Fréttablaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 31. ágúst 2003 17
Hann er skarpgreindur og út-sjónarsamur húmoristi,“
segir Karl Th. Birgisson, fram-
kvæmdastjóri Samfylkingar-
innar um manninn.
Sjálfsagt er óhætt að fullyrða
að maðurinn ræður minnu en
hann vildi þótt seint geti hann
talist valdalaus. Hann er þjóð-
þekktur og hefur vakið athygli
fyrir oft á tíðum óvæginn og
skeleggan málflutning - svo
skeleggan að mönnum hefur
þótt nóg um eins og nýlegt
dæmi sannar, en þá skráði hann
nafn sitt á spjöld sögunnar.
Hrafn Jökulsson skákfröm-
uður, sem þekkir umræddan
mann, segir hann ræðumann af
guðs náð. „Eins og við vitum
sem horfum á hann dáleiða heilt
Háskólabíó í ræðukeppni fyrir
einhverjum tuttugu árum. Hann
á ugglaust eftir að nýta þessa
hæfileika á komandi vetri.“
Kjartan Magnússon, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins, hefur
þetta um manninn að segja:
„Hann er grannur og myndar-
legur, rösklega meðalmaður á
hæð, dökkhærður og hefur yfir
sér góðlegt en nokkuð lævíslegt
yfirbragð, eins og margir Vest-
urbæingar. Hann getur verið
hnittinn, og þó einkum hæðinn, í
tilsvörum. Og það snörlar
gjarnan í honum og heyrist nið-
urbældur hlátur þegar hann
hefur eitthvað við málflutning
annarra að athuga, sem er oft.
Hann er háttvís og grípur ekki
frammí fyrir öðrum, en fái hann
orðið sleppir hann því helst ekki
ótilneyddur.“
Fréttablaðið spyr: Hver er
maðurinn?
Svar á næstu síðu.
MYNDARLEGUR OG HNITTINN
Lýst er eftir manni sem þeir sem til hans
þekkja lýsa sem svo að hann sé rösklega
meðalmaður á hæð, ræðusnillingur,
húmoristi og að það snörli gjarnan í hon-
um þegar hann hefur eitthvað við mál-
flutning annarra að athuga.
Snarpgreindur og
lævíslegur ræðusnillingur
■ Hver er maðurinn?
Málverk vikunnar hlýtur aðteljast Maríumyndin eftir
sjálfan Leonardo da Vinci sem
stolið var úr Drumlanrig-kastala
í Skotlandi á dögunum en það er
metið á 7,3 milljarða króna. Á
stundum sem slíkum er ágætt að
huga að okkar eigin þjóðarger-
semum og þá er ágætt að líta til
Jóhannesar S. Kjarval (1885-
1972). Verkið sem verður fyrir
valinu er frá árinu 1941 og á
margan hátt lýsandi fyrir meist-
arann. Það heitir „Fjallamjólk“
og er í eigu Listasafns ASÍ. Kjar-
val fór víða um land með trönur
sínar en Þingvellir er líklega sá
staður þar sem hann var oftast
með pensilinn á lofti. Þangað fór
hann gjarnan með leigubílum og
urðu leigubílsstjórar margir góð-
ir vinir hans og kunningjar sem
biðu oft rólegir meðan Kjarval
málaði. Kjarval er meðal annars
þekktur fyrir að teikna fígúrur
inn í landslagsverk sín. Hér er
ekki slíku til að dreifa, þó að
hugsanlega megi segja að um
óbeina persónugervingu sé að
ræða. Fjallamjólk er vissulega
ekki persóna en vísar til einhvers
þess sem mennirnir leggja sér til
munns. Smjér drýpur af hverju
strái þegar náttúran er annars
vegar - þó þetta sé aðeins speglun
himins í vatni gjárinnar. ■
Óbein persónugerving
náttúrunnar
■ Málverk vikunnar
FJALLAMJÓLK
Eitt af mörgum fræg-
um verkum Kjarvals.
Verkið er olía á striga,
106 x 150, og málað
1941.