Fréttablaðið - 31.08.2003, Page 14

Fréttablaðið - 31.08.2003, Page 14
■ Viðskiptalífið■ Viðskipti 14 31. ágúst 2003 SUNNUDAGUR Viðskiptalífið nötraði í vikunniþegar Samson, eignarhaldsfé- lag Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar tryg- gði ásamt Landsbankanum 0ster- ka stöðu í Fjárfestingarfélaginu Straumi. Atburðurinn var einstak- ur því í einu vettvangi komust valdahlutföll í mörgum stærstu fyrirtækjum landsins í uppnám. Með yfirráðum í Straumi opnast leið inn í Eimskipafélagið, en hlutabréfasafn þess er lykillinn að völdum í fjölmörgum fyrir- tækjum landsins. Landsbankinn greip tækifærið þegar það bauðst. Fléttan var ein- föld í sjálfu sér, en óvænt. Straumur vann að yfirtöku Fram- taks fjárfestingarbanka. Framtak varð til við sameiningu Þróunar- félagsins og Eignarhaldsfélags Alþýðubankans. Jón Helgi Guð- mundsson eigandi Byko keypti á svipuðum tíma og yfirtakan hófst tæplega fjórðungs hlut í Fram- taki. Yfirtökutilboð Straums hljóðaði upp á skipti á bréfum í Straumi fyrir bréf í Framtaki. Á sama tíma og Jón Helgi fékk bréf í Straumi fyrir hlut sinn í Fram- taki keyptu hann og Þórður Magn- ússon forkólfur í Gildingu og fyrrverandi fjármálstjóri Eim- skipafélagsins 8% hlut Kaupþings Búnaðarbanka í Straumi. Þeir félagar voru því komnir með 19% hlut í Straumi. Eftir- sóknarverður hlutur fyrir báða bankana. Ríkissjónvarpið hafði það úr herbúðum Jóns Helga að frumkvæðið að sölunni til Lands- bankans hafi komið frá þeim Þórði. Innan viðskiptaheimsins eru þó fleiri þeirrar skoðunar að vilji Landsbankans til að kaupa hafi legið fyrir. Andri Sveinsson, bankaráðsmaður í Landsbankan- um, er fyrrum samstarfsmaður Þórðar Magnússonar í Gildingu. Loku er því ekki fyrir það skotið að Þórður hafi vitað um áhuga Landsbankans á kaupunum. Eimskip afhent Skömmu áður en viðskiptin með Straum gengu í gegn hafði Landsbankinn keypt hlutabréf í Eimskipafélaginu af Burðarási. Þau kaup voru að frumkvæði Eim- skipafélagsmanna. Benedikt Jó- hannesson stjórnarformaður Eim- skipafélagsins og Ingimundur Sigurpálsson forstjóri þess settu sig í samband við Björgólf Guð- mundsson til að bjóða honum bréfin til kaups. Benedikt hafði sjálfur stýrt síðustu tilraunum fyrirtækjablokkar Eimskipafé- lagsins til að verja net fjárfesting- anna. Sú tilraun mistókst. Bene- dikt er tryggingastærðfræðingur og hefur væntanlega gert sér ljóst að ekki væru burðir til þess að verja núverandi stöðu. Valið stóð því einkum um í hvaða fjárfestum væri mestur fengur. Þar er ekki um auðugan garð að gresja. Björgólfur hugnaðist Eimskipafé- laginu best, enda fara menn ekki í grafgötur um að þar er öflugur kaupsýslumaður á ferð með að- gang að miklu fjármagni. Þróunin í Straumi er því ekkert sérstakt áhyggjuefni þessara forystu- manna Eimskipafélagsins. Áfall fyrir Íslandsbanka Viðskiptin með Straum voru hins vegar áfall fyrir Íslands- banka sem missti lykilstöðu sína í Straumi og áhrifin sem þeim fylgja. Munurinn á styrk bank- anna í Straumi voru meiri en lesa má út úr eignarhlut bankanna sjálfra. Íslandsbanki var með rúm 22% en Landsbankinn með um 17%. Við yfirtöku á Framtaki þynntist hlutur bankanna. Fyrir- tæki tengd stjórnarmönnum í Ís- landsbanka réðu 10 - 12% í Straumi. Ríflega 30% hlut þurfti því til að ná undirtökunum í félag- inu. Viðskipti Landsbankans og Jóns Helga tryggðu þá stöðu. Ís- landsbanki sat uppi með tapað forskot í hálfleik. Þar ríkti því lít- il gleði þegar tíðindin bárust. Þar á bæ töldu menn Landsbankann vera að fara út fyrir yfirlýsingar um jafnvægi í eign bankanna. Landsbankamenn telja sig innan þeirra yfirlýsinga. Eignarhlutur bankanna sjálfra er sitthvorum megin við 20%, en Samson og fé- lög tengd stjórnarmönnum Ís- landsbanka eiga einnig hluti. Stað- an er því um það bil 34% gegn 33% Landsbankanum í vil. Báðir eru viðbúnir slag en vilja aðrar lausnir. Ekki er heldur hægt að fullyrða að annarhvor aðilinn sé búinn að tryggja sér aukinn hlut ef á þarf að halda. Frá því að gengið var frá þess- um viðskiptum hafa menn kapp- kostað við að eyða tortryggni milli manna.. Áherslan er á því að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. Allir gera sér ljóst að Björgólfur Guðmundsson er með sterka stöðu eins og hún er nú og þróunin lýtur fyrst og fremst stefnu og áherslu hans. Fléttan þykir bera merki eitilharðrar við- skiptahugsunar og útfærslan þyk- ir snilldarleg. Atburðir vikunnar eru þó einungis fyrsti hlutinn af stærri áætlun. Skortur á milljarðamæringum Ferill Björgólfs Guðmundsson- ar er ævintýri líkastur. Eftir ólgu- sjó Hafskipsmálsins stóð hann upp með tvær hendur tómar. Síð- an þá hefur hann spilað vel úr sínu. Lykillinn að stöðu hans í dag liggur í útflutningi á bjórverk- smiðju til Rússlands. Þeim feðg- um græddist vel á verksmiðunni og högnuðust um tugi milljarða króna við sölu hennar. Þeir feðgar náðu einnig sterkri stöðu í lyfja- heildsölufyrirtækinu Pharmaco sem framleiddi einnig samheita- lyf. Uppbygging þess fyrirtækis ber einnig vitni skýrri viðskipta- hugsun Björgólfsfeðga. Pharmaco var ekki eini lyfjaframleiðandinn hér á landi. Pharmaco sameinað- ist Omega Farma og Delta. Yfir- takan á Delta var ekki í þökk ráð- andi hluthafa fyrirtækisins. Sam- einað fyrirtæki hefur hins vegar skilað eftirtektarverðum árangri og afar góðri ávöxtun hluthaf- anna. Pharmaco er nú langverð- mætasta fyrirtækið í Kauphöll Ís- lands. Björgólfur Guðmundsson hefur selt syni sínum hlutinn í Pharmaco. Rússlandsviðskiptin og uppbygging Pharmaco hafa því gert þá feðga að langöflugustu kaupsýslumönnum þjóðarinnar. Aðrir sem gætu látið til sín taka á Ærin verkefni Forseti Brasilíu, Luiz InacioLula da Silva, má hafa sig allan við ef hann á að geta staðið við lof- orð um 10 milljón ný störf í land- inu. Landsframleiðslan dróst sam- an á öðrum ársfjórðungi ársins. Iðnaðarframleiðsla minnkaði um 3,7 prósent og flestar hagtölur í landinu eru niður á við. Ljósasti punkturinn er að útflutningur fór vaxandi um tæp þrjú prósent á tímabilinu. Eftirtalin félög birtu uppgjör ívikunni: Aco Tæknival, Fiskeldi Eyja- fjarðar, Guðmundur Runólfs- son, Hampiðjan, Hlutabréfa- markaðurinn, Húsasmiðjan, Ker, Olíuverslun Íslands og Vaki DNG. Fresti til að skila hálfsársuppgjörum lýkur við mánaðarmótin ágúst/sept. Síminn hagnaðist um 977milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins. Hagnaður var örlítið minni en árið áður. Rekstratekjur jukust lítillega en afkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði fer batnandi. Framlegðarhlutfallið batnaði og er 38,3% nú en var 35,9% í fyrra. Hagnaður olíufélagsins Kersjókst um einn milljarð króna samkvæmt sex mánaða uppgjöri, miðað við sama tíma- bil í fyrra. Hagnaður var 1,8 milljarður króna. Söluhagnaður hlutabréfa varð meiri en áætl- anir félagsins gerðu ráð fyrir. Krónan styrktist um 1,93% ívikunni eftir veikingu að undaförnu. Töluverð óvissa er um þróun á gengi krónunnar. Markaðurinn bíður spenntur eftir niðurstöðu um hvort ráð- ist verði í stækkun Norðuráls. Viðskiptajöfnuður var birtur ívikunni. Hallinn á vöru- skiptum fer vaxandi. Samdrátt- ur er í útflutningi miðað við síð- asta ár og nam hann 6% mest í sjávarútvegi. Innflutningur jókst um 7,3% Úrvalsvísitala aðallista Kaup-hallar Íslands hækkaði um 5,34% í vikunni. Gildi hennar í lok vikunnar var 1760,28 stig. Vísitalan hefur hækkað um rúm 10% undanfarnar tvær vikur. ÚRVALSVÍSITALAN Úrvalsvísitalan mælir breytingar á gengi 15 stærstu fyrirtækja á aðallista Kauphallar Íslands. Valin eru 20 fyrir- tæki af aðallistanum sem mest við- skipti hafa verið með síðastliðna 12 mánuði. Af þeim eru valin 15 stærstu félögin m.v markaðsvirði og mynda þau úrvalsvísitöluna hverju sinni. Sam- setning vísitölunnar er endurskoðuð á sex mánaða fresti, og skiptast tímabil- in þann 1. janúar og 1. júlí. Vikan sem leið hugtak vikunnar SAMSON Spenna er í viðskiptalífinu eftir kaup Landsbankans og Samsonar á hlutum í fjárfestingarfélaginu Straumi. Björgólfsfeðgar eru að skapa sér rými á markaðnum í samræmi við afl sitt og getu. Næstu leikir í stöðunni munu gefa vísbendingar um framtíðarlandslag í viðskiptalífinu. Breytt hugarfar í íslenskum viðskiptum birtist með skýrum hætti í kaupum Landsbankans og Samsonar í fjárfestingarfélaginu Straumi. Arðsemisboðorðið ræður ríkjum með nýrri kynslóð. Viðskiptalífið er í endurskipulagningu nú þegar rúmfrekir viðskiptajöfrar skapa sér rými Allt fram streymir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.