Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 27. ágúst 2003 Ókeypis örnámskeið Endurmenntunar eftirsótt: Harry Potter vinsæll Viðhorf til endurmenntunarhafa gjörbreyst á þeim 20 árum sem liðin eru síðan Endur- menntun Háskóla Íslands tók til starfa. „Við vorum að skoða ýmis- legt tengt sögu stofnunarinnar út af afmælinuog þá komumst við að því að það var feimnismál 1983 að fara á námskeið. Það var túlkað þannig að fólk kynni ekki sitt fag,“ segir Kolbrún Erla Matthí- asdóttir, markaðsstjóri Endur- mennntunar. „Í dag er það talið sjálfsagt að fólk sæki námskeið og sums stað- ar er fylgst með símenntun starfs- manna á vinnustöðum.“ Kolbrún segir framboð Endur- menntunar á námskeiðum í vetur mjög fjölbreytt. „Okkar metnaður stendur til þess að námskeiðin séu á háskólastigi. Þau eru á hátt í 20 fræðasviðum og úrvalið er breitt.“ Námskeið Endurmenntun- ar eru bæði miðuð að sérstökum starfsstéttum eins og til dæmis lögfræðingum og þeim sem hafa áhuga á að auka menntun sína almennt. „Tungumálanámskeiðin eru til dæmis alltaf vinsæl.“ Kol- brún segir starfsfólk Endur- menntunar stolt af því að rekstur skólans er algerlega byggður á skólagjöldum. „Það hefur alltaf verið þannig og engin breyting sjáanleg.“ ■ Strax varð fullt á örnámskeiðEndurmenntunar um Harry Potter sem boðið verður upp á í næstu viku í tilefni af 20 ára af- mæli stofnunarinnar. „Við ákváð- um því strax að skjóta inn öðru námskeiði seinna um kvöldið,“ segir Kolbrún Erla Matthíasdótt- ir. Boðið verður upp á örnám- skeiðin frá mánudegi til fimmtu- dags. „Þetta verður brot af því besta eins og við segjum. Nám- skeiðin verða annars vegar frá sex til átta síðdegis og hins vegar frá átta til tíu á kvöldin,“ segir Kolbrún Erla Matthíasdóttir, markaðsstjóri Endurmenntunar. Að sögn Kolbrúnar verður ann- ars vegar boðið upp á stuttar út- gáfur af námskeiðum sem verða í boði í vetur og hins vegar bjóða valinkunnir kennarar, sem hafa oft kennt, upp á námskeið. „Jón Böðvarsson kennir til dæmis eitt námskeið.“ Allar fjórar kennslu- stofur Endurmenntunar, sem er til húsa að Dunhaga, verða nýttar undir námskeiðin. „Það verður hægt að skrá sig bæði á Netinu og í gegnum síma,“ segir Kolbrún og leggur áherslu á að væntanlegir þátttakendur skrái sig en mæti ekki bara á staðinn. Netfang Endurmenntunar er www.endur- menntun.is. ■ FJÖLMENNASTI SKÓLI LANDSINS *Endurmenntun er fjölsóttasti skóli landsins. *Yfir 400 námskeið eru í boði á hverj- um vetri auk lengri námsbrauta. Helstu námsleiðir eru: *Starfstengd styttri námskeið *1-2 ára heilsteypt nám sem lýkur með prófum *Misserislöng kvöldnámskeið fyrir al- menning Kynjahlutföll á námskeiðum Endurmenntunar: Konur í meirihluta SVO LÆRIR SEM LIFIR Það verður æ vinsælla að sækja endur- menntunarnámskeið. Þegar Endur- menntun HÍ hóf störf var endurmenntun hálfgert feimnismál. KOLBRÚN ERLA MATTHÍASDÓTTIR „Þetta verður svona brot af því besta eins og við segjum,“ segir Kolbrún um örnám- skeið Endurmenntunar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FULLORÐINSFRÆÐSLA Morgun-, síðdegis- og kvöldnámskeið. PRÓFADEILD - ÖLDUNGADEILD Grunnskólastig: (íslenska, danska, enska, stærðfræði) - grunnnám, fornám - upprifjun og undirbúningur fyrir framhaldsskólanám. Framhaldsskólastig: sjúkraliða-, nudd- og félagsliðanám. Almennur kjarni fyrstu þriggja anna framhaldsskóla og sérgreinar á heilbrigðissviði. Fjarnám í sérgreinum á heilbrigðissviði. Félagsliðanám - brú fyrir starfsfólk í umönnun aldraðra og fatlaðra. Sérkennsla í lestri og ritun - viðtöl og einkatímar. Íslenska: aukin lestrarfærni, stafsetning og málfræði. INNRITUN: 27. ágúst - 3. september '03 kl. 9:00 - 19:00 Kennsla hefst 8. september. INNRITUN Í FRÍSTUNDANÁM: 10.-18. september '03, kl. 9:00-21:00 Kennsla hefst mánudaginn 22. september INNRITUN Í ÍSLENSKU FYRIR ÚTLENDINGA: Enrollment in Icelandic for foreigners: 17.-25. september '03, kl. 9:00-21:00 Kennsla hefst (classes begin) 29. september. Innritun fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. Upplýsingar í síma 551 2992 Netfang: nfr@namsflokkar.is Vefsíða: namsflokkar.is Kennt er í Miðbæjarskólanum og í Mjódd, Þönglabakka 4. SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR Viðhorfin hafa breyst: Endurmenntun var feimnismál Konum hefur fjölgað mikið ánámskeiðum Endurmennt- unar Háskóla Íslands síðan hún tók til starfa árið 1983. “Þróunin hér helst alveg í hendur við þró- unina í Háskóla Íslands,“ segir Kolbrún Erla Matthíasdóttir, markaðsstjóri Endurmenntunar. „Það er kannski svolítið athygl- isvert því okkar stærsti kúnna- hópur er á aldrinum 36-55 en þegar sá hópur var á háskóla- aldri voru karlmenn í miklum meirihluta í Háskólanum.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.