Fréttablaðið - 31.08.2003, Side 25
hvort mútur séu miklar eða litlar
í stjórnsýslunni. Lítil sem engin
hefð er fyrir slíku hér á landi,
sem aftur á móti er ein ástæða
þess að Íslendingar tróna á
toppnum í spillingarleysi, að
mati Harvard og fleiri stofnana.
Eitt er í öllu falli ljóst: Hvað telst
skandall og hneykslismál er skil-
greiningaratriði sem býr í auga
sjáandans. Fréttablaðið leitaði
því til nokkurra viðmælenda og
spurði hvaða hneykslismál
undanfarinna ára komi fyrst upp
í hugann þá spurt er. Svörin eins
og við er að búast, hin fjölbreyti-
legustu.
jakob@frettabladid.is
25SUNNUDAGUR 31. júlí 2003
Þórarinn fimmti og Landsíminn
Félagarnir, Þórarinn V., Friðrik
Pálsson, Sturla Böðvarsson og Hall-
dór Blöndal, voru alveg löðrandi
upp fyrir haus í spillingu og al-
mennum viðbjóði. Þeim tókst nán-
ast að stúta gullhænunni Landsím-
anum sem átti að heita í þjóðareign,
500 milljónir í einhverjar grínfjár-
festingar og svo til að bíta hausinn
af skömminni gekk Þórarinn hlæj-
andi frá öllu með starfslokasamning
uppá þrjátíu og sjö milljónir.
Á sama tíma var einhver spill-
ingargemsi í „Þjófmenningarhús-
inu“, Guðmundur hét hann, allt vit-
laust á sama tíma. Það var ekkert
11. september sem gat bjargað
þeim þá eins og einhverjum,
sem ég ekki man hvað
heitir, Ísálfur, sem slapp
með skrekkinn þá.
Embættisviska Sólveigar
Dómsmálaráðherrann
fyrrverandi, Sólveig
Pétursdóttir, er eitt stórt
hneyksli með sín gullkló-
sett og pappa-
löggur. Menn
mega velja
hvort heldur
sem er.
Diskógellan sem náði sér í ríka karl-
inn og náði að pota sér áfram í
stjórnmálum með þessum líka
glæsilegu embættisfærslum og ár-
angri.
Samráðin öll
Olíufélögin, Grænmetismafían
og og tryggingafélögin ... Allir
brjálast í viku og svo endar þetta
með einhverju grínatriði í ára-
mótaskaupinu. Líkt og raketta,
búmm, og svo er allt búið. Maður
nennir alltaf minna og minna að
æsa sig yfir þessu. Stærsti
skandallinn er náttúrlega að Ís-
lenska þjóðin skuli kjósa þetta yfir
sig aftur og aftur. Kannski er ekki
úr miklu að moða. Ég gleymi
þessu alltaf sjálfur, öllu, þó
mér blöskri oft, og er því far-
inn að taka saman svartan
lista á heimasíðu mína, til
að minna mig á fyrir næstu
kosningar. ■
Framúrakstur
fæðingarorlofs
Ný lög um fæðingarorlof voru
keyrð í gegnum Alþingi á mettíma
vorið 2000. Orlofið miðast við
tekjur foreldra og bjóða því miður
upp á misnotkun af mörgu tagi.
Þar fyrir utan eru greiðslur vegna
barna einstæðra foreldra mun
minni en hinna og frá fyrstu tíð
var ljóst að kostnaður skattgreið-
enda yrði gífurlegur. Á allt þetta
var bent en þingheimur allur, með
Geir H. Haarde fjármálaráðherra í
broddi fylkingar, skellti skollaeyr-
um við. Nú í sumar kom svo í ljós
að árlegur kostnaður er ekki 2 til 3
milljarðar króna eins og gert var
ráð fyrir í athugasemdum með
frumvarpinu, heldur 5 til 6 millj-
arðar og fer hækkandi! Skandall-
inn er tvöfaldur; stefnulaus fjár-
austur úr ríkissjóði og fullkomið
áhugaleysi fjölmiðla á ömurlegum
vinnubrögðum, bara af því að
mönnum fannst meint markmið
eitthvað krúttlegt.
Strætómál Ingibjargar
Sólrúnar
Strætisvagnar Reykjavíkur og
Almenningsvagnar voru samein-
aðir 2001 sem Strætó bs. Skúli
Bjarnason lögmaður og einkavinur
Ingibjargar Sólrúnar var fenginn
til sérfræðiaðstoðar sem kostaði
6,5 milljónir. Við stofnun fyrirtæk-
isins var svo skipuð stjórn og þessi
sami Skúli tilnefndur af hálfu
Reykjavíkurborgar til þess að vera
stjórnarformaður. Fjórum dögum
áður en hin nýja stjórn átti að
koma saman hittust svo Skúli og
varamaður hans í stjórn og komust
að samkomulagi við Skúla um að
gera sérstakan samning við hann
upp á 4,5 milljónir fyrir að
vera starfandi stjórnar-
formaður og fram-
kvæmdastjóri .
Engir af hinum
stjórnarmönn-
um Strætó vissu
um þetta, og það
ekki einu sinni
þegar þeir töldu
sig sjáfa vera að
leita að nýjum
f r a m k v æ m d a -
stjóra.
Þorgeir Pálsson
fer í kosn-
ingabaráttu
V o r i ð
2001 var
kosið um framtíðarnýtingu Vatns-
mýrinnar. Andstæðar fylkingar
stofnuðu með sér samtök og háðu
kosningabaráttu,sem fór prúð-
mannlega fram. Það kom hins veg-
ar óneitanlega mjög á óvart þegar
borgarbúar fengu allt í einu lit-
prentaðan áróðursbækling fyrir
flugvellinum frá Þorgeiri Pálssyni
flugmálastjóra. Þess munu engin
dæmi að opinber embætti fari í
kosningabaráttu með þessum
hætti, ekki síst þar sem Flugmála-
stjórn átti að heita hlutlaus um-
sagnaraðili í málinu. Skýringar-
innar var ekki langt að leita.
Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra hafði
ákveðið að berjast fyr-
ir flugvellinum hvað
sem það kostaði:
f l u g m á l a s t j ó r a
æruna og skattborg-
ara peninga. ■
2003Frumskýrsla Samkeppnis-stofnunar leiðir í ljós að ol-
íufélög landsins höfðu víðtækt verðsam-
ráð. Ekki er séð fyrir endann á því máli
sem flækst hefur
milli Pontíusar og
Pílatusar, Sam-
keppnisstofnunar
og Ríkislögreglu-
stjóra, um nokkurt
skeið. Málið er nú
í höndum efnahagsbrotadeildar. Og fleiri
mál hafa valdið ólgu á árinu. Hæst ber
líklega þegar Davíð Oddsson sakaði for-
stjóra Baugs um tilraun til að bera á sig
fé, í gegnum Hrein Loftsson stjórnarfor-
mann fyrirtækisins. Hlaust af þessu máli
allmikill hvellur í þjóðarsálinni.
2002Falun Gong-liðum er mein-að að koma inn í landið.
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra
var þar í eldlínunni en talið er að stuðst
hafi verið við svartan lista frá kínverska
sendiráðinu, þegar ákveðið var hverjir
máttu koma til landsins og hverjir ekki.
Falun Gong vildi mótmæla við komu for-
seta Kína til Ís-
lands og vekja
athygli á mann-
réttindabrotum
kínverskra stjórn-
valda. Ferðalang-
ar fóru m.a. í
hungurverkfall á flugstöðinni í París út af
málinu.
2001Þórarinn V. Þórarinssonlætur af störfum sem for-
stjóri Símans. Mikil og heit umræða
spannst um störf hans þar, ráðningu
hans á sínum tíma, glæfralega fjárfest-
ingarstefnu fyrirtækisins undir hans
stjórn og ekki síst starfslokasamning sem
fólki þótti heldur ríflegur. Á sama ári lét
Árni Johnsen af þingmennsku. Mikill
darraðardans var í kringum Árna sem var
svo fundinn sekur um að draga sér fé úr
almannasjóðum og dæmdur til fangels-
isvistar.
2000Aðilar grænmetismarkaðar-ins verða uppvísir af sam-
ráði sem þeir lögðu grundvöll að á
mjög leynilegum fundum í Öskju-
hlíðinni. Málið allt teygir sig
reyndar yfir talsvert lengri tíma
en bara árið 2000,
enda var hér um
ákaflega víðtækt
verðsamráð að
ræða.
1999Séra Örn Bárður Jónssonvar rekinn sem ritari
Kristnihátíðarnefndar. Ástæðan var talin
vera vegna smásögu eftir hann sem birt-
ist í Lesbók Morgunblaðsins: Íslensk
Fjallasala h/f. Sagan fór fyrir brjóstið á
Davíð Oddssyni sem taldi að í henni
væri sér líkt við landráðamann. Um
brottvikningu Arnar spunnust heitar um-
ræður.
1998Jóhanna Sigurðardóttir vek-ur athygli á risnukostnaði
og meintri spillingu æðstu stjórnenda
Landsbankans. Þremur bankastjórum
bankans var gert að hætta. Kastljósið
beindist mjög að Sverri Hermannssyni,
en í ljós kom að hann hafði leigt bank-
anum, af sjálfum sér, laxveiðileyfi í
Hrútafjarðará. Viðskiptaráðherra þá var
Finnur Ingólfsson, en þeir tveir elduðu
grátt silfur saman á þeim tíma og kallaði
Sverrir Finn til dæmis „vaxtaflón“ í þeirri
orrahríð.
1997Páskaþáttur Spaugstofunn-ar veldur nokkru uppnámi,
en þar voru Spaugstofumenn með út-
leggingu á afrekum frelsarans að hætti
hússins. Hallvarður Einvarðsson skipaði
ríkissaksóknara að kanna hvort þarna
hafi verið brotin þau lög sem banna að
smána trúarskoðanir. Ekki varð ákært í
málinu og niðurstaðan líklega sú, sem
oftar, þegar eins konar ritskoðun er ann-
ars vegar, að vopnin snúast í höndum
manna - hneykslanin hitti hinn hneyksl-
aða fyrir.
1996Uppnám verður meðalþjóðarinnar þegar biskup
Íslands, herra Ólafur Skúlason, er sakað-
ur um kynferðislega áreitni. Málið dróst
mjög á langinn og kostaði úrsagnir úr
Þjóðkirkjunni. Biskup hafnaði alfarið allri
sök og varðist með því að kæra tvær
konur fyrir rangar sakagiftir. Seinna dró
hann kæruna til baka og lét af störfum,
eilítið fyrr en til stóð, sökum málsins.
1995Deilur í Langholtskirkjuvekja mikla athygli. Aðal
persónurnar voru organistinn Jón Stef-
ánsson og Séra Flóki Kristinsson sem
deildu ákaft um kirkjustarf
og helgihald og meðal
annars um það hvort
tónlistarflutningur væri til-
hlýðilegur í kirkjuathöfnum.
Um fátt meira var talað en
deilur prestsins og organist-
ans. ■
DR. GUNNI
„Dómsmálaráðherrann fyrrverandi,
Sólveig Pétursdóttir, er eitt
stórt hneyksli með sín
gullklósett og
pappalöggur.
Menn mega
velja hvort
heldur
sem er.“
Gunnar L. Hjálmarsson fjölmiðlamaður:
Margir spillingagemsarnir
Andrés Magnússon blaðamaður:
„Krúttlegur“ skandall
ÍSLENDINGAR
Oft logar þjóðarsálin út af atburðum í þjóðlífinu sem fara fyrir brjóstið á fólki. Margir hafa á það bent að oft virðist sem þessir sömu
atburðir gleymist fljótt, án þess að nokkuð sé að gert.
Stiklað á stóru:
Mál sem
valdið hafa usla
ANDRÉS MAGNÚSSON:
„Þess munu engin
dæmi að opinber
embætti fari í
kosningabaráttu
með þessum
hætti.“