Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 6
6 27. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Viðskipti ■ Borgarmál GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 82,78 0,67% Sterlingspund 129,55 -0,15% Dönsk króna 12,06 -0,12% Evra 89,6 -0,18% Gengisvístala krónu 128 -0,71% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 562 Velta 9.464 milljónir ICEX-15 1.708 1,65% Mestu viðskiptin Pharmaco hf. 721.628.951 Eimskipafélag Íslands hf. 342.733.447 Skeljungur hf. 294.803.252 Mesta hækkun Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 9,38% Flugleiðir hf. 5,63% Pharmaco hf. 5,51% Mesta lækkun Marel hf. -3,04% Opin kerfi hf. -2,78% Líf hf. -2,22% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 9.246,0 -0,8% Nasdaq*: 1.742,3 -1,3% FTSE: 4.177,4 -1,2% DAX: 3.451,3 -1,4% NK50: 1.350,8 0,0% S&P*: 986,0 -0,8% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Mjög öflug sprenging varð í borg íAsíu í mánudaginn. Hvaða borg? 2Tvisvar hefur verið framið rán í samasöluturninum í sumar. Í hvaða bæjar- félagi er hann? 3Hvaða stóra tennismót hófst á mánu-daginn? Svörin eru á bls. 30 ARIZONA, AP Hjón búsett í Phoenix í Arizona hafa verið handtekin grun- uð um að hafa lokað fimm ára gamla syni sína inni í skítugu búri í allt að 20 klukkustundir á sólar- hring. Eldri bróðir tvíburanna gaf sig á tal við lögreglumann og sagði hon- um frá meðferð foreldranna á börn- unum. Þegar lögreglan kom á heim- ili fjölskyldunnar fundust drengirn- ir lokaðir inni í tveimur rimlarúm- um sem höfðu verið fest saman með vírum. Í þessu heimatilbúna búri var teppi og lítil dýna sem hvort tveggja var útatað í saur og þvagi. Að sögn lögreglu kunna drengirnir hvorki að tala og né nota salerni en eru þó heilsuhraustir. Móðir drengjanna sagði lögreglu- mönnum að 69 ára gamall faðir þeirra hefði viljað loka þá inni þar sem hann treysti sér ekki til að hafa hemil á þeim. Tilgangurinn hefði verið að vernda drengina en ekki refsa þeim. Tvíburunum og eldri bróður þeirra hefur verið komið fyrir í tímabundið fóstur á meðan á rann- sókn málsins stendur. ■ FÉLAGSMÁL Ítalska verktakafyrir- tækið Impregilo lofar að sýna að- altrúnaðarmanni starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun ráðningar- samninga allra starfsmanna. Oddur Friðriksson aðaltrúnað- armaður kemur úr sumarfríi á mánudag. Þorbjörn Guðmunds- son, sem fer fyrir launþegasamtök- um í samráðs- nefnd um fram- kvæmd virkjana- s a m n i n g s i n s , segir fulltrúa Impregilo hafa á fundi á mánudag lofað að þeir mundu sýna Oddi ráðningarsamn- ingana. Það ætti jafnt við um þá sem störfuðu beint fyrir Impreg- ilo og þá sem fyrirtækið hefur ráðið í gegnum portúgölsku starfsmannaleigurnar Select og Mett: „Það skiptir miklu máli að við þetta verði staðið. Við munum ekki sætta okkur við að sjá samn- inga við milliliði heldur viljum við fá samninga sem einstaklingar gera við starfsmannaleigurnar. Impregilo verður að tryggja þetta,“ segir Þorbjörn. Á fundinum á mánudag féllst Impregilo að sögn Þorbjörns einnig á að fara eftir samnings- ákvæði um að starfsmönnum séu veittar tvær viðvaranir áður en þeim sé sagt upp störfum og að haft sé samráð við trúnaðarmann í slíkum tilvikum. „Það hefur verið dálítið um að Íslendingarnir hafi verið látnir fara alveg fyrirvaralaust. Ég kann ekki að skýra það og hef ekki séð neinar málefnalegar ástæður settar fram í þeim tilfellum. En þessar fyrirvara- lausu uppsagnir ættu að vera úr myndinni,“ segir Þorbjörn. Þorbjörn gagnrýnir uppsagn- arákvæði sem hann segist hafa séð í samningi útlendings frá starfsmannaleigu. „Ef hann reynist ekki henta eða verður uppvís að agabroti og er sagt upp er hann látinn bera kostnaðinn af því að koma sér heim og kostnaðinn af því ef þarf að ráða annan mann í staðinn. Þetta teljum við afar hæpið að standist,“ segir Þorbjörn. Að sögn Þorbjörns ætlar Impregilo að vera búið að ljúka vissum áfanga í aðstöðumálum starfsmanna fyrir 1. september. Hátt í 100 herbergi séu á leiðinni á virkjunarstaðinn. „Við látum reyna á hvort það standist,“ segir hann. gar@frettabladid.is FRIÐARGÆSLA Um 4.000 franskir friðargæsluliðar eru á Fílabeinsströndinni til þess að gæta örygg- is erlendra borgara og standa vörð um vopnahlé. Skotbardagi: Friðar- gæsluliðar drepnir FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Uppreisnar- menn skutu tvo franska friðar- gæsluliða til bana og særðu einn í skotbardaga sem braust út á Fíla- beinsströndinni. Talið er að að minnsta kosti einn uppreisnar- maður hafi fallið í átökunum. Frönsku friðargæsluliðarnir voru í eftirlitsferð í þorpinu Sakassou þegar vopnaðir menn óku upp að þeim og hófu skothríð. Að sögn vitna voru árásarmenn- irnir að líkindum undir áhrifum áfengis eða eiturlyfja. Borgarastríð hefur geisað á Fílabeinsströndinni síðan gerð var misheppnuð valdaránstilraun í september á síðasta ári. ■ TAP Í FISKELDI Fiskeldi Eyja- fjarðar tapaði rúmum 32 milljón- um króna fyrstu sex mánuði árs- ins. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármunaliði var tvær milljónir króna, en árið áður var tap á þessum lið rúmar 26 milljónir króna. Forsvarsmenn fyrirtækis- ins gera ráð fyrir batnandi af- komu á seinni hluta ársins, en af- koman ræðst af afkomu af sölu lúðuseiða. Svæði þar sem búast má við talsverðri vætu eru skyggð á kortinu. Minniháttar úrkoma er táknuð með dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagildi. EKKERT HAUST Í KORTUNUM Margir hafa spurt mig hvort haustið sé á næsta leiti. því fer fjarri í veð-urfarslegu tilliti. Það er ennþá mjög hlýtt um allt norðurhvel þó greina megi lítils- háttar kólnun í dag. Veðrið verður gott. Hægur vindur og víðast þurrt og bjart með köflum. Og hitinn, hann er aðeins fallandi frá því sem verið hefur og verður á bilinu 8-15 stig og hlýjast hér sunnan heiða. Það gæti dropað af og til. Kaupmannahöfn 15°C skýjað London 21°C sk. m. köflum París 21°C sk.m. köflum Berlín 21°C sk.m. köflum Algarve 26°C heiðskírt Mallorca 28°C heiðskírt Torrevieja 34°C sk. m. köfllum Krít 29°C heiðskírt Kýpur 28°C heiðskírt Róm 27°C heiðskírt New York 30°C skýjað Miami 32°C þrumur Föstudagur Fimmtudagur +13 +14 +13 +9 +11 +13 +14 +13 +14 +13 +13 +14 +13+13 +13 +16 +15 +13 Hægar norðlægar áttir. Hægviðri Hægur vindur Nokkur vindur Hægviðri á öllu landinu. Hægviðri Hægviðri +12 Hægviðri Nokkur vindur Hægur vindur Hægur vindur Nokkur vindur Hægur vindur                            !"!##$#% &&  '''    (                 !"  "   '''    ( FORELDRAR FYRIR RÉTT Louis og Etelvina Rodriguez hafa verið látin laus gegn tryggingu á meðan á rannsókn málsins stendur. Foreldrar handteknir fyrir vanrækslu: Lokuðu fimm ára syni sína inni í búri Trúnaðarmaður fær samningana Impregilo hefur lofað að sýna aðaltrúnaðarmanni við Kárahnjúka alla ráðn- ingarsamninga á mánudag. Fyrirvaralausum uppsögnum verður hætt. „Það hefur verið dálítið um að Ís- lendingarnir hafi verið látnir fara al- veg fyrirvara- laust. KÁRAHNJÚKAR Hátt í 100 ný herbergi fyrir starfsmenn eiga að vera tilbúin fyrir mánaðamót. ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON „Við munum ekki sætta okkur við að sjá samninga við milliliði heldur viljum fá samn- inga sem einstaklingar gera við starfsmannaleigurnar. Impregilo verður að tryggja þetta,“ segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar. Hann leiðir launþegahreyf- inguna í samskiptum við Impregilo. HÆKKUN STENDUR Tillaga sjálf- stæðismanna í borgarráði Reykjavíkur um að draga tilbaka fyrirhugaða hækkun Orkuveitu Reykjavíkur á heitu vatni var felld. Fulltrúar R-listans greiddu atkvæði gegn tillögunni. Verð á heitu vatni hækkar því um 5,8% á mánudaginn. ÍTR TEKUR VIÐ REKSTRI GÆSLU- VALLA Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur tekur við rekstri gæsluvallanna við Frostaskjól og Hlaðhamra í vetur. Þetta kom fram í borgarráði í gær. Með þessu telja borgaryfirvöld að komið sé til móts við íbúa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.