Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 12
Það nefnir enginn syndina lengur– nema einstaka predikari í svokölluðum sértrúarsöfnuðum. Eftir sem áður hanga syndirnar yfir umræðunni í samfélaginu. Ofát og offita eru nú skilgreind sem mesta heilbrigðisvandamál heimsins – ekki aðeins í allsnægtunum á Vest- urlöndum heldur úti um allan heim. Ofát var líka víðtækt vandamál þeg- ar menn skoðuðu manninn út frá syndsemi hans og var þá kallað græðgi. Gráðugur maður étur meira en hann brennir. Það var einu sinni synd en er nú sjúkdómur. Sama má segja um fíknir. Áfengis- og eiturlyfjafíkn fer eins og farald- ur um Vesturlönd og er valdur að heilsutjóni og dauða fleiri manna en flestir sjúkdómar. Engin dauða- syndana er klárt samheiti við fíkn – en lífsflótti eiturlyfjasjúklingsins er leti, þrá hans eftir algleymi minnir á lostann og veikleikinn að geta ekki hætt neyslu er græðgi. Og talandi um lostann: Það líður varla sá dagur að við lesum ekki um fólk sem hefur misnotað börn kynferðis- lega. Í sumar – og reyndar allan síð- asta vetur einnig – mallaði í fjöl- miðlum umræða um viðskiptasið- ferði og yfir henni svifu hugmyndir manna um skaðleg áhrif ágirndar- innar. Menn spurðu hvort opnara hagkerfi og aukið frelsi í viðskipt- um hefði gert menn sturlaða af ágirnd; menn virtu ekki sanngirni, orðheldni né traust nokkurs lengur heldur væru drifnir áfram af ágirndinni einni. Og sams konar umræða fór fram um stjórnmálin nema þar var önnur dauðasynd á dagskrá: hrokinn. Menn veltu því fyrir sér hvort valdhrokinn blindaði menn svo þeir gerðu ekki lengur greinarmun á vilja sínum og því hlutverki sem þeim var trúað fyrir; að þeir sætu einangraðir í valdastól- unum, friðlausir ef fólk færi ekki að vilja þeirra. Eða að ákvarðanir þeirra væru byggðar á illum hug til þeirra sem þeir skilgreindu sem andstæðinga – en slíkt kallast reiði á máli dauðasyndanna. Ég held ég hafi þegar nefnt allar dauðasyndirnar sjö nema öfundina. Þeir sem fylgjast með opinberri umræðu á Íslandi þekkja hana. Það er varla svo að einn gagnrýni ekki störf annars að sá sem verður fyrir gagnrýninni svari ekki fyrir sig með því að saka málshefjandann á móti um öfund. Líklega er engin dauðasynd jafn samfléttuð umræð- unni í samfélaginu og öfundin. Ef nokkur legði trúnað á þessa varnar- tilburði myndi sá á endanum sann- færast um að allir Íslendingar væru svefnlausir af öfund. Á miðöldum var samfélagsumræðan ekki öðru- vísi en í dag. Þá nefndu menn hins vegar syndirnar blygðunarlaust. Þá var kirkjan eins konar umboðs- og umsagnaraðili syndanna. Kirkjan nefnir syndirnar ekki lengur, þær hafa skipt um nafn og umboð kirkj- unnar hefur færst yfir á aðrar opin- berar stofnanir. Það er hins vegar nokkuð ljóst að þessi nafnabrengl og hlutverkaskipti hafa ekki dregið úr áhrifamætti syndanna. Þær grassera enn – í það minnsta í um- ræðunni. ■ Það hefur vakið athygli ogharða gagnrýni að Björn Bjarnason dóms- og kirkjumála- ráðherra hefur skipað Ólaf Börk Þorvaldsson dómara við Hæsta- rétt Íslands. Ólafur Börkur var ekki í hópi þeirra umsækjenda sem Hæstiréttur mælti sérstak- lega með í stöðuna, en þó sagði í áliti Hæstaréttar að allir umsækj- endur væru hæfir til að gegna starfinu. Þeir sem hafa gagnrýnt stöðuveitinguna hafa meðal ann- ars bent á að Ólafur Börkur hafi verið annar tveggja umsækjenda sem fengu aðra einkunn í embætt- isprófi í lögum, en Ólaf Börk vant- aði 0,09 upp á fyrstu einkunn. Gagnrýnendur stöðuveitingarinn- ar benda einnig á að Ólafur Börk- ur og Davíð Oddsson forsætisráð- herra eru systkinabörn. Sjálfur hefur Ólafur sagt í við- tali við Fréttablaðið að hann hitti frænda sinn forsætisráðherrann sárasjaldan og að ekkert bak- tjaldamakk hafi átt sér stað. Hann hefur jafnframt bent á að loka- einkunn sín úr meistaranámi í Evrópurétti við Háskólann í Lundi, sem hann lauk fyrir ári síð- an, hafi verið prýðiseinkunn. Þó svo Ólafur þyki hafa átt far- sælan dómaraferil og sé þekktur í lögmannastétt hefur almenningur ekki haft mikið af honum að segja fyrr en nú. Ekki verkhræddur Ólafur Björnsson, hæstaréttar- lögmaður á Selfossi, er skólabróð- ir og vinur Ólafs Barkar og þeir unnu saman þegar Ólafur var dómstjóri Héraðsdóms Suður- lands. „Hann er afar traustur og góður lögfræðingur og hefur ver- ið farsæll í starfi. Það er mjög gott að vinna með honum,“ segir Ólafur um nafna sinn Ólaf Börk. „Hann er mjög mannlegur og mik- il týpa. Hann er skemmtilegur, hress og kátur, og mikill vinur vina sinna. Hrókur alls fagnaðar þar sem hann er. Þetta er fínn drengur.“ Ólafur Börkur er 42 ára að aldri. Auk þess að hafa verið dóm- stjóri Héraðsdóms Suðurlands var hann fulltrúi yfirsakadómara í Reykjavík frá árinu 1987-1988 og fulltrúi sýslumannsins á Húsavík árin 1988-1990. Hann var héraðs- dómari við embætti sýslumanna og bæjarfógeta á Austurlandi frá árinu 1990 til 1992 og var dóm- stjóri Héraðsdóms Austurlands frá árinu 1992 til 1997. Hann virð- ist hafa verið vel látinn af sam- starfsfólki sínu. „Hann er farsæll í starfi og af- kastamikill,“ segir Ólafur Björns- son. „Hann er fljótur að leysa mál og er glöggur á aðalatriði og auka- atriði. Hann er mikill mannasætt- ir, tekur ákvarðanir og klárar mál. Ég get vel ímyndað mér að hann sé með afkastameiri dómurum þessa lands, án þess að geta full- yrt það. Verkhræðsla er nokkuð sem hrjáir hann ekki.“ Ólafur Börkur þykir góður íþróttamaður, stundar körfubolta og fótbolta og er mikill golfáhuga- maður. Hann fullyrðir reyndar sjálfur, í samtali við Fréttablaðið, að hann sé „afskaplega lélegur“ í þeirri íþrótt. Um það skal ósagt látið. Ólafur Bjarki er kvæntur og fjögurra barna faðir. ■ Maðurinn ■ Ólafur Börkur Þorvaldsson, nýskipaður hæstaréttardómari, þykir afkastamikill í starfi. 12 27. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Nýlega kynnti félagsmálaráð-herra sérstakt átak í samein- ingu sveitarfélaga sem miðar að því að kosning um sameiningar sveitarfélaga fari fram eigi síðar en á vormánuðum árið 2005. Samhliða þessu átaki á að taka til skoðunar tekjustofna sveitar- félaga með hliðsjón af stærri og öflugri sveitarfélögum. Það er sérlega brýnt að efla sveit- arstjórnarstigið í landinu. Öflug og sterk sveitarfélög, sem veita góða þjónustu, eru mjög mikilvægt atriði í byggðalegu tilliti og skipta trú- lega einna mestu um val á búsetu hjá flestum okkar. Sveitarstjórn- arstigið á að sinna nærþjónustu við íbúa sína líkt og gert er í dag, t.d. með félagsþjónustu og grunn- skólum. Mikil vinna var lögð í yf- irfærslu á málaflokki fatlaðra á sínum tíma en því miður náðist ekki að flytja þann málaflokk frá ríki til sveitarfélaga. Ég er enn á þeirri skoðun að þjónusta við fatl- aða einstaklinga eigi heima hjá sveitarfélögunum. Heilsu- og löggæsla á vegum sveitarfélaga Með stærri og öflugri sveitar- félögum er sjálfsagt að líta til fleiri verkefna sem eðlilegt er að sveitarfélögin annist. Að mínu mati er vel hugsanlegt að sveitar- félögin taki að sér heilsugæslu og öldrunarþjónustu. Í báðum tilvik- um er um nærþjónustu að ræða og með hliðsjón af flutningi grunnskólanna til sveitarfélag- anna má búast við að þjónustan við skjólstæðingana verði síst verri hjá sveitarfélögunum, og búum við þó við mjög gott heil- brigðiskerfi. Einnig er vert að skoða hvort stór og öflug sveitar- félög ættu að taka að sér stað- bundna löggæslu. Hafa ber í huga að forsenda yfirfærslu ofan- greindra verkefna er sú að sveit- arfélögin verði stærri og öflugri. Að sama skapi þurfa fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga að vera í fullri sátt og sanngjarn- ir fjármunir þurfa að fylgja með til þess að vel takist til. Reynslusveitarfélagsverk- efni Í tíð Páls Péturssonar félags- málaráðherra voru undirrituð sérstök reynslusveitarfélaga- verkefni. Reynslan af þeim verk- efnum er almennt mjög góð. Ak- ureyrarkaupstaður og Vest- mannaeyjabær tóku við mála- flokki fatlaðra og hafa sveitarfé- lögin samræmt þjónustu við fatl- aða annarri félagsþjónustu í sveit- arfélaginu með góðum árangri. Sveitarfélög á Norðurlandi vestra settu á fót byggðasamlag um mál- efni fatlaðra með góðum árangri. Samræmd hefur verið félags- og skólaþjónusta í Þingeyjarsýslum með ágætis árangri. Sveitarfélag- ið Hornafjörður hefur gert þjón- ustusamninga við ríkið um heil- brigðis- og öldrunarmál auk mál- efna fatlaðra. Þessi verkefni hafa verið tvinnuð við aðra þjónustu sem sveitarfélagið veitir og hefur skilað sér í meiri hagkvæmni og skilvirkni auk betri þjónustu við íbúanna. Ef horft er til þessara verkefna er morgunljóst að halda ber áfram á þessari braut. Sameining vandasamt verk Það átak sem félagsmálaráð- herra hefur boðað er að nokkru leyti vandasamt. Ef íbúar sveitar- félags fella sameiningu er það ekki farsæl leið, að mínu mati, að þvinga fram sameiningu með valdboði. Það er því mikilvægt að sveitarstjórnarmenn upplýsi kjós- endur sína um kosti þess að búa í öflugu og stóru sveitarfélagi og þau sóknarfæri sem í slíkri ein- ingu búa. Það eru spennandi tímar fram undan í sveitarstjórnarmál- um og ljóst, ef átak félagsmála- ráðherra gengur eftir, að miklar breytingar munu eiga sér stað í stjórnsýslunni, með það að mark- miði að bæta og efla þjónustu við íbúa þessa lands. ■ Útflutnings- skylda á dilkakjöti Þorsteinn H. Gunnarsson skrifar: Landbúnaðarstefnan tekur á sigfurðulegar myndir. Dilkakjöts- framleiðendur búa einir við að vera skylt að flytja út liðlega 30% af framleiðslunni. Aðrar kjöt- greinar hafa óhindraðan aðgang að innanlandsmarkaði. Orð Berg- þóru í Njálu, er hún segir við Hall- gerði: „Þoka þú fyrir konu þess- ari,“ koma upp í hugann. Þegar bændur hitta landbúnaðarráð- herra í réttum í haust mælir hann við þá með reglugerð: „Þokið þið með þriðja hvern dilk af innan- landsmarkaði. Aðrar kjötgreinar hafa forgang hér“. Útflutnings- skyldan er markaðslegur útlegð- ardómur fyrir sauðfjárbændur. „Fögur er hlíðin,“ sagði Gunn- ar á Hlíðarenda við sínum útlegð- ardómi. Sauðfjárbændur verða að snúa við þessari þróun og berjast, fremur en að verða rutt smátt og smátt út af innanlandsmarkaði með framleiðslu sína. Ein varnarleiðin væri að lækka verðið og öðlast þannig aukna markaðshlutdeild, eins og var áður en útflutningsskyldan var lögfest. Önnur leið væri að taka upp svokallað vildar- eða tryggð- arkerfi, þar sem viðskiptavinur- inn fengi ákveðinn bónus við auk- in viðskipti. Neytendur yrðu all- kátir yfir góðu verði og tækifær- um. Bankarnir mundu sjá um að afskrifa skuldir bænda. Fordæm- ið er þekkt í Móa-málinu. ■ Um daginnog veginn BIRKIR J. JÓNSSON ■ alþingismaður skrifar um sameiningu sveitarfélaga. Stærri og öflugri sveitarfélög ■ Bréf til blaðsins Mikill mannasættir Syndin er lævís og lipur ■ Með stærri og öflugri sveitar- félögum er sjálfsagt að líta til fleiri verk- efna sem eðli- legt er að sveit- arfélögin ann- ist. Að mínu mati er vel hugsanlegt að sveitarfélögin taki að sér heilsugæslu og öldrunarþjón- ustu. Útlit Valhallar Vegfarandi skrifar: Er Sjálfstæðisflokkurinn svo illa stæður að hann hafi ekki efni á að mála Valhöll? Það hljóta allir að taka eftir því hvernig húsið er að drabbast niður að utan. Svona lé- legt viðhald að utan er Sjálfstæðis- flokknum til vansa. Það hlýtur ein- hver ráðamaður þar á bæ að opna augun og gera eitthvað í málinu. ■ ÓLAFUR BÖRKUR ÞORVALDSSON Fjörutíu og tveggja ára að aldri og nýskipaður hæstaréttardómari. „Mannlegur og mikil týpa,“ segir vinur hans Ólafur Björnsson. FRÁ GRINDAVÍK Það átak sem félagsmálaráðherra hefur boðað er að nokkru leyti vandasamt. Ef íbúar sveitarfélags fella sameiningu er það ekki farsæl leið, að mínu mati, að þvinga fram sam- einingu með valdboði. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um syndina, nútímann og miðaldir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.