Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2003, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 06.06.2003, Qupperneq 25
manna sem komu gagngert frá Bretlandi til að sinna því máli. Innanhússrannsókn leiddi í ljós að ekkert gruggugt hafði átt sér stað þar. Athygli vakti að Sölunefndin á Grensásvegi var á sama tíma opin. Skúffubíllinn sem markaði upphafið að málinu er í dag al- gjört aukaatriði. Rannsókn Ríkisendurendur- skoðunar á bókhaldi Sölunefndar- innar mun beinast að því hvað gerðist á leiðinni frá Skemmu 866 að Sölunefndinni á Grensásvegi. Samkvæmt bókhaldslögum á að vera nákvæmt birgðabókhald hjá Sölunefndinni yfir það hvaða vör- ur nefndin tók út af Vellinum og hvað varð um þær seinna. Finnist það bókhald ekki blasir mikill vandi við Alfreð Þorsteinssyni forstjóra, sem er lögum sam- kvæmt ábyrgur þar. Talið er víst að Varnarliðið muni fúslega veita aðgang að hárnákvæmu bókhaldi sínu þar sem skráð er hver skrúfa sem Sölunefndin fékk út af Vellin- um. Áralöng saga innflutnings af Keflavíkurflugvelli er nú til skoð- unar og grunsemdir eru uppi um að bókhaldið Íslandsmegin sé gloppótt. Sigurður Þórðarson rík- isendurskoðandi staðfesti að emb- ætti hans myndi óska eftir öllum þeim gögnum sem þyrfti til að upplýsa um það hvort misferli eða bókhaldsóreiða hefði átt sér stað. Bent á Alfreð Þessu mun Ríkisendurskoðun svara þegar hún hefur lokið rann- sókn sinni, sem beinist að því hvort bókhald Varnarliðs og Sölu- nefndar stemmi. Annar þáttur í rannsókninni beinist að uppboð- unum og því hvaða vörur fóru framhjá þeim. Þar ber hátt ábend- ingar um að Alfreð forstjóri hafi keypt bíl með afslætti. Þá eru fleiri bílar nefndir til sögunnar og heimildir Fréttablaðsins herma að innkaupastjórinn hafi við yfr- heyrslur hjá sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli gefið upplýs- ingar um á annan tug slíkra bíla sem seldir hafi verið bakdyra- megin. Sýslumannsembætti hefur lagt til við Ríkissaksóknara að innkaupastjórinn verði ákærður. Embættið skrifaði jafnframt minnisblað til utanríkisráðuneyt- isins þar sem gerðar eru athuga- semdir við ýmislegt sem viðkem- ur Sölunefndinni og forstjóran- um. Á grundvelli minnisblaðsins vísaði ráðuneytið málinu til Ríkis- endurskoðunar. Komi á daginn að bókhaldið hafi verið í ólagi liggja við því alvarleg viðurlög. Sölunefnd Varnarliðseigna var opinbert fyr- irtæki og bókhaldsskyld sam- kvæmt lögum. Öll vörukaup átti að færa til bókar og þannig átti að vera gegnsætt hvaða vörur hafi komið inn í landið og hvað varð um þær. Alfreð Þorsteinsson hef- ur lýst því að hann sé hvergi smeykur hvað rannsóknina varð- ar og þess fullviss að sakleysi hans verði undirstrikað. Eins og staðan er í dag situr innkaupa- stjórinn einn í súpunni. Hans bíð- ur ákæra á næstu dögum fyrir fjölmörg brot. Sá framburður hans að hann hafi aðeins verið lít- ið peð í taflinu á væntanlega eftir að skýrast þegar Ríkisendurskoð- un skilar niðurstöðu. rt@frettabladid.is 25FÖSTUDAGUR 6. júní 2003 Svæðið opnar kl. 11.00 Tímatökur kl. 13.00 Keppni hefst kl. 14.00 KVARTMÍLUBRAUTIN við Kapelluhraun Miðaverð kr. 800- Frítt fyrir félgasmenn og12 ára og yngri KVARTMÍLAN FYRSTA KEPPNI ÁRSINS 2003 - LAUGARDAGINN 7. JÚNÍ SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA Vörurnar sem sóttar voru á Keflavíkurflugvöll skiluðu sér ekki allar á Grensásveginn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.