Fréttablaðið - 31.08.2003, Síða 8
8 31. ágúst 2003 SUNNUDAGUR
Eftirávitið
Eftir á að hyggja hefði verið
skynsamlegra að að ég hefði tal-
að við Þórð Friðjónsson til þess
að leita ráðgjafar um málið.
Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður
Skeljungs. Morgunblaðið 30. ágúst.
Meira eftirávit
Þarna voru gerð mistök, bæði
hjá fréttamönnunum og þeim
stjórnarmanni sem hringdi í
fréttastjórann.
Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa.
DV, 30. ágúst.
Góðviðrisbjartsýnin
Ég held að við eigum að fara að
leita að nýjum tækifærum til
ræktunar á Íslandi.
Ólafur Eggertsson, kornbóndi. Morgunblaðið,
30. ágúst
Orðrétt
WASHINGTON, AP Yfirvöld í Banda-
ríkjunum hafa handtekið ung-
lingspilt sem grunaður er um að
vera höfundur tölvuvíruss sem
gert hefur mikinn usla um allan
heim. Jeffrey Lee Parson, 18 ára
frá Minnesota, hafði verið undir
smásjá bandarísku alríkislög-
reglunnar, FBI og saksóknara í
Seattle um nokkurt skeið en var
handtekinn í gær. Parson var
færður fyrir dómara í gær þar
sem átti að birta honum ákæru-
atriði.
Nokkrar útgáfur skæðs
tölvuvíruss eða orms hafa verið
á sveimi að undanförnu sem
gengið hafa undir nöfnum eins
og „LovSan“ eða „Blaster“.
Ormarnir ollu miklum usla hjá
fyrirtækjum um allan heim en
talið er að þeir hafi sýkt
hundruð þúsunda tölva. Sér-
fræðingar segja þetta einn
skæðasta vírusfaraldur ársins.
Ormur, sem gengur undir nafn-
inu „Blaster.B“, hóf að breiðast
út 13. ágúst sl.
Líkt og fyrri vírusar, dreifð-
ist hann ekki með tölvupósti,
heldur fór hann í gegnum port á
eldveggjum og nýtti sér galla í
Windows stýrikerfinu til að taka
yfir tölvu notenda. ■
Interpol á þyrlu
til hreindýraveiða
Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi á Suður-Grænlandi, fékk hóp bandarískra auðjöfra
og embættismanna í veiðiferð. Bush afboðaði komu sína. Hreindýraveiðar á Grænlandi njóta
vaxandi vinsælda.
VEIÐAR „Bandaríkjamennirnir
voru ánægðir með veiðina og
ferðina. Ég er ekki síður ánægð-
ur með komu þeirra því ekkert
var til sparað og tvær þyrlur á
lofti í einu,“ segir Stefán Hrafn
Magnússon, hreindýrabóndi í
Isortoq á Suður-Grænlandi, sem
í vikunni tók á móti hópi Banda-
ríkjamanna sem komu á einka-
þotu til hreindýraveiða. George
Bush, fyrrverandi Bandaríkja-
forseti, átti að vera með í för en
hætti við. Talið er að það hafi
verið að hluta vegna ótta Banda-
ríkjamanna við að ferðast vegna
Íraksstríðsins. Bandaríkja-
mennirnir eru allir á vegum
Safari Club International. Stef-
án Hrafn segir að á meðal veiði-
mannanna hafi verið veiðistjóri
Bandaríkjanna og æðsti maður
Interpol auk milljarðamærings
frá Texas. Alls voru níu veiði-
menn auk lífvarða og annars
fylgdarliðs.
Stangveiðifélagið Laxá á
Íslandi hefur milligöngu um
sölu á hreindýraveiðileyfum á
landi Isortoq, þar sem þúsundir
hreindýra eru. Stefán Hrafn
segist verða var við stöðugt vax-
andi áhuga á veiðunum sem séu
smám saman að komast í tísku
hjá þeim ríku.
„Þetta var skemmtileg heim-
sókn og engin takmörk fyrir því
sem hægt var að gera. Banda-
ríkjamennirnir voru með tvær
þyrlur á leigu. Þeir flugu síðan á
svæði þar sem hreindýr voru og
lentu í grennd við þau. Mennirn-
ir felldu allir dýr og sumir fleiri
en eitt. Interpolmaðurinn fékk
eitt,“ segir Stefán Hrafn. Hann
segir að Bandaríkjamennirnir
hafi aðeins hirt hornin af dýrun-
um en leiðsögumennirnir hafi
fengið að eiga skinn og kjöt.
Landsvæði Stefáns Hrafns
samsvarar öllum Reykja-
nesskaganum að stærð. Stefán
Hrafn selur veiðileyfi á þau dýr
sem hafa komist út í einhverjar
þeirra fjölmörgu eyja sem til-
heyra landareign hans. Aldrei er
leyft að skjóta á hjarðir þeirra
dýra sem smalað er til slátrunar
á haustin. Stefán Hrafn segir að
það heilli marga veiðimenn, hve
auðvelt sé að sjá dýrin, en erfitt
að nálgast þau.
„Mestu munar um það hve
margir Spánverjar og Frakkar
koma. Þeim hefur fjölgað mest,“
segir hann.
Veiðitímabilinu í Isortoq er
nú lokið og smölun til slátrunar
að hefjast.
rt@frettabladid.is
Umhverfismerkið
Svanurinn:
Ný viðmið
fyrir Svaninn
NEYTENDUR Nýlega setti nörræna
umhverfismerkið Svanurinn
upp ný viðmið sem uppfylla þarf
til að fá stimpil samtakanna.
Gerðar eru kröfur um gott úrval
umhverfismerktra og lífrænna
vara, en einnig kröfur varðandi
rekstur og umhverfisstjórnun
verslunarinnar.
Umhverfismál eru Svíum
hugleikin og því kemur ekki á
óvart að verslanir þar voru
fyrstar til að uppfylla nýju skil-
yrðin og bera nú merki Svans-
ins. ■
SKÓLARNIR HEFJAST
Þeim fjölgar mikið sem áhuga hafa á að
taka þátt í fjarnámi.
Færri að en vildu:
Vinsælt
fjarnám
FJARNÁM „Umsóknir voru miklu
fleiri en við gátum annað sam-
kvæmt okkar fjárheimildum,“
sagði Ingimar Árnason, kennslu-
stjóri fjarkennslu við Verk-
menntaskólann á Akureyri, en
vísa þurfti fjölda fólks frá sem
vildi skrá sig í fjarnám.
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
vísa þarf fólki frá fjarnámi. Við
vildum glaðir innrita alla sem
sækja um hjá okkur en höfum
ekki fjárheimildir til þess. Okkur
er sniðinn þröngur stakkur og
þess vegna verðum við að benda
fólki á aðra kosti.“
Ingimar benti á að Fjölbrauta-
skólinn í Ármúla tekur enn við
umsóknum þeirra sem áhuga
hafa. ■
SLÖKKVILIÐSMENN VIÐ BJÖRGUNAR-
STÖRF
Fjöldi fólks hefur verið fluttur frá heimilum
sínum á Norður-Ítalíu vegna veðursins. Að
minnsta kosti tveir hafa látist.
Dauðsföll á
Norður-Ítalíu:
Rigning og
aurskriður
RÓM, AP Að minnsta kosti tveir
hafa látist í miklu óveðri sem
gengið hefur yfir norðaustur Ítal-
íu. Úrhellisrigning hefur verið
síðasta sólarhringinn og hefur
fjöldi fólks þurft að yfirgefa
heimili sín í fjallahéruðum í norð-
urhluta landsins.
Aurskriður hafa fallið á vegi og
truflað samgöngur. Þá hefur raf-
magn farið af stórum svæðum.
Yfirvöld ráðleggja fólki að
vera ekki á ferðinni þar sem mik-
il hætta er enn á aurskriðum. ■
Fara með krakkana í Disney World.
Heimsækja St. Augustine, sem er einn af
elstu bæjum Bandaríkjanna.
Í Florida þarftu að:
á mann í 8 daga m.v. hjón með 2 börn yngri en 12 ára
með 10.000 kr. afslætti. Innifalið: flug, gisting á Best
Western Plaza, flugvallarskattar og þjónustugjöld.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
21
62
2
0
8/
20
03
VR orlofsávísun
Munið ferða-
ávísunina
Verð frá 46.053 kr.
Orlando
www.icelandair.is/florida
www.icelandair.is
ÓÞOLANDI ORMAR
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa nú handtek-
ið meintan höfund skæðra tölvuvírusa.
STEFÁN HRAFN
MAGNÚSSON
Hreindýrabóndinn í Isortoq
selur veiðileyfi á hreindýr sem
verða viðskila við hjarðirnar.
Hreindýraveiði á Suður-Græn-
landi nýtur sívaxandi vinsælda.
PARÍS, AP Franska heilbrigðisráðu-
neytið gaf út í gær að dauðsföll í
landinu, fyrstu tvær vikur ágúst-
mánaðar, hefðu verið 11.435 fleiri
en á sama tímabili undanfarin ár.
Það lætur því nærri að á hverjum
degi hafi 800 fleiri Frakkar dáið
en í venjulegu árferði.
Frönsk yfirvöld eru varkár og
vilja ekki rekja dauðsföllin beint
til hitabylgjunnar sem var í land-
inu og víðar í Evrópu. Hitinn fór
víða yfir 40 gráður á celsíus.
Jean-Francois Mattei, heil-
brigðisráðherra, sagði þó að
hörmungar sem tengja mætti
hitabylgjunni hefðu komið harð-
ast niður á hinum veikari, það er
eldra fólki og sjúklingum.
Í allt er talið að hitabylgjan,
sem gekk yfir Evrópu, hafi kostað
að minnsta kosti 20.000 manns
lífið.
Flestir létust í Frakklandi en á
Spáni er talið að allt að 2.000 hafi
látist. Í Hollandi er talað um 500
til 1.000 dauðsföll af völdum hita-
bylgjunnar. ■
LÍKKISTUR
Kistusmiðir í Frakklandi hafa vart haft undan síðustu tvær vikur. Rúmlega 11.000 fleiri
létust í Frakklandi fyrri hluta ágústmánaðar en á sama tíma í fyrra. Margir vilja kenna
hitabylgjunni, sem gekk yfir landið, um aukninguna.
Ellefu þúsund Frakkar dóu í hitabylgjunni:
Átta hundruð dóu að
meðaltali á dag
Tölvuvírusar liðinna vikna:
Höfundurinn handtekinn