Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 27. ágúst 2003
HANDBOLTI Opna Reykjavíkurmót-
ið í handbolta verður haldið í
Austurbergi 28. til 31 ágúst. Þrett-
án félög taka þátt í keppninni,
þeirra á meðal þýska félagið
Magdeburg og franska félagið
Combault. Mótið hefst með leik
Vals og Combault fimmtudaginn
28. ágúst klukkan 17 og lýkur með
úrslitaleik sunnudaginn 31. ágúst.
UMS Pontault-Combault leikur
í efstu deild Frakklands í vetur
eftir tveggja ára dvöl í 2. deild-
inni. Með liðinu leika m.a. Risto
Kalajdzievski, landsliðsmaður frá
Makedóníu og markvörðurinn
Oleg Sapronov, sem varð heims-
meistari með Rússum árið 1993.
Hann lék 42 landsleiki á árunum
1992 til 1996.
Magdeburg hefur á undaförn-
um árum átt eitt af bestu hand-
boltaliðum Evrópu. Félagið sigr-
aði í Meistaradeild Evrópu vorið
2002 og varð þýskur meistari árið
2001. Íslendingar þekkja vel til af-
reka Magdeburgar vegna fram-
göngu Ólafs Stefánssonar, Sigfús-
ar Sigurðssonar og þjálfarans Al-
freðs Gíslasonar. Með félaginu
leikur meðal annarra hornamað-
urinn Stefan Kretzschmar, sem
hefur leikið með þýska landslið-
inu frá 1993, og Frakkinn Joël
Abati, sem varð heimsmeistari
með Frökkum árið 2001.
Magdeburg hefur að undan-
förnu undirbúið sig fyrir keppni
vetrarins með þátttöku í nokkrum
sterkum hraðmótum. Um helgina
sigraði félagið Wilhelmshaven 28-
25 í úrslitaleik á fjögurra liða
móti. Sigfús Sigurðsson skoraði
eitt marka Magdeburgar en Gylfi
Gylfason skoraði fjögur af mörk-
um Wilhelmshaven. Helgina áður
lék Magdeburg í bikarkeppni
Búndeslígunnar, vann Kiel og
Gummersbach en tapaði 43:34
fyrir Þýskalandsmeisturum
Lemgo í úrslitaleik. ■
SIGFÚS
SIGURÐSSON
Sigfús Sigurðs-
son leikur með
Magdeburg á
opna Reykja-
víkurmótinu.
Opna Reykjavíkurmótið í handbolta:
Combault og
Magdeburg keppa
HANDBOLTI A-landslið kvenna í
handbolta keppir á sterku móti í
Frakklandi um helgina. Landsliðið
leikur gegn spánsku meisturunum
Elda Prestigio á föstudag og
franska félaginu SA Merignac á
laugardag. Á sunnudag verður
leikið um sæti. Í hinum riðli móts-
ins keppa Metz frá Frakklandi,
Bera Bera frá Spáni og alsírska
landsliðið.
Stefán Arnarson landsliðsþjálf-
ari hefur valið fjórtán leikmenn en
fimm þeirra leika með danska fé-
laginu Team Tvis Holstebro.
Markverðir eru Berglind Íris
Hansdóttir (Val) og Helga Torfa-
dóttir (Tvis Holstebro). Aðrir leik-
menn eru Dagný Skúladóttir
(Lutzellinden, Þýskalandi), Guð-
björg Guðmannsdóttir (ÍBV),
Harpa Vífilsdóttir (Ydun, Dan-
mörku), Hanna G. Stefánsdóttir
(Tvis Holstebro), Inga Fríða
Tryggvadóttir (Tvis Holstebro),
Hafrún Kristjánsdóttir (Val),
Hrafnhildur Skúladóttir (Tvis Hol-
stebro), Alla Gorkorian (ÍBV),
Harpa Melsted (Haukum), Drífa
Skúladóttir (Val), Kristín Guð-
mundsdóttir (Tvis Holstebro) og
Brynja
Ste in -
s e n
(Val). ■
HANNA G. STEFÁNSDÓTTIR
Hanna G. Stefánsdóttir er einn
fimm leikmanna landsliðsins sem
leika með danska félaginu Team
Tvis Holstebro.
A-landslið kvenna:
Keppir í Frakklandi um helgina