Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 11
hvet fólk til að koma og skoða,“ sagði Ingunn Óskarsdóttir, yfir- garðyrkjufræðingur hjá Grasagörð- unum. „Mikil frætaka og fjölbreytt líf skordýra. Flestar plöntur eru í fullum skrúða og þetta jafna hita- stig hefur haft mikil og góð áhrif á allan gróður.“ Hafþór Rósmundsson á Siglu- firði segir að það veki mikla furðu að snjór er nánast með öllu horfinn úr fjöllum í nágrenninu. „Það er ótrúlegt og það er samdóma álit þeirra sem hafa búið hér lengi að svona hafi ástandið aldrei verið áður.“ „Það er lítil huggun fyrir mig að hafa sól og sumar þegar ekkert fiskast,“ sagði Gunnar Ari Arason, formaður Félags smábátaeigenda á Reykjanesi. „Vissulega hefur veðr- áttan verið góð en við viljum frem- ur hafa dumbung og rigningu ef það verður til þess að fiskurinn lætur sjá sig.“ Veðurfræðingar sem Fréttablað- ið náði tali af segja ómögulegt að segja nokkuð til um hvað gerist á næstu árum. Ekki sé hægt að segja með vissu að hitastig haldi áfram að hækka hér á landi. ■ 11MIÐVIKUDAGUR 27. ágúst 2003 SMÁBÁTAEIGENDUR Vilja frekar brælu en brúnku. Gott veður er ekki ávísun á góða veiði. Fjöldi aðkomubáta á Siglufirði: Mikil ýsugengd SJÁVARÚTVEGUR Að sögn Sigurðar Helga Sigurðssonar, hafnarvarð- ar á Siglufirði, er óvenju mikil ýsugengd norður undan strönd- um Siglufjarðar og hefur marga aðkomubáta dregið að vegna hennar. „Það fiskast vel núna af stórri og fallegri ýsu og það er óvenju- legt hversu margir eru um hit- una. Hér eru bátar frá Keflavík, Sandgerði og Snæfellsnesi og þeir væru ekki hér ef veiðivon væri annars staðar. Mér telst til að 14 aðkomubátar hafi verið hér um helgina. Sumir þessara báta eru þó ekki smábátar heldur stór- ir krókabátar en þetta er hrein viðbót við smábátana héðan. Ann- ars er flestum í mun að klára sóknardaga sína áður en hausta fer og því eru langflestir úti á góðviðrisdögum sem þessum. Margir eru reyndar búnir með sína daga en stærri kvótabátarn- ir reyna náttúrulega að klára hann sem fyrst.“ ■ Afkoma Samherja: Minni hagnaður UPPGJÖR Hagnaður Samherja á fyrri helmingi ársins var rúmar 600 milljónir króna. Þetta er um 1,1 milljarðs lakari afkoma en árið áður. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir helstu skýringar lakari afkomu vera styrk- ingu krónunnar og minni loðnuafla en gert var ráð fyrir. Framlegð félagsins lækkar úr 28% í 19% milli tímabila. Rekstrar- afkoma fyrir afskriftir og fjár- magnsliði fór úr tveimur milljörð- um í 1,2. Stjórnendur telja ástæðu til bjartsýni á síðari árshelmingi. Krónan hefur veikst og aflabrögð góð í norsk-íslensku síldinni. ■ FRÁ SIGLUFIRÐI Margir aðkomubátar sækja sjó frá Siglufirði þessa dagana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M skemmtileg birta fyrir alla 93.000 eintök frítt me› Fréttabla›inu á föstudögum  sjónvarpsdagskráin vi›töl greinar ver›launagátur pistlar sta›reyndir og sta›leysur frítt á föstudögum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.