Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 10
10 27. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR EFTIR ELDFLAUGAÁRÁS Palestínsk ungmenni skoða rústir bíls sem eyðilagðist í eldflaugaárás Ísraelsmanna á Jebaliya-flóttamannabúðirnar fyrir norðan Gaza í gær. Skipulagsbreytingar Brims: Guðbrandur einn í brúnni SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegsstoð Eimskipafélagsins, Brim, sem varð til við samruna fyrirtækjanna ÚA, Skagstrendings og Haraldar Böðv- arssonar, hefur kynnt skipulags- breytingar sem taka munu gildi um mánaðamótin. Guðbrandur Sigurðs- son, framkvæmdastjóri ÚA, verður framkvæmdastjóri félagsins og stjórnarformaður dótturfélaga þess. Sturlaugur Sturlaugsson verður aðstoðarframkvæmdastjóri Brims, en hann hefur gegnt sama starfi hjá Haraldi Böðvarssyni. Fjármálstjóri ÚA, Jón Hallur Pétursson, tekur við sama starfi hjá Brimi. Þessir þrír mynda framkvæmdaráð félagsins. Markmið breytinganna er að skerpa ábyrgð stjórnenda félagsins, auka skilvirkni í allri starfsemi og lækka rekstrarkostnað. Yfirbygg- ing hefur fram til þessa, að mati sérfræðinga, verið of mikil hjá fé- laginu og því fylgt mikill stjórnun- arkostnaður. Brim er stærsta sjáv- arútvegsfyrirtæki landsins með tæp 11% af úthlutuðum kvóta í landhelginni. ■ VEÐURFAR „Á þessari stundu lítur út fyrir að ágústmánuður verði sá heit- asti frá upphafi,“ sagði Trausti Jónsson, veðurfræðingur hjá Veð- urstofu Íslands. Hitatölur fyrir ágúst benda til að hiti verði að meðal- tali tveimur til þremur gráðum fyr- ir ofan meðallag. „Það sem stendur upp úr er hve hægviðrasamt sumarið hefur verið. Hitastig hefur verið ákaf- lega jafnt og litlar breytingar orð- ið.“ Trausti segir ómögulegt að segja til um hversu lengi þetta ástand varir. „Það var spáð nætur- frosti í þessari viku en það gekk ekki eftir. Annars getur haustið skollið á hvenær sem er.“ „Þetta hefur verið ótrúlegt veðurfar,“ sagði Þröstur Eysteins- son hjá Skógrækt ríkisins á Hér- aði. „Það er varla að hiti hafi farið niður fyrir tíu gráður á næturnar. Samt er það svo að þetta sumar hefur ekki verið gott ár í skógar- farslegu tilliti. Í fyrsta lagi var hretið í vor slæmt fyrir margar tegundir. Fiðrildapúpufaraldrar hafa herjað á birkitré víða um land og sitkalúsin hefur náð að dreifa sér víða, meðal annars mik- ið fyrir norðan og austan á land- inu.“ „Það hefur í stuttu máli orðið sprenging í skordýraheiminum,“ sagði María Ingimarsdóttir hjá Náttúruverndarstofnun. „Alls staðar á landinu hafa skordýr ver- ið fyrr á ferð og í einhverjum til- vikum valdið meiri usla en gengur og gerist í meðalári. Sérstaklega er mikið um geitunga í sumar.“ Jón Finnsson, vallarstjóri á golfvelli Borgarness, segist enn slá grasið sem hásumar væri. „Þetta er með ólíkindum! Grasið er iðagrænt og sprettan er þvílík að með eindæmum má kalla. Ég slæ öll grínin ennþá tvisvar á dag en það er venjulega aðeins gert yfir hásumarið.“ Starfsfólk grasagarða Reykja- víkjur er hæstánægt með sumar- hitana. „Garðurinn hefur sjaldan verið eins fallegur og nú og ég JA‹ARSVÖLLUR - AKUREYRI 30. & 31. ÁGÚST 2003 MITSUBISHI OPEN 2003 10 efstu sætin gefa ver›laun. Tveir og tveir leika saman, betri bolti. Skráningu l‡kur föstudaginn 29. ágúst kl. 17:00. Skráning og pantanir á rástímum eru í síma 462 2974. KALLINN Í BRÚNNI Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri ÚA, verður framkvæmdastjóri Brims og stjórnarformaður allra dóttur- félaga fyrirtækisins. Ísraelskar hersveitir: Sóttu fanga á sjúkrahús VESTURBAKKINN, AP Ísraelskir her- menn brutu sér leið inn á sjúkra- hús í borginni Nablus á Vestur- bakkanum og námu á brott tvo særða Palestínumenn. Mennirnir tveir, sem lágu á gjörgæsludeild sjúkrahússins, voru bornir út í sjúkrabíl á veg- um hersins og fluttir á ísraelskt sjúkrahús skammt frá Tel Aviv. Þeir eru meðlimir í Al Aqsa her- deildunum og segja ísraelsk yf- irvöld að þeir hafi tekið þátt í að skipuleggja árásir á Ísraela. Talsmenn Al Aqsa hafa staðfest að annar mannanna hafi átt að- ild að sjálfsmorðsárás sem kost- aði einn Ísraela lífið 12. ágúst síðastliðinn. ■ Síminn lækkar verð: Ódýrari ADSL- þjónusta INTERNET Þær breytingar hafa orð- ið á ADSL-þjónustu Símans að áskriftarleiðum hennar hefur ver- ið breytt og þær endurnefndar. Verð áskriftanna helst óbreytt en viðskiptavinir fá mun meiri gagnahraða fyrir sama verð og verið hefur. Sem dæmi nefnist ADSL 512 núna ADSL 1500 og fá notendur þrefalt meiri afköst á sambandið til sín en áður. Stofngjald ADSL-þjónustu Símans er ókeypis til 20. septem- ber næstkomandi. ■ Fréttaskýring ALBERT ÖRN EYÞÓRSSON ■ skrifar um veðurfar. Mikil áhrif hækkandi hitastigs á Íslandi: Enn falla hitamet FRÁ AUSTURVELLI Hitastig í Reykjavík hefur verið vel yfir meðallagi í allt sumar. MIÐBÆR REYKJAVÍKUR Úrkoma hefur verið minni en í meðalári. REYKJAVÍK júní júlí ágúst Meðalhiti 9,0 10,6 10,3 2003 11,3 12,3 12,9 Breyting +2,3 +1,7 +2,6 AKUREYRI júní júlí ágúst Meðalhiti 9,1 10,5 10,0 2003 10,6 11,4 13,2 Breyting +1,5 +0,9 +3,2 ■ „Það er varla að hiti hafi far- ið niður fyrir tíu stig á næt- urnar.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.