Fréttablaðið - 31.08.2003, Page 6
6 31. ágúst 2003 SUNNUDAGURVeistusvarið?
1Rússneskur kafbátur sökk í Barents-hafi. Hve margir fórust?
2Frækinn sundgarpur á afmæli í dag.Hversu gamall er hann?
318 ára gamall piltur var handtekinn íBandaríkjunum. Hvað gerði hann af
sér?
Svörin eru á bls. 39
Íbúðalánasjóður unir ekki úrskurði:
Stefnir hlunnförnum íbúðarsala
FASTEIGNIR Íbúðalánasjóður hefur
stefnt fyrir Héraðsdóm Reykja-
víkur manni sem Úrskurðar-
nefnd húsnæðismála hafði
dæmt 3,9 milljóna króna bætur
frá sjóðnum.
Maðurinn var eitt margra
fórnarlamba eiganda fasteigna-
sölunnar Holts sem játaði að
hafa falsað framsal fasteigna-
bréfs til að sölsa undir sig 3,9
milljónir króna. Maðurinn hafði
falið fasteignasalanum sölu
íbúðar og var fasteignabréfið
hluti greiðslunnar fyrir íbúðina.
Íbúðalánasjóður hafði fallist
á að greiða nokkrum fórnar-
lambanna bætur, en taldi þenn-
an tiltekna manna sjálfan bera
ábyrgð á sínum málum. Úr-
skurðarnefndin reyndist ósam-
mála.
Sigurður Georgsson, lögmað-
ur íbúðasalans, segist aðspurður
vera undrandi á málshöfðun
Íbúðalánasjóðs:
„Það er spurning hvort Íbúða-
lánasjóður hefur réttarstöðu til
að höfða þetta mál. Einstakling-
ar geta farið í mál sem eru óá-
nægðir með úrskurði úrskurða-
nefnda. Ég álít að þarna séu
árekstrar innan stjórnvaldsins;
að stjórn Íbúðalánasjóðs sé und-
ir Úrskurðarnefnd húsnæðis-
mála,“ segir Sigurður. ■
Gögn teppt hjá
skrifstofustjóra
Svar við fyrirspurn um greiðslur Reykjavíkurborgar til Stefáns Ólafssonar prófessor dagaði uppi
hjá skrifstofustjóra borgarstjórnar um miðjan maí. Kjartan Magnússon borgarfulltrú fékk svarið
loksins á föstudag.
Svar borgarbókara um greiðslurReykjavíkurborgar og borgar-
fyrirtækja til Stefáns Ólafssonar
prófessors strönduðu í vor hjá
skrifstofustjóra borgarstjórnar.
Kjartan Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálf-
stæðisflokks,
óskaði 30. apríl
eftir upplýsing-
um um greiðsl-
ur til Stefáns á
árunum 1994 til
2003. Beiðnin
var send skrif-
stofu borgar-
stjórnar sem
framsendi hana
til borgarbók-
ara. Svar Guðrúnar Torfhildar
Gísladóttur borgarbókara var
sent sömu leið til baka 12. maí.
Ólafur Hjörleifsson, staðgeng-
ill Gunnars Eydals, skrifstofu-
stjóra borgarstjórnar, segir Gunn-
ar hafa talið að borgarbókari hafi
jafnframt sent Kjartani svarið
beint, þó það sé ekki hefðbundin
boðleið: „Gunnar gaf sér einfald-
lega að pósturinn hefði verið
sendur til Kjartans um leið og
honum. Það er ekki við borgar-
bókara að sakast.“
Kjartan óskaði á þriðjudag eft-
ir atbeina borgarráðs við að fá
umbeðnar upplýsingar. Að sögn
Guðrúnar borgarbókara var haft
samband við hana frá borgarrit-
ara eftir fundinn. Hún hafi þá
skýrt frá hinu rétta. Þrátt fyrir
þetta hafði Kjartani enn ekki ver-
ið kynnt raunveruleg staða máls-
ins í hádeginu á föstudag eða
honum sent svarið við fyrirspurn-
inni. Úr þessu var bætt síðdegis á
föstudaginn. „Skrifstofustjórinn
er í fríi núna og við vildum kom-
ast til botns í hvernig stæði á
þessu áður en við sendum svarið,“
útskýrir Ólafur viðbótartafirnar.
Að sögn Kjartans er hann afar
þakklátur fyrir að hafa loks feng-
ið svarið:
„Ég veit að skrifstofustjóri
borgarstjórnar er ekki að segja
ósatt og áfellist hann ekki. Það er
samt skrítið að hafa ekki fengið
svar um hæl á sínum tíma. Það
getur varla verið að borgarbókari
einn kunni á hið rándýra bók-
haldskerfi borgarinnar.“
Kjartan segist reyndar fyrst
hafa beðið um upplýsingar varð-
andi Stefán á borgarstjórnarfundi
í mars 2001. Það hafi verið í
tengslum við umræðu um flug-
vallarmálið. „Þá lofaði æðsti emb-
ættismaður borgarinnar, borgar-
stjóri sjálfur, að senda mér þessar
upplýsingar. Það gerðist aldrei.“
Þess má geta að Stefán Ólafs-
son fékk um 2,6 milljónir króna á
árinu 2001 vegna vinnu við undir-
búning atkvæðagreiðslu um fram-
tíð Reykjavíkurflugvallar. Um
aðrar greiðslur til Stefáns var
ekki að ræða.
gar@frettabladid.is
Verðbólga í ESB-löndun-
um:
Komin yfir
viðmiðunar-
mörk
BRUSSEL, AP Verðbólga í ríkjum Evr-
ópusambandsins jókst um 0,2% í
síðasta mánuði og mælist nú 2,1% á
ársgrundvelli. Þar með hefur verð-
bólgan rofið tveggja prósenta við-
mið Evrópubankans. Verðbólgan í
ESB mældist 1,9% í júlí og aukning-
in nú er mun meiri en hagfræðingar
höfðu spáð. Hækkun matvælaverðs
vegur þungt í hækkun verðbólgunn-
ar og er áframhaldandi hækkun
spáð í september. Sama á við um
orkuverð. ■
Oxford
Street
Wigm
ore S
treet
Grosv
enor
Squar
e
Grosv
enor
Street
Kensington Road
Bayswater
Road
Paddington
Station
Knigh
gsbrid
ge
Ki
ng
s R
oa
d
Sloan Street
St. Jam
es's Street
Baker Street
G
loucester Street
Edgware Roadt
Westmister Bridge
O
ld Bond
Street
N
ew
Bond
Street
Victo
rya
Stre
et
River Thames
Covent
Garden
Soho
W
aterloo Bridge
Pic
cad
illy
Pa
ll M
all
Oxford
Street
New
Oxfo
rd
Regent Street
Regent Street
H
aym
arket
C
haring C
ross R
oad
Picadilly
Circus
Hide Park
Green Park
Marylebone
Henry VIII
Churchill
Inter
Continental
Thistle Kensington
Palace
Mayfair
Bloomsbury
Knightsbridge
Notting Hill
Sherlock Holmes
Millennium
Mayfair
Jurys Doyle Clifton Ford
K-West
www.icelandair.is
London
www.icelandair.is/london
Eyða einum degi í Westbourne Grove
og Notting Hill, fjarri skarkala helstu
verslunar gatnanna. Fara á markaðinn á
Portobello Road á laugardegi.
Í London þarftu að:
á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Henry
VIII, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld.
Brottfarir 16. jan. og 21. feb.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
21
70
5
0
7/
20
03
Verð frá 29.900 kr.
VR orlofsávísun
Munið ferða-
ávísunina
FRÉTTABLAÐIÐ Á FÖSTUDAG
Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon vissi ekki fyrri en Fréttablaðið skýrði honum frá því á
föstudag að svar við fyrirspurn hans um greiðslur til Stefáns Ólafssonar hefur legið á
skrifstofu borgarstjórnar frá því 12. maí í vor.
„Ég veit að
skrifstofustjóri
borgarstjórn-
ar er ekki að
segja ósatt og
áfellist hann
ekki.
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR
Lögmaður íbúðasala segist efast um rétt
Íbúðalánasjóðs til að höfða mál vegna úr-
skurðar Úrskurðarnefndar húsnæðismála.
MÓTMÆLI
Hátt í 7000 manns söfnuðust saman fyrir
utan þinghúsið í Kaupmannahöfn til
stuðnings Kristjaníu.
Deilur um framtíð Krist-
janíu:
Mótmæli við
þinghúsið
DANMÖRK,AP Hátt í sjö þúsund
manns söfnuðust saman fyrir
utan þinghús Danmerkur til að
mótmæla áformum stjórnvalda
um að hefja dýrar byggingafram-
kvæmdir í Kristjaníu.
Mikil óvissa hefur verið um
framtíð þessarar frægu hippaný-
lendu. Hafa stjórnvöld verið tví-
stígandi í áformum sínum um að
tvístra samfélaginu sem þar hef-
ur verið uppi frá árinu 1971.
„Stjórnvöld vilja ekki að
venjulegir Danir sjái að það sé
hægt að lifa öðruvísi lífi,“sagði
rithöfundurinn Ebbe Kloevedeal
Reich sem var á meðal mótmæl-
enda. ■