Fréttablaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 30
30 17. ágúst 2003 SUNNUDAGURHlaup Margrét Frímannsdóttir um bikarúrslit kvenna: Á von á spennandi leik FÓTBOLTI „Mér finnst þetta vera mikill heiður,“ segir Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður, sem verður heiðursgestur á bik- arúrslitaleik ÍBV og Vals á morgun. Margrét fylgist meira með kvenna- en karlaknatt- spyrnunni og segir að eiginmað- urinn og yngsti sonurinn sjái til þess að ekkert fréttnæmt úr heimi knattspyrnunnar fari framhjá fjölskyldunni. Margrét er ekki að fara á fót- boltaleik í fyrsta sinn. Hún hefur fylgst með íslenska kvenna- landsliðinu um þó nokkurt skeið. „Knattspyrnukonurnar vöktu sjálfar áhuga minn, bæði með auglýsingum og framkomu. Þær eru afburða snjallir leikmenn og afburða snjallar í að koma kvennaknattspyrnunni á fram- færi. Ég held að knattspyrnan eigi eftir að búa að því um alla framtíð sem þær hafa verið að gera,“ segir Margrét. Margrét er þingmaður Suður- kjördæmis og finnst ekki verra að annað liðið sem leikur til úr- slita komi úr kjördæminu. „Ég held að þetta verði mjög spenn- andi leikur en þar sem ég verð heiðursgestur ætla ég ekki að spá til um úrslitin,“ segir Mar- grét Frímannsdóttir, alþingis- maður. ■ ÍBV - KR 4-2 Olga Færseth 3 Karen Burke 1 Breiðablik - ÍBV 2-6 Olga Færseth 1 Mhairi Gilmour 1 Íris Sæmundsdóttir 2 Karen Burke 1 Lind Hrafnsdóttir 1 Valur - Þór/KA/KS 7-0 Rakel Logadóttir 2 Laufey Ólafsdóttir 2 (1 vsp) Dóra María Lárusdóttir 3 Stjarnan - Valur 1-4 Dóra María Lárusdóttir 2 Íris Andrésdóttir 1 Nína Ósk Kristinsdóttir 1 FÓTBOLTI Úrslitaleikurinn í VISA- bikarkeppni kvenna fer fram í dag. ÍBV og Valur leika á Laugardals- velli og hefst leikurinn klukkan 14. Valur hefur sigrað átta sinnum í keppninni en Eyjastúlkur leika til úrslita í fyrsta sinn. „Bikarúrslitaleikur er vissulega dálítið öðru vísi en aðrir leikir og því gott að hafa prófað þetta áður,“ segir Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals. „Við höfum leikið til úrslita síðustu tvö árin en Eyjamenn aldrei. En það skiptir ekki máli þegar í leikinn er komið því ég held að þetta byggi allt á stemningunni og hvernig spennan leggst í leik- menn.“ Helena bendir á að með ÍBV leiki margir sterkir landsliðsmenn, íslenskir, skoskir og enskir. Þær hafi því mjög mikla reynslu af stórleikjum. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, segir að erlendu leikmennirn- ir hafi allir leikið landsleiki. „Það er nú kannski ein ástæðan fyrir því að við fengum þær til okkar. Þær komu með reynslu sem var ekki til hjá okkur. Hjá okkur eru einnig þrír A-landsliðsmenn, Íris Sæ- mundsdóttir, Margrét Lára Viðars- dóttir og Olga Færseth. Aðrir leik- menn hafa ekki komið inn á Laug- ardalsvöllinn, ekki spilað úrslita- leik, leik í beinni útsendingu eða leik þar sem verða svona margir áhorfendur. Andlega hliðin er því þáttur sem við þurfum að vinna í.“ Hröð og skemmtileg sóknarlið Þjálfararnir eru sammála um að leikurinn gæti byrjað varfærn- islega en að hann þróist út í skemmtilega viðureign. „Leikur- inn byrjar örugglega þannig að liðin leika af varfærni,“ segir Heimir, „en það breytist örugg- lega fljótt því þetta eru tvö sókn- djörf lið. Þetta verður örugglega skemmtilegur leikur.“ Helena tek- ur í sama streng. „Ég held að leik- urinn geti orðið opinn og skemmtilegur fyrir áhorfendur og svo er spurning hvernig liðun- um tekst að verjast.“ Með félögunum leika margir þekktir leikmenn sem mótherj- arnir ætla kannski að huga sér- staklega að í bikarúrslitaleiknum. „Ég held að við höfum alveg nóg með að hugsa um okkur fyrir þennan leik,“ segir Heimir. „Við eigum bara að einbeita okkur að okkar leik í stað þess að búa til Þjálfararnir eiga von á skemmtilegum leik ÍBV og Valur leika til úrslita í VISA-bikarkeppni kvenna í dag. Valur hefur átta sinnum sigrað í bik- arkeppninni en ÍBV leikur til úrslita í fyrsta sinn. skemmtileg birta fyrir alla 93.000 eintök frítt me› Fréttabla›inu á föstudögum  sjónvarpsdagskráin vi›töl greinar ver›launagátur pistlar sta›reyndir og sta›leysur frítt á föstudögum  14.00 Laugardalsvöllur ÍBV og Valur eigast við í úrslitaleik bikar- keppni kvenna. Sýnt beint á RÚV.  14.00 Grindavíkurvöllur Grindavík fær FH-inga í heimsókn í Landsbankadeild karla.  16.00 RÚV Á ystu nöf fjallar um jaðaríþróttir.  18.00 Akureyrarvöllur KA og ÍA mætast í botnslag Landsbanka- deildar karla. hvað?hvar?hvenær? 14 15 16 17 18 19 20 ÁGÚST Sunnudagur MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR Margrét fylgist með kvennalandsliðinu í fótbolta. Konurnar vöktu áhuga hennar á liðinu með auglýsingunum sínum. LEIÐ ÍBV OG VALS Í ÚRSLITALEIKINN VALUR - ÍBV Valur hefur átta sinnum sigrað í bikarkeppninni en ÍBV leikur til úrslita í fyrsta sinn. OLGA FÆRSETH Markahæsti leikmaður Íslandsmót kvenna frá upphafi. Hún verður í eldlínunni í dag. FYRSTUR Í MARK Breski spretthlauparinn Christian Malcolm kom fyrstur í mark í úrslitum 200 metra hlaups á Grand Prix móti sem var haldið í Lundúnum á föstudag. Eins og sjá var léttir- inn mikill er hann hljóp yfir endalínuna. Michael Schumacher: Æfði með Juventus ÍTALÍA,AP Ökuþórinn Michael Schumacher, hjá Ferrari-liðinu, tók sér frí frá undirbún- ingi sínum fyrir kappakstur í Ung- verjalandi um næstu helgi með því að mæta á æfingu hjá ítalska knattspyrnu- liðinu Juventus. Fót- bolti er í miklu uppáhaldi hjá Schumacher og hefur hann margoft tekið þátt í góðgerðarleikjum sem leikmaður. Ekki fylgir sögunni hvernig þýska ökuþórnum reiddi af innan um Allessandro Del Piero og félaga í ítalska stórliðinu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.