Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 23
■ Fótbolti 23MIÐVIKUDAGUR 27. ágúst 2003 FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Jón Arnar Magn- ússon hætti keppni eftir þrjár greinar tugþrautarinnar á heims- meistaramótinu í París. Hann keppti í 100 metra hlaupi, lang- stökki og kúluvarpi í gærmorgun en náði sér ekki á strik og var í 20. og neðsta sæti með 2.263 stig. Jón Arnar hljóp 100 metrana á 11,11 sekúndum og varð í 4. sæti sín riðils. Tíminn gaf honum 836 stig og var hann í 14. sæti eftir hlaupið. Jón Arnar stökk 6,15 metra í öðru stökki sínu í langstökkinu en gerði tvisvar ógilt. Hann var því talsvert frá sínum besta ár- angri en Jón Arnar hefur lengst stokkið 7,85 metra á þessu ári. Hann var í 20. sæti með 1.455 stig eftir langstökkið en náði ekki að bæta stöðu sína í keppninni með kúluvarpinu. Fyrsta kast hans var ógilt en hann kastaði 15,29 og 15,21 metra í seinni tveimur til- raununum. Eistlendingurinn Erki Nool og Túnisbúinn Hamdi Dhouibi hættu líka keppni eftir þrjár greinar. Dhouibi var í 14. sæti en Nool í 17. sæti. ■ FÓTBOLTI Forráðamenn þýska fé- lagsins Borussia Dortmund hafa varað leikmenn félagsins við því að það að muni hafa „dramatískar afleiðingar“ komist það ekki í riðlakeppni Meistaradeildar Evr- ópu. Borussia tapaði fyrir Belgíu- meisturum Club Brugge fyrir tveimur vikum en seinni leikur fé- laganna fer fram í Dortmund í kvöld. Síðustu leikir undankeppni Meistaradeildar Evrópu fara fram í kvöld. Eftir þá verður ljóst hvaða félög taka þátt í riðlakeppninni en dregið verður í hana síðdegis á morgun. Celtic ætti að vera öruggt með sæti í riðlakeppninni eftir 4-0 sigur á MTK í Búdapest fyrir tveimur vikum og Newcastle hefur ágæta stöðu eftir 1-0 útisigur á Partizan frá Belgrad í fyrri leiknum. Rangers leikur gegn FC Köben- havn á Parken í Kaupmannahöfn en Danirnir náðu jafntefli í Glasgow í fyrri leiknum. FC Köbenhavn hefur tvisvar áður komist í 3. umferð undankeppninn- ar en tapaði fyrir Lazio haustið 2001 og AC Milan árið 1993. Benfica hefur aðeins sigrað í þremur viðureignum af tólf gegn ítölskum félögum í Evrópukeppni. Í kvöld þarf félagið að vinna upp tveggja marka forskot Lazio frá fyrri leiknum í Róm fyrir tveimur vikum. ■ VAN BRONCKHORST TIL BARCELONA Arsenal hefur lánað miðjumanninn Giovanni van Bronckhorst til Barcelona út þessa leiktíð. Arsenal keypti hann frá Rangers fyrir tveimur árum fyrir 8,5 milljónir punda en van Bronckhorst missti af stór- um hluta síðasta tímabils vegna meiðsla í hné. Van Bronckhorst lék 29 landsleiki fyrir Holland þegar Frank Rijkaard, núverandi þjálfari Barcelona, var landsliðs- þjálfari. OLEMBE TIL LEEDS Franska fé- lagið Marseille hefur lánað miðjumanninn Salomon Olembe til Leeds. Olembe leikur með Leeds út þessa leiktíð en spánska félagið Español hafði einnig áhuga á að fá hann í sínar raðir. Olembe hefur leikið 56 landsleiki fyrir Kamerún. MCPHAIL TIL FOREST Leeds hefur lánað miðjumanninn Stephen McPhail til Nottingham Forest næstu þrjá mánuðina. BORUSSIA DORTMUND Borussia Dortmund leikur í kvöld gegn Club Brugge á heimavelli í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Meistaradeild Evrópu: Dramatískar afleiðingar JÓN ARNAR MAGNÚSSON Jón Arnar Magnússon (á 7. braut) varð í fjórða sæti í sínum riðli í 100 metra hlaupi á 11,11 sekúndum. Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum: Jón Arnar hætti eftir þrjár greinar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.