Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 2
BYGGÐAMÁL Af 375 þúsund þorskígildistonna kvóta á Íslands- miðum eru 11,2 prósent á skipum með heimahöfn á Akureyri og 8,7 prósent í Reykjavík. Með Vest- manneyjum, sem hefur 9,5 pró- sent, og Grindavík með 8,7 pró- sentum eru þetta fjórar langstærstu útgerðarhafnir lands- ins. Í útreikningunum er heildar- kvóti allra tegunda við Íslands- strendur reiknaður sem ígildi þorsktonna, og fer ígildi tegunda eftir verðmæti þeirra á síðasta ári. Til dæmis gildir eitt humarkíló sem 6,7 kíló af þorski, en karfinn er hálfdrættingur á við þorsk. Athygli vekur að gamla útgerð- arveldið Ísafjörður á einungis 2,6 prósent af óveiddum fiski í sjón- um við Ísland. Vestfirðir í heild sinni, frá Patreksfirði til Hólma- víkur, eiga 8,7 prósent kvótans. Árið 1991 var hlutdeild Vestfjarða 14,6 prósent. Sama ár var hlut- deild Akureyrar í kvótanum 6,2 prósent og Reykjavíkur 7,7 pró- sent. Ari Arason, sérfræðingur Fiskistofu, segir tilhneiginguna síðustu árin vera þá að kvótinn færist til Akureyrar. Hann segir Vestfirði og höfuðborgarsvæðið hafa tapað mestum kvóta síðustu ár. „Kvótinn á höfuðborgarsvæð- inu hefur minnkað allt frá upphafi kvótakerfisins. Fyrstu 6 ár kerfis- ins, 1984 til 1990, var meginþung- inn af flutningi kvótans af Reykjanesi og norður í land. Síðan má segja að þróunin hafi verið sú að kvótinn á Vestfjörðum minnk- aði mikið frá 1990.“ Að sögn Ara hafa verið litlar kvótatilfærslur á yfirstandandi fiskveiðiári, sem lýkur 1. septem- ber. „Mest áberandi er hvað það hafa verið litlar færslur á yfir- standandi ári. Meginbreytingin er sú að sífellt algengara er að eitt fyrirtæki eigi kvóta og vinnslu á mörgum stöðum á landinu. Brim er mest áberandi þar.“ Enn á eftir að úthluta um þriðj- ungi loðnukvótans og 5-6.000 tonnum í byggðakvóta. Þess ber að geta að þeim kvóta sem skráð- ur er á skip með heimahöfn á til- teknum stað er ekki nauðsynlega landað á þeim stað. Því er mis- jafnt hversu mikið kvótinn nýtist byggðunum. jtr@frettabladid.is 2 27. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR „Það er bara mitt mál.“ Árna Snævarr var sagt upp á Stöð 2 í gær. Sigurður G. Guðjónsson er forstjóri fyrirtækisins. Spurningdagsins Sigurður, búinn að finna uppljóstrarann? Kvótinn mestur á Akureyri Akureyri er mesti útgerðarbær landsins og eru ríflega 11 prósent kvóta við Ísland eyrnamerkt bænum. Reykjavík hefur 8,7 prósent kvótans en gamla stórveldið Ísafjörður einungis 2,6 prósent. Tvær sprengjuárásir kosta 46 manns lífið: Herskáum múslímum kennt um BOMBAY, AP Yfirvöld á Indlandi kenna samtökum herskárra múslíma í Kasmír um sprengju- árásirnar í Bombay. Alls létust 46 manns og um 150 særðust þegar tvær sprengjur sprungu með innan við fimm mínútna millibili við minnismerki og á skartgripamarkaði í borginni. Að sögn lögreglu beinist rannsóknin á sprengjutilræðun- um að íslömsku samtökunum Lashkar-e-Tayyaba og Íslömsku námsmannahreyfingunni í Ind- landi. Fjöldi manna hefur verið færður til yfirheyrslu, þar á meðal bílstjóri leigubílsins sem sprakk í loft upp fyrir framan minnismerkið „Hlið Indlands“ í Bombay. Samtökin tvö eru talin hafa staðið á bak við að minnsta kosti fimm sprengjutilræði í Bombay á síðastliðnum sex mánuðum. Liðsmenn Lashkar-e-Tayyaba eru á meðal þeirra sem berjast fyrir sjálfstæði hins indverska hluta Kasmírs eða sameiningu hans við Pakistan. Lal Krishna Advani, aðstoðarforsætisráðherra Ind- lands, hefur gefið í skyn að pakistönsk stjórnvöld beri að hluta til ábyrgð á sprengjuárás- unum þar sem þau hýsi og styðji við bakið á íslömskum hryðju- verkamönnum. ■ Kólumbíuslysið: NASA gagnrýnd BANDARÍKIN, AP Starfshættir Banda- rísku geimferðastofnunarinnar, NASA, eru harðlega gagnrýndir í skýrslu óháðra sérfræðinga um hörmuleg endalok geimflaugarinn- ar Kólumbíu. Geimflaugin, með sjö manna áhöfn, fórst 2. apríl á leið inn í gufuhvolfið. Eftir að hafa skoðað sögu NASA áratugi aftur í tímann hafa sérfræðingarnir komist að því að allt snúist um það að halda áætl- un þrátt fyrir fjársvelti og ekki lögð nægileg áhersla á öryggismál. Í síð- ustu ferð Kólumbíu gerði geim- ferðastofnunin ekkert til þess að rannsaka hugsanlegar skemmdir á hitahlíf geimflaugarinnar. ■ Alls 29 hrefnur enn óveiddar: Níu hrefnur veiddar HVALVEIÐAR Alls hafa veiðst 9 hrefnur á Íslandsmiðum síðan hvalveiðar hófust að nýju sunnu- daginn 17. ágúst. Skipin þrjú sem Hafrann- sóknastofnun fékk til veiðanna hafa skipt aflanum bróðurlega á milli sín. Halldór Sigurðsson ÍS hefur veitt flestar, fjórar talsins. Síðdegis í gær veiddi Halldór Sigurðsson ÍS 7,5 metra langa hrefnu. Í samræmi við rann- sóknaáætlun voru gerðar mæl- ingar og sýni tekin til margvís- legra rannsókna. Gert er ráð fyr- ir að lokið verði við að veiða hrefnurnar 38 í næsta mánuði. Borgarfjarðarbrú: Lést í um- ferðarslysi ANDLÁT Maðurinn sem lést þegar flutningabíll sem hann ók fór fram af Borgarfjarðarbrú á mánudag hét Kristján Viðar Hafliðason, fæddur 1973. Kristján var til heim- ilis að Ásaheimum á Króksfjarðar- nesi. Hann lætur eftir sig eigin- konu og tveggja ára son. ■ HLUTDEILD HEIMAHAFNA Í KVÓTANUM VIÐ LANDIÐ FISKVEIÐIÁRIÐ 2003/2004 Akureyri 11,2% Vestmannaeyjar 9,5% Grindavík 8,7% Reykjavík 8,7% Akranes 4,6% Hornafjörður 4,1% Þorlákshöfn 3,3% Ólafsfjörður 3% Rif 2,9 % Grundarfjörður 2,6 % Neskaupstaður 2,6 % Hafnarfjörður 2,6 % Ísafjörður 2,6 % Sauðárkrókur 2,4 % Dalvík 2,1 % AKUREYRI Mesta kvótahöfn landsins, með stórfyrirtæki eins og Samherja og Útgerðarfélag Akureyr- inga, sem nú er reyndar undir Brimi, sjávarútvegshluta Eimskipafélagsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M BJÖRGUNARSTARF Haukur Guð- mundsson hjá Íshúsi Njarðvíkur sagði á þriðjudag að ekkert væri hæft í fréttum um að norska köf- unarfyrirtækið Selöy Und- ervannsservice hafi hug á að hirða togarann Guðrúnu Gísla- dóttur upp í skuld. „Við höfum þegar greitt þessu fyrirtæki um þrjár milljónir norskra króna. Það er rétt að við eigum eftir að borga þeim tölu- vert mikið af peningum en þeir eru að minnsta kosti bundnir hérna við stjórnborðshliðina. Þeir vinna að minnsta kosti með okkur út vikuna á meðan málin skýrast. Það var fundað með þeim í gær- kvöldi fram á nótt. Þeir væru tæp- lega að vinna með okkur ef þeir ætluðu að stela af okkur skipinu,“ sagði Haukur. Að því er Haukur sagði hefur köfunarfyrirtækið engin formleg skref tekið í átt til þess að gera kröfu í skipið sjálft. Því hafi ein- mitt verið boðin trygging í skip- inu fyrir köfunarþjónustuna en því verið hafnað. Verið sé að út- vega bankaábyrgðir vegna fram- halds björgunaraðgerðarinnar. Sjálf aðgerðin mun ganga fremur hægt vegna ýmissa vandamála sem komi upp. Nú sé verið að festa tanka við skrokk skipsins sem lyfta eigi því upp. ■ GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR „Þeir væru tæplega að vinna með okkur ef þeir ætluðu að stela af okkur skipinu,“ segir Haukur Guðmundsson hjá Íshúsi Njarðvíkur um samskiptin við norska köfunarfyrirtækið sem vinnur að björgun Guðrúnar Gísladóttur. SKIPTING AFLANS Skip Hrefnur Halldór Sigurðsson ÍS 4 Sigurbjörg BA 3 Njörður KÓ 2 HREFNUVEIÐAR Síðdegis í gær hafði Njörður KÓ veitt 2 hrefnur. Eigandi Guðrúnar Gísladóttur: Kafarar ætla ekki að hirða skipið MÓTMÆLAAÐGERÐIR Indverskir þjóðernissinnar skera í sundur pakistanska fánann í mótmælagöngu í Nýju-Delí. LINDARGATA Maður um þrítugt hefur verið úrskurðaður í þriggja daga gæsluvarðhald. Miðborg Reykjavíkur: Lát konu í rannsókn ANDLÁT Ung kona, fædd árið 1981, fannst látin í heimahúsi á Lindar- götu á mánudagskvöldið. Maður um þrítugt tilkynnti um andlátið um klukkan 20:30 á mánudagskvöldið. Hann var handtekinn í kjölfarið og var í gær úrskurðaður í þriggja daga gæsluvarðhald. Dánarorsök liggur ekki fyrir en engir áverkar voru á líkinu. Frekari upplýsingar munu liggja fyrir að fengnum nið- urstöðum krufningar í dag. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.