Fréttablaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 19
Hannes Sigurðsson, nú for-stöðumaður Listasafns Akur- eyrar, segir hér sögu sem ekki hefur komið fyrir sjónir almenn- ings áður á prenti af frægum við- burði í tengslum við Listahátíð 1998. Það fer best á því að gefa Hannesi orðið: „Þetta er rosalegasta dæmið á mínum ferli og hef ég þó ýmislegt séð. Fýlubomban í Kirkjuhúsinu, sem svo hefur verið kölluð, var á sýningu árið 1998 sem hét Flögð og fögur skinn. Þetta var hluti Listahátíðar og ég fékk Nýlista- safnið undir mig og bauð fjölda ís- lenskra listamanna, auk nokkurra þekktra erlendra listamanna til leiks. Þeirra á meðal Mathew Barney sem svo mikið hefur verið látið með að undanförnu. Þarna var líka Orlan, sú furðulega kona frá Frakklandi, sem hefur látið græða á sig horn og nú nýverið stærsta nef í heimi. Auk sýningarinnar í Nýlista- safninu var hluti af þessu verkefni að stækka það og teygja út í búðar- glugga eftir öllum Laugavegi. Um sextán til sautján listamenn sýndu í búðargluggum og einn þessara glugga var hornglugginn á mótum Laugavegs og Vatnsstígs, sem er bogadreginn gluggi á Kirkjuhús- inu. Ég uppálagði öllum þátttak- endum að hafa samband við við- komandi aðila sem höfðu um húsin að segja og láta vita hvað þeir ætl- uðu að gera, svo ekki sköpuðust nein leiðindi og ekkert færi á milli mála. Ólafur Árni Ólafsson og Libia Perez de Siles de Castro, ást- kona hans, vildu ólm og uppvæg sýna í þessum tiltekna glugga. Ég vissi hvað þau ætluðu að gera og var í mun að allt þetta gengi eftir. Verkið þeirra samanstóð af öllum hugsanlegum mannlegum vessum: Hori, blóð, svita, tíðarblóði, hlandi, hægðum og svo framvegis. Í því var allur mannlegur úrgangur. Ég sá ekki bréfið sem þau sendu, en ég var talsvert hissa á því hversu frjálslyndir kirkjunnar menn voru, því fyrir þessu fékkst leyfi. Listafólkið var og er búsett í Hollandi. Verkið var sýnt í stórri tíu kílóa glerkrukku, í miklu formalíni, sem þau komu sjálf með til landsins. Þau voru stöðvuð með þetta í tollinum og þurfti bréf frá Listahátíð í Reykjavík, þess efnis, að þarna væri um listaverk að ræða. Þaðan fór þetta í Kirkjuhús- ið og þar sat krukkan í glugganum, full af vessunum sem mynduðu saman drapplitaðan vökva, innan um dúnafganga. Allir gluggar voru merktir lógói art.is, heiti verksins og nafni listamannanna. Verkið hét tikk-takk, sem síðar átti reyndar eftir að reynast mjög viðeigandi. Svo líður og bíður og Listahátíð hefst. Ekkert gerist fyrr en viku eftir að sýningin er hafin. Þá hringir yfirmaður Kirkjuhússins í mig í öngum sínum. „Hvað eruð þið búin að láta okkur fá?“ spyr hann. Ég svara því til að þau ættu að vita allt um það. „Við vorum að átta okkur á því núna,“ segir hann. Kirkjunnar menn höfðu túlkað hinn mannlega úrgang sem frá sagði í bréfinu, sem kókdollur, bananahýði og pappírsklemmur. Þeir voru því í sjokki. Ég spurði hvað þeir vildu að við gerðum. Þeir vildu ekki að við fjarlægðum verk- ið, þar sem það yrði einungis til að skapa leiðinlega umræðu. Það varð því úr að verkið stóð áfram. Allt gekk að óskum, fjöl- miðlar voru ekkert að spenna þetta upp og Listahátíð var að ljúka. Sól skein í heiði. Það næsta sem ég veit, klukkan fjögur, rétt áður en hátíðinni lýkur, er hins vegar það, að þá springur flaskan. Það mynd- aðist einhver brennipunktur og þrátt fyrir lútsterkt formalínið sprakk allt í loft upp. Ég kom þarna inn og hef aldrei á ævi minni fundið aðra eins lykt og þá sem steig upp eftir allri bygging- unni og upp í biskupsstofu. Þetta var lykt frá helvíti. Mér var ekki hlátur í huga, þó vissulega hefði mátt túlka þetta í gríni sem ein- hvers konar kosmísk skilaboð til kirkjunnar frá undirheimum. Í stuttu máli ríkti algjör ringulreið. Pabbi stráksins þekkti til hreingerninga og hann kom við þriðja eða fjórða mann í Chernobil-búningum að hreinsa þetta upp. Það dugði ekki til og þurfti að loka búðinni í marga daga og fá Securitas inn með sér- stök efni til að vinna á viðbjóðin- um. Þetta smaug inn um og í allt saman. Ég sagðist strax ætla að freista þess að spila málið niður í fjölmiðlum eins og kostur væri. Þetta væri smá slys og örlítil sprunga komið í flöskuna. Svart- höfði gerði eitthvað grín að þessu og lítil frétt birtist - sem annars hefði verið slegið upp á forsíðu ef menn hefðu áttað sig á því sem þarna gerðist í raun og veru. Ég geng við svo búið á fund biskups, fullur iðrunar með bók og blómvönd, og bendi honum á að þetta hafi náttúrlega verið slys og að sjálfsögðu ekki mein- ingin að þetta spryngi. Hvernig mætti það vera? Auk þess út- skýri ég listasögulega fyrirbær- ið líkamslist og nefni ýmis dæmi úr listasögunni. Ég hef aldrei sagt þessa sögu í fjölmiðlum, en svör biskups, Karls Sigurbjörns- sonar sem þá var nýlega sestur í stólinn, voru: „Mig varðar ekk- ert um það. Þetta er ófyrirgefan- legt.“ - Ef biskupinn yfir Íslandi getur ekki fyrirgefið, ég tala nú ekki um þegar fyrir liggur ein- læg iðrun, hver getur það þá?“ segir Hannes og er á honum að heyra að þarna fyrst hafi honum verið brugðið. ■ 19SUNNUDAGUR 17. ágúst 2003 Fýlubomban í Kirkjuhúsinu Hannes Sigurðsson segir hér frá því sem hann kallar „rosalegasta dæmið á sínum ferli“ um hneykslanlega list. Árið 1996 stóð Hannes Sigurðs-son fyrir sýningu í Reykjavík sem fjallaði um dauðann. Hún var haldin annars vegar á Sjónarhóli og Mokkakaffi hins vegar. Á Mokka voru dauðir Íslendingar en á Sjón- arhóli voru sýndar stórar litljós- myndir af líkum í líkhúsi eftir listamanninn Andres Serrano. „Ég vildi gera grein fyrir þróun dauðans,“ segir H a n n e s . F y r i r honum vakti með- al annars að benda á að dauð- inn hafi verið ná- lægari hér áður, að menn hafi til að mynda dáið í heimahúsum, en að nú færu menn veikir á spítala og hyrfu þar til þeir væru komnir í lík- kistuna. „Ég vildi koma þessu á framfæri. Í tengslum við sýning- una gekk maðurinn með ljáinn log- andi ljósi um bæinn, ásamt fleiru, „ segir Hannes. „Mönnum þótti þetta alltof mikið skrum, en það var með ráðum gert að markaðs- setja þetta líkt og um Hollywoodmynd væri að ræða. Á Mokka fékk ég Úlf Grön- vold sem reif innvolsið úr gömlum útvarpsgarmi og setti í disk, með dánar- fregnum, sem var spil- aður linnulaust. Það fór fyrir brjóstið á ýmsum ættingjum að við dirfðumst að gera þetta. Fólk sem var þarna á Mokka hlustaði á þetta í kannski einn til tvo tíma og sagði svo við afgreiðslustúlkuna for- viða: „Voðalega eru margir að deyja í dag.““ Hannes segir manninn með ljáinn hafa komið mörgum æði kuldalega fyrir sjónir. „Þegar við opnuðum sýninguna var maðurinn með ljáinn mjög skugga- legur. Fillippía Elíasdóttir hannaði búninginn og Björgúlfur Egilsson, stór og mikill lurkur, fór á kostum í hlutverki dauðans - mjög ógnvekj- andi,“ segir Hannes. „Hann stillti sér upp fyrir framan innganginn á Listasafni Íslands, hinum megin götunnar, þegar allt fína fólkið gekk inn. Ég man að kollega mín- um, Aðalsteini Ingólfssyni listfræð- ingi, var lítt skemmt og fannst þetta yfirgengilega ósmekklegt. Ei- ríkur Þorláksson gagnrýnandi á Morgunblaðinu jarðaði sýninguna fyrir ósmekklegheit. Mér var líka minnisstætt þegar gömul kona gekk fram á manninn með ljáinn sem stóð grafkyrr hinum megin götunnar, og sagði: „Farðu burt ljóti maður.“ Svona fór þetta alveg öfugt í fólk. En hneykslunin þarna var samt aðallega hjá listamönnum og í listageiranum. Hennar var mun síð- ur vart hjá almenningi.“ ■ Akureyri þegar Listasafnið keypti verk af kettinum Loka. Snorri treður sér í hin helgu vé. Þetta tengist þeirri þrá mannsins eftir að útvíkka mörkin og halda í rannsóknarleiðangra á vit hins óþekkta.“ Viðkvæmni gagnvart gríni Kristján Guðmundsson mynd- listarmaður og fyrrum súmmari – sá hinn sami og staflaði brauð- um á Skólavörðuholtið á sjöunda áratugnum, sem síðar voru fjar- lægð af lögreglunni – kemur við sögu í tengslum við sýningu sem Hannes nefnir til sögunnar. Þetta er ein þeirra sýninga í Listasafni Akureyrar sem hann segir að hafi farið hvað mest fyrir brjóst- ið á heimamönnum. „Gríðarleg blaðaskrif urðu um hvað þetta væri vont og fáránlegt, en Krist- ján sýndi fjóra vinkla, mót, ramma og járnvinkla,“ segir Hannes. „Einhver úr kerfinu, embættismaður, kom með gesti og fann sig knúinn til að biðja hann afsökunar og segja við hann fyrir framan verkið, að það væri enn verið að setja sýninguna upp.“ Hannes segir að það sem pirri þorra almenning mest, sé ekki endilega kúkur og piss, nekt og/eða klám. Slíkt geti farið í taugarnar á fólki en þó ekkert á við það þegar fólk fái á tilfinning- una að verið sé að gera grín að því með verkum sem „hver og einn geti gert“. „Flest fólk vill sjá eitthvað sem það telur bera vott um óvéfengjanlega hæfileika og eitthvað fallegt,“ segir Hannes. Meðaltalsmálverkið Og Hannes talar af reynslu því hann stóð á sínum tíma fyrir hingaðkomu tveggja listamanna, Komar og Melamid, sem voru landflótta Rússar. Þeir máluðu svokallað meðaltalsmálverk, byggt á skoðanakönnun Hag- vangs. Þegar niðurstaðan lá fyrir gerðu þeir málverk sem varð sambland af Þingvallarvatni, persónum og dýrum. „Og svo kom flóðhestur uppúr vatninu,“ segir Hannes. „Tuttugu prósent litu nefnilega svo á að í verkinu þyrfti að vera eitthvað persónu- legt frá listamanninum.“ Hið síst eftirsóttasta, sam- kvæmt könnuninni, reyndist strangflatarverk í gráum litum. Að sögn Hannesar þótti fólki þetta uppátæki almennt ófyndið. jakob@frettabladid.is gs@frettabladid.is MAÐURINN MEÐ LJÁINN Í tengslum við dauðasýninguna í Reykjavík árið 1996 gekk stór og mikill maður um bæinn í gervi sláttumanns- ins slinga. Sumum þótti hann of kuldalegur. SNORRI ÁSMUNDSSON Verk hans hafa oftsinnis farið fyrir brjóstið á fólki. Líklega er hann sá listamaður í samtímanum, ís- lenskur, sem hvað oftast hefur náð að ögra og hneyksla, ekki síst í sínum heimabæ, Akureyri. Hér hefur hann verið krossfestur í einu verka sinna á sýningu fyrr í sumar. KOMAR OG MELAMID Þetta málverk vilja Íslendingar síst. KOMAR OG MELAMID Þetta verk er Íslendingum að skapi. ÓLAFUR OG LIBIA Hér vinna þau að gerð verksins með grímur fyrir vitum sér áður en þau flut- tu það til landsins. TIKK TAKK í glugganum í Kirkjuhúsinu „Farðu burt ljóti maður“ Stundum fara sýningar ekki síður fyrir brjóstið á listageiranum sjálfum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.