Fréttablaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 6
6 17. ágúst 2003 SUNNUDAGUR
■ Leiðrétting
■ Mannlíf
Veistusvarið?
1Gríðarlegt rafmagnsleysi setti svipsinn á líf fimmtíu milljónir manna í
tveimur löndum. Hver eru löndin?
2Menningarnótt í Reykjavík var haldiní gær. Hver er framkvæmdastjóri
hennar?
3Jóhannes Karl Guðjónsson knatt-spyrnumaður hefur undanfarið leikið
með spænska liðinu Real Betis. Real Betis
á nú í viðræðum við þýskt lið um sölu á
Jóhannesi. Hvaða lið er það?
Svörin eru á bls. 33
DANSKIR DAGAR Danskir dagar á
Stykkishólmi fara fram nú um
helgina. „Þetta gengur alveg of-
boðslega vel,“ segir Daði Heiðar
Sigþórsson, framkvæmdastjóri
hátíðarinnar. Mikill mannfjöldi
var í bænum í sól og blíðu í gær.
„Það er alveg ótrúleg stemning,“
segir Daði.
„Þetta hefur gengið miklu bet-
ur en við þorðum að vona,“ segir
Daði, sem býst við að mannfjöldi í
bænum sé að minnsta kosti sam-
bærilegur og undanfarin ár á
Dönskum dögum. „Hér er nóg við
að vera fyrir alla fjölskylduna,“
segir Daði. Á dagskrá hátíðarinn-
ar í gær var meðal annars for-
varnarsöngleikur nemenda
grunnskóla bæjarins og komu
krakkarnir öllum á óvart með
góðri frammistöðu. Þá fór fram
Stjörnuleit á Stykkishólmi og tóku
tíu krakkar þátt í henni. Til mikils
var að vinna þar sem sigurvegar-
inn hlaut að launum tíma í hljóð-
veri og stendur til að gefa afrakst-
urinn út á geisladiski. Í gærkvöldi
fór síðan fram brekkusöngur og
bryggjuball, auk þess sem Brim-
kló og Bó Halldórsson léku fyrir
dansi á hótelinu. ■
Lestarslys í Þýskalandi:
Hátt í
þrjátíu
slasaðir
BERLÍN, AP Farþegalest ók aftan á
kyrrstæða lest í München í Þýska-
landi í gær. Að minnsta kosti tutt-
ugu og fjórir slösuðust, þar af tveir
alvarlega.
Lestarsamgöngur lágu niðri um
tíma á leiðinni til Franz Josef
Strauss-flugvallarins vegna slyss-
ins. Mikil þoka var þegar slysið
varð.
Alls voru 100 farþegar um borð í
lestinni sem ók aftan á kyrrstæðu
lestina. Talið er að mistök hafi átt
sér stað þegar skipt er milli teina. ■
BEÐIÐ VIÐ INNGANGINN
Læknar bíða fyrir utan kolanámuna í
Yangquan á meðan björgunarmenn leita
að verkamönnunum.
Gassprenging
í kolanámu:
Yfir 60
fórust á
einni viku
PEKING, AP Gassprenging í kola-
námu í borginni Yangquan í
Shanxi-héraði í Kína varð tuttugu
og átta námaverkamönnum að
bana. Sprengingin varð þegar
verkamennirnir voru að reyna að
dæla gasi út úr námunni.
Þetta er í annað sinn sem
sprenging verður á kolanámu í
héraðinu á innan við viku. Síðustu
helgi létust að minnsta kosti 37
manns í sprengingu í námu í borg-
inni Datong. Kolanámur í Kína
eru þær hættulegustu í heimi. Á
síðasta ári fórust yfir 5.000 náma-
verkamenn í sprengingum, elds-
voðum og öðrum slysum. ■
gefur húðinni rétta
rakastigið
Body lotion:
Steinefnaríkt krem sem viðheldur
rakastigi húðarinnar og
kemur í veg fyrir ofþornun.
Allison
•andlitslína•líkamslína•hárlína
Body ceam:
Raka- og próteinríkt krem
sem gerir húðina mjúka
og metta af raka.
Fæst í apótekum
Ei
n
n
t
v
ei
r
o
g
þ
r
ír
3
21
.0
0
4
Svæði þar sem búast má við talverðri vætu eru skyggð á kortinu. Minniháttar úrkoma er táknuð með dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagildi.
SUÐVESTUR-
LANDIÐ BEST
Ég sé fram á
bjartan dag víða á
landinu, einkum
þó á Suðvestur-
landi og þar með
í höfuðborginni.
Þar sem vindur
verður hægur má
búast við að
hitatölurnar í
borginni komist í
17 stig. Einnig
verður hlýtt á
Norður- og Austur-
landi.
Það er algengur
misskilningur að
sumarið sé búið
eftir verslunar-
mannahelgi.
Veðrið í dag sann-
ar það.
Kaupmannahöfn 24°C léttskýjað
London 27°C léttskýjað
París 25°C skúrr
Berlín 27°C skúrir
Algarve 28°C heiðskírt
Mallorca 33°C léttskýjað
Torrevieja 33°C heiðskírt
Krít 35°C heiðskírt
Kýpur 36°C heiðskírt
Róm 34°C léttskýjað
New York 23°C skúrir
Miami 29°C þrumuveður
Þriðjudagur
Mánudagur
+12
+15 +17
+14
+17
+14
+14+14
+17
+15
+13
+18
+17
+15+13
+14
+18
+17
+14
+14
Hæg breytileg
átt
Hæg breytileg átt.
Hægviðri
Hægviðri
Hægur
vindur
Hægviðri
Hægviðri
Hæg breytileg
átt
Hægur vindur um mest allt land
síst þó til fjalla. Þurrt að kalla.
Hæg breytileg átt
Hægviðri
Hæg breytileg
átt
Hæg breytileg
átt
+14
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON
Forsetinn er í Alaska í boði ríkisstjórans.
Forseti Íslands:
Heimsækir
Alaska
ALÞJÓÐASAMSKIPTI Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, hefur í
dag opinbera heimsókn til Alaska
í boði Franks Murkovkys ríkis-
stjóra. Með forsetanum í för eru
ýmsir forystumenn úr íslensku
mennta- og atvinnulíf auk emb-
ættismanna frá utanríkisráðu-
neytinu og af skrifstofu forsetans.
Ólafur Ragnar mun meðal ann-
ars flytja erindi á alþjóðlegri ráð-
stefnu vísindamanna um málefni
norðurslóða og nýtingu náttúrauð-
linda. Eins mun forsetinn eiga
fundi með fulltrúum úr stjórn-
kerfi Alaska og kynna sér at-
vinnumál fylkisins. Heimsókninni
lýkur á miðvikudag. ■
SÁDI-ARABÍA, AP Idi Amin, fyrrver-
andi forseti Úganda, lést á sjúkra-
húsi í Sádi-Arabíu kl. 8:20 í gær-
morgun að staðartíma. Amin hafði
verið á sjúkrahúsi frá 18. júlí þar
sem hann var
tengdur við öndun-
arvél. Hann var í
dauðadái og þjáðist
af of háum blóð-
þrýstingi þegar
hann var lagður inn
á King Faisal-
sjúkrahúsið. Síðar
gáfu nýrun sig og heppilegur líf-
færagjafi fannst ekki í tíma.
Stjórnvöld í Úganda segja að
Amin hafi verið áttræður þegar
hann lést en aðrir segja að hann
hafi verið fæddur árið 1925. Idi
Amin sagðist vera hinn „Hreini
sonur Afríku“ en var oftast nefnd-
ur „Slátrarinn frá Afríku“.
Amin var eitt sinn meistari í
þungavigt í hnefaleikum og einnig
hermaður í nýlenduher Breta.
Amin komst til valda 25. janúar
1971 í uppreisn hersins og steypti
þar með Milton Obote forseta af
stóli á meðan Obote var staddur
erlendis.
Ári síðar vísaði hann öllu fólki
af asískum ættum úr landi. Árið
1976 útnefndi Amin sjálfan sig
forseta landsins til æviloka.
Honum var hins vegar steypt
af stóli árið 1979 og hrakinn úr
landi. Hann fór fyrst til Líbýu,
þaðan til Írak en síðasta áratug
dvaldi hann í Sádi Arabíu.
Átta ára valdatímabil Amins er
eitt hið blóðugasta í sögu Afríku.
Hann myrti eða hrakti í útlegð
alla þá sem efuðust um stjórn
hans. Idi Amin er talinn hafa að
minnsta kosti 400.000 mannslíf á
samviskunni. Hrottalegar sögur
eru til af því hvernig hann drap
eða lét drepa þegna sína. Líkun-
um var síðar kastað í ána Níl, þar
sem menn höfðu ekki undan að
taka grafir. Eitt sinn var svo
mörgum líkum kastað fyrir
krókódílana í Níl að líkamsleifar
stífluðu vatnsinntök raforkuvers-
ins í Jinja, stærsta vatnsorkuvers
í Úganda.
Sagt er að Idi Amin hafi eitt
sinn hrósað Hitler fyrir morðin á
sex milljónum gyðinga, sagt þau
réttmæt. Þá sagðist Amin til í að
verða konungur Skotlands, ef leit-
að yrði eftir því.
Blaðafulltrúinn Oonapito
Ekonioloit, sem er fulltrúi núver-
andi forseta Úganda, Yoweris
Musevenis, fagnar því að Amin sé
allur.
„Dauði hans og greftrun mun
marka endalok slæmrar fortíðar
okkar,“ segir Ekonioloit.
the@frettabladid.is
Harðstjórinn Idi
Amin fallinn frá
Nýrnabilun lagði einhvern mesta harðstjóra Afríku.Talið er að
Idi Amin beri ábyrgð á dauða eða hvarfi að minnsta kosti 400.000
manna á átta ára valdatíð sinni.
FORSETINN
Harðstjórinn er nú allur. Í Úganda fagna menn fráfalli Amins og segja að með því
séu mörkuð endalok slæmrar fortíðar landsins.
■
Idi Amin sagð-
ist vera hinn
„Hreini sonur
Afríku“ en var
oftast nefndur
„Slátrarinn frá
Afríku“.
Mikill mannfjöldi á Dönskum dögum í Stykkishólmi:
Gengur framar
vonum
FRÁ DÖNSKUM DÖGUM
Mikill mannfjöldi er staddur á Dönskum
dögum í Stykkishólmi og er stemningin
mjög góð, að sögn framkvæmdastjóra há-
tíðarinnar.
Íviðtali við Margréti Pálu Ólafs-dóttur, framkvæmdastjóra
Hjallastefnunnar, sem birtist í
Fréttablaðinu á laugardaginn
vantaði nokkur orð þar sem talið
barst að minnihlutanum í Garða-
bæ. Setningin birtist hér rétt.
„Ég held að minnihlutinn í
Garðabæ sé vanur að vera á móti,
því það er eðli minnihlutastarfs að
leita að minnstu hnökrum.“
TRÚBADORAHÁTÍÐ Á NORÐFIRÐI
Trúbadorahátíð stendur nú yfir á
Norðfirði og er talið að um 50-70
manns séu nú í bænum til að
fylgjast með trúbadorunum að
sögn lögreglu. Hátíðin hefur far-
ið vel fram.