Ég er með tvo góða sem ég treysti fullkomlega.“ Guðjón Þórðarson hefur boðist til að þjálfa landsliðið í knattspyrnu. Eggert Magnússon er formaður KSÍ. Spurningdagsins Eggert, viltu Guðjón? Eigum að horfast í augu við breyttar aðstæður, segir Steingrímur J: Megum ekki leggjast á hnén VARNARMÁL „Mitt mat er að við eig- um einfaldlega að horfast í augu við breyttar aðstæður og það að Banda- ríkjamenn vilja draga úr sínum um- svifum og kannski í aðalatriðum fara héðan með mannafla og tækja- kost,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna, um væntanlegar viðræður um viðauka við varnarsamninginn. „Að sjálfsögðu eigum við að fara í það með því hugarfari að verkefn- ið sé að semja um þessar breytingar en ekki að leggjast á hnén og reyna að halda í erlendan her í landinu á úreltari forsendu en nokkru sinni fyrr,“ segir Steingrímur og bætir við: „Ég held að þá fyrst yrði bætt ömurlegum kafla við þessa sögu er- lendrar hersetu.“ Fari varnarliðið eða dragi veru- lega úr umsvifum sínum segir Steingrímur að Íslendingar verði að takast á við það í sameiningu að tryggja atvinnuumhverfið á Suður- nesjum. „Það er ekkert sem er okk- ur ofvaxið að takast á við þessar breytingar sem því yrðu samfara. Að sjálfsögðu á ekki að skilja þau byggðarlög sem háð hafa orðið her- setunni eftir ein og óstudd. Það er sameiginlegt verkefni landsmanna allra að takast á við þær breytingar sem verða.“ ■ VARNARMÁL Bandarísk stjórnvöld tilkynntu forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra í gær að þau vildu breyta rekstri varnarliðsins á Mið- nesheiði. Eftir því sem Fréttablað- ið kemst næst snúa hugmyndir Bandaríkjamanna að því að draga úr umsvifum varnar- liðsins. Ekki er ljóst hvort það þýðir að flugsveitin sem hefur bækistöð í Keflavík verði flutt frá landinu. Hug- myndir þess efnis munu ekki hafa verið kveðnar niður að fullu vest- anhafs. Alvarlegt og viðkvæmt voru orðin sem leiðtogar ríkisstjórnar- innar notuðu eftir fundahöldin í gær. Fram undan eru viðræður sem kunnugir segja að gætu reynst mjög erfiðar. Það gæti þó gerst, eftir tveggja ára bið eftir samningum, að samningaviðræður gangi tiltölulega fljótt fyrir sig. Á hálftíma löngum fundi Eliza- beth Jones, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkis- ráðherra afhenti hún Davíð bréf frá George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Halldór greindi ut- anríkismálanefnd Alþingis frá innihaldi bréfsins í hádeginu en vildi ekki segja blaðamönnum ná- kvæmlega hvað stóð í því. Hann sagði að bréfinu frá Bush yrði svarað sem fyrst. Málið væri við- kvæmt og alvarlegt. „Við höfum talið það vera al- gjörlega nauðsynlegt að hafa hér loftvarnir,“ sagði Halldór. „Það kemur ekkert fram í bréfi forset- ans sem bendir til þess að þeir séu á öðru máli. Það liggur fyrir að þeir vilja fara nýjar leiðir, hvað þeir eiga nákvæmlega við vil ég ekkert segja um á þessu stigi. Við verðum að bíða og sjá hvernig þessum viðræðum lyktar.“ Halldór sagði að samningavið- ræðurnar snerust ekki um peninga á þessu stigi. Þær snerist um póli- tísk samskipti landanna. Aðspurð- ur sagði hann stuðning Íslands við innrás Bandaríkjanna í Írak ekki skipta máli í viðræðunum. „Ég tel enga ástæðu til þess að blanda þessum málum saman. Það fylgir því að þegar menn eiga sam- leið og hafa samvinnu að það sé gagnkvæmur skilningur. Við höf- um oft á tíðum sýnt Bandaríkja- mönnum gagnkvæman skilning og það er eitthvað sem við sjáum ekki eftir. Það er að sjálfsögðu mikil- vægt að Bandaríkjamenn sýni okk- ur líka skilning.“ trausti@frettabladid.is brynjolfur@frettabladid.is Samfylkingin vill samráð um samninga við Bandaríkin: Tryggja verður áfram varnir VARNARMÁL „Það er aldrei gott að vera samningslaus í viðræðum,“ segir Guðmundur Árni Stefáns- son, fulltrúi Samfylkingar í utan- ríkismálanefnd, og leggur mikla áherslu á að tryggður verði ör- uggur varnarviðbúnaður hér á landi, svipaður því sem verið hef- ur. Hann segir Samfylkinguna reiðubúna að vinna með stjórn- völdum að því að tryggja áfram- haldandi varnir landsins. „Við viljum að þeir í stjórnarandstöð- unni sem vilja tryggja varnir fái að fylgjast grannt með gangi mála.“ „Við höfum gagnrýnt að menn hafi ekki verið fljótari til verka,“ segir Guðmundur og vísar til þess að viðaukinn við varnarsamning- inn um varnir á Keflavíkurflug- velli hafi runnið út 2001, tveimur árum eftir að Samfylkingin lagði áherslu á að hann yrði endurskoð- aður og áframhaldandi varnir tryggðar án þess að nokkuð væri gert. „Við í Samfylkingunni lítum svo á að það þurfi að tryggja lág- marksviðbúnað í Keflavík, flug- flotinn er mikill hluti í því.“ Guðmundur vill ekki tengja saman afstöðu íslenskra stjórn- valda til innrásar í Írak við við- ræður um framtíð varnarliðsins. „Það er af og frá. Samstarfið hef- ur áratugum saman byggst á gagnkvæmum hagsmunum og samningum.“ ■ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Eigum ekki að reyna að halda í varnarliðið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON Leggur áherslu á að varnir landsins verði tryggðar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI VARAÐ VIÐ OFÞENSLU Moody’s telur að væntanleg álbræðsla og orkuver henni tengd geti hugsanlega or- sakað nýtt ofþensluskeið. Matsfyrirtækið Moody’s: Afgangi spáð á árinu 2004 EFNAHAGSMÁL Aðhald í ríkisfjár- málum er nauðsynlegt til að reyna ekki um of á peningamála- stefnuna og til að forðast við- skiptahalla og víxlhækkanir launa og verðlags, segir í nýrri ársskýrslu matsfyrirtækisins Moody’s. Það er álit Moody’s að ef stjórnvöld standi við fyrirheit um bætta útgjaldastýringu á kom- andi fjárfestingarskeiði séu líkur til þess að afgangur geti orðið á fjárlögum þegar á árinu 2004. Fyrirtækið telur að væntanleg álbræðsla og orkuver henni tengd geti hugsanlega orsakað nýtt of- þensluskeið. Erlendar skuldir með ríkisábyrgð muni hækka og þar með auka viðkvæmni hins litla og opna hagkerfis fyrir ytri áföllum. Moody’s telur hins vegar að þessar framkvæmdir séu lykil- þáttur í því langtímamarkmiði stjórnvalda að auka fjölbreytni í atvinnulífi og útflutningi. Þá er það einnig talinn kostur að þær muni hægja á flutningi fólks af landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins. Í skýrslunni segir að góð láns- hæfiseinkunn Íslands byggi á að- lögunarhæfni íslenska hagkerfis- ins sem hafi ítrekað sýnt getu til að takast á við verulegt ójafn- vægi. Ísland fær lánshæfisein- kunnina Aaa. ■ SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Staðan er viðkvæm. Sólveig Pétursdóttir: Alvarlegt mál VARNARMÁL „Það er ljóst að þetta er alvarlegt mál og á viðkvæmu stigi,“ sagði Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, eftir fund nefndarinnar með utanríkisráðherra um fyrir- hugaðar viðræður við Bandaríkja- menn um varnir Íslands. Sólveig lagði áherslu á að eng- ar viðræður væru hafnar og því lítið hægt að segja um hvernig þær myndu þróast eða hversu langan tíma þær tækju. Bréfi Bandaríkjaforseta til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra verði svarað og málin skýrist í framhaldi af því. ■ Hæstiréttur þyngir dóm: Síbrotamað- ur dæmdur REFSING Síbrotamaður var dæmd- ur í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti. Hann var dæmdur vegna þjófnaða, skjalafals, fjársvika og tilrauna til þjófnaða. Brotin voru mörg og hafði honum tekist að komast yfir töluverðar upphæðir. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í eins árs fangelsi sem Hæstiréttur þyngdi um hálft ár. ■ Umsvif varnarliðsins munu dragast saman Bandarísk stjórnvöld vilja breyta rekstri varnarliðsins á Miðnesheiði. Íslensk stjórnvöld keppast við að halda óbreyttum loftvörnum. Búast má við erfiðum samningaviðræðum um framtíð varnarliðsins. ELIZABETH JONES Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna mætti á fund í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. ■ „Við höfum oft á tíðum sýnt Bandaríkja- mönnum gagn- kvæman skiln- ing.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.