Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 27. ágúst 2003
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki
stendur til að gera móður Davíðs Oddssonar
að sendiherra í París.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Bombay.
Kópavogi.
US Open.
Hrósið
...fá Griffill og Office1 fyrir að
bjóða skólavörur fyrir grunn-
skólanemendur á hlægilegu
verði.
ÁRNI SNÆVARR
Horfist í augu við menn og vegur ekki úr
launsátri.
Árni Snæv-
arr rekinn
af Stöð 2
SJÓNVARP „Við höfum verið að
fækka fólki hér á fréttastofunni
og uppsögn Árna Snævarr er hluti
af þeim skipulagsbreytingum sem
við erum að gera,“ segir Karl
Garðarson, fréttastjóri Stöðvar 2.
Árna var sagt upp í gær eftir að
hafa starfað á fréttastofu stöðvar-
innar í rúm sjö ár og var reyndar
kjörinn fréttamaður ársins á
Edduhátíðinni í fyrra. „Hér er
margt hæfileikafólk en við verð-
um að velja,“ segir Karl og neitar
því aðspurður að brottrekstur
Árna standi í tengslum við átök
sem verið hafa á milli hans og
fréttamanna Stöðvar 2 um meinta
ritskoðun vegna fréttar um lax-
veiði fjármálaráðherra í boði
Kaupþings.
„Þegar mér var afhent upp-
sagnarbréfið var mér sagt að
skoðanir mínar og stjórnar fyrir-
tækisins færu ekki lengur saman.
Í bréfinu stendur að ástæða upp-
sagnarinnar sé skipulagsbreyt-
ingar þannig að það er ekki verið
að reka mig sem uppljóstrara þó
forstjóri fyrirtækisins hafi lýst
því yfir að uppljóstrarann yrði að
finna og reka,“ segir Árni. „Allir
sem þekkja mig vita að það er
ekki minn stíll að horfast ekki í
augu við menn sem ég á samskipti
við eða vega úr launsátri. Það var
ágreiningur um stefnu og þetta er
niðurstaðan.“
Árni Snævarr hætti umsvifa-
laust störfum á fréttastofu Stöðv-
ar 2 eftir að honum hafði verið af-
hent uppsagnarbréfið í gær. ■
Meiriháttar vetrarúlpur
Áður kr. 12.900
Nú kr. 8.990
Síðar jakkapeysur
Áður kr. 9.900
Nú kr. 5.990
Peysur rúllukraga
V-hálsmen hnepptar
Áður kr. 5.990
Nú kr. 3.990
Gallabuxur - ný snið 2 litir
Áður kr. 8.990
Nú kr. 5.990
Joggingpeysur + buxur
Nú kr. 2.990 stk.
O.fl. o.fl. frábær tilboð
Komdu og vertu smart í vetur
Haustsprengja
Kringlunni - Smáralind
Heilsa o.fl á þriðjudögum