Fréttablaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 18
■ Menning 18 17. ágúst 2003 SUNNUDAGUR Sumt hneykslar annað ekki Oft virðist erfitt að sjá fyrirhvaða viðbrögð listin vekur. Sem dæmi um þetta var sýningin Losti 2000, sem haldin var í Lista- safni Akureyrar. Fyrir fram höfðu aðstandendur hennar ekki búist við miklu fjaðrafoki en annað kom á daginn. Forstöðumaðurinn lenti í vondum málum, lögsóknum var hótað og loka þurfti sýningunni. Í verkum Snorra Ásmundssonar brá Nonna og Manna fyrir í kyn- ferðisleg- um stell- i n g u m með rollu og Matthí- a s J o c h u m - son sást í málverki í v e r k i n u Matti og patti með kórdrengi upp við altari. Haft var á orði að fólk fyr- ir sunnan hafi hlegið dátt af þess- um listviðburði fyrir norðan og ekki síður að viðbrögðum Norðan- manna. En þess eru einnig dæmi að list sem ætlað var að vekja viðbrögð og umtal hafi ekki gert það. Hing- að til lands kom eitt sinn ljós- myndarinn Sally Mann, en hann olli miklu uppnámi í Bandaríkjun- um með ljósmyndum af börnum sínum í kyn- ferðislegum stellingum. Íslendingar kipptu sér lítið upp við m y n d i r hennar. Leð- u r h o m m a - myndir Ró- berts Mapp- lethorpe fóru lítið fyrir brjóstið á landsmönn- um, sem og hryllingsverk Joel-Peter Witkin, sem vinnur m.a. með afskræmt fólk, krypplinga og líki. Íslending- ar kipptu sér heldur ekki upp við verk súpermasókistans Bob Flanagan, sem sýndi sadó-masó verk á bak við svartar gardínur á Mokka sem bar heitið „Hvers kon- ar perri ert þú?“ Ein hörðustu viðbrögðin vakti hins vegar sýning í Rauða húsinu á Akureyri á árum áður, skipulögð af þeim Björn Roth og Ómari Stef- ánssyni. Um hana skrif- aði Flosi Ó l a f s s o n sögufræga grein í Þjóð- viljann undir fyrirsöginni „Operation B u l l s h i t “ . Sýning þess var öll út í drullumalli og þrátt fyr- ir að um f r a m m ú r - stefnugallerí væri að ræða, skófl- uðu aðstandendur gallerísins sýn- ingunni út daginn eftir opnun, sök- um andúðar. Flosi Ólafsson stillti málunum upp þannig í grein sinni, að það sem Reykvíkingar kipptu sér ekki upp við lengur kæmi Ak- ureyringum gersamlega í opna skjöldu. Oft virðist sem hneykslunin vakni þar sem síst skyldi og vopn- in snúast í höndum manna. Lista- geirinn sjálfur er ekki undanskil- in því að verða fyrir djúpri hneykslan. Dæmi, sem stundum er nefnt um slíkt, er þegar for- ráðamenn Listasafns Íslands úr hópi módernista, neituðu að þiggja málverkagjöf frá Silla og Valda á þeim forsendum að gjöfin innihéldi ekki bara verk eftir Kjarval og Ásgrím heldur einnig landslagsverk eftir Silla sjálfan. Hugsanlega má kalla þetta hneykslun með öfugum formerkj- um. ■ Þó nekt eigi sér langa hefð í lista-sögunni er það oft hún sem veldur mestu uppnámi. Einkum á það þó við liðna tíma. Á 35 ára afmælissýningu Ljósmyndarafé- lags Íslands sem haldin var í Lista- mannaskálanum árið 1962, voru sýndar í fyrsta skipti opinber- lega ljósmyndir af nöktu fólki. Í bók Illuga Jökuls- sonar ‘Ísland í aldanna rás’, eru viðbrögðin orðuð svo: „Myndirn- ar vöktu mikla athygli, svo ekki sé fastar að orði kveðið.“ Annað atriði sem tengist listum og hneykslan er þegar Stefán heitinn Jónsson frá Möðrudal var árið 1959 með sölusýningu á Lækjartorgi. Þessi nævi listamaður hafði mál- að tvo hesta og varð ekki bet- ur séð en þar væri foli að fylja meri. Lögregla kom og lagði halda á verkið, sem hét Vorleikur, og var listamaðurinn færð- ur á lögreglustöðina. Stefán hélt því statt og stöðugt fram að þarna væru tveir folar að kljást og lyktir málsins urðu þær að þjóðin hneykslaðist meira á framgöngu lögreglunn- ar en klámfengi Stef- áns. Listahátíð í Reykja- vík árið 1980 verður lengi í minnum höfð: Ekki þó vegna hingað komu snillinga á borð við John Cage, Stan Getz-kvartettsins og Luciano Pavarotti svo einhverjir séu nefndir, heldur stal japanski listamaðurinn Tanaka senunni en hann sýndi dans- og hreyfilist á Lækjartorgi og í Laugardalshöll. Þennan listgjörning framdi Tanaka kviknakinn að öðru leyti en því að hann hafði vafið trafi utan um tipp- ið á sér. Þjóðin átti ekki orð og þrátt fyrir metnaðarfulla dagskrá Lista- hátíðar þá var almannarómur sá að þessi „list“ væri nú meiri vitleysan. Annað dæmi um viðkvæmni gagnvart nekt í myndlist var þegar málverk Helga Þorgils, sem sýndi alsberan karlmann í fígúratívu mál- verki, var fjarlægt úr ráðhúsinu vegna kvartana starfsmanna, sem þóttu að sögn, erfitt að bera dýrð- ina augum á degi hverjum. ■ VERK EFTIR ROBERT MAPPLETHORP Leðurhommamyndirnar vöktu lítið umtal. VORLEIKUR Lögregla lagði hald á þetta verk Stefáns frá Möðrudal Hvað gengur mönnum til semsetja mannhæðaháa stafla af brauðhleifum á Skólavörðuholt og skilja þá þar eftir til þess að mygla, setja líkneski af Kristi á krossinum ofan í krukku fulla af hlandi og taka af því mynd eða búa til skúlptúr af Nonna og Manna í kynferðislegum stelling- um? Hver er pælingin með að sýna myndir af dauðu fólki í lík- húsum eða setja krukku fulla af úrgangi í glugga í Kirkjuhúsinu? Allt þetta er dæmi um myndlist sem hefur verið sýnd á Íslandi, stundum við mikla hrifningu, stundum litla, stundum án við- bragða og stundum við megn and- mæli áhorfenda, jafnvel hótunum um lögsókn. Myndlistarsaga Ís- lendinga er full af dæmum sem varpa ekki bara forvitnilegu ljósi á listasögu þjóðarinnar heldur líka sálarlíf hennar, hvað það er sem henni ofbýður og hvenær hún sér ástæðu til hneykslast. Hver er hugsunin? „Er tilgangur listarinnar að hneyksla?“ spyr Hannes Sigurðs- son forstöðumaður Listasafns Ak- ureyrar og svarar sjálfur: „Nei. Og ég tala af reynslu. Það er ekk- ert gaman að lenda í því.“ Guðmundur Oddur, prófessor í myndlist við Listaháskóla Íslands, bendir á að þolþröskuldur fólks gagnvart list hafi aukist svo að mjög erfitt sé orðið að hneyksla eða ögra. Guðmundur Oddur talar um hneykslunarlist, en hvorki hann né Hannes, sem eru þeir Ís- lendingar sem gerst þekkja til á þessu sviði, vilja þó ganga svo langt að segja það tilgang listar- innar í sjálfu sér að hneyksla, þó þeir daðri oft við það í máli sínu. Sú myndlist, sem kölluð er hneykslanleg, snúist yfirleitt um að opna augu, ögra því sem við- tekið er og feta áður óþekktar brautir. „Rótin er þrá mannsins eftir hinu óþekkta,“ segir Guð- mundur Oddur, „eða eins og Sig- urður Guðmundsson orðaði það: List mín hefst þar sem þekking mín þrýtur.“ Snert á viðkvæmum málum Hannes hefur staðið fyrir fjöl- mörgum sýningum sem ögrað hafa fólki á ýmsan hátt og jafn- framt flutt inn marga umdeilda erlenda listamenn. Hann segir það mikilvægan þráð á sínu starfi að sýna það sem tengist líkaman- um og ýmsum tabúum í tengslum við hann. Hann er sannfærður um að sýningar hans hafi haldist hönd í hönd við þróun í samfélaginu og haft áhrif. „Við erum að tala um að hverfa til dæmis frá hommafó- bíu og taka upp ýmis mál sem áður voru tabú,“ segir hann. „Kynferðisleg áreitni var orð sem var ekki til fyrir tuttugu árum. Síðan kemur barnaníðingsskapur, alveg nýtt af nálinni, og einelti. Þetta hangir allt saman. Samfé- lagið er að opnast og þarna sé ég samasemmerki milli þess og sýn- inga minna.“ Hin helgu vé Hannes kveðst þeirrar skoð- unar að hlutverk listarinnar sé að örva og að fá fólk til að sjá gamalgróna hluti frá öðru sjón- arhorni. Guðmundur Oddur tek- ur í sama streng: „Einn, sem er algjör meistari til að finna þessi vígi í samtímanum, er Snorri Ás- mundsson,“ segir Guðmundur. „Snorri er meistari í hneysklun- arlist, þótt hann myndi ekki kalla það því nafni sjálfur. Viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Forsetafram- boð hans er náttúrlega listvið- burður sem og þingframboðið Vinstri hægri snú, Heiðursborg- ari Akureyrar, að ógleymdum listakettinum Loka. Það vakti hneykslan listasamfélagsins á Formbyltingin í myndlistreyndist formföstum Ís- lendingum mikil hneykslunar- hella. Fór þar fremstur í for- dæmingunni sjálfur Jónas frá Hriflu. Árið 1942 var fræg sýning í Reykjavík þar sem meðal annarra sýndi verk sín Þorvaldur Skúlason. Hann hlaut umsvifalaust einkunn- ina „klessumálari“ ásamt þeim sem tóku þátt í samsýn- ingunni af Jónasi sem bætti um betur og hélt sérstaka háðssýningu á þessum verkum sem hann kallaði „úrkynjunarlist.“ Guðmundur Oddur telur þetta meðal frægustu atriða í listasögu Íslendinga. „Með háðssýningu sinni sýndi Jónas frá Hriflu í verki að smekkur hans var sömu ættar og Jóseps Stalíns og Hitlers sem báðir héldu háðssýningar á list módernismans.“ ■ Nekt og kynlíf hefur oft valdið uppnámi: Kviknakinn Tanaka MATTI OG PATTI Þessi mynd fór talsvert fyrir brjóstið á Akureyringum VERK EFTIR JOEL- PETER WITKIN íslendingar kipptu sér litið upp við hryllingsverk hans. Morguninn eftir Menningarnótt er ekki úr vegi að svipast um í þeim afkima íslenskrar myndlistarsögu sem ekki er öllum að skapi: Hneysklanleg mynd- list. Myndlist sem ofbýður fólki og ögrar því. Ís- lensk listasaga er full af forvitnilegum dæmum: Myndlist sem ögrar JAPANINN TANAKA Vafði trafi um sitt allra heilagasta og sýndi umdeilda dans- og hreyfilist á Lækjartorgi og í Laugardalshöll á Listahátíð 1980. Rótin er þrá mannsins eftir hinu óþekkta. Eða eins og Sigurð- ur Guðmundsson orðaði það: List mín hefst þar sem þekking mín þrýtur. ,, HANNES SIGURÐSSON „Er tilgangur listarinnar að hneyksla?“ spyr Hannes Sigurðsson forstöðumaður Lista- safns Akureyrar og svarar sjálfur: „Nei. Og ég tala af reynslu. Það er ekkert gaman að lenda í því.“ GUÐMUNDUR ODDUR Sú myndlist sem kölluð er hneykslanleg snýst yfirleitt um að opna augu, ögra því sem viðtekið er og feta áður óþekktar brautir, segir Guðmundur Oddur, prófessor í myndlist. Stalín, Hitler og Jónas frá Hriflu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.