Fréttablaðið - 31.08.2003, Page 24

Fréttablaðið - 31.08.2003, Page 24
■ Þjóðfélagið 24 31. júlí 2003 SUNNUDAGUR ■ Alþingi götunnar SPURT ER: Hvaða skandall í þjóðlífinu er þér efst í huga þegar þú lítur yfir síðastliðin fimm ár? Þorvaldur Þorvaldsson, smiður:„Mesta hneykslismálið sem mér dettur í hug er stríðstefna ís- lenskra stjórnvalda og má þar nefna Balkanskaga og Írak.“ Ársæll Másson, framhalds-skólakennari: „Íraksstríðið og hvernig heimurinn, þar með talin við, fór í stríð út á tómt gabb og plat.“ Karl Gunnarsson, leigubíls-stjóri: „Olíufélögin og þeirra samráð. Af nægu er að taka en þetta kemur fyrst upp í kollinn.“ Snorri Steinþórsson, mat-reiðslumaður: „Árni Johnsen og allt það mál.“ Snorri Ásmundsson, myndlist-armaður: „Það var skandall þegar ég ætlaði að bjóða mig fram sem borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins en þeir hunsuðu mig og þar með lýð- ræðið.“ ■ Spillingarmál, þjóðin stendur áöndinni, gapir, allt brjálað, ekki nokkur maður getur ímynd- að sér að stjórnin haldi velli ... „Ef þetta hefði gerst í nágranna- löndunum væri maðurinn fyrir löngu búinn að segja af sér!“ - er setning sem oft heyrist: „Þetta er algjört bananalýðveldi!“ En ... svo gerist ekki neitt. Hér á opn- unni verða rifjuð upp nokkur þeirra hneykslismála, sem svo hafa verið kölluð, og sem ollið hafa miklum úlfaþyt á undan- förnum árum, oft með óljósri niðurstöðu, en þó stundum með lausn í för með sér. Stormur í vatnsglasi, myndu margir segja um þessi mál. Hreinn og klár skandall, segja aðrir. Spilling af verstu sort. ... svo gleymist málið Gunnar Gunnarsson, rithöf- undur og fréttamaður, orðaði þetta svo í Spegli Ríkisútvarps- ins á dögunum að nú hafi sama mynstrið átt sér stað einu sinni enn. Ráðherra hneykslar fjölda manns með embættisveitingu. „Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sinnti ekki ábendingu Hæstaréttar heldur valdi ungan héraðsdómara í stól hæstarétt- ardómara,“ sagði Gunnar. „Ráð- herrann tók sinn mann fram yfir þá sem Hæstiréttur hefði kosið. Framhaldsnám náfrænda for- sætisráðherra í Evrópurétti gerði héraðsdómarann á Selfossi að ómótstæðilegum kosti. Almenningur á Íslandi er orðinn vanur þessu.“ Gunnar sagði mótmæli standa í tvo til þrjá daga en svo gleym- ist málið. Við hávaðamál sleppi ráðamenn við gagnrýnar spurn- ingar og það sem meira er - þeir tapi ekki tiltrú kjósenda og alls ekki fylgi. Menn vilji ekki gagn- rýna um of, því það gæti komið sér illa. „Fyrir skemmstu var tekinn framsóknarmaður, sem aldrei hafði starfað í banka, og gerður að Seðlabankastjóra þótt í em- bættinu sæti fyrir valinkunnur bankamaður, réttur maður á réttum stað,“ sagði Gunnar. „Dæmi um ráðningarspeki ís- lenskra ráðherra eru mýmörg og ná eins langt aftur í tíðina og elstu menn muna. Að þessu sinni munu mótmæli lögspekinga duga skammt. Staðan hefur ver- ið veitt og ekki meira með það.“ Minnst spilling á Íslandi Ef Gunnar hefur rétt fyrir sér má spyrja hvað þetta segi um þjóðina. Er skammtímaminnið í molum? Almenningsálitið veikt? Niðurstaða Gunnars hljómar kunnuglega en hún brýtur þó í bága við orð mannsins sem ótví- rætt hlýtur að þekkja þjóð sína öðrum betur: „...það er sameigin- legt mat Harvard háskóla og stofnunar sem nefnist World Economic Forum, að Ísland sé í fyrsta sæti þegar kannað er í hvaða ríkjum menn búa við minnsta spillingu. Miðað við það hvernig dansinn getur dunað í dægurumræðunni hér á landi þegar svonefnd spillingarmál eru rædd, mætti fremur ætla að við sætum eins og klessur í botnsætinu, en að við skipuðum virðingarsætið á toppnum, að mati heimsþekktra stofnana,“ sagði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra í síðasta áramóta- ávarpi sínu. Er þá dansinn sem dunar í dægurmálaumræðunni án tón- listar? Ys og þys út af engu? Menn hafa reyndar bent á að niðurstaðan sem Davíð bendir á byggi ekki síst á könnunum á því Grænmetismálið Stórt hneykslismál var þegar dreifingar- og heildsöluaðilar grænmetis hittust í Öskjuhlíðinni en höfðu svo miklar áhyggjur af því að geta ekki treyst hvorum öðrum og færðu því fundargerðir af fundum sem þeir máttu ekki segja konunum sínum frá. Alvarleiki málsins er, að þarna voru þeir að fremja stórþjófnað á neytendum þessa lands, héldu uppi grænmetisverði með sam- ráði og stýrðu vöruflæði inn á markaðinn. Þeir hlutu reynd- ar þungar ákúrur fyrir frá almenningi og yfirvöldum. Falon Gong málið Ég var mjög hneykslað- ur á því á sínum tíma. Að ís- lensk yfirvöld skyldu stöðva friðsama mót- mælendur sem ætluðu sér að nýta sér h e i m s ó k n forseta Kína til að mót- m æ l a mjög grófum mannréttindabrot- um í Kína. Þeir héldu hluta þessa fólks í gíslingu, sem ekki er sæm- andi þjóð sem kennir sig við frelsi og umburðarlyndi. Árna Johnsen-málið Nú hefur Árni hlotið dóm fyrir sín brot þannig að ég ætla ekki að gera það að meginmáli. Það hneykslar mig hins vegar þegar menn kunna ekki að skammast sín. Að sýna þjóðinni slíkan dónaskap eins og fram kom í bréfi Árna til Þjóð- hátíðargesta nýverið er fyrir neðan allar hellur. Miðað við alvarleika brotanna varð ég gáttað- ur á þeirri framkomu. ■ Kárahnjúkavirkjun Þó það sé stærra mál en ein- hver skandall, þá verð ég að nefna umhverfishneykslið þegar Sif Friðleifsdóttir sneri við með handafli, faglegum úrskurði Skipulagsstofnunnar sem hafði hafnað Kárahnjúkavirkjun vegna umtalsverðra óafturkræfra um- hverfisáhrifa. Við sjáum hvernig búið er að rista náttúruna á hol og skera Kárahnjúk fremri niður við trog. Ekki er séð fyrir endann á þessu máli sem sannarlega er al- gert hneyksli. Fræðimenn for- smáðir Ég nefni dæmi í umfangsmeira máli: Ummæli Valgerðar Sverrisdóttur á þingi í fyrra varð- andi aðkomu vís- indamanna á mati á umhverfisáhrif- um stórfram- kvæmda. Áber- andi orðið í s a m f é l a g i n u hvað ýmsir sér- fræðingar sem starfa á vegum hins opinbera þurfa að vera varir um sig og passa hvað þeir segja, vilji þeir ekki eiga yfir höfði sér reiði valdhafanna. Eru ráðamenn farnir að beita óeðlilegum aðferð- um og beinlínis kúga það fólk sem starfar fyrir hið opinbera til að vera málpípur þeirra? Ráðherrar skamma vísindamenn og bera þeim á brýn að þeir láti pólitískar skoðanir sínar þvælast fyrir vís- indalegum niðurstöðum! Hneyksl- anleg framkoma. Laxeldismálin Ég nefni einnig mál sem á eft- ir að verða enn stærra. Það er hneyksli að Guðni Ágústsson hafi heimilað þauleldi á laxi af erlendum stofni í ákveðn- um fjörðum landsins án þess að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum slíks eld- is á landsvísu. ■ JÓHANNES GUNNARSSON „Að sýna þjóðinni slíkan dónaskap eins og fram kom í bréfi Árna til Þjóðhá- tíðargesta nýverið er fyrir neðan allar hellur.“ Jóhannes Gunnarsson hjá Neytendasamtökunum: Að kunna ekki að skammast sín KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR „Áberandi orðið í sam- félaginu hvað ýmsir sérfræðingar sem starfa á vegum hins opinbera þurfa að vera varir um sig og passa hvað þeir segja.“ Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður: Yfirgengileg valdníðsla FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Svo virðist stundum sem þjóðarsálin standi á öndinni af einskærri hneykslan. Ýmislegt getur komið til; embættisfærslur, stöðuveitingar, aðgerðir sem og aðgerðarleysi stjórnvalda, græðgi fyrirtækja og einstaklinga, starfsloka- samningar, launamál, sjálftaka og fjölmargt fleira eins og dæmin sýna. Íslensk hneyksli og skandalar ■ Kviðdómurinn - Hverjir eru þrír stærstu skandalar undanfarinna ára?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.