Fréttablaðið - 31.08.2003, Síða 20
■ Viðtal
20 31. ágúst 2003 SUNNUDAGUR
Þú varst mjög hvött til þess, afstuðningsmönnum þínum, að
fara í framboð gegn svila þínum,
Össuri, og skoðanakönnun gefur
til kynna að þú hefðir sigrað hann
með yfirburðum. Þú ákvaðst að
fara ekki að þessu sinni, en var
þetta ekki óþægileg staða og erfið
ákvörðun?
„Auðvitað var þetta ekki auð-
velt. Þetta var flókin ákvörðun
þar sem þurfti að taka tillit til
margra þátta. Hún sneri að Sam-
fylkingunni og flokksmönnum,
Össuri og mér. Og svo sneri hún
að því fólki sem stendur næst okk-
ur Össuri. Auðvitað eru tilfinning-
ar á alla vegu. Ég þurfti að fara í
gegnum mikið hugsanaferli áður
en ég fann hvað ég vildi gera. Svo
var áreitið mikið og ég varð að
skilja á milli þess og hins sem ég
vildi sjálf.“
En er þetta það sem þú vilt
sjálf?
„Ég hefði aldrei tekið þessa
ákvörðun ef ég væri ósátt við hana.
Ég hafði ákveðið með sjálfri mér í
sumar að bjóða mig hvorki fram til
formanns né varaformanns heldur
leiða framtíðarnefnd flokksins og
láta þar við sitja. Mér finnst það
vera óskaverkefni fyrir stjórn-
málamenn sem hafa áhuga á hug-
myndum. Auk þess hefur mig
dreymt lengi um að sækja mér
meiri menntun. Aðstæðurnar sköp-
uðu mér tækifæri til að láta þann
draum rætast.“
Hvað ertu að fara að læra?
„Ef allt gengur eftir geri ég ráð
fyrir að verða það sem kallast
„Visiting Research Fellow“ við
European Institute í London
School of Economics. Þetta er
ekki hefðbundið framhaldsnám
heldur þriggja mánaða verkefni
sem ég ætla að sinna, en í þessu
felst að ég fæ aðstöðu við skólann,
aðgang að þeim fyrirlestrum sem
ég hef áhuga á og ákveðna leið-
sögn. Ég á eftir að skilgreina
verkefnið nákvæmlega en ástæð-
an fyrir því að ég vel European
Institute er að ég vil skoða tengsl
Íslands og Evrópusambandsins.“
Þú ert þá hörð á því að við eig-
um að ganga inn í Evrópusam-
bandið?
„Þegar við gerðum EES-samn-
inginn sagði ég að hann væri and-
dyrið og hvað ætlar maður að
dvelja lengi í anddyrinu áður en
maður fer inn í stofuna? Mér
finnst þetta eiginlega ekki vera
spurning um hvort, heldur
hvenær. En um leið verður að
meta mjög raunsætt hvaða ávinn-
ing og skuldbindingar innganga
hefur í för með sér. Við getum
ekki bara plokkað rúsínurnar úr
jólakökunni og skilið allt hitt eftir.
Það er nokkuð rótgróin afstaða
hjá okkur Íslendingum að við eig-
um að geta verið með í alþjóðlegu
samstarfi eingöngu á eigin for-
sendum og notið ávinningsins án
þess að leggja mikið af mörkum.
Þetta finnst mér pólitískt og sið-
ferðilega röng afstaða. Ef maður
fylgir jafnaðarstefnu og er þeirr-
ar skoðunar að það eigi að stuðla
að jafnari tekjuskiptingu í samfé-
laginu, þá hlýtur maður líka að
vera þeirrar skoðunar að það
þurfi að draga úr ójöfnuði milli
svæða og heimshluta. Þá verða
þau ríki, sem eiga og geta, að
leggja eitthvað af mörkum til
hinna sem minna eiga og minna
geta. Við Íslendingar erum tví-
mælalaust í hópi hinna ríku
þjóða.“
Kolkrabbinn riðar til falls
Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur eru aftur við völd og
valdaseta þeirra er orðin nokkuð
löng. Fylgir því spilling að flokkar
séu lengi við völd?
„Flokkar og einstaklingar geta
spillst af valdi. Þá fara þeir að
gefa þeim sem gagnrýna þá langt
nef. Þeim verður alveg sama hvað
hver segir og gera það sem þeim
sýnist af því að þeir telja sig kom-
ast upp með það. Þetta finnst mér
að vissu leyti vera farið að ein-
kenna stjórnarsetu Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks.“
Það eru miklar hræringar í við-
skiptalífinu og ekki verður annað
séð en Kolkrabbinn sé að falla.
„Það er greinilegt að Kolkrabb-
inn riðar til falls. Reyndar sér
maður mörg merki þess að það
virðist vera að fjara undan þeim
fyrirtækjum samfélagsins sem
hafa sett allt sitt traust á vald
Sjálfstæðisflokksins, reynt að
þjóna þeim flokki og notið velvild-
ar hans. Þau hafa misst sjónar á
upphaflegu markmiði sínu og svo
virðist sem ýmsar ákvarðanir séu
teknar til að tryggja ákveðnum
eignahópum í Sjálfstæðisflokkn-
um völd og áhrif, en ekki endilega
með hagsmuni fyrirtækisins eða
rekstursins að leiðarljósi. Ég veit
að það er hættulegt fyrir stjórn-
málamann að gagnrýna fjölmiðla,
en mér finnst eins og það hafi
gætt svipaðrar tilhneigingar hjá
Mogganum og enn frekar hjá DV
upp á síðkastið. Það er eins og það
sé að fjara undan þessum blöðum,
meðal annars vegna þess að þau
eru svo áköf í stuðningi sínum við
Sjálfstæðisflokkinn. Afstaða
þeirra til pólitískra mála er svo
fyrirsjáanleg að þau eru hætt að
koma lesendum sínum á óvart.
Við búum í mjög fjölbreytilegu
samfélagi og allur þorri fólks hef-
ur skoðanir sem rekast ekki
Mér fannst mikil-
vægt að segja því
fólki sem vildi að ég byði mig
fram til formennsku að þó ég
ætlaði ekki að gera það núna
þá þýddi það ekki að ég væri
orðin afhuga stjórnmálum. Ég
er ekki hætt í stjórnmálum.
Það væru svik við það fólk
sem kaus mig ef ég gæfi mér
alveg frítt spil eins og mig
kannski langaði til. Ég veit að
margt fólk hefur komið til liðs
við Samfylkinguna og vill
koma til liðs við hana meðal
annars vegna þess að ég fór í
framboð í síðustu alþingis-
kosningum. Ég ber ábyrgð
gagnvart því fólki. Ég vil að
það viti að ég er ekki á förum.“
,,
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM
INGIBJÖRG SÓLRÚN
„Ég vil ekki vera eins og fáni sem
er dreginn að húni fyrir kosningar
og svo bara dreginn niður aftur
og pakkað niður í kassa að þeim
loknum. Þess vegna fannst mér
mikilvægt að það kæmi fram að
ég stefndi að því að bjóða mig
fram til formanns eftir tvö ár.“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ræðir um stöðu sína, uppgjörið við Össur, Evrópusambandið, Kolkrabbann og Samfylkinguna
Ég er ekki
hætt í stjórnmálum