Fréttablaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 10
■ Viðskipti 10 17. ágúst 2003 SUNNUDAGUR ■ Vikan sem leið Nám sem nýtist þér! Skrifstofubraut II Vegna forfalla eru nokkur sæti laus Skrifstofubraut II er tveggja anna braut þar sem höfuðáhersla er lögð á viðskipta- og samskiptagreinar. Mikil áhersla er lögð á tölvunám, viðskipta- og samskiptagreinar. Inntökuskilyrði: Krafist er grunnþekkingar í ensku, bókfærslu og tölvunotkun. Kennslutími: Fyrir hádegi. Kennsla hefst 21. ágúst. Upplýsingar veitir fagstjóri viðskipta- og skrifstofugreina í síma 594 4000 milli kl. 9:00 og 14:00. Netfang. ik@ismennt.is MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI Íslendingar eru skuldsett þjóð.Almennt hlaupa menn ekki frá skuldum sínum, en sé einhver að hugleiða að stinga af til útlanda frá skuldum sínum ætti sá inn sami að hugsa sig tvisvar um. Ekki bara af siðferðilegum ástæðum heldur bara af raunsæi. Félagsskapur lög- fræðinga sér til þess að þeim stöð- um í heiminum fer fækkandi þar sem vanskilamenn geta kastað öll- um syndum bakvið sig. Sigurbjörn Þorbergsson lög- fræðingur er stjórnarmaður í al- þjóðlegu félagi innheimtulögfræð- inga sem heitir TCM. „Þetta félag er tengslanet sem innheimtulög- fræðingar nýta sér til að inn- heimta skuldir í öðrum löndum. Félagið er stofnað 1987 í Ástralíu af náunga sem þótti leiðinlegt að geta ekki rukkað það fólk sem flutti úr landinu. Hann hóaði sam- an fólki í Eyjaálfu og Asíu. Þaðan kemur þetta sem óformlegur fé- lagsskapur til Evrópu og Amer- íku,“ segir Sigurbjörn. Á kúpunni á Kúbu Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. TCM er orðið alþjóðlegt fyrirtæki innheimtulögfræðinga sem notar tengslanet sitt til að inn- heimta skuldir um allan heim. Fer- ill innheimtunnar er þannig að þegar búið er að finna út hvar skuldarinn er tekur lögfræðingur tengslanetsins sem starfar í því landi við. „Við getum meira að segja rukkað hjá Castro,“ segir Sigurbjörn og hlær. Það er kanadískur lögfræðingur sem fer reglulega til Kúbu. „Það gengur nú svona og svona að rukka á Kúbu. Kanadamaðurinn gerir ekkert ann- að en að innheimta á svona skrýtn- um stöðum og flýgur út um allan heim. Hvað hann gerir til að ná ár- angri í innheimtunni, veit ég ekki,“ segir Sigurbjörn. Hann segist ekki þurfa að vita það. Hinn hafi sér- þekkinguna og gengið sé úr skug- ga um að hann sé vandur að virð- ingu sinni. Þjónustan nýtist vel við að inn- heimta skuldir útflutningsfyrir- tækja. „Þetta er miklu hagstæðara fyrir fyrirtækin að nota tengslanet innlends lögfræðings við inn- heimtuna, heldur en að leita beint til lögfræðistofa í útlöndum. Gjald- ið fyrir þjónustuna er árang- urstengt, þannig að kúnninn borg- ar ekki ef enginn árangur næst fyrir löginnheimtu.“ Hann segir fyrirtækjainnheimtu ábatasamari, enda auðveldara að hafa upp á fyr- irtækjum en einstaklingum. „Það eru þá oft einhver tímabundin vandræði í rekstrinum og svo ná menn sér á strik. Það eru hins veg- ar mjög kröfuhörð viðskipti.“ Sigurbjörn segir tengslanetið gera miklar kröfur til meðlima sinna. Menn séu skoðaðir vel áður en þeir eru teknir inn. Hann á sjálfur sæti í siðanefnd samtak- anna. „Þangað geta allir aðilar beint kvörtunum. Hvort sem það eru eigendur skulda, skuldarar eða lögfræðingar TCM.“ Hann leggur áherslu á að löglega og siðlega sé að öllu staðið. Skuldararnir eiga sinn rétt. „Þar fyrir utan vilja við- skiptavinir okkar viðhalda við- skiptasamböndum, þannig að hag- ur þeirra er ekki að gengið sé fram með offorsi.“ Íslendingar ekki skuldseigari Samböndin sem hafa orðið til eru líka mikilsverð. „Það er mikils virði fyrir aðila hér að hafa í gengum mig aðgang að úrvals lög- fræðingum á jafnvel undarleg- ustu stöðum í heiminum. Vegna þessara samtaka er ég jafnvel í daglegum samskiptum við stærstu innheimtulögfræðinga í heiminum.“ Viðskiptavinirnir eru af ýmsum toga, en eðli málsins samkvæmt eru fjármálafyrirtæki áberandi í viðskiptamannahópn- um. Sigurbjörn segist hafa farið sér hægt í markaðssetningu. Ekki viljað taka meira að sér en hann réði við með góðu móti. „Ég heim- sótti fyrirtæki sem ég taldi líkleg og benti mönnum á að taka saman hvað þeir afskrifuðu mikið vegna krafna í útlöndum. Ég vissi að þeir yrðu svolítið hissa og venju- lega fékk ég einhver viðskipti í kjölfarið.“ Sigurbjörn segir árangurinn góðan. „Fólk auðvitað notfærir sér það ef enginn hefur samband við það.“ Hin hlið viðskiptanna eru innheimtur hér á landi fyrir er- lenda aðila. Sigurbjörn er ekki á því að Íslendingar séu skuldseigari en aðrar þjóðir. „Við erum kannski skuldsettari.“ Hann segir inn- heimtur hér á landi töluverðar og fara vaxandi. Sú þróun muni halda áfram. „Nema að hér verði enda- laust góðæri og gleði.“ Sigurbjörn hefur verið tengdur TMC í á annað ár. Inntökuskilyrðin eru ströng, en auk þess að standast þau hefur hann átt skjótan frama innan samtakanna. Samtökin fylgj- ast vel með árangri meðlima sinna. Lögmannsstofa Sigurbjörns varð efst í mati um hver væri besta stofan. Hann situr auk þess í stjórn samtakanna. Tengslin koma ekki af sjálfu sér. Samtökin leggja mikið upp úr því að lögfræðingarnir hittist. „Að- alfundurinn er einu sinni á ári. Til þess að halda alþjóðlegu yfir- bragði, þá er fundurinn aldrei í sömu heimsálfunni tvö ár í röð. Það er skyldumæting. Ef að menn mæta ekki tvö ár í röð þá fá menn áminningu og eiga á hættu að vera vísað úr samtökunum.“ Eigendur samtakanna eru 38 frá jafnmörgum löndum. Þeim tengj- ast svo fjölmargir aðrir lögfræð- ingar um allan heim. „Það eru því afar fá lönd sem við náum ekki til.“ haflidi@frettabladid.is Útrásarfyrirtækið Pharmacoskilaði uppgjöri í vikunni. Hagnaður félagsins var 2,7 millj- arðar króna. Niðurstaðan var í samræmi við það sem spáð var, en miklar væntingar hafa verið til fyrirtækisins. Gengi bréfanna hækkaði í vikunni og er Pharmaco orðið langverðmætasta fyrirtækið í Kauphöll Íslands með mark- aðsvirði um 76 milljarða. Stærsti eigandi Pharmaco er Amber International sem er í eigu feðgana Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Björgólfur yngri er stjórnarfor- maður fyrirtækisins. Eignarhlutur þeirra í fyrirtækinu er um tuttugu milljarða virði. Núverandi forstjóri fyrirtækis- ins er Róbert Wessman. Hann var forstjóri lyfjafyrirtækisins Delta sem sameinaðist Pharmaco síðast- liðið haust. Pharmaco hafði um skeið safnað bréfum í Delta. Pharmaco framleiddi samheita- lyf á Íslandi og var umboðsaðili lyfja stórra lyfjaframleiðanda. Áherslan færðist smátt og smátt meir yfir á framleiðslu sam- heitalyfja sem tóku við af frumlyfi þegar einkaleyfi rann út. Delta var með sterka stöðu í vestur-Evrópu, en Pharmaco í austur-Evrópu. Eftir sameiningu seldi Pharmaco frá sér innlenda umboðshlutann, enda fyr- irsjáanleg að samheitalyfjafram- leiðsla og umboð fyrir frumlyfja- framleiðendur. Hluthafar Pharmaco hafa haft ástæðu til að gleðjast undanfarin ár. Vöxtur fyrirtækisins hefur margfaldað verðmæti þess. Þannig er verðmæti bréfa í Pharmaco fimmfalt verðmætara en það var í febrúar árið 2000. Þá hafði verð- mætið tvöfaldast frá miðju ári 1999. Hækkunin frá því tímabili er því tíföld. Bréf í Pharmaco eru af sérfræð- ingum talin fremur hátt verðlögð. Í verði þeirra séu miklar væntingar um framtíðarvöxt með kaupum á fyrirtækjum. Markaðurinn hefur hins vegar augljóslega mikla trú á stjórnendum félagsins og sagan hingað til bendir í þá átt að sú skoð- un sé réttmæt. haflidi@frettabladid.is Eftirtalin félög birtu uppgjör í vikunni:Austurbakki, Eskja, Fjárfestingarfélagið Atorka, Frjálsi fjárfestingarbankinn, Ís- lensk verðbréf, Jarðboranir, Landsvirkjun, Líf, Marel, Opin kerfi, Síldarvinnslan, Sparisjóðabanki Íslands, Sparisjóður Hafnarfjarðar, Sparisjóður Keflavíkur, SPRON, Sæplast, Þormóður rammi - Sæ- berg, DeCode og Pharmaco. Pharmaco skilaði 2,7 milljörðum íhagnað og var niðurstaðan í stórum dráttum í samræmi við væntingar. Marel skilaði uppgjöri sem kom markaðnum þægilega á óvart. Hagnaður af rekstri fyrstu sex mánuði ársins var 202 milljón- ir sem er um 50 milljón króna betri af- koma en búist var við. Bréf Marels hækk- uðu töluvert í vikunni eða um rúm 12%. Vonbrigði urðu með uppgjör Opinnakerfa. Tap félagsins var 22 milljónir en búist var við einhverjum hagnaði eða að rekstur yrði á núlli. Bréf félagsins lækk- uðu um tæp 10% í vikunni. DeCode skilaði uppgjöri í vikunni.Uppgjörið var í samræmi við áætlan- ir félagsins. Tapið var hátt í tveir milljarð- ar fyrri helming ársins. Kostnaður fyrir- tækisins fór lækkandi á síðasta ársfjórð- ungi. Krónan veiktist um 1,17% í vikunni.Fréttir af auknum viðskiptahalla, óvissa með stækkun Norðuráls og óvissa um stöðu hersins í Keflavík eru taldar helstu ástæðurnar. Óvissu um varnar- samstarf Íslands og Bandaríkjanna var eytt í vikunni, í bili að minnsta kosti. Vísitala neysluverðs fyrir ágúst var birt ívikunni. Niðurstaðan var að verð- hjöðnun varð milli mánaða. Verðbólga var minni en fjármálafyrirtæki höfðu vænst. Flest þeirra bjuggust við óbreyttri vísitölu. Húsnæði heldur áfram að hækka umfram annað verðlag í landinu. Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Ís-lands hækkaði um 2,33% í vikunni. Gildi hennar í lok vikunnar var.1591,36 stig. ÞJÓÐLEG ALÞJÓÐASAMTÖK Skyldumæting er á aðalfundi samtakanna. Skylda er líka skemmtun. Á fundinum í Amsterdam var farið í óvissuferð á reiðhjólum og lögmennirnir brugðu á leik í hollenskum þjóðbúningum. AFKOMA KYNNT Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco kynn- ir fjárfestum rekstrarniðurstöðuna. Sá sem keypti í Pharmaco um mitt sumar 1999 hefur tífaldað eign sína. Íslenski risinn Pharmaco Eftir uppgjör sitt í vikunni hækkuðu bréf í Pharmaco. Fyrirtækið er verðmætasta félagið í Kauphöllinni. Níu milljörðum verðmætara en næsta fyrirtæki sem er Kaupþing Búnaðarbanki. Innheimtumenn alheimsins Sigurbjörn Þorbergsson situr í stjórn alþjóðlegra samtaka innheimtulögfræðinga. Saman mynda þeir þéttriðið net innheimtumanna sem teygir anga sína inn í skúmaskot heimsins. Þeir sem hlaupa frá skuldum sínum eiga ekki í mörg skjól að venda. SIGURBJÖRN ÞORBERGSSON Stjórnarmaður í samtökum innheimtulög- fræðinga. Inntökuskilyrðin eru ströng og fyl- gst er með að menn ræki starf sitt af fag- mennsku og í samræmi við gott fagsiðferði. Viðskipti hófust eins og lög geraráð fyrir á Wall Street á föstu- dagsmorgun, þrátt fyrir að raf- magnsleysi hefði háð starfsemi í New York þá um nóttina. Rafmagn komst á svæðið í kringum Wall Street um kl. 6 um morguninn, í tæka tíð fyrir opnun. Yfirmenn báru sig vel og sögðu að viðskipti hefðu samt farið fram, ef svo hefði farið að það hefði verið rafmagnslaust.. Rafmagn á Wall Street

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.