Fréttablaðið - 31.08.2003, Síða 16
16 31. ágúst 2003 SUNNUDAGUR
Sölu- og
samninga-
tækni
Söluskóli Crestcom, einn virtasti skóli heims í söluþjálfun,
kynnir nýtt námskeið sem hefst þriðjudaginn 9. september.
Þátttakendur öðlast m.a. þjálfun í:
• Að greina merki um kaupáhuga og gera stöðuathuganir
• Að snúa hörðum mótbárum í jákvæð viðskipti
• Að eiga við erfiða viðskiptavini
• Að semja á árangursríkan hátt
• Að ljúka sölu af öryggi.
Nýtt nám
skeið
í sölu- og sam
ningatæ
kni
hefst 9. septem
ber
Crestcom er alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem er starfandi í yfir
50 löndum. AT&T, Coca Cola, Kodak, Microsoft, Oracle, Shell, Sony
og Toyota eru á meðal margra heimsþekktra fyrirtækja sem hafa
notað Crestcom til að þjálfa starfsmenn sína.Skráning og upplýsingar: crestcom@crestcom.is og í símum 561 5800 og 896 6960.
Leiðbeinandi:
Þorsteinn Garðarsson
viðskiptafræðingur
Þegar Gunnar Gunnarsson rit-höfundur sneri heim úr útlegð-
inni í Danmörku festi hann kaup á
jörðum í grennd við æskuslóðir
sínar á Austurlandi. Einhverju
sinni hitti hann Jón bónda í
Möðrudal og þar kom að þeir fóru
að kýta um tiltekið fjall sem báðir
töldu sig eiga. Þar til Jón nennti
þessu ekki lengur og sagði með
sinni háu og björtu rödd: „Æ, mér
er alveg sama, ég á hvort eð er
svo mörg fjöll!“
Og fjöllunum var áreiðanlega
vel borgið í höndum þessara öld-
unga sem áttu reyndar fleira sam-
eiginlegt, til dæmis reistu báðir
kirkjur: Gunnar Fjallkirkjuna og
Jón það óborganlega guðshús sem
enn stendur í Möðrudal.
Víkur nú sögunni til Suður-
lands. Ingólfsfjall heitir mikið og
fagurmótað hálendi, einn fegursti
drátturinn í ásýnd gervallrar Ár-
nessýslu. Það er líka eitt af fyrstu
örnefnum Íslands því Landnáma
segir frá því að þar hafi Ingólfur
Arnarson haft vetursetu á meðan
þrælar hans leituðu að öndvegis-
súlunum. Af landnámsmanninum
dregur fjallið nafn sitt.
Ástæðan fyrir því að ég er að
rifja upp þessar alkunnu stað-
reyndir er að þetta fjall, sem kyn-
slóðirnar myndu ugglaust hafa
flokkað með eilífðarverum, hefur
látið verulega á sjá að undanförnu
vegna malarnáms. Stórtækar
vinnuvélar hafa gert atlögu að því
og nánast rifið öxlina af suðvest-
urhorni þess.
Svo og svo mörg
hlöss af möl
Það er með nokkrum ólíkindum
að þetta skuli geta gerst á tímum
þegar sérstakt umhverfisráðu-
neyti starfar í landinu, en ástæðan
mun vera hinn friðhelgi eignarétt-
ur manna sem líta á fjallið fyrst
og fremst sem svo og svo mörg
hlöss af möl.
Og Ingólfsfjall er ekkert eins-
dæmi. Allir sem keyra austur eða
austan kannast við fagurmótuð
fjöll í nágrenni Skíðaskálans þar
sem Þrengslavegur mætir Suður-
landsvegi og hafa horft upp á
jarðýtur föndra við að rústa þeir-
ri mynd. Jafnvel sjálfur þjóð-
garðurinn er ekki óhultur, á suð-
urmærum hans er fjall sem
óþyrmilega hefur verið gripið
ofan í. Og þeir fjölmörgu sem aka
til og frá Laugarvatni þekkja
Seyðishólana sem á kafla gera
landið draumkennt, en bíða nú
nautshöggsins. Skurnin ein er eft-
ir, innvolsið hefur verið selt í of-
aníburð.
Og þó voru þeir á náttúru-
minjaskrá, en það er engin trygg-
ing. Ekki friðun heldur. Eins og
núverandi umhverfisráðherra
hefur sjálfur sagt þá getur friðun
aldrei varað um aldur og ævi,
heldur hljóti hún að víkja þegar
skammtímahagsmunir heimta
annað. Umhverfisráðherra - eins
og núverandi stjórnvöld virðast
skilja embættið - er í raun sá sem
fer fyrir eyðileggingu umhverfis-
ins og gerir hana lögmæta.
Rjúpan er allt sem honum er
eftirlátið að vernda.
Afturhvarf til upprunans
Í tíð forfeðra okkar voru fjöllin
heilög, náttúran lifandi. Það er
ekki fyrr en með hinum hátækni-
væddu kappneyslumönnum sem
allar hömlur virðast falla brott. Ef
spurt er um réttlætingu dugir að
nefna stöðugildi, krónur og mills.
Ef við seljum ekki landið, gerir
einhver annar það. Þeir sem telja
sig þurfa að koma með ögn dýpri
rök, segjast í raun vera að færa
landið í upprunalegri búning.
Þannig mælti forstjóri Lands-
virkjunar fyrir Kárahnjúkastífl-
unni (þar átti að hafa verið lón
fyrir einhverjum þúsundum ára)
og þannig var brottnám Seyðis-
hólanna réttlætt (þeir voru ekki
til staðar fyrir sex til sjö þúsund
árum). Og auðvitað gildir sama
um Ingólfsfjall, það hóf fyrst að
myndast í eldgosum fyrir um
sjötíu þúsund árum.
Þetta afturhvarf til upprunans
býður nánast upp á ótæmandi
möguleika, enda er nú tekið til
hendinni á Austurlandi þar sem
Landsvirkjun hefur í samvinnu
við ameríska álhringinn Alcoa og
yfirþjóðafyrirtækið Impregilo
blásið til lokaatlögu gegn öræfun-
um norðan Vatnajökuls. Alþýðu-
samband Íslands hefur lýst yfir
áhyggjum, þó ekki vegna fram-
kvæmdanna, heldur vegna snyrti-
aðstöðu á sjálfum vígvellinum.
En hvernig skyldi Jóni í Möðru-
dal og Gunnari Gunnarsyni lítast á
blikuna - mættu þeir horfa af
himnum yfir heimaslóðir sínar? ■
Eins og núverandi
umhverfisráðherra hefur
sjálfur sagt þá getur friðun
aldrei varað um aldur og
ævi, heldur hljóti hún að
víkja þegar skammtímahags-
munir heimta annað. Um-
hverfisráðherra - eins og nú-
verandi stjórnvöld virðast
skilja embættið - er í raun
sá sem fer fyrir eyðileggingu
umhverfisins og gerir hana
lögmæta.
,,
Að breyta fjöllum
PÉTURS
GUNNARSSONAR
■ Sunnudags-þankar
Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt“,segir dr. Sigrún Júlíusdóttir
prófessor í félagsráðgjöf við fé-
lagsvísindadeild Háskóla Íslands.
„Það sem vekur hins vegar at-
hygli er hinn mikli áhugi og
hljómgrunnur sem þessi umræða
fær núna. Ef litið er aftur í tímann
má segja að karlarnir séu nú á
sama stað og konurnar voru upp
úr 1975 til 1985. Þá voru konur að
reyna að fara inn í öðruvísi hlut-
verk og hasla sér völl í atvinnulíf-
inu. Þær vildu sinna starfsframa,
en þó án þess að vera tilbúnar að
sleppa neinu. Þær héldu eftir
„ábyrgðarkvöðinni“ í hefðbundnu
móður- og umhyggjuhlutverki, en
voru að bresta undan álagi og tog-
streitu. Undir lok níunda áratug-
arins var þetta talsvert rannsakað
og fjallað um „ofurkonuna“, sem
leitaðist við að samræma fjöl-
skyldu- og atvinnulíf án þess að
slaka nokkurs staðar á kröfunum,
og oft án ytri stuðnings.“
Sigrún segir að umræðan um
Atlasar-heilkennið endurspegli að
við erum að fara inn í nýtt skeið
og stöndum á tímamótum þar sem
kynin eru í senn trú því gamla og
vilja taka við því nýja. „Þetta
gerðist fyrr hjá konunum og er
vissulega ennþá í gerjun, en karl-
arnir eru engan veginn farnir að
höndla þetta á sama hátt og því er
kreppan meira áberandi hjá þeim
núna.“
Karlar vilja breytingar
Sigrún bendir á könnun sem
var gerð í Svíþjóð upp úr 1990 og
tekur á glímu karlmanna við nýja
karlmannshlutverkið. „Þar kvört-
uðu karlarnir yfir því að hafa ver-
ið sviptir möguleikanum á að um-
gangast börnin sín eðlilega, innan
og utan sambúðar. Það var meira
að segja stofnað karlaathvarf í
Gautaborg 1987 fyrir „karla í
kreppu“ þannig að vísi að þessari
þróun hefur mátt merkja um
tíma.
Það sem er að gerast er að
staðlaðar karl- kvenímyndir
rista mjög djúpt. Karlinn er
mjög upptekinn af hugmyndinni
um sig sem fyrirvinnu, og mikil
afköst eru ennþá teikn um karl-
mennsku og getu, en um leið vill
hann hlúa að mýkri gildum sem
blunda í honum, standa sig á
heimilinu og njóta samskipta
við börnin sín. Ungir karlmenn
eru því að glíma við ytri að-
stæður breytts þjóðfélags sem
stangast á við rótgróið gildis-
mat og breyttar þarfir. Ef þetta
er skoðað í stærra samhengi þá
er opin umræða um þetta já-
kvæð vísbending um breytt við-
horf og speglar að samfélagið er
tilbúið til að skoða þessi mál.
Við sjáum svo aftur á móti við-
vörunartölur úr heilbrigðisvís-
indunum sem sýna að með
auknu jafnrétti konum til handa
koma fylgifiskar streitu og
heilsubrestur með lækkandi
lífslíkum. Nútíma foreldrar,
karlar, konur eru oft að kikna
undan álaginu þar sem þau taka
of mikið á sig bæði á einstak-
lingsplaninu og samfélagsplan-
inu. Það hefur lítið verið komið
til móts við fólk og það er brýnt
að móta markvissa fjölskyldu-
stefnu sem styður við bakið á
foreldrum í þessum breyttu að-
stæðum.“
Jákvæð umræða
Sigrún segir að karlarnir séu
að leita að jafnvægi og það sýni
sig best í forsjármálum og um-
ræðunni um „ábyrga feður“. „Mér
finnst að það hafi orðið töluverðar
breytingar á síðustu 15 árum eða
svo. Konurnar eru aðeins farnar
að sleppa „forsjárhyggjunni“.
Skilnaðarrannsóknum ber
saman um að upplýstar mennta-
konur eru líklegri til að geta
sleppt takinu af meira öryggi.
Þær eru sannfærðari um gildi
þess að veðja á ánægju í starfi, sjá
hag sinn og barnanna í samstarfi
foreldra og eiga auðveldara með
að treysta hinu kyninu. Karlmenn
eru líka að sækja í sig veðrið og
gera uppreisn gegn stirðnuðum
karlaímyndum.“
Sigrún segir allt tal um að rauð-
sokkahreyfingin hafi eyðilagt í það
minnsta tvær kynslóðir karlmanna
með baráttu sinni sé litað af göml-
um íhaldssjónarmiðum og van-
þekkingu á samfélagsþróuninni.
Frelsisbarátta kvenna skapaði ein-
mitt nauðsynlegar forsendur.
„Þetta eru í raun jákvæðar vís-
bendingar. Umræðan hefur fengið
hljómgrunn og jákvæð átök eru að
koma upp á yfirborðið enda eru
bæði fagfólk og stefnumótendur
að láta þessi mál meira til sín taka
til að auðvelda foreldrum að vinna
saman og skapa þeim betri skilyrði
til að ala börn upp til jafnréttis „
thorarinn@frettabladid.is
Fréttin:
AP fréttavefurinn greindi frá því ívikunni að karlmenn sem vinna
krefjandi vinnu en vilja um leið
standa sig í hlutverki fjölskylduföð-
urins eigi það á hættu að kikna
undan álaginu og fá nýjan sjúkdóm
sem kallast Atlasar-heilkennið.
Atlas er sem kunnugt er risi sem
ber alheiminn á herðum sér sam-
kvæmt grískri goðafræði.
Krepptir nútímakarlmenn virð-
ast vera komnir í stöðu Atlasar og
eiga það á hættu að keyra sig í þrot
ef þeir draga ekki úr kröfum á
sjálfa sig heima og úti í atvinnulíf-
inu. Það vekur jafnframt athygli að
hörðu nöglunum er hættara við að
fá sjúkdóminn en körlum sem gera
mikið af því að barma sér og gefast
upp. Þetta nútímamein herjar því
fyrst og fremst á hinn sterka mann.
Sérfræðingurinn:
Dr. Sigrún Júlíusdóttir er prófess-or við félagsvísindadeild Há-
skóla Íslands og forstöðumaður
námsbrautar í félagsráðgjöf við
deildina.
Sigrún hefur langa reynslu af
fjölskylduráðgjöf í geðheilbrigðis-
þjónustu og var yfirfélagsráðgjafi á
geðdeild Landspítalans um árabil.
Hún hefur stundað margvíslega
fræðslu fyrir almenning og kennt
og skipulagt endurmenntun fag-
fólks í uppeldis- heilbrigðis- og fé-
lagsþjónustu, einkum um fjöl-
skyldumálefni.
SIGRÚN JÚLÍUSDÓTTIR
segir umræðu á borð við þá sem nú er komin upp í tengslum við Atlasar-heilkennið svokallaða jákvæða. Hún sýni að glíma kynjanna við
breyttar þjóðfélagsaðstæður og ný gildi sé komin upp á yfirborðið og vonast til þess að stjórnvöld gefi þessum málum meiri gaum og
vinni að því að auðvelda kynjunum samvinnu og heimilisrekstur í nýjum heimi.
Karlar með heim-
inn á herðum sér
■ Spyrjum sérfræðinginn
FRÁ KÁRAHNJÚKUM
„Alþýðusamband Íslands hefur lýst yfir áhyggjum, þó ekki vegna framkvæmdanna, heldur
vegna snyrtiaðstöðu á sjálfum vígvellinum.“