Fréttablaðið - 31.08.2003, Qupperneq 21
SUNNUDAGUR 31. ágúst 2003
endilega eftir flokkslínum. Þegar
skoðanir fjölmiðla verða of eins-
leitar missir fólk einfaldlega
áhuga á þeim. Flokkapólitík á ekk-
ert erindi lengur í rekstur fyrir-
tækja, fjölmiðla og stofnana.“
Víkjum að hermálinu sem var
mikið í fréttum. Hver er afstaða
þín í því máli?
„Það getur aldrei verið mark-
mið í sjálfu sér að hafa hér er-
lendan her. Hins vegar getur vel
verið að það sé nauðsynlegt að
hafa hér einhvern viðbúnað en
hver á hann að vera, hvernig á
hann að vera og á hann endilega
að vera sá sem hann er? Við því
fást engin svör vegna þess að
stjórnvöld hafa ekki skilgreint
hvaða vá það er sem að okkur get-
ur steðjað. Það er álíka skynsam-
legt og að koma upp almannavarn-
arbúnaði án þess að meta hvaða
hamfarir séu hugsanlegar. Ég sé
heldur ekki að sú leynd sem hefur
hvílt yfir þessu máli hafi verið
nauðsynleg. Af hverju má þjóðin
ekki taka þátt í umræðu um það
hvaða hætta steðjar að okkur og
hvernig rétt sé að bregðast við
henni?“
En ef við höfum ekki banda-
rískan her, hvað eigum við þá að
gera?
„Við erum í NATÓ og bandalag-
ið hefur skyldum að gegna gagn-
vart öryggishagsmunum okkar.
Ég geri ráð fyrir því að einhver
viðbúnaður sé nauðsynlegur, en
ég get ekki fremur en aðrir svar-
að því hver hann eigi að vera þeg-
ar grundvallarvinnuna vantar.
Stundum hefur komið upp um-
ræða um íslenskan her, en mér
finnst hún algjörlega út í hött. Ís-
land er ekki af þeirri stærð-
argráðu að það sé nauðsynlegt eða
skynsamlegt.“
Upplifi enga persónudýrkun
Þú átt mjög öflugan stuðnings-
mannahóp og það hefur verið tal-
að um leiðtogadýrkun í því sam-
bandi. Finnst þér þetta stundum
óþægilegt?
„Ég upplifi enga persónudýrk-
un í mínum stuðningsmannahópi.
Þetta er fólk sem vill vinna á ann-
an hátt en gert hefur verið í póli-
tík og vill sjá ákveðnar breyting-
ar á vinnubrögðum, skipulagi og
pólitískum hugmyndum. Það tel-
ur að ég geti beitt mér fyrir slíkri
endurnýjun. Ég þekki það manna
best, eftir að hafa verið í Ráðhús-
inu, að þó að maður sé borgar-
stjóri, og eins og jarðarberið á
tertunni, þá er forysta ekki eins
manns verk. Hún er hópvinna og
verður aldrei öðru vísi. Til að ná
árangri þarf maður að hafa með
sér mjög gott fólk sem bætir
mann sjálfan upp. Þegar maður
er í forystuhlutverki er mikil-
vægt að gæta sín á því að vera
ekki umkringdur viðhlæjendum
og fólki sem talar upp í eyrun á
manni, heldur ekki síður fólki sem
segir það sem þarf að segja og
getur verið óþægilegt að heyra.“
Eiga stjórnmálamenn að láta
stjórnast af skoðanakönnunum?
„Nei, en þeir verða að vita hvað
fólk er að hugsa og skoðanakann-
anir eru mikilvægt tæki í því sam-
bandi. Mér finnst mjög eðlilegt að
það séu gerðar kannanir um stuðn-
ing við einstaklinga eða flokka.
Slíkar kannanir geta gefið mikil-
væga vísbendingu um það hvort
maður hafi haft erindi sem erfiði
og hvort það sé yfirleitt nokkur
eftirspurn eftir manni. Auðvitað
verður maður að hlusta á það. Þeg-
ar kemur að málefnum er mjög
hættulegt fyrir flokka að láta skoð-
anakannanir stjórna afstöðu sinni.
Það er röng notkun á skoðanakönn-
unum og getur leitt menn á miklar
villigötur.
Það er tvennt sem mér finnst
öðru fremur skipta máli í stjórn-
málum. Það er annars vegar að
hafa framtíðarsýn og hins vegar
að deila áhyggjum fólksins. Þær
endurspeglast stundum í skoðana-
könnunum og það er mikilvægt að
stjórnmálamenn viti af þeim svo
allt þeirra tal fari ekki fyrir ofan
garð og neðan. Við leysum ekki
hvers manns vanda, en við verðum
að vita af hverju fólk hefur
áhyggjur. En við eigum ekki að
stjórnast af almenningsálitinu
heldur reyna að hafa áhrif á það
með pólitík okkar að leiðarljósi og
sannfærandi málflutningi.“
Er ekki á förum
Össur hefur ekki útilokað að
bjóða sig fram til formanns árið
2005 og allir gera ráð fyrir að þú
bjóðir þig fram þá. Er ekki bara
verið að fresta óþægilegu en óum-
flýjanlegu uppgjöri?
„Tíminn verður að leiða það í
ljós. Mér fannst mikilvægt að
segja því fólki, sem vildi að ég
byði mig fram til formennsku, að
þó ég ætlaði ekki að gera það núna
þá þýddi það ekki að ég væri orð-
in afhuga stjórnmálum. Ég er ekki
hætt í stjórnmálum. Það væru
svik við það fólk sem kaus mig ef
ég gæfi mér alveg frítt spil eins
og mig kannski langaði til. Ég veit
að margt fólk hefur komið til liðs
við Samfylkinguna og vill koma til
liðs við hana meðal annars vegna
þess að ég fór í framboð í síðustu
alþingiskosningum. Ég ber
ábyrgð gagnvart því fólki. Ég vil
að það viti að ég er ekki á förum.
Ég vil ekki vera eins og fáni sem
er dreginn að húni fyrir kosning-
ar og svo bara dreginn niður aft-
ur og pakkað niður í kassa að
þeim loknum. Þess vegna fannst
mér mikilvægt að það kæmi fram
að ég stefndi að því að bjóða mig
fram til formanns eftir tvö ár. Ég
vildi ekki að þetta fólk hugsaði
sem svo: Jæja, hún ætlar að taka
því rólega næstu tvö árin. Þá er
best að við gerum það líka og sjá-
um hvað setur. Þá hefði verið til
lítils unnið og ekki orðið sú end-
urnýjun sem stærð Samfylking-
arinnar gefur tilefni til.
Menn eru að tala um að þetta
verði erfitt fyrir Össur. Ég held að
það sé mikill fengur að því fyrir
Össur sem formann að fá allt
þetta fólk til starfa sem mun taka
þátt í því að byggja upp flokkinn
undir hans forystu. Það verður
blóm í hnappagatið hjá honum að
geta leitt Samfylkinguna farsæl-
lega á þessum tveimur árum. Það
hefði verið mjög erfitt fyrir hann
og vont fyrir Samfylkinguna ef
þetta fólk hefði ekki skilað sér til
starfa.“
kolla@frettabladid.is
Heimsferðir bjóða borgarævintýri til fegurstu borga Evrópu á
hreint frábærum kjörum með beinu flugi í haust. Alls staðar nýt-
ur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar, sem eru á heimavelli á
söguslóðum og bjóða spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni
stendur. Notaðu tækifærið og kynnstu mest spennandi borgum
Evrópu, mannlífi og menningu og upplifðu ævintýri í haust.
Fegurstu
borgirnar
í beinu flugi í haust
frá kr. 28.550
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Róm
1.-5. okt.
Heimsferðir bjóða nú einstakt tæki-
færi til borgarinnar eilífu í beinu flugi
þann 1. okt. frá Íslandi til Rómar. Nú
getur þú kynnst þessari einstöku borg
sem á engan sinn líka í fylgd farar-
stjóra Heimsferða og upplifað árþús-
undamenningu og andrúmsloft sem er
einstakt í heiminum. Péturstorgið og
Péturskirkjan, Vatíkanið, Spænsku
tröppurnar, Colosseum, Forum
Romanum og Pantheon hofið.
Sjá www.heimsferðir.is
Verð frá kr.65.850
Búdapest
október
fimmtud. og mánud.,
3, 4 eða 7 nætur
Stórkostleg borg í hjarta Evrópu,
sem Íslendingum býðst nú að kynn-
ast í beinu flugi frá Íslandi. Hér
getur þú valið um góð 3 og 4
stjörnu hótel í hjarta Budapest og
spennandi kynnisferðir með farar-
stjórum Heimsferða.
Verð kr. 28.550
Flugsæti til Budapest 20. okt. með
8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir.
Gildir frá mánudegi til fimmtudags.
Verona
17. sept., 5 nætur
Fegursta borg Ítalíu, þar sem þú
getur notið hins besta af ítalskri
menningu um leið og þú gengur
um gamla bæinn, skoðar svalir
Júlíu og kynnist frægasta útileik-
húsi Ítalíu, Arenunni í Verona eða
ferðast um Gardavatn og Feneyjar.
Verð kr. 29.950
Flugsæti með sköttum. Völ um 3 og 4
stjörnu hótel. Ekki innifalið: Forfalla-
gjald, kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og
frá flugvelli kr. 1.800.
Prag
Okt. og nóv.
fimmtud. og mánud.,
3, 4 eða 7 nætur
Fegursta borg Evrópu og eftirlæti
Íslendinga sem fara nú hingað í
þúsundatali á hverju ári með Heims-
ferðum. Fararstjórar Heimsferða gjör-
þekkja borgina og kynna þér sögu
hennar og heillandi menningu.
Góð hótel í hjarta Prag.
Verð kr. 29.950
Flug og hótel í 3 nætur. M.v. 2 í her-
bergi á Quality Hotel, 3. nóv. með 8.000
kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá
mánudegi til fimmtudags. Ferðir til og
frá flugvelli kr. 1.800.
Barcelona
2. okt. 3 nætur
22./26./30. okt. 4 nætur
Einn vinsælsti áfangastaður Íslend-
inga í 11 ár. Heimsferðir bjóða nú
bein flug í október, sem er einn
skemmtilegasti tíminn til að heim-
sækja borgina. Menningarlífið er í
hápunkti og ótrúlegt úrval listsýn-
inga og tónleika að heimsækja
ásamt spennandi næturlífi og ótrú-
legu úrvali verslana. Fararstjórar
Heimsferða kynna þér borgina á
nýjan hátt, enda hér á heimavelli.
Verð kr. 49.950
Flug og hótel í 4 nætur.
M.v. 2 í herbergi á Aragon, 22. okt.
Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flug-
velli kr. 1.800.
Sorrento
30. sept., 5 nætur
Heimsferðir bjóða nú í fyrsta sinn á
Íslandi beint flug til Napolí og dvöl
í Sorrento, þessum frægasta sumar-
leyfisstað Ítalíu. Hér kynnist þú
hinni ótrúlega fögru Amalfi strönd,
eyjunni Capri, Pompei og Napolí.
Ótrúlega fallegt umhverfi og heill-
andi andrúmsloft á þessum fagra
stað. Völ um úrvalshótel í hjarta
Sorrento.
Verð kr. 63.650
Flug og hótel í 5 nætur. M.v. 2 í her-
bergi á La Meridiana með morgunmat.
Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flug-
velli kr. 1.800.
Verð m.v. 2 í herbergi, Hotel Villa
Torlonia, flug, gisting, skattar, íslensk
fararstjórn. Ekki innifalið: Forfalla-
gjald, kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og
frá flugvelli kr. 1.800.
Ég upplifi enga
persónudýrkun í
mínum stuðningsmanna-
hópi. Þetta er fólk sem vill
vinna á annan hátt en gert
hefur verið í pólitík og vill
sjá ákveðnar breytingar á
vinnubrögðum, skipulagi og
pólitískum hugmyndum. Það
telur að ég geti beitt mér
fyrir slíkri endurnýjun. Ég
þekki það manna best eftir
að hafa verið í Ráðhúsinu að
þó maður sé borgarstjóri, og
sé eins og jarðarberið á tert-
unni, þá er forysta ekki eins
manns verk. Hún er hóp-
vinna og verður aldrei öðru-
vísi. Til að ná árangri þarf
maður að hafa með sér
mjög gott fólk sem bætir
mann sjálfan upp. Þegar
maður er í forystuhlutverki
er mikilvægt að gæta sín á
því að vera ekki umkringdur
viðhlæjendum og fólki sem
talar upp í eyrun á manni
heldur ekki síður fólki sem
segir það sem þarf að segja
og getur verið óþægilegt að
heyra.“
,,
UM STUÐNINGSKANNANIR
„Mér finnst mjög eðlilegt að það séu gerðar kannanir um stuðning við einstaklinga eða flokka. Slíkar kannanir geta
gefið mikilvæga vísbendingu um það hvort maður hafi haft erindi sem erfiði og hvort það sé yfirleitt nokkur eftirspurn
eftir manni. Auðvitað verður maður að hlusta á það.“