Fréttablaðið - 31.08.2003, Qupperneq 4
4 31. ágúst 2003 SUNNUDAGUR
Ætlarðu að stunda líkamsrækt
í vetur?
Spurning dagsins í dag:
Hvernig gengur karlaliði KR í fótbolta
næsta sumar?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
35,3%
41,2%
Nei
23,5%Stundar líkamsrækt
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
Níu fórust í Barentshafi:
Kjarnorkukafbátur sökk
MOSKVA,AP Níu af tíu áhafnar-
meðlimum fórust þegar 40 ára
gamall rússneskur kjarn-
orkukafbátur sökk í Barents-
hafi.
Til stóð að fjarlægja tvo
kjarnaofna sem voru í bátnum,
en þeir voru síðast starfræktir
árið 1989. Vegna slyssins er ótt-
ast að mikið umhverfistjón geti
orðið.
Þrátt fyrir áhyggjurnar hélst
geislavirkni í kafbátnum
óbreytt eftir að hann sökk.
Mikið óveður var í Barents-
hafi þegar atvikið átti sér stað.
Vindur reif í burtu flothylki sem
voru föst við bátinn. Auk þess
hafði turn bátsins verið skilinn
eftir opinn. Sergei Ivanov, varn-
armálaráðherra Rússlands, hef-
ur þegar vikið ofurstanum sem
bar ábyrgð á áhöfninni frá störf-
um fyrir vanrækslu.
Vladimir Putin, forseti Rúss-
lands, hefur heitið því að ná-
kvæm rannsókn á slysinu muni
eiga sér stað. Annar kjarn-
orkukafbátur verður sendur á
slysstað til að hífa bátinn upp.
Þrjú ár eru síðan rússneski
kjarnorkukafbáturinn Kúrsk
sökk í Barentshafi. 118 áhafnar-
meðlimir fórust í því slysi. ■
Öllum sagt upp
hjá KÁ
Kaupfélag Árnesinga hefur sagt upp öllu starfsfólki á Hótel Selfossi og á
skrifstofu kaupfélagsins. Allur rekstur hefur verið seldur eða á að seljast.
Stefnt er að uppgjöri við kröfuhafa með nauðasamningum.
REKSTRARERFIÐLEIKAR Kaupfélag Ár-
nesinga hefur sagt upp öllum
3þrjátíu starfsmönnum Hótels
Selfoss og öllum átta stjórnunar-
og skrifstofumönnum hjá kaupfé-
lagsinu sjálfu.
Samhliða þessum aðgerðum
hefur Kaupfélag
Árnesinga (KÁ)
selt rekstur hót-
ela sinna á
K i r k j u b æ j a r -
klaustri og á
Flúðum. Einnig
mun stefnt að
því að koma
rekstri Eddu
hótelsins í Vík í
Mýrdal í hendur
annars félags.
Starfsmenn þessara þriggja
hótela eru fjörutíu nú í ágúst.
Áður en til þessara aðgerða
kom hafði Olíufélagið hf. (Esso)
tekið við rekstri nokkurra sölu-
skála kaupfélagsins víðs vegar
um Suðurland.
Að því er segir í frétt stjórnar
KÁ er starfsmönnum Hótels Sel-
foss sagt upp til að skapa skilyrði
fyrir endurskipulagningu á rek-
stri hótelsins. Eigandi hótelbygg-
ingarinnar er dótturfélag KÁ, Brú
hf. sem freistar þess nú að semja
við kröfuhafa um að fá 90 prósent
af skuldum felld niður. Brú virðist
þó allt eins stefna í gjaldþrot.
Stjórn KÁ segir viðræður nú
vera í gangi við nokkra aðila um
að taka við Hótel Selfossi og halda
áfram óbreyttum rekstri. Vonast
er með niðurstöðu í þessu viðræð-
um á næstu vikum.
Samkvæmt yfirlýsingu stjórnar
KÁ er ljóst að öll dagleg starfsemi
félagsins leggist niður. Við upphaf
greiðslustöðvarinnar hafi 185
starfsmenn verið hjá félaginu.
Tekist hafi að verja 145 störf auk
þess sem reynt sé að tryggja störf-
in 30 á Hótel Selfossi.
KÁ er í greiðslustöðvun vegna
slæmrar fjárhagsstöðu. Við upp-
haf greiðslustöðvunarinnar í sum-
ar voru skuldir félagsins metnar
vera ríflega 300 milljónir króna
umfram eignir.
Einar Gautur Steingrímsson,
umsjónarmaður KÁ í greiðslu-
stöðvunartímabilinu, segir endur-
skipulagningu félagsins ganga vel.
Enn sé þó ekki ljóst hversu mikið
takist að greiða af skuldum. Félag-
ið eigi enn fasteignir, eins og til
dæmis stóru bygginguna á Austur-
vegi á Selfossi sem hýsir meðal
annars verslun Nóatúns. Þessar
eignir verði annað hvort seldar eða
tryggt að góður arður fáist af
þeim. „Það verður að koma í ljós að
þessu loknu hvert verður framtíð-
arhlutverk Kaupfélags Árnes-
inga,“ segir Einar Gautur.
gar@frettabladid.is
SPRENGJUHÓTUN
Þúsundir farþega urðu fyrir óþægindum
vegna sprengjuhótunar í ferjuhöfninni í
Dover á Englandi á föstudagskvöld.
Sprengjuhótun í Dover
Þrír hand-
teknir
LONDON, AP Ferjuhöfninni í Dover
á Suður-Englandi var lokað í
fyrrakvöld vegna sprengjuhótun-
ar. Torkennilegur pakki fannst á
hafnarsvæðinu og var svæðið
strax rýmt og ferjum vísað frá
höfninni meðan sprengjusérfræð-
ingar könnuðu svæðið. Þúsundir
farþegar þurftu að bíða í nokkrar
klukkustundir um borð í ferjum
meðan lokunin varði. Þrír menn
voru handteknir inni á hafnar-
svæðinu eftir að ólögleg vopn
fundust í fórum þeirra. Umferð
um Dover komst í samt lag í gær-
morgun. ■
STURLA BÖÐVARSSON
Samgönguráðherra sendi aðstoðarmann-
inn til Brussel en auglýst ekki starfið.
Háskólamenn:
Ríkið van-
rækir auglýs-
ingaskyldu
STJÓRNSÝSLA Bandalag háskóla-
manna (BHM) segir ráðuneyti
ekki virða þá skyldu að auglýsa
laus störf.
Á heimasíðu BHM segir að
framkvæmdarstjóri BHM, hafi
sent félagsmálaráðuneytinu og
samgönguráðuneytinu fyrir-
spurnir um tvær ráðningar án
auglýsingar; um setningu Her-
manns Sæmundssonar í embætti
ráðuneytisstjóra félagsmálaráðu-
neytis og ráðningu aðstoðar-
manns samgönguráðherra,
Jakobs Fals Garðarssonar, sem
fasts starfsmanns í Brussel.
Ráðuneytið sagði starf Jakobs
hafa verið auglýst en BHM segir
það hafa verið eftir að hann var
ráðinn. ■
SMÁRALIND
Sumarútsölur Smáralindar hafa verið vel
sóttar því verslun í Smáralind hefur vaxið
um 20% undanfarna mánuði samanborið
við sömu mánuði í fyrra.
Aukning í Smáralind:
Átta milljón
heimsóknir
VERSLUN Tæplega átta milljónir
gesta hafa heimsótt verslunar-
miðstöðina Smáralind frá opnun
hennar. Rúmlega 70 milljón króna
tap varð af rekstrinum fyrstu sex
mánuði ársins samanborið við ríf-
lega 380 milljón króna hagnað
sama tímabil í fyrra. Viðsnúning-
ur fjármagnsliða skýrir að mestu
afkomubreytinguna. Tekjur dróg-
ust saman um rúmar 30 milljónir
króna.
Töluverð fjölgun gesta hefur
verið í Smáralind í júlí og einkum
ágúst miðað við sömu mánuði í
fyrra. Heildarsala í Smáralind
hefur vaxið um 20% á undanförn-
um mánuðum miðað við sama
tíma í fyrra.
Átta af upphaflegum leigjend-
um í Smáralind hafa hætt starf-
semi. Útleiga hefur aukist og á fé-
lagið í viðræðum við nýja leigu-
taka. Stefnt er að því að 95 til 97%
húsnæðis verði leigt í árslok. ■
Sjúkdómahætta í Sundahöfn:
Óhreinsaður svínaflutningabíll til Íslands
LANDBÚNAÐUR Notaður gripaflutn-
ingabíll sem ekki uppfyllir skil-
yrði yfirdýralæknis um skoðun og
hreinsun erlendis fyrir flutningi
til Íslands stendur nú á hafnar-
bakkanum í Sundahöfn.
Bíllin var keyptur í Þýskalandi
þar sem hann mun hafa verið not-
aður í svínaflutninga. Bíllinn var
sendur með skipi frá Hamborg
fyrir um þremur vikum. Innflytj-
andi bílsins mun ekki hafa beðið
eftir fyrirmælum yfirdýralæknis
um það hvernig staðið skyldi að
málinu. Meðal þess sem er krafist
er í slíkum tilvikum er að dýra-
læknir frá embætti yfirdýralækn-
is fari utan og sjái til þess að bíl-
inn sé rækilega hreinsaður til að
fyrirbyggja að sjúkdómasmit ber-
ist til landsins. Þetta var ekki
gert. Kostnaður við slíka utanför
er mismunandi eftir aðstæðum.
Þrátt fyrir þennan mikilvæga
agnúa er nú verið að kanna hvort
landbúnaðarráðuneytinu sé engu
að síður stætt á að heimila inn-
flutning bílsins að undangenginni
heimsókn í hreinsunarstöð. Sam-
kvæmt upplýsingum frá ráðuneyt-
inu var bílinn skoðaður á fimmtu-
dag af héraðsdýralækni og á föstu-
dag af yfirdýralækni. Ákvörðun
verður tekin í ráðuneytinu þegar
niðurstaða þeirra liggur fyrir. ■
RÚSSNESKUR KAFBÁTUR
Þessi mynd var tekin af rússneskum kaf-
báti á sjöunda áratug síðustu aldar, Hann
er sömu gerðar og sá sem sökk í Barent-
hafi seint á föstudagskvöld.
AP
/M
YN
D
Eyðing ólöglegs
lyfjagrunns:
Löng
aðlögun
LYF Lyfjastofnun má halda ólögleg-
um gagnagrunni með upplýsingum
um lyfjaneyslu einstaklinga í 15
mánuði til viðbótar samkvæmt úr-
skurði Persónuverndar. Fresturinn
til 1. janúar 2005 til eyðingu gagna-
grunnsins er meðal annars veittur
af tæknilegum ástæðum að sögn
Valtýs Sigurðssonar, héraðsdómara
og formanns stjórnar Persónu-
verndar. „Það geta til dæmis verið
önnur gögn inn í grunninum sem
þarf að flokka og aðskilja,“ segir
Valtýr. Ekki náðist í gær í forstjóra
Lyfjastofnunar. ■
HÓTEL SELFOSS
Öllum starfsmönnum á skrifstofu Kaupfélags Árnesinga og á Hótel Selfossi hefur verið
sagt upp. Einar Gautur Steingrímsson, umsjónarmaður félagsins á greiðslustöðvunartíma-
bili segir að koma muni í ljós eftir endurskipulagningu og nauðasamninga hvaða hlutverk
félagsmenn velja félaginu.
„Það verður
að koma í
ljós að þessu
loknu hvert
verður fram-
tíðarhlutverk
Kaupfélags
Árnesinga.“
ÞÝSKI GRIPAFLUTNINGABÍLLINN Í
SUNDAHÖFN
Þýskur notaður gripaflutningabíll er orðinn
að vandræðamáli í landbúnaðarráðuneyt-
inu eftir að eigandi bílsins flutti hann til
landsins án þess uppfylla skilyrði um
hreinsun fyrir uppskipun erlendis. Tengi-
vagn sem fylgir bílnum stendur annars
staðar á lóð Sundahafnar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T