Fréttablaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 12
■ Viðtal 12 17. ágúst 2003 SUNNUDAGUR Þú lærðir stjórnunarfræði íHarvard og ert með meistara- gráðu í opinberri stjórnsýslu. Dreymdi þig alla tíð um að verða stjórnandi? „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að læra stjórnunarfræði er sú að þegar ég vann sem blaðamaður á Morgunblaðinu tók ég oft viðtöl við leiðtoga, bæði í atvinnulífi og stjórnmálum. Þegar þetta fólk hafði orðið fyrir mótlæti í starfi fannst mér ég stundum finna að því liði ekki nógu vel. Ég man sér- staklega eftir því að þegar Jó- hanna Sigurðadóttir sagði af sér sem varaformaður Alþýðuflokks- ins. Þá tók ég viðtal við hana heima hjá henni. Þegar ég skrifaði fréttina fyrir baksíðu Morgun- blaðsins daginn eftir þá var ég enn í öngum mínum því ég fann svo til með henni. Seinna fór ég að vinna með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og starfaði í kosningabaráttu fyr- ir flokkinn. Ég fór að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt að gera eitthvað til að styrkja leið- toga og aðstoða þá við að undirbúa sig fyrir hlutverkið þannig að þeir ættu auðveldara með að ná ár- angri. Ég ákvað að fara út og læra þessi fræði og sérhæfði mig í leið- togahlutverkinu til þess að geta miðlað af reynslu leiðtoganna, til dæmis með því að halda námskeið og skrifa bækur. Og það var þetta sem ég gerði en þegar ég hafði verið heima í nokkra mánuði ákvað Ingimundur Sigurpálsson að láta af störfum sem bæjar- stjóri í Garðabæ og gerast for- stjóri Eimskips. Það var eitthvað sem sagði mér að ég yrði að sækja um þetta starf. Þannig að senni- lega hefur nú blundað í mér löng- un til að verða stjórnandi.“ Sýn leiðtoganna Þessi vanlíðan leiðtoga sem þú talaðir um, stafar hún af því að menn taka gagnrýni inn á sig? „Hluti af því sem leiðtogar verða að læra er að greina á milli persónu sinnar og hlutverksins sem þeir gegna. Oft eru leiðtogar gagnrýndir af andstæðingum vegna þess að þeir eru að stuðla að breytingum og hafa ákveðin áhrif. Leiðtogar eiga að líta á starf sitt sem verkefni en ekki sjá það sem allt sem þeir standa fyrir. Líf hvers og eins er svo miklu stærra en verkefnin sem hann fæst við. Það er mjög misjafnt hvernig leið- togar taka gagnrýni. Sumir geta horft yfir sviðið og læra af mis- tökum og halda síðan áfram að vinna að verkefnum. Aðrir líta á gagnrýni sem persónulega árás og taka hana inn á sig. Þeir draga sig ekki í hlé af og til, eins og allir verða að gera, til að geta séð hlut- ina í víðara samhengi.“ Hvernig gengur þér sem leið- toga að vinna samkvæmt því sem þú predikar? „Ég ætla ekki að segja að það sé auðvelt en ég reyni.“ Þú skrifaðir bók um leiðtoga. Er eitthvað eitt sem einkennir leiðtoga? „Allir góðir leiðtogar verða að hafa sýn og vita hvað þeir vilja gera. Þú ferð ekki í pólitík bara af því þig langar til að verða þing- maður eða ráðherra. Sumir gera það reyndar en það fólk skarar ekki fram úr og skrifar heldur ekki söguna.“ Verður sannur leiðtogi að hafa persónutöfra? „Leiðtogar vilja miðla sýn sinni þannig að fólki skilji hana og kjósi að fylgja þeim eftir og þá er tölu- verður bónus að vera með per- sónutöfra. Persónutöfrar koma útliti og fegurð ekkert við. Churchill var ekki fríður maður en hann hafði sterkan persónu- leika. Margaret Thatcher hafði sömuleiðis persónutöfra. Bæði hrifu fólk með sér af því þau höfðu útgeislun og brennandi póli- tíska ástríðu.“ Flokksátök ekki í fjölmiðlum Þú nefndir Margaret Thatcher, líturðu á hana sem fyrirmynd kvenna í stjórnmálum? „Thatcher hafði mjög ein- dregna sýn. Hún tók við stjórnar- taumum í Bretlandi, fullviss um að enginn gæti gert betur en hún. Hún sagði: „Breska heimsveldið er ekki það sem það var. Bretlandi hefur hnignað og það er mitt hlut- verk að færa okkur inn í nútímann og ég ætla að gera það með því að gefa einstaklingunum svigrúm og frelsi til að njóta sín.“ Þetta var rauður þráður í öllu sem hún gerði. Thatcher beitti hins vegar alls kyns aðferðum og var með ýmis konar nálgun sem ég myndi ekki nota, enda var hún við völd á öðrum tíma og í öðru umhverfi.“ Hverju svararðu því að konur í Sjálfstæðisflokknum séu of hlýðn- ar? „Það er oft sagt að sjálfstæðis- menn séu almennt of hlýðnir. Ekki nógu kjarkaðir til að taka slaginn. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn einkennist frekar af því að hann er eini flokkurinn í dag sem hefur skýra sýn. Menn koma saman á landsfundi, taka slaginn og ná síð- an niðurstöðu sem menn vinna eftir. Þar eru oft mikil átök, eins og gerist í stjórnmálaflokkum, og konur og karlar taka jafnan þátt í. Þannig að ég held að konurnar í Sjálfstæðisflokknum séu ekkert öðruvísi en karlarnir. Hins vegar fara átökin fram á vettvangi flokksins en ekki í fjölmiðlum. Ég held að aðrir stjórnmálaflokkar ættu bara að taka sér það til fyrir- myndar.“ Lærði margt af Birni Þú varst á sínum tíma aðstoð- arkona Björns Bjarnasonar. Hvað lærðirðu af honum? „Björn Bjarnason gerði það sem ég held að enginn annar ís- lenskur ráðherra hafi nokkru sinni gert. Þegar hann tók við embætti menntamálaráðherra vorið 1995 settist hann niður með með gömlum vinum, samstarfs- mönnum, embættismönnum og fagfólki og vann ásamt þeim að metnaðarfullri stefnuskrá. Þar lýsti hann því yfir opinberlega hvaða árangri hann vildi ná. Hon- um tókst ætlunarverk sitt. Hann lauk við að flytja grunnskólann frá ríki til sveitafélaga. Á met- tíma, með frábæru samstarfi við góða embættismenn, tókst honum að setja nýja aðalnámskrá fyrir leikskóla, grunnskóla og fram- haldsskóla. Hann breytti há- skólaumhverfinu á ótrúlega stutt- um tíma svo til varð raunveruleg samkeppni í háskólum. Ég lærði af Birni að setja skýr markmið og vinna í samræmi við þau og hafa stjórnsýsluna vandaða og agaða.“ Myndirðu vilja sjá hann taka við af Davíð Oddssyni? „Ég get vel séð Björn Bjarna- son taka við af Davíð Oddssyni. Það eru margir hugsanlegir fram- tíðarleiðtogar í Sjálfstæðisflokkn- um og Geir Haarde varaformaður hlýtur jafnframt að vera í þeim hópi. Ég vona þó að Davíð Odds- son sé ekki að hætta vegna þess að hann er ennþá ungur og kraft- mikill brautryðjandi sem hefur hag einstaklinganna að leiðarljósi, hvort sem er gagnvart ofríki hins opinbera eða stórfyrirtækja. Dav- íð er að mínu mati sterkasti stjórnmálaleiðtogi sem Íslending- ar hafa nokkru sinni átt.“ Sakna Alþýðuflokksins Hvernig meturðu síðustu kosn- ingaúrslit, fannst þér þau vera áfall fyrir flokkinn? „Nei, ég skil ekki af hverju margir voru að túlka þau sem áfall. Flokkur sem er búinn að vera tólf ár í ríkisstjórn, og nær þeim árangri sem Sjálfstæðis- flokkurinn gerði, á að fagna. Í nú- tímastjórnmálum gerir fólk sterk- ari kröfu um meiri og hraðari breytingar en áður. Það að al- menningur skyldi áfram lýsa yfir svo miklum stuðningi og trausti Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, ræðir um hlutverk leiðtoga, stöðu Sjálfstæðisflokksins, Davíð og Björn, pólitískt landslag og frelsi einstaklinganna Pólitíska flóran er heldur dapurleg FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Allir góðir leiðtogar verða að hafa sýn og vita hvað þeir vilja gera. Þú ferð ekki í pólitík bara af því þig langar til að verða þing- maður eða ráðherra. Sumir gera það reyndar en það fólk skarar ekki fram úr og skrifar heldur ekki söguna. ,, Flokkur sem er búinn að vera tólf ár í ríkisstjórn og nær þeim ár- angri sem Sjálfstæðisflokk- urinn gerði á að fagna. Í nú- tímastjórnmálum gerir fólk sterkari kröfu um meiri og hraðari breytingar en áður. Það að almenningur skyldi áfram lýsa yfir svo miklum stuðningi og trausti við Sjálf- stæðisflokkinn fannst mér verulegur sigur. ,, Sem blaðamaður skrifaði ég um við- skiptalífið á árunum 1991- 1993 og var meðal annars að skrifa um tengsl stórra al- menningshlutafélaga og fékk skömm í hattinn fyrir. Á Morgunblaðinu vorum við að greina verðhækkanir sem gerðust með undarlegum hætti allar á sama tíma og með sömu krónutölu. Það var erfitt að ná utan um þetta verkefni og mönnum tókst ekki að fá þetta stað- fest. En þetta nýja mál er áfall fyrir allan almenning á Íslandi og alla stjórnmála- flokka og svo virðist sem þetta hafi gerst víðar en í olíufélögunum. En það er rétt að hafa í huga að þeir einstaklingar sem koma að þessu máli tengjast öllum flokkum og ýmis konar við- skiptablokkum. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.