Fréttablaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 4
4 17. ágúst 2003 SUNNUDAGUR Telur þú að varnarliðið hverfi af landi brott? Spurning dagsins í dag: Tekst Fram að bjarga sér frá falli í Landsbankadeild karla? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 52,8 % 47,2 % Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is FÉLAGSMÁL Hervar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Verkalýðs- félags Akraness, reyndi á mið- vikudagskvöld árangurslaust að hindra að miðstjórn Alþýðusam- bands Íslands samþykkti að kosið yrði í verkalýðsfélaginu um að- ferð við komandi stjórnarkjör. „Hervar mætti einni mínútu fyrir fundinn og krafðist þess að ekki yrði kosið í verkalýðsfélag- inu fyrr en ASÍ hefði borið saman ávöxtun sjóða annarra félaga inn- an sambandsins við ávöxtun Verkalýðsfélags Akraness. Þessu var algerlega hafnað,“ segir Birg- ir Elínbergsson, sem sæti á í stjórn orlofssjóðs félagsins. Að sögn Birgis er gert ráð fyr- ir að undirbúningur að kosning- unni hefjist 1. september. Reikna megi með að bæði verði búið að útkljá aðferð við stjórnarkjörið og kjörið sjálft um miðjan október. „Grétar Þorsteinsson forseti og Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, eru hlynntir listakosningu í stjórnakjörinu fremur en að kosið sé í einstök embætti. Við Vil- hjálmur Birgisson erum algjör- lega sammála því,“ segir Birgir. Vilhjálmur er sá sem fékk aðgang að bókhaldi Verkalýðsfélags Akraness með dómi Hæstaréttar. Endurskoðunarfyrirtæki taldi ávöxtun sjóða félagsins hafa verið óviðunandi í formannstíð Her- vars. ■ VAJPAYEE Í ÖKUFERÐ Í tilefni af þjóðhátíðardegi Indverja til- kynnti indverski forsætisráðherrann lands- mönnum að fyrirhugað væri að senda geimfar til tunglsins fyrir árið 2008. Indverjar hefja sig til flugs: Geimfar til tunglsins NÝJA DELÍ, AP Indverjar ætla að senda geimfar til tunglsins fyrir árið 2008, að sögn Atal Bihari Vajpayee, forsætisráðherra. „Landið okkar er nú reiðubúið að hefja sig til flugs á vettvangi vísindanna“ sagði Vajpayee í ræðu sem hann flutti í tilefni af þjóðhá- tíðardegi Indverja. Að sögn forsæt- isráðherrans verður geimfarið nefnt „Chandrayaan Pratham“ eða „Tunglfar númer eitt“. Ekki liggur fyrir hvort það verður mannað. Indverska geimrannsóknarstöð- in hefur áður tilkynnt að áform séu uppi um að senda gervihnött á braut um tunglið fyrir árið 2005 og mannað geimfar fyrir 2015. Aðeins Bandaríkin, Rússland og Japan hafa sent geimfar til tunglsins. ■ Á HEIMLEIÐ Örþreyttur lygnir hann aftur augunum meðan hann bíðurneðanjarðarlestar. Lestakerfi New York: Komið á gang á ný NEW YORK, AP Neðanjarðarlestakerfi New York í Bandaríkjunum komst í gang á ný í gærmorgun, hálfum öðrum sólarhring eftir að mesta rafmagnsleysi í sögu Bandaríkj- anna lamaði lestarkerfið. Allar lestir ganga nú samkvæmt áætlun. Rafmagn komst á í allri borg- inni að nýju á föstudagskvöld en töluverðan tíma tók að koma lestar- kerfinu í gang. Lífið í New York er nú óðum að komast í samt lag. Lestir farnar að ganga og þjónusta strætisvagna komst í eðlilegt horf síðdegis á föstudag. Milljónir manna ferðast með lestum og strætisvögnum á degi hverjum. ■ ● 09.3 13 ára karl - farþegi Árekstur skammt vestan við Vogaafleggjara ● 11.5 17 ára kona - farþegi Útafakstur á Strandvegi í Vestmanneyj- um ● 11.8 22 ára spænsk kona - farþe- gi Útafakstur við Kvísker í Öræfum ● 23.7 72 ára karl - ökumaður Útafakstur við Almannaskarð, Hornafirði ● 23.7 73 ára kona - farþegi Útafakstur við Almannaskarð, Hornafirði ● 02.7 21 árs kona - ökumaður Árekstur við Bolöldu á Suðurlandsvegi ● 12.6 53 ára kona - gangandi fyrir bifreið Skálatún í Mosfellsbæ ● 10.4 22 ára karl - farþegi Árekstur á Strandvegi á Sauðárkróki ● 10.1 64 ára karl - ökumaður árekstur Norðurá Holtavörðuheiði ● 08.2 45 ára kona - ökumaður Bílvelta í Hamarsfirði 2km norðan við Hamar ● 29.8 47 ára frönsk kona - farþegi Útafakstur á Hringvegi á Háreksstaðaleið ● 17.6 57 ára kona - farþegi Útafakstur við brúna yfir Finnafjarðará ● 11.1 26 ára karl - ökumaður Árekstur á Kísilvegi við Hólasand ● 30.6 27 ára karl - ökumaður Ekið á staur á Hlíðarbraut á Akureyri ● 11.1 62 ára karl - ökumaður Árekstur á Suðurlandsv. við Kamba ● 01.2 44 ára karl - ökumaður Fauk út af vegi á Gemlufallsheiði ofan við Kirkjuból 06.8 78 ára kona - farþegi Árekstur Vesturlands- vegur v/Fiskilæk ● 14.1 21 árs bandarískur karl - ökumaður Útafakstur á Grindavíkurvegi ● 08.2 22 ára karl - ökumaður Árekstur á Suðurlandsvegi við Bitru ● 18.5 54 ára karl - ökumaður Ekið á staur v/Reykjanesbraut á milli Grænás- og Flugvallavegar 13.10 49 ára karl - ökumaður Árekstur á Skeiðarvegi sunnan við bæinn Kílhraun ● 02.8 23 ára karl - farþegi Útafakstur á Skeiðavegi við Brúarhlöð (Hvítá) ● 15.3 68 ára karl - ökumaður Árekstur á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi ● 09.3 11 ára telpa - farþegi Árekstur á Suðurlandsvegi í Lögbergsbrekku ● 21.8 65 ára kona - ökumaður Árekstur við mót Landvegar & Suðurlandsvegar ● 21.8 73 ára kona - farþegi Árekstur við mót Landvegar & Suðurlandsvegar ● 21.8 80 ára kona - farþegi Árekstur við mót Landvegar & Suðurlandsvegar ● 28.3 25 ára karl - ökumaður Árekstur á Strandheiði ● 57 ára karl - ökumaður Árekstur á Strandheiði ● 05.7 79 ára karl - ökumaður Árekstur á Vesturlandsveg við Hvalfjörð ● 19.5 51 árs karl - farþegi Bílvelta Í Eldhrauni 15 km vestan við Klaustur ● 12.7 5 ára barn - gangandi fyrir bifreið Tjaldstæðið Varmalandi Borgarfirði ● 05.6 19 ára karl - ökumaður Árekstur á Siglufjarðarvegi norðan við Selgil ● 17.6 31 árs kona - farþegi Útafakstur á Kjalvegi við Blöndulón ● 17.6 10 ára barn - farþegi Útafakstur á Kjalvegi við Blöndulón ● 17.6 65 ára kínverskur karl - farþegi Útafakstur á Kjalvegi við Blöndulón ● 17.6 59 ára kínversk kona - farþegi Útafakstur á Kjalvegi við Blöndulón ● 10.10 37 ára kona - farþegi Útafakstur í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði ● 10.10 9 ára telpa - farþegi Útafakstur í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði ● 10.10 8 ára telpa - farþegi Útafakstur í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði BÍLSLYS 41 hafa látist í umferðinni í 32 slysum frá því í janúar 2002. Tuttugu og sjö slysanna urðu í dreifbýli en fimm í þéttbýli. Sex erlendir ferðamenn hafa látist í fimm bílslysum á þessum tíma. „Algengustu or- sakir banaslysa í umferðinni á árun- um 1998 til 2002 eru hraðakstur, bílbelti eru ekki notuð, ölv- unarakstur og þreyta ökumanna,“ segir Ágúst Mogen- sen, framkvæmda- stjóri rannsóknarnefnd umferða- slysa. Ágúst segir oftast vera um mannleg mistök að ræða þegar slys verða og þá sé umhverfi oft meðvirkandi þáttur. Banaslys má einnig rekja til þess að bílbelti hafi ekki verið notuð. Hins vegar sé það ekki ástæða slysa. Umhverfi vega, til dæmis grjót, skurðir og gildrur eru meðvirkandi þættir. Þar sem umhverfi er betra er trú- legt að slys verði minni. Eitt tilvik á ári eru þar sem vindkviður eru orsakavaldur slysa. „Meginástæða þess að miklu fleiri umferðaslys verða í dreif- býli en þéttbýli er að hámarks- hraði þar er hærri og umferða- hraðinn mikið meiri. Ef eitthvað bregst fer verr. Verði til dæmis framanákeyrsla tveggja bíla á 90 til 100 kílómetra hraða er trúlegt að mjög alvarlegt umferðaslys verði og líklega banaslys“, segir Ágúst. Hann segir framanákeyrsl- ur verða oftast vegna svefns og þreytu og eins vegna framúrakst- urs. Þær eru algengar og nokkuð staðbundið vandamál. 70 prósent þeirra verði á Suðurlandsvegi, Vesturlandsvegi og á Reykjanes- braut, um fimmtíu kílómetra radí- us frá Reykjavík. Ef akgreinar væru aðskildar á þessum vega- köflum, til dæmis með vegriði, myndu framanákeyrslum fækka mikið. „Kostnaðurinn við að tvö- falda Reykjanesbraut og gera öll þau mislægu gatnamót sem breyt- ingarnar krefja, þá myndi það duga til að aðgreina umferð á þess- um köflum og gera tveir plús einn vegi. Í skýrslu sem gerð var um þetta segir að þannig breytingar þyrfti að gera á Suðurlandsvegi að Selfossi, á Reykjanesbraut til Keflavíkur og á Vesturlandsvegi að Hvalfjarðargöngum.“ Hann segir að með tvöföldun Reykjanesbrautar fækki framaná- keyrslum eflaust. Það kosti bara það mikið fé að betra væri að gera úrbætur á þeim vegum sem áður voru nefndir. Þá mætti fækka slys- um verulega. Ágúst segir slysin, þar sem út- lendingar eiga í hlut, vera frá- brugðin öðrum slysum. Ölvun- arakstur eða ofsaakstur eiga sjald- an þátt í þeim slysum. Þau tengist frekar mistökum við stjórnun öku- tækis. Útlendingarnir bregðist oft rangt við akstri á malarvegum, sérstaklega með því að nauðhemla, rykkja stýrinu til í stað þess að stýra bílnum út úr erfiðleikunum. Lítil bílbeltanotkun sé einnig áber- andi. Í tveimur banaslysum á þessu ári, þar sem spænskir ferða- menn létust, voru konur í báðum tilfellum farþegar í öftustu sætum notuðu trúlega ekki bílbelti. hrs@frettabladid.is Tólf hafa látist í ár 41 hafa látið lífið í umferðinni frá ársbyrjun 2002. Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri rannsóknarnefndar umferðaslysa, segir flest banaslys verða vegna hraðaksturs, bílbelti eru ekki notuð, ölvunaraksturs og þreytu. ■ Megin ástæða þess að mikið fleiri umferða- slys verða í dreifbýli en þéttbýli er að hámarkshraði þar er hærri og umferðahrað- inn er mikið meiri, þannig ef eitthvað bregst fer verr. ● BANASLYS Í UMFERÐINNI 2002 ● BANASLYS Í UMFERÐINNI 2003 Verkalýðsfélag Akraness: Hervar fær stjórnar- kjöri ekki frestað AKRANES Enn eru logandi átök um valdatauma í Verkalýðsfélagi Akraness. ● 07.8 44 ára spænsk kona - farþegi Útafakstur við Fellabæ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.