Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 30
27. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR Þau eiga yndislegt líf, koma úrsvipuðum jarðvegi og ganga á guðs vegum,“ segir Gunnar Þor- steinsson í Krossinum sem sam- einað hefur tvær barnastjörnur í heilagt hjónaband með blessun sinni. Barnastjörnurnar eru þau Einar Ólafsson og Hanna Valdís Guðmundsdóttir, sem nú eru bæði um fertugt. Einar Ólafs hlaut landsfrægð þegar hann söng lagið Ég vil ganga minn veg og var stundum nefndur Einar áttavillti eftir það. Einar átti ekki aðra smelli en syngur nú í sönghóp á vegum Krossins, þar sem hann hefur ver- ið innanbúðar um langt skeið eins og Hanna Valdís eiginkona hans. Hanna Valdís átti hins vegar fjöl- margar metsöluplötur en einna þekktust er hún fyrir lag sitt um Línu langsokk sem small inn í hugarheim íslenskrar alþýðu og lifir enn í minningu margra. Einar Ólafsson rekur nú eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í við- gerð á púströrum en Hanna Valdís er píanókennari: „Þetta var yndisleg stund,“ segir Gunnar í Krossinum þegar hann rifjar upp hjónavígsluna. „Það er hinn almenni vilji guðs fyrir alla menn að þeir séu í heilögu hjónabandi.“ ■ Krossinn GUNNAR ÞORSTEINSSON ■ í Krossinum hefur sameinað tvær fyrr- verandi barnastjörnur í söfnuði sínum í heilagt hjónaband. Einar Ólafsson og Hanna Valdís eru orðin hjón. Imbakassinn Barnastjörnur giftast Mánudagskvöldið var alvegótrúlegt hjá okkur,“ segir Jó- hann Vignir Vilbergsson, gítarleik- ari og söngvari í hljómsveitinni Nil- fisk. Jóhann var niðri í æfingahús- næði hljómsveitar sinnar á Stokks- eyri þegar meðlimi Foo Fighters bar að dyrum. „Við vorum tveir meðlimir úr hljómsveitinni að spila þegar við litum út um gluggann og sáum alla hersinguna stefna til okk- ar.“ Meðlimir Foo Fighters hafa ferðast um landið undanfarna daga og runnu á hljóð Nilfisk eftir að hafa snætt á Fjöruborðinu á Stokks- eyri. „Þeim fannst alveg frábært að það væri hljómsveit í bænum þan- nig að þeir ákváðu að kíkja á okkur. Dave Grohl settist sjálfur við trommusettið og bassaleikarinn tók í bassann. Ég var síðan sjálfur það heppinn að leika með þeim á gítar og syngja,“ segir Jóhann og bætir því við að þeir hafi spilað saman í um fimm mínútur. Eftir að hafa gefið þeim demódisk ákvað Jóhann að láta vaða og spyrja hvort ekki væri möguleiki á að koma fram með þeim í Laugardalshöll. „Það kostar auðvitað ekkert að spyrja og þeir tóku strax vel í hugmyndina.“ Nið- urstaðan varð sú að Nilfisk frá Stokkseyri var síðasta upphitunar- hljómsveitin í Laugardalshöll. Meðlimir hljómsveitarinnar auk Jóhanns eru þeir Sigurjón Dan Vil- hjálmsson á bassa, Víðir Björnsson gítarleikari og Sveinn Ásgeir Jóns- son á trommur. Jóhann segir þá félaga hafa ver- ið að æfa frá 10. mars á þessu ári. „Við erum orðnir alveg helvíti góð- ir og ég vona að við sláum í gegn eftir þessa tónleika og í raun og veru búumst við ekki við neinu öðru.“ ■ Tónleikar NILFISK-DRENGIR ■ urðu á vegi Foo Fighters á Stokkseyri. Hljómsveitin tók nokkur lög með banda- rísku rokkurunum og í framhaldinu stigu þeir á svið í fullri Laugardalshöll. NILFISK Hljómsveitin ber sama nafn og ryksugurnar en meðlimir hennar eru aðeins 15 og 16 ára. Lárétt: 1skjöld,7kjólar, 8rót,9gá, 10ásar, 12anita,15afi,16úr, 18fa,20 sóttir. Lóðrétt:1skrá,2kjósa,3jótana,4öl, 5lag,6drápa,11rif, 13tifa,14rús, 17ró,19ar. Lárétt: 1 vopnabúnað, 7 kvenfatnaður, 8 neðsti hluti, 9 líta, 10 spil, 12 kven- mannsnafn, 15 ættingi, 16 tímamælir, 18 sk.st., 20 náðir í. Lóðrétt: 1 listi, 2 velja, 3 danina, 4 drykk- ur, 5 tónsmíð, 6 kvæði, 11 síðubein, 13 tipli, 14 víma, 17 kyrrð, 19 rykkorn. Lausn. GUNNAR Í KROSSINUM „Það er hinn almenni vilji guðs fyrir alla menn að þeir séu í heilögu hjónabandi.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Bjö... bj... b... Björn kom æðandi að mér... Varð að skjóta! So, so! Þetta er satt hjá henni! Hann heitir Björn! Björn Björns- son! 1 7 8 10 11 14 15 16 17 20 18 19 2 3 4 5 9 1312 6 Spiluðu með Foo Fighters

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.