Fréttablaðið - 31.08.2003, Page 15

Fréttablaðið - 31.08.2003, Page 15
innlendum markaði eru Bakka- bræður og Baugsfeðgar. Þessir aðilar eru fyrst og fremst að sinna viðskiptum í útlöndum. Margir telja því að það sem helst geti hamlað viðskiptalífinu í nánustu framtíð sé skortur á milljarða- mæringum sem beiti sér í ís- lensku viðskiptalífi. Stefna hátt Staða Björgólfs er afar sterk. Hann hefur tryggt sér lykilstöðu innan viðskiptalífsins. Þar fyrir utan hefur hann fjárhagslega burði umfram aðra til þess að tryggja þá stöðu enn frekar ef á þarf að halda. Viðskiptalífið veltir því fyrir sér þessa dagana hvert muni stefnt. Flestir eru á því að fléttan sé fyrst og fremst hugsuð til þess að styrkja Landsbankann. Björgólfur hefur sjálfur gefið út yfirlýsingar um að Landsbankinn verði ekki lengi minnsti bankinn. Bankinn þótti þunglamalegur lengi vel. Kaupþing og Búnaðar- banki voru ákafari og árásar- hneigðari á markaðnum en Ís- landsbanki og Landsbanki. Sam- eining Kaupþings og Búnaðar- banka þýddi að Landsbankinn var orðinn langminnstur stóru bank- anna. Kjölfestufjárfestar Lands- bankans stefna hærra en svo. Talið er nær öruggt að Burðarás og Straumur sameinist. Við það yrði til geysilega öflugt fjárfest- ingarfélag með eignir yfir 30 milljarða. Vangaveltur eru um að sameina félögin síðan bankanum. Við það myndi eigið fé bankans vaxa og útlánamöguleikar hans aukast. Það er þó háð því að næg eftirspurn sé eftir lánum bankans þannig að ávöxtun eigin fjár bank- ans verði viðunandi. Landsbank- inn jók eigið fé sitt samhliða kaup- unum í Straumi. Eigið fé Lands- bankans fór upp fyrir eigið fé Ís- landsbanka. Bankinn er því ekki lengur minnstur samkvæmt þeim mælikvarða. Bankinn gæti aukið eigið fé eftir öðrum leiðum ef tal- in væri þörf á. Eigendurnir eru einfaldlega það fjársterkir. Þessi leið er því ekkert sérstaklega lík- leg. Heimildir úr herbúðum beggja herma að samvinna í Straumi sé æskilegasti kosturinn. Til þess þarf að byggja upp traust á ný. Möguleg sameining bankanna Stefnan gæti líka verið liður í áætlun um sameiningu við Íslands- banka. Landslagið í fjármálageir- anum hefur breyst með samein- ingu Kaupþings og Búnaðarbanka. Einn möguleiki er að sameina Landsbanka og Íslandsbanka. Fyrir þessi viðskipti var staðan sú að Ís- landsbanki væri sá stóri í slíkum viðskiptum. Vöxtur Landsbankans myndi hins vegar tryggja það að Landsbankinn kæmi til leiks sem sterkari aðilinn. Yfirráð Lands- bankans í Straumi og Burðarási tryggja líka yfirráð yfir tæplega 12% hlut í Íslandsbanka. Það eru allnokkur ítök í banka sem er með jafndreifða eignaraðild og Íslands- banki. Íslandsbanki á þó mótleiki í stöðunni. Stjórn Straums lýtur enn vilja Íslandsbanka og hægt væri að selja hlut Straums í bankanum fyr- ir hluthafafund og koma þannig í veg fyrir að áhrif inn í Íslands- banka fylgdu með Straumi. Samlegðaráhrif með samein- ingu bankanna tveggja yrðu tölu- verð. Sameinaður banki gæti fækk- að útibúum og ef eigið fé yrði of mikið miðað við arðsemismögu- leika þess, væri hægt að færa nið- ur eigið fé og greiða eigendum arð. Sameining myndi því líkt og sam- eining Pharmaco og Delta geta skilað eigendum bankanna ágætis arði. Íslandsbanki hefði þó fremur kosið að slík sameining yrði á þeir- ra forsendum en ekki Landsbank- ans eins og stefnir í nú. Eimskip klassískt yfirtökufélag Aðrir hlutar fléttunnar eru ekki jafn sýnilegir og kannski minna áhersluatriði hjá Lands- bankanum. Í fjármálaheiminum er fullyrt að Þórður Már Jóhannesson framkvæmdastjóri Straums sé búinn að teikna upp leiðir til þess að ná sem mestum verðmætum út úr Eimskipafélag- inu. Félagið er að mati sérfræð- inga klassískt yfirtökufélag. Gengi félagsins lágt miðað við undanfarin ár. Miklar eignir sem hægt er að hagnast á við sölu. Þar fyrir utan blasi við verkefni til þess að gera reksturinn betri. Eigendur Samsonar nálgast sín verkefni með sama hugarfari og framkvæmdastjóri Straums. Því að ná sem mestri arðsemi af eignum. Mótstaðan við slíkt hug- arfar er hverfandi. Lífeyrissjóð- irnir, sérstaklega þeir minni munu ekki standa gegn slíkum breytingum. Þær munu styrkja viðskiptalífið til lengri tíma. Stjórnendur Íslandsbanka standa síður en svo gegn slíku hugar- fari. Þar hafa menn allan tímann gert ráð fyrir að nýir eigendur myndu láta til sín taka í við- skiptalífinu. Þar eru menn fylli- lega meðvitaðir um hæfni og fjárhagslegan styrk Björgólfs- feðga. Framtíðarlandslag Næstu leikir eru að skapa ró í kringum núverandi stöðu. Það er freistandi að skoða viðskiptastíl Björgólfsfeðga. Þeir taka ráðandi stöður í fjárfestingum sínum og gera þær breytingar sem þeir telja nauðsynlegar. Stíllinn er sá að gera hins vegar ekki meiri breytingar en þarf. Óvinveitt yfirtaka í Delta reyndist vel. Róbert Wessman sem var forstjóri Delta er nú forstjóri sameinaðs fyrirtækis. Þeir veðja á unga framsækna stjórnendur sem hugsa á sömu nótum og þeir sjálf- ir. Í Landsbankanum skiptu þeir út bankaráðinu að öðru leyti en því að Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, sem einnig er hluthafi í Lands- bankanum, sat áfram í bankaráð- inu. Ýmsir töldu slíkt merki um að Samson héldi lífi í hefðbundnum tengslum stjórnmála og viðskipta. Frá þeirra bæjardyrum var Kjart- an með þekkingu á rekstri bankans sem þeir sóttust eftir. Líklegt er að sama meginregla muni gilda þegar breytingar verða gerðar í gegnum nýfengin áhrif. Þeir munu nýta sér það afl sem þegar er í fyrirtækjun- um og sækja sér nýtt blóð eftir því sem þeir telja þörf á. Fyrsta skref- ið er að boða til hluthafafundar í Straumi og setja sína menn í stjórn í samræmi við eignarhlutinn. Þeir sem fylgjast með atvinnu- lífinu munu fylgjast spenntir með því hvernig afli Landsbankans verður beitt. Menn benda á að styrkur feðganna og Landsbank- ans sé það mikill að það skipti miklu máli hvernig þeir beiti mætti sínum. Heilbrigt viðskipta- líf þrífist ekki án samkeppni og styrkur feðganna í samhengi við hagstærðir þjóðarinnar bjóði ákveðnum hættum heim. Þessa dagana koma þeir sér fyrir í við- skiptalífinu. Landslagið kemur í ljós þegar lygnir á ný eftir boðaföll straumsins. haflidi@frettabladid.is 15SUNNUDAGUR 31. ágúst 2003 LANDSBANKINN Sameining Landsbankans og Íslandsbanka þykir nú vel hugsanleg. Þar yrði Landsbankinn sterkari aðilinn. BJARNI ÁRMANNSSON Tíðindin af kaupum Landsbankans í Straumi ollu lítilli gleði í Íslandsbanka. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.