Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 27. ágúst 2003 Nýstárleg skilríki: Eitt kort fyr- ir öll hin BAREIN, AP Konungsríkið Barein við Persaflóa ætlar að taka til notkunar nýstárleg persónuskilríki sem gegna eiga afar fjölþættu hlutverki. Kortin eru með ljósmynd og ör- flögu sem inniheldur nafn, kenni- tölu, stafræn fingraför og upplýs- ingar um menntun, sjúkrasögu og bankareikninga. Kortin munu því leysa af hólmi ökuskírteini, vega- bréf, kreditkort og debetkort og eiga að auðvelda landsmönnum líf- ið eins og unnt er. Fyrstu kortin verða gefin út snemma á næsta ári. Vonast ráðamenn til þess að árið 2005 verði um það bil 600.000 kort komin í umferð. ■ VIÐSKIPTI Kaupþing Búnaðarbanki hefur sameinað rekstur nokkurra sjóða undir Rekstrarfélag Kaup- þings Búnaðarbanka. Að sögn Andra Sigþórssonar er með þessu verið að bregðast við sameiningu bankanna og breyttu reglu- umhverfi verðbréfasjóða. „Þessar breytingar hafa engin áhrif á eig- endur hlutdeildarskírteina í þess- um sjóðum.“ Með breytingunni verður yfirstjórn sjóðanna ein- faldari og hagkvæmari. Eigendur sjóða Kaupþings í Lúx- emborg hafa verið að fá send bréf vegna svipaðra breytinga á sjóðum sem eru þar í vörslu. Andri segir umgjörð fjármálastarfsemi í Lúx- emborg mjög formlega og því kunni sumum viðskiptavinum að bregða þegar bréf berst í ábyrgðar- pósti um breytingarnar. Hér sé um að ræða viðbrögð við sameiningu Kaupþings og JP Nordiska bankans og breytingar á umhverfi sjóða í Lúxemborg vegna tilskipunar frá Evrópusambandinu. Andri segir eigendur sjóða ekki verða vara við neinar breytingar sem að þeim snúi. Hér sé einungis um form- breytingu að ræða. ■ BREYTT REKSTRARFORM Sigurður Einarsson og félagar hans hjá Kaup- þingi hafa verið iðnir í sameiningum. Sameining við Búnaðarbanka og JP Nordiska og breyttar reglur kalla á breytt rekstrarform sjóða. Breytingar á rekstrarformi sjóða: Breytir engu fyrir viðskiptavini sjóðanna Suðurleiðir: Missa sérleyfi SAMGÖNGUR „Þeir tóku af okkur leyfi sem við höfðum haft í rúm- lega hálfa öld,“ sagði Jón Sigurðs- son hjá Suðurleiðum en Vegagerð- in, í umboði Samgönguráðuneytis- ins, felldi í sumar úr gildi sérleyfi sem Suðurleiðir höfðu haft á leið- inni Siglufjörður - Reykjavík yfir sumarmánuðina. „Ástæðan var sú að ekki þyrfti fleiri en einn aðila til að keyra að norðan. Á sama tíma er ekki gerð athugasemd við það að þrír aðilar keyra hópbíla í gegnum Borgar- nes.“ Jón segir að erfitt hafi reynst að missa leyfið en þó hefur tekist að mestu leyti að halda öllum ell- efu hópferðabílum Suðurleiða í verkefnum yfir sumarmánuðina með því að hafa allar klær úti. „Í dag er okkur gert að keyra alla farþega í Varmahlíð og þar tekur Norðurleið við. Þetta er óhagræði fyrir farþega, óhagræði fyrir okk- ur en hagkvæmt fyrir Norður- leið.“ Samkvæmt gögnum er SBA- Norðurleið eitt þeirra rútufyrir- tækja sem fengið hafa hvað ríf- legastar sérleyfishafagreiðslur frá Samgönguráðuneytinu, sam- tals 63 milljónir króna fyrir árin 2001 og 2002. Heimildir Frétta- blaðsins herma að SBA-Norður- leið hafi keypt alls sjö nýjar hóp- ferðabifreiðir á þessu ári. ■ FAGNAÐ Á GÖTUM ÚTI Þúsundir stuðningsmanna Kagame komu saman á götum höfuðborgarinnar Kigali til að fagna niðurstöðum kosninganna. Forsetakosningar: Kagame vann yfir- burðasigur RÚANDA, AP Paul Kagame, forseti Rúanda, vann yfirburðasigur í fyrstu lýðræðislegu kosningunum sem haldnar eru í landinu frá þjóðarmorðunum árið 1994. Kjörsókn mældist um 80% og greiddu 94% Kagame atkvæði sitt. Kagame, sem er tútsi, fór fyr- ir hópi uppreisnarmanna sem bundu endi á blóðsúthellingar öfgasinnaðra hútúa 1994. Hann var kosinn forseti af rúandska þinginu árið 2000. Fausin Twagiramungu, helsti andstæðingur Kagamis, sakaði forsetann um kosningasvindl og hafnaði niðurstöðunum á þeim forsendum að kjósendur hefðu verið beittir þrýstingi. ■ www.dalecarnegie.is Halldóra Katla Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Lýsingar. Dale Carnegie þjálfunin var ómetanleg reynsla sem er að nýtast mér bæði í starfi og daglegu lífi. Markmiðasetning í fyrsta tímanum er hluti af þjálfuninni og var það frábær upplifun að sjá í lok námskeiðsins að ég hafði náð þeim nánast öllum með hjálp þjálfunarinnar. Nú eru allar ákvarðanir mun einfaldari, hversu stórar sem þær eru, því ég hef skýrari markmið og hef mótað mér framtíðarsýn. Ég hvet alla þá sem vilja ná árangri í lífinu og nýta hæfileika sína til hins ítrasta að fara í Dale Carnegie þjálfun. Emil Grímsson, forstjóri Toyota. Árangur okkar byggist fyrst og fremst á sterkri liðsheild. Dale Carnegie hjálpaði okkur að þjappa liðsheildinni enn frekar saman og ná því besta fram í hópnum. Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Baugs Íslands. Fyrir þau fyrirtæki sem huga að því að taka þróun lykilstarfsmanna föstum tökum get ég óhikað mælt með þeirri vinnu sem Dale Carnegie hefur innt af hendi fyrir Baug Ísland. Magna Fríður Birnir, forstöðumaður Mannauðssviðs Skýrr. Símenntunarpeningum Skýrr var vel varið í söluþjálfun hjá Dale Carnegie. Hringdu í síma 555 7080 til að fá upplýsingar um næstu námskeið. Við hjálpum einstaklingum að Efla sjálfstraust Ná framúrskarandi árangri í mannlegum samskiptum Verða betri í tjáningu Styrkja sig sem leiðtoga Minnka áhyggjur, streitu og kvíða Setja sér raunhæf og krefjandi markmið Bæta tímastjórnun Við hjálpum fyrirtækjum að Styrkja liðsheildina Auka söluna Gera stjórnun markvissari Byggja upp leiðtoga Auka frumkvæði starfsmanna Bæta þjónustuna Efla nýsköpun R Ú N A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.