Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 24
24 27. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR SÍÐASTA STÖKKIÐ Síðasta stökkið á löngum og farsælum ferli breska þrístökkvarans Jonathan Edwards. Hann tilkynnti fyrir heimsmeistaramótið í París að hann myndi draga sig í hlé eftir mótið. Þátttaka hans á mótinu varð enda- slepp því hann hætti vegna meiðsla eftir tvö stökk í úrslitakeppninni. Frjálsar íþróttir FÓTBOLTI Þrenna Arnars Gunn- laugssonar gegn Fylki í 15. um- ferð Landsbankadeildarinnar er endurtekið efni, segir fótboltavef- urinn Skagamenn.com. Arnar skoraði líka þrennu í 15. umferð mótsins árið 1995, þegar ÍA vann ÍBV 7-1, og aftur þremur árum síðar þegar ÍA vann Grindvík 4-0. Arnar hafði ekki áttað sig á þessu þegar Fréttablaðið bar þetta undir hann og hann hefur hingað til ekki litið á töluna 15 sem happatölu. KR-liðið lék vel gegn Fylki en Arnar segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi verið með hefð- bundnu sniði. Allir leikmenn KR voru leikfærir í fyrsta sinn í lang- an tíma en Arnar leggur áherslu á að þeir sem komu í staðinn hafi staðið sig frábærlega og komið liðinu á toppinn. KR-ingar geta ekki valið úr full- skipuðum leikmannahópi í leikn- um gegn Grindavík á mánudag vegna leikbanna. „Það er mjög slæmt að missa Kristján Sigurðs- son og Veigar Pál Gunnarsson,“ sagði Arnar, „en það kemur maður í manns stað því við höfum breiðan hóp. Þetta verður mjög erfiður leikur gegn Grindavík en Fylkir á erfiðan leik á móti Skaganum. Við gætum klárað þetta á mánudag með stuðningi Skagamanna.“ Fylkir og KR voru langefst í Landsbankadeild karla fyrir stuttu en nú hefur KR fjögurra stiga for- ystu og ÍA og FH sækja að Fylki. „FH-ingar hafa verið með eitt stöðugasta liðið í sumar,“ segir Arn- ar Gunnlaugsson, „og hafa komið einna mest á óvart. Við eigum að spila við þá í undanúrslitum bikars- ins og aftur í lok deildarinnar.“ ■ FÓTBOLTI Aðeins þrjú þúsund miðar voru seldir almenningi hér á landi á landsleik Íslands og Þýskalands í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer þann 6. september. Miðar seldust upp daginn eftir leikinn við Færey- inga. Þýska knatt- spyrnusambandið fékk þúsund miða til sölu. Afgangur- inn, um fjögur þúsund miðar, eru boðs- og frímiðar sem og miðar sem samstarfsaðilar KSÍ fengu. „Það eru ákveðnir frímiða- hafar sem eiga rétt á að fá miða á leikinn,“ segir Geir Þorsteins- son, framkvæmdastjóri KSÍ, en frímiðahafar eru meðal annars dómarar, eftirlitsmenn, forystu- menn í knattspyrnusambandinu og fleiri. „Því miður munum við ekki geta uppfyllt allar þær kröf- ur,“ segir Geir. Fjölmiðlar fá á bilinu 2-300 miða. Boðsgestir íslenska og þýska knattspyrnusambandsins hlaupa einnig á nokkur hundruð sem og samstarfsaðilar KSÍ. „Samstarfsaðilar selja miðana að miklu leyti til almennings með leikjum og viðskiptatengslum,“ segir Geir. „Þetta er erfitt en við höfum fengið fyrirtæki til að taka þátt í þessu með okkur og þetta verður að virka í báðar áttir. Við getum ekki bara dansað þegar okk- ur hentar.“ Framkvæmdastjórinn er sam- mála þeirri gagnrýni sem hefur heyrst að þúsund miðar til Þjóð- verja séu ívið mikið. „Við þurfum á fleiri sætum að halda, það er mál- ið.“ Laugardalsvöllur tekur um sjö þúsund manns í sæti. KSÍ hefur átt í viðræðum við Reykjavíkurborg um stækkun vallarins sem eru þó stutt á veg komnar. Ef af fram- kvæmdum verður yrði gamla stúk- an líklega stækkuð í báðar áttir. „Við teljum að 12-14 þúsund manna völlur væri eðlileg stærð fyrir okkur,“ segir Geir Þorsteins- son, framkvæmdastjóri KSÍ. kristjan@frettabladid.is 3. deild karla: Leiknir vann upp forskotið FÓTBOLTI Leiknir, Víkingur, Höttur og Númi komust í undanúrslit 3. deildar karla. Leiknir vann upp þriggja marka forskot Fjarða- byggðar frá leik liðanna á laugar- dag og sigraði 4-0 í Breiðholti í gær. Víkingur vann Magna 3-2 samanlagt og Höttur vann Reyni frá Sandgerði í tveimur marka- leikjum, 5-2 í Sandgerði á laugar- dag og 5-3 á Egilsstöðum í gær. Númi vann Vask 8-4 samanlagt. Víkingur leikur við Hött í und- anúrslitum á laugardag og þriðju- dag en Leiknir keppir við Núma. ■  7.50 Bein útsending í RÚV frá HM í frjálsum í París. Tugþraut heldur áfram. Keppt verður í 110 metra grindahlaupi og kringlukasti. Einnig verður keppt í 110 metra grindahlaupi, 200 metra hlaupi karla og 50 km göngu.  15.25 Bein útsending í RÚV frá HM í frjálsum í París. Keppt verður í tugþrautarkeppninni í spjótkasti. Einnig verður keppt til úrslita í kúluvarpi, í 100 metra grindahlaupi og 1500 metra hlaupi kvenna, 400 metra hlaupi karla, undanúrslitum í 200 metra hlaupi kvenna og 400 metra grindahlaupi karla og milliriðlum í 200 metra hlaupi karla.  17.15 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.15 Western World Soccer Show (Heimsfótbolti West World) á Sýn.  18.45 Bein útsending á Sýn frá leik Manchester United og Wolverhampton Wanderers.  22.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  23.05 Samantekt frá keppni dags- ins á HM í frjálsum íþróttum í París. hvað?hvar?hvenær? 24 25 26 27 28 29 30 ÁGÚST Miðvikudagur RÓBERT SIGHVATSSON Wetzlar, félag Róberts Sighvatssonar og Gunnars Berg Viktorssonar, leikur gegn Kronau í 1. umferð Búndeslígunnar í handbolta. Þýski handboltinn: Íslendinga- slagur í 1. umferð HANDBOLTI Þýska deildakeppnin í handbolta hefst á föstudag þegar Wetzlar, félag Róberts Sighvats- sonar og Gunnars Berg Viktors- sonar, fær Kronau, félag Guð- mundar Hrafnkelssonar, í heim- sókn. Á laugardag verða fjórir leikir, meðal annars leika Wilhelms- haven, félag Gylfa Gylfasonar, og Tusem Essen en Þýskalandsmeist- arar Lemgo fá Stralsund í heim- sókn. Magdeburg leikur ekki fyrr en miðvikudaginn 10. september þegar félagið heimsækir HSV í Hamborg. ■ GEIR ÞOR- STEINSSON Framkvæmda- stjóri KSÍ segir málið erfitt og sambandið hafi þurft að skera við nögl. Tæplega helmingur miða var til sölu Aðeins þrjú þúsund miðar á leik Íslands og Þýskalands voru seldir til almennings í beinni sölu. Afgangurinn er boðs- eða frímiðar. Þurfum á fleiri sætum að halda, segir framkvæmdastjóri KSÍ. LAUGARDALSVÖLLUR Er orðinn of lítill að mati forsvarsmanna KSÍ. Samkvæmt reglum Alþjóða knattspyrnusam- bandsins má ekki setja upp sæti við suðurenda stúkunnar. Landsbankadeild karla: Endurtekið efni ARNAR GUNNLAUGSSON Arnar hefur þrisvar skorað þrennu í 15. umferð Íslandsmótsins. 1. deild kvenna: Fjölnir og Sindri í úr- slitum FÓTBOLTI Fjölnir og Sindri tryggðu sér í gær sæti í úrslitum 1. deild- ar kvenna. Fjölnir vann Tindastól 1-0 í Grafarvogi en Sindri vann RKV 3-1 á Hornafirði. Fyrri leikj- um félaganna lauk með 1-1 jafn- tefli. Sindri hefur aldrei leikið í efstu deild en Fjölnir lék síðast meðal þeirra bestu árið 1999. Úr- slitaleikur deildarinnar verður háður á laugardag. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.