Fréttablaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 17. ágúst 2003
við Sjálfstæðisflokkinn fannst
mér verulegur sigur.“
Hefði þér ekki þótt fýsilegur
kostur að Sjálfstæðisflokkurinn
ynni með Samfylkingunni fremur
en Framsóknarflokknum?
„Í dag er Samfylkingin varla
stjórnmálaflokkur. Hún er sund-
urlaust bandalag einstaklinga
sem langar að ná völdum en þeir
eru alls ekki sammála um hvað
þeir vilja gera í þágu íslensks
samfélags. Menn greinir líka á um
hver eigi að leiða þetta bandalag.
Nú sem stendur sé ég Samfylking-
una ekki sem vænlegan kost þó að
það geti hugsanlega breyst. Ég
sakna Alþýðuflokksins úr stjórn-
málum. Á tímabili ögraði hann ís-
lenskri stjórnmálaumræðu og
kom með áherslur sem ýttu undir
hugmyndafræðilegar rökræður
um hvert Ísland ætti að stefna.
Einnig er ákveðinn missir af
Kvennalistanum því að þó að ég
væri ekki sammála öllum hug-
myndum hans þá höfðu þær áhrif
á pólitíska umræðu. Nú hefur
Sjálfstæðisflokkurinn einn flokka
skýra sýn. Það er ekki mikið að
gerast í öðrum flokkum í dag. Því
miður er pólitíska flóran nokkuð
dapurleg.“
Eru fréttir um samráð olíufé-
laganna ekki verulega óþægilegar
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þarna
eru forstjórar sem liggja undir
grun um ýmislegt óeðlilegt og þeir
tengjast flokknum.
„Þetta er áfall fyrir allt ís-
lenskt samfélag. Sem blaðamaður
skrifaði ég um viðskiptalífið á ár-
unum 1991-1993 og var meðal ann-
ars að skrifa um tengsl stórra al-
menningshlutafélaga og fékk
skömm í hattinn fyrir. Á Morgun-
blaðinu vorum við að greina verð-
hækkanir sem gerðust með und-
arlegum hætti, allar á sama tíma
og með sömu krónutölu. Það var
erfitt að ná utan um þetta verk-
efni og mönnum tókst ekki að fá
þetta staðfest. En þetta nýja mál
er áfall fyrir allan almenning á Ís-
landi og alla stjórnmálaflokka og
svo virðist sem þetta hafi gerst
víðar en í olíufélögunum. En það
er rétt að hafa í huga að þeir ein-
staklingar sem koma að þessu
máli tengjast öllum flokkum og
ýmis konar viðskiptablokkum.“
Frjálst val einstaklinga
Það er mikil umræða um
einkaskóla hér í Garðabæ sem
óþarfi er að fara nákvæmlega út í.
En þú styður einkaskóla. Er það
hluti af frjálshyggjuhugsjón?
„Ég styð frjálst val einstakling-
anna og ég styð að börn, óháð
efnahag, geti notið skyldumennt-
unar í grunnskólanámi í þeim
skóla sem þau og foreldrarnir
telja að henti þeim best. Þess
vegna erum við búin að búa til
módel í Garðabæ sem felst í því
að fjármagnið fylgir börnunum og
þá skiptir í mínu hjarta engu máli
hvort þau finna sinn stað í opin-
berum skólum eða einkaskólum
svo lengi sem þau njóta góðrar
þjónustu. Hvor leiðin hefur sína
kosti og sína galla en ég held að
virkur samanburður á milli þess-
ara kerfa geti einungis bætt
skólastarfið í heild sinni.“
Er barátta gegn einkaskólum
ekki frekar gamaldags?
„Mér finnst það og ég skil ekki
rök þeirra sem vinna gegn þessu
frjálsa framtaki ástríðufullra ein-
staklinga, grunnskólakennara og
leikskólakennara sem leggja sig
alla fram við að búa til skemmti-
legt umhverfi fyrir börnin.“
Ég hef á tilfinningunni að þú
sért mjög ánægð í þínu starfi en
muntu ekki í fyllingu tímans snúa
þér að landsmálapólitík og enda
sem ráðherra?
„Ég ber virðingu fyrir alþingis-
mönnum og finnst þeir vinna frá-
bært starf. Mér fannst afar gam-
an að sjá hversu margir ungir
þingmenn með nýjar hugmyndir
náðu kjöri í síðustu kosningum,
líkt og Garðbæingurinn Bjarni
Benediktsson. Ég bind miklar
vonir við að þetta fólk geri góða
hluti. Mér finnst líka frábært að
sjá Þorgerði Katrínu sem verð-
andi menntamálaráðherra. Ég hef
mikla trú á henni og lít á hana sem
fulltrúa nýrrar kynslóðar í ríkis-
stjórn. En ef mér yrði boðið þing-
sæti í dag myndi ég ekki vilja
skipta. Hér í Garðabæ get ég
fengið að vinna að skemmtilegum
hlutum til að bæta samfélagið. Ég
vil gjarnan fá að sinna því áfram í
umboði bæjarbúa.“
kolla@frettabladid.is
Heimsferðir bjóða borgarævintýri til fegurstu borga Evrópu á
hreint frábærum kjörum með beinu flugi í haust. Alls staðar nýt-
ur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar, sem eru á heimavelli á
söguslóðum og bjóða spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni
stendur. Notaðu tækifærið og kynnstu mest spennandi borgum
Evrópu, mannlífi og menningu og upplifðu ævintýri í haust.
Fegurstu
borgirnar
í beinu flugi í haust
frá kr. 28.550
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Róm
1.-5. okt.
Heimsferðir bjóða nú einstakt tæki-
færi til borgarinnar eilífu í beinu flugi
þann 1. okt. frá Íslandi til Rómar. Nú
getur þú kynnst þessari einstöku borg
sem á engan sinn líka í fylgd farar-
stjóra Heimsferða og upplifað árþús-
undamenningu og andrúmsloft sem er
einstakt í heiminum. Péturstorgið og
Péturskirkjan, Vatíkanið, Spænsku
tröppurnar, Colosseum, Forum
Romanum og Pantheon hofið.
Sjá www.heimsferðir.is
Verð frá kr.65.850
Búdapest
október
fimmtud. og mánud.,
3, 4 eða 7 nætur
Stórkostleg borg í hjarta Evrópu,
sem Íslendingum býðst nú að kynn-
ast í beinu flugi frá Íslandi. Hér
getur þú valið um góð 3 og 4
stjörnu hótel í hjarta Budapest og
spennandi kynnisferðir með farar-
stjórum Heimsferða.
Verð kr. 28.550
Flugsæti til Budapest 20. okt. með
8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir.
Gildir frá mánudegi til fimmtudags.
Verona
17. sept., 5 nætur
Fegursta borg Ítalíu, þar sem þú
getur notið hins besta af ítalskri
menningu um leið og þú gengur
um gamla bæinn, skoðar svalir
Júlíu og kynnist frægasta útileik-
húsi Ítalíu, Arenunni í Verona eða
ferðast um Gardavatn og Feneyjar.
Verð kr. 29.950
Flugsæti með sköttum. Völ um 3 og 4
stjörnu hótel. Ekki innifalið: Forfalla-
gjald, kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og
frá flugvelli kr. 1.800.
Prag
Okt. og nóv.
fimmtud. og mánud.,
3, 4 eða 7 nætur
Fegursta borg Evrópu og eftirlæti
Íslendinga sem fara nú hingað í
þúsundatali á hverju ári með Heims-
ferðum. Fararstjórar Heimsferða gjör-
þekkja borgina og kynna þér sögu
hennar og heillandi menningu.
Góð hótel í hjarta Prag.
Verð kr. 29.950
Flug og hótel í 3 nætur. M.v. 2 í her-
bergi á Quality Hotel, 3. nóv. með 8.000
kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá
mánudegi til fimmtudags. Ferðir til og
frá flugvelli kr. 1.800.
Barcelona
2. okt. 3 nætur
22./26./30. okt. 4 nætur
Einn vinsælsti áfangastaður Íslend-
inga í 11 ár. Heimsferðir bjóða nú
bein flug í október, sem er einn
skemmtilegasti tíminn til að heim-
sækja borgina. Menningarlífið er í
hápunkti og ótrúlegt úrval listsýn-
inga og tónleika að heimsækja
ásamt spennandi næturlífi og ótrú-
legu úrvali verslana. Fararstjórar
Heimsferða kynna þér borgina á
nýjan hátt, enda hér á heimavelli.
Verð kr. 49.950
Flug og hótel í 4 nætur.
M.v. 2 í herbergi á Aragon, 22. okt.
Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flug-
velli kr. 1.800.
Sorrento
30. sept., 5 nætur
Heimsferðir bjóða nú í fyrsta sinn á
Íslandi beint flug til Napolí og dvöl
í Sorrento, þessum frægasta sumar-
leyfisstað Ítalíu. Hér kynnist þú
hinni ótrúlega fögru Amalfi strönd,
eyjunni Capri, Pompei og Napolí.
Ótrúlega fallegt umhverfi og heill-
andi andrúmsloft á þessum fagra
stað. Völ um úrvalshótel í hjarta
Sorrento.
Verð kr. 63.650
Flug og hótel í 5 nætur. M.v. 2 í her-
bergi á La Meridiana með morgunmat.
Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flug-
velli kr. 1.800.
Verð m.v. 2 í herbergi, Hotel Villa
Torlonia, flug, gisting, skattar, íslensk
fararstjórn. Ekki innifalið: Forfalla-
gjald, kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og
frá flugvelli kr. 1.800.
Hluti af því sem
leiðtogar verða að
læra er að greina á milli per-
sónu sinnar og hlutverksins
sem þeir gegna. Oft eru leið-
togar gagnrýndir af and-
stæðingum vegna þess að
þeir eru að stuðla að breyt-
ingum og hafa ákveðin áhrif.
Leiðtogar eiga að líta á starf
sitt sem verkefni en ekki sjá
það sem allt sem þeir stan-
da fyrir. Líf hvers og eins er
svo miklu stærra en verkefn-
in sem hann fæst við.
,,