Fréttablaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 31
31SUNNUDAGUR 17. ágúst 2003
einhverjar hættur og grýlur. Við
reynum bara að koma okkar liði í
stand og erum ekkert að einblína
á Valsara.“
„Við gerum eflaust einhverjar
ráðstafanir,“ segir Helena, „en ég
einbeiti mér fyrst og fremst að
mínu liði og ef það er tilbúið hef
ég engar áhyggjur. Við höfum
ekki síðri knattspyrnumenn en
þær.“
Allir leikmenn Vals eru heilir
en Karítas Þórarinsdóttir leikur
ekki með ÍBV vegna meiðsla sem
hún hlaut í leik með U17 landslið-
inu á Ólympíuhátíð æskunnar í
síðasta mánuði.
Gríðarleg stemning
Eyjamenn komu til lands á
föstudag og gistu og æfðu í Borg-
arnesi því ekki var til gistirými í
menningarborginni Reykjavík.
Valsmenn ákváðu að efla baráttu-
andann með nokkrum styttri sam-
verustundum í stað þess að gista á
hóteli.
Valsmenn buðu yngstu flokk-
unum í knattþrautir á föstudag til
þess að vekja áhuga þeirra á
leiknum. Helena ítrekar líka að
hún vilji fá alla Valsmenn á völl-
inn.
Eyjamenn ætla að fjölmenna á
völlinn. „Það er góð stemning fyr-
ir leiknum og jákvæltt andrúms-
loft,“ segir Heimir. „Þetta er fyrs-
ta skiptið og við þurfum mikinn
meðbyr og jákvæða strauma. Það
verður hörkustemning hér í
Reykjavík.“
Heimir á von á að stemningin
verði jafnmikil og gerist á karla-
leikjunum þótt áhorfendur verði
ekki jafnmargir. Áhugi Eyja-
manna á kvennaliði ÍBV hefur
vaxið í kjölfar góðs gengis þess í
sumar. „Við höfum bætt okkur um
eitt sæti í deildinni á hverju ári,“
segir Heimir. „Með betri árangri
fjölgar áhorfendum og það eru
alltaf fleiri sem vilja styðja okkur
og hjálpa.
ÍBV hefur ekki unnið titla í
meistaraflokki kvenna og fyrsti
titillinn getur skipt miklu máli
fyrir framhaldið. Heimir vill þó
ekki leggja mikla pressu á sína
leikmenn. „Við ætlum að leyfa
þeim að njóta þess að hafa komist
í þennan leik án þess að leggja allt
of mikla pressu á þær.
obh@frettabladid.is
23. ÚRSLITALEIKURINN Bikar-
keppni kvenna fór fyrst fram árið
1981. Breiðablik vann Val 4-0 og
skoruðu Rósa Valdimarsdóttir og
Ásta B. Gunnlaugsdóttir tvö mörk
hvor.
BLIKAR OG VALSMENN OFTAST
MEISTARAR Breiðablik og Valur
hafa átta sinnum orðið bikarmeist-
arar, ÍA fjórum sinnum og KR tvis-
var. Auk þess hafa Keflavík,
Stjarnan og Þór frá Akureyri leikið
til úrslita í keppninni.
ERLA OG JÓNÍNA MARKAHÆSTAR
Erla Hendriksdóttir, Breiðabliki,
og Jónína Víglundsdóttir, ÍA, hafa
skorað flest mörk í úrslitaleikjum
bikarkeppninnar. Erla skoraði öll
mörk Blika í 3-0 sigri á Val árið
1996, úrslitamarkið í 2-1 sigri á Val
ári síðar og eitt marka Blika í 3-2
sigri á KR árið 1998. Jónína skoraði
þrennu í 6-0 sigri Skagamanna á
Keflvíkingum árið 1991 og tvö í 3-1
sigri á Þór árið 1989.
ÞRIÐJI BIKARLEIKUR ÍBV OG VALS
ÍBV og Valur hafa tvisvar áður
mæst í bikarkeppninni. Árið 1999
vann ÍBV 2-0 á Hásteinsvelli í átta
liða úrslitum. Hrefna Jóhannes-
dóttir og Fanný Yngvadóttir skor-
uðu mörkin. Valur vann 3-0 í leik fé-
laganna í undanúrslitum í fyrra. Vil-
borg Guðlaugsdóttir, Ásgerður
Hildur Ingibergsdóttir og Dóra
Stefánsdóttir skoruðu
70 MÖRK Í ÚRSLITALEIKJUM Sjötíu
mörk hafa verið skoruð í bikarúr-
slitaleikjunum 22 sem samsvarar
rúmlega þremur mörkum í leik að
meðaltali. Flest urðu mörkin í fyrra
þegar KR vann Val 4-3.
TVÆR VÍTASPYRNUKEPPNIR Tveim-
ur úrslitaleikjum hefur lokið með
vítakeppni. Breiðablik vann Val 6-5 í
vítakeppni eftir 1-1 jafntefli í fram-
lengdum leik. Tveimur árum síðar
gerðu Valur og ÍA 3-3 jafntefli en
Valur vann 3-1 í vítakeppni.
DÓRA MARÍA MARKAHÆST Í ÁR
Dóra María Lárusdóttir leikmaður
Vals hefur skorað flest mörk í
VISA-bikarkeppninni í ár. Dóra
skoraði þrisvar gegn Þór/KA/KS og
tvisvar gegn Stjörnunni. Olga Fær-
seth, ÍBV, og Kristín Sigurðardótt-
ir, FH, hafa skorað fjögur mörk.
11.30 Sýn
Boltinn með Guðna Bergs hefur göngu
sína á Sýn.
12.45 Sýn
Sýnt verður frá leik Leeds og Newcastle í
ensku úrvalsdeildinni.
14.50 Sýn
Bein útsending frá stórleik 1. umferðar í
enska boltanum þegar Liverpool og Chel-
sea eigast við.
17.05 Sýn
Sýnt verður frá bandarísku mótaröðinni í
golfi.
hvað?hvar?hvenær?
14 15 16 17 18 19 20
ÁGÚST
Sunnudagur
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM
■ Bikarmolar
FÓTBOLTI Í kvöld fara fram tveir
leikir í 14. umferð Landsbanka-
deildar karla. Grindavík og FH
leika í Grindavík og KA og ÍA á
Akureyri. Milan Stefán Jankovic,
þjálfari Keflavíkur og fyrrum
leikmaður og þjálfari Grindavík-
inga, telur Grindvík sigurstrang-
legri í leiknum gegn FH í dag og á
von á jöfnum leik KA og ÍA fyrir
norðan.
„Ég held að Grindavíkingar
komi fullir sjáflstrausts eftir góðan
leik úti í Austurríki og ég held að
þeir sigri FH. FH-ingar eru eitt
skemmtilegasta lið Íslandsmótsins,
þeir spila mjög vel sérstaklega
sóknarleikinn.“
Grindavík hefur í sumar leikið
án Grétars Hjartarsonar, marka-
hæasta manns deildarinnar í fyrra.
„Grindavík vantar kannski marka-
skorara og kannski vantar þá ein-
mitt Grétar,“ segir Milan Stefán
Jankovic en hann telur að Grinda-
vík sé enn í toppbaráttunni. „Leik-
irnir sem eru framundan, á móti
FH og Þrótti, skipta miklu máli . Ef
Grindvíkingar vinna þessa leiki er
allt hægt. Fylkir og KR eiga eftir að
leika, Fylkir á eftir erfiðan leik
gegn Akranesi og KR á eftir að
spila í Grindavík. Þetta er því ekki
alveg búið.“
Þremur síðustu leikjum KA og
ÍA hefur lokið með 1:1 jafntefli og
Milan Stefán Jankovic á von á enn
einu jafnteflinu. „Þetta verður
mjög mikilvægur leikur fyrir bæði
lið og slæmt fyrir bæði lið að tapa.
Liðið sem tapar verður í slæmum
málum.“ Staðan í Landsbanka-
deildinni er það jöfn að liðið sem
sigrar í leik KA og ÍA á möguleika
á sæti í Evrópukeppni en liðið sem
tapar situr eftir á fallsvæðinu. ■
Landsbankadeild karla:
Grindavík er enn
í toppbaráttunni
GRINDAVÍK
Milan Stefán Jankovic, þjálfari Keflavíkur og fyrrum leikmaður og þjálfari
Grindavíkinga, telur Grindvík enn eiga möguleika í toppbaráttunni.
TIGNARLEG
Kínverska stúlkan Lin Li var tignarleg í loft-
inu er hún stökk af jafnvægisslánni á æf-
ingu fyrir heimsmeistaramótið í fimleikum.
Mótið, sem fer fram í Kaliforníu í Banda-
ríkjunum, hófst á föstudaginn.
FÓTBOLTI Íslendingaliðið Bochum
tapaði fyrir Bayern München
með tveimur mörkum gegn engu
í þriðju umferð þýsku Bundeslig-
unnar í gær. Leikurinn var háður
á Ólympíuleikvangnum í
München.
Claudio Pizarro skoraði skor-
aði fyrra mark Bayern á 26. mín-
útu og Sebastian Deislar bætti
því síðara við sex mínútum sein-
na.
Þórður Guðjónsson spilaði all-
an leikinn en bróðir hans Bjarni
kom inn á í síðari hálfleik fyrir
Thomas Zdebel.
Bayern Leverkusen er efst í
Bundesligunni með fullt hús
stiga eftir sannfærandi 4:0 sigur
gegn Hannover. Oliver Neuville
skoraði tvö mörk fyrir Leverku-
sen. Brasilíumaðurinn Franca og
Daniel Bierofka skoruðu hin tvö
mörkin.
Borussia Dortmund vann 1860
München 3:1. Marcio Amoroso
skoraði tvö mörk fyrir Dortmund
og risinn Jan Koller bætti því
þriðja við. Dortmund er í öðru
sæti deildarinnar, tveimur stig-
um á eftir Bayern. Bochum er
aftur á móti í því fjórtánda með
eitt stig. ■
Íslendingaliðið Bochum:
Tap gegn Bayern
MARKI FAGNAÐ
Perúmaðurinn Claudio Pizarro fagnar fé-
lögum sínum í Bayern München eftir að
Sebastian Deisler kom liðinu í 2:0 gegn
Bochum.