Fréttablaðið - 31.08.2003, Qupperneq 26
Davíð Oddsson forsætisráð-herra er umdeildastur allra
stjórnmálamanna á Íslandi, sam-
kvæmt könnun sem Fréttablaðið
lét gera á dögunum, og er það í
takt við svipaðar niðurstöður úr
sambærilegum könnunum á und-
anförnum árum. Ef einhverjir
hafa haldið að öldurnar um for-
sætisráðherrann myndu lægja, nú
þegar hann hefur lýst því yfir að
hann muni láta af embætti eftir
eitt ár, þá er það misskilningur,
samkvæmt könnunni. Alls 34,2
prósenta þeirra sem afstöðu tóku
nefndu Davíð sem þann stjórn-
málamenn sem þeir bera mest
traust til. Sá bögull fylgir yfirleitt
skammrifi, í tilviki Davíðs í könn-
unum sem þessum, að hann skor-
ar einnig hátt þegar spurt er
hvaða stjórnmálamann fólk beri
minnst traust til. Tæp 30 prósent
sögðust bera minnst traust til
hans og trónir hann því á toppnum
á þeim lista líka.
Misjafnt gengi foringjanna
Sá stjórnmálamaður sem var al-
menningi hugleiknastur í þessari
könnun, að frátöldum Davíð, er
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og er
traust/vantraust í nokkru jafnvægi
hjá henni, þó ívið fleiri nefni hana
sem þann stjórnmálamann sem
þeir treysti verst eða rúm 16 pró-
sent gegn 15 prósentum þeirra
sem treysta henni best allra stjórn-
málamanna. Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra og verðandi for-
sætisráðherra má vel við una, en
talsvert fleiri treysta honum eða
13,6 prósent gegn 6,5 prósent
þeirra sem treysta honum illa. Er
það nokkuð í samræmi við hlið-
stæðar kannanir sem gerðar hafa
verið á undanförnum árum. Hall-
dór er stjórnmálamaður sem kjós-
endur treysta - og fleiri treysta
honum en ætla að kjósa Framsókn-
arflokkinn, en í sömu könnun kom
fram að aðeins 13,1 myndu greiða
honum atkvæði væri kosið núna.
Það virðist hlutskipti Össurar
Skarphéðinssonar, formanns Sam-
fylkingarinnar, að taka á sig óvin-
sældir flokks síns meðan Ingi-
björg Sólrún nýtur fremur sólar-
geislanna. Sú hefur reyndar verið
tilhneygingin í hliðstæðum könn-
unum og virst reyndar fremur
vera að draga saman með þeim en
hitt. Össur er nefndur mun sjaldn-
ar meðal þeirra sem vilja nefna
hann sem traustasta stjórnmála-
manninn, en hinna sem telja hann
ekki traustsins verðan: 13,9 pró-
sent nefna hann sem þann sem
þeir treysta síst, gegn 3,2 prósent-
um þeirra sem segjast treysta
honum best. Steingrímur J.
Sigfússon, formaður Vg fær heil
8,4 prósent sem sá er fólkið
treystir best - sem er umfram
fylgi sem flokkur hans fékk í
sömu könnun, sem var 6%.
Þeir sem njóta trausts
Aðrir stjórnmálamenn ná vart
tali þegar traustsyfirlýsingar
eru annars vegar. Geir Haarde
fjármálaráherra hreppir reynd-
ar 3,6 prósent þeirra sem nefna
traustasta stjórnmálamanninn.
Þeir Guðni Ágústsson og Guðjón
A. Kristjánsson eru með tæp 2
prósent í því sem kalla má
traustsyfirlýsingar. Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra og
Jóhanna Sigurðardóttir þing-
maður Samfylkingar eru með 1,6
prósent. Aðrir stjórnmálamenn
sem náðu tölu sem hinir traust-
verðugu eru Jón Kristjánsson,
Ögmundur Jónasson, Árni
Mathiesen, Margrét Frímanns-
dóttir og Björn Ingi Hrafnsson,
sem má heita óvæntur á lista í
ljósi þess að hann situr ekki á
þingi.
„Ótraustir“ stjórnmálamenn
Á þeim ási stjórnmálamanna
sem njóta minnst trausts eru
Davíð, Ingibjörg Sólrún, Össur
og Halldór Ásgrímsson mest
áberandi. Þessi hafa reyndar
nokkuð til að jafna vegasaltið,
því að þeir njóta einnig trausts,
en sú virðist ekki raunin með
Sturlu Böðvarsson samgöngu-
ráðherra. Rúm 5 prósent nefna
hann til sögunnar sem þann sem
síst skyldi treysta, en enginn
sem þann sem þeir treysta.
Björn Bjarnason skorar ágæt-
lega einnig í skorti á trausti, en
4,9 prósent treysta honum illa, á
móti 1,6 prósenti sem treysta
honum vel. Árni Mathiesen sjáv-
arútvegsráðherra er með tæp 3
prósent í vantrausti sem og
samflokksmaður hans, Sigurður
Kári Kristjánsson, sem verður
að teljast hástökkvari könnunar-
innar hvað varðar lítið traust,
þar sem hann er nýr á þingi.
Ekki er ólíklegt að Sigurður
Kári gjaldi hér fyrir það að hafa
komist í fréttir í tengslum við
nýlega ökuleyfissviptingu.
Einhverjum kann einnig að
koma á óvart að Kolbrún Hall-
dórsdóttir er nefnd af rúmum
tveimur prósentum sem sú sem
aðspurðir treysta minnst. Gunnar
Örlygsson, sem er einnig nýr á
þingi eins og Sigurður Kári – og
afplánar nú fangelsisdóm, sem
kann að hafa áhrif á niðurstöðuna
– er á sama báti og landbúnaðar-
ráðherra, Guðni Ágústsson með
1,6 prósent í vantrausti. Aðrir
stjórnmálamenn, sem komust á
blað og ekki þykja traustsins
verðir eru: Steingrímur J. Sigfús-
son, Sólveig Pétursdóttir, Kristinn
H. Gunnarsson, Siv Friðleifsdótt-
ir, Árni Johnsen, Pétur Blöndal,
Jóhanna Sigurðardóttir, Ólafur F.
Magnússon, Ögmundur Jónasson
og Guðjón A. Kristjánsson.
Um könnunina
Könnunin var gerð fyrir viku,
vel að merkja áður en Ingibjörg
Sólrún tilkynnti um ákvörðun
sína varðandi framboð sitt til
varaformanns Samfylkingar á
næsta flokksþingi og svo, að hún
stefndi á formannsstólinn árið
2005.
Átta hundruð manns voru
spurðir og skiptust jafnt á milli
karla og kvenna sem og hlut-
fallslega milli landsbyggðar og
þéttbýliskjördæma. Spurt var:
„Hvaða stjórnmálamanns berðu
mest traust til um þessar mund-
ir?“ og var svarhlutfall þar 62%.
Einnig var spurt: „Til hvaða
stjórnmálamanns berðu minnst
trausts til um þessar mundir?“
og var svarhlutfallið þar 53,7%.
jakob@frettabladid.is
■ Stjórnmál
26 31. ágúst 2003 SUNNUDAGUR
Bæjarlind 2
Kópavogi
: 544 2210
www.tsk.is
Öryggi upplýsingakerfa A til Ö
Mjög sérhæft og ítarlegt 180 kennslustunda nám haldið í samstarfi við
áhættuþjónustudeildDeloitte &Touche.
Tekið er á öllum þáttum öryggis upplýsingakerfa s.s. dulkóðun og PKI,
samskiptaöryggi, notendaöryggismál, viðbrögð við óæskilegum
aðstæðum, forvarnir, gerð öryggisstefna o.fl.
Unnið verður með vélbúnað og hugbúnað sem notaður er til að tryggja
öryggi í nútíma upplýsingakerfum, t.d. Cisco, Microsoft, Linux,
Checkpoint, ISS Scanner, Nmap, Netcat, Neotrace, TCPdump og Snort.
Einnig verður árásarbúnaður eins og L0pht, Netbus, Sub Seven,
Keylogger, Crackog fleiri skoðaðir.
Þessi námsbraut er fyrst og fremst fyrir starfandi kerfisstjóra í
meðalstórum og stærri fyrirtækjum og stofnunum sem og starfsmenn
tölvuþjónustufyrirtækja.
Þátttakendur þurfa að hafa amk. 2ja ára starfsreynslu sem kerfisstjórar
auk góðrar enskukunnáttu.
Hægt er að velja um eftirfarandi tíma:
Mánudaga og miðvikudaga, 13:00 - 17:00, byrjar 8. sept.
Þriðjudaga og fimmtudaga, 08:30 - 12:30, byrjar 9. sept.
Helgarnám, kennt er föstudaga, laugardaga og sunnudaga, aðra
hverja helgi, alls 6 helgar, byrjar 19. sept.
Námslýsing:
Fyrir hverja?
Kennslutímar:
Leiðbeinendur:
Sérfræðikennari á öryggissviði,MCSE:Security, CISSP
Sérfræðingur frá áhættuþjónustudeildDeloitte &Touche,MCSE,CCA
Linux og IDSsérfræðingur frá Deloitte &Touche,RHCE
Löglærður fulltrúi frá efnahagsbrotadeildRíkislögreglustjóra
Eldveggjasérfræðingur, CCSA,CCSE
Dulkóðunarsérfræðingur
Cisco sérfræðingur frá Sensa, CCIE
Veiruvarnasérfræðingur frá Friðrik Skúlasyni
Opið hús laugardaginn 30. ágúst 13 - 16
Hvaða stjórnmálamaður er sá sem nýtur mests trausts og hver er sá sem almenningur treystir illa eða ekki? Samkvæmt könnun
Fréttablaðsins er Davíð Oddsson, nú sem fyrr, sá stjórnmálamaður sem á greiðustu leið inn í hugarfylgsni fólksins. Hann fær
langmest fylgi, bæði þegar um er að ræða mest traust og minnst traust.
Umdeildir stjórnmálamenn
ÞESSUM ER MEST TREYST
Davíð Oddsson 34,2%
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 15,8%
Halldór Ásgrímsson 13,6%
Steingrímur J. Sigfússon 8,4%
Geir Haarde 3,6%
Össur Skarphéðinsson 3,2%
Guðjón A. Kristjánsson 1,8%
Guðni Ágústsson 1,8%
Björn Bjarnason 1,6%
Jóhanna Sigurðardóttir 1,6%
ÞESSUM ER MINNST TREYST
Davíð Oddsson 29,7%
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 16,2%
Össur Skarphéðinsson 13,9%
Halldór Ásgrímsson 6,5%
Sturla Böðvarsson 5,1%
Björn Bjarnason 4,9%
Árni Mathiesen 2,8%
Sigurður Kári Kristjánsson 2,8%
Kolbrún Halldórsdóttir 2,1%
Gunnar Örlygsson 1,6%
Guðni Ágústsson 1,6%
DAVÍÐ ODDSSON
Nú sem fyrr er hann umdeildasti stjórnmálamaður Íslands. Hann nýtur langmest fylgis
hvað varðar lítið traust og mikið trausts. Engu máli virðist skipta að hann lætur af emb-
ætti forsætisráðherra eftir eitt ár
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR
Fylgir á hæla Davíðs, bæði hvað varðar
mikið og lítið traust. Það er athylisvert að
hún fær þó mun minna fylgi nú hvað varð-
ar traust en oft áður. Gengi hennar hvað
varðar lítið traust er hins vegar svipað nú
og áður.
SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON
Spútnikmaðurinn á meðal þeirra sem
njóta minnst trausts. Nýr á þingi og fær
tæp 3% í vantrausti.
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Fleiri treysta honum en ekki. Eins og oft
áður í tilviki formanna Framsóknarflokksins
virðist fylgi foringjans meira en flokksins.
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Mun fleiri vantreysta honum en treysta,
sem er reyndar gömul saga og ný í könn-
unum sem þessum.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Virðist njóta trausts. 8,4% nefna hann sem
traustsins verðan. Hann kemst varla á blað
á hinum ásnum.
STURLA BÖÐVARSSON
Hann virkaði ekki traustur á 5,1% að-
spurðra. Á engan virkaði hann traustur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M