Fréttablaðið - 31.08.2003, Síða 27

Fréttablaðið - 31.08.2003, Síða 27
■ Listir 27SUNNUDAGUR 31. ágúst 2003 Lonneke van Leth er 27 ára gamall danshöfundur frá Hollandi sem hefur þá bjargföstu trú að það sé hægt að gera dansinn miklu vinsælli en hann er núna. Hún semur því aðgengileg og galsafull verk. The Match, sem hún hefur frumsamið fyrir Íslenska dans- flokkinn, er gott dæmi um slíkt verk, en það gerist í hita leiks á knattspyrnuvelli. Dansað á vellinum Ég fékk hugmyndina þegar égvar á krikketleik í Ástralíu“, segir hollenski danshöfundurinn Lonneke van Leth. Hún er stödd á Íslandi um þessar mundir og vinn- ur að uppsetningu verksins The Match sem hún frumsamdi fyrir Íslenska dansflokkinn. Sviðið er landsleikur milli Ís- lands og Hollands. Stemningin er rífandi, tónlistin grípandi. Lonn- eke leikur sér með alla þætti fót- boltans og dansins, hreyfinguna, baráttuna, árásargirnina, karl- mennskuna, kvenleikann, sigur- vímuna. „Krikkett er einhvers konar þjóðaríþrótt í Ástralíu og mér fannst alveg magnað að sjá allt þetta fólk koma saman til að horfa á þetta. Krikket er bara svo leiðin- leg íþrótt og þess vegna valdi ég fótboltann frekar, enda gerast margir skemmtilegir hlutir á vell- inum.“ Lonneke segir að knatt- spyrnan sé alls ekki svo frábrugð- in dansinum. „Dansinn er erfið íþrótt sem þarf að æfa stíft þó hann sé öðru- vísi en fótboltinn. Það er að vísu ekki keppt til sigurs í dansinum en fólk vill samt alltaf verða best svo að þetta er ef til vill ekki svo frábrugðið. Maður er alltaf að sjá fótboltamenn dansa, hoppa yfir hvorn annan og tengjast með alls konar hreyfingum. Það þarf svo auðvitað eitthvað að gerast þannig að ég ýki upp allt sem ger- ist í kringum fótboltaleiki og þetta er ástarsaga milli tveggja knatt- spyrnumanna.“ Fjörug og full af húmor Lonneke er rísandi stjarna meðal danshöfunda í Hollandi. Hún er aðeins tuttugu og sjö ára gömul en hefur þegar hlotið verð- skuldaða athygli jafnt sem dans- ari og danshöfundur. Verk hennar þykja aðgengileg, fjörug og full af húmor enda segist hún hafa sett sér það takmark að gera dansinn vinsælli. Hún útilokar ekki að dansinn geti staðið jafnfætis fót- boltanum í framtíðinni. „Ég leita alltaf að því skemmtilega í lífinu. Það er lífsspeki mín og ef eitthvað er ekki skemmtilegt þá reyni ég að gera það skemmtilegt. Ég slæ því hlutunum oft upp í grín. Þessi sýning er mjög leikræn og mig langaði að gera eitthvað í þessa áttina.“ Lonneke hefur ekki komið áður til Íslands en þekkti samt ágæt- lega til landsins. „Hlíf Svavars- dóttir kenndi við skólann minn og kom með mikið af íslenskum dönsurum til Hollands, þannig að ég þekki nokkra Íslendinga. Mér finnst mjög spennandi að vera hérna. Ég kom hingað fyrir tveim- ur vikum og er í frábærri íbúð í miðbæ Reykjavíkur sem er nú ansi skrítinn miðbær miðað við Amsterdam. Það er mjög hljótt hérna og fólkið mjög vingjarn- legt. Ég fer aftur heim eftir tvær vikur þar sem ég þarf að dansa sjálf en kem svo aftur skömmu fyrir frumsýninguna.“ Gæti slegið í gegn The Match er samstarfsverk- efni Íslenska dansflokksins og Holland Dance Festival. „Þetta er stærsta danshátíð í Evrópu og að- standendur hennar vildu endi- lega bjóða Íslendingum að taka þátt með hollenskum danshöf- undi og mér var boðið að semja fyrir þau. Ég sá dansflokkinn í Þýskalandi í fyrra. Það var frá- bært og það hefur verið mjög gaman að vinna með þeim.“ The Match verður frumsýnt í Borgar- leikhúsinu þann 11. október en sýningin verður svo flutt til Hollands í lok mánaðarins. Tón- listina við verkið semur hljóm- sveitin Ske og spannar hún vítt svið, allt frá tangó til urrandi þungarokks. Lonnecke þvertekur því ekki fyrir það að The Match geti slegið í gegn í heimalandi hennar þar sem knattspyrnuhefðin er rík í Hollandi. „Ég vona að þetta veki athygli. Kynningarmálin eru auð- vitað stórt vandamál og við verð- um einhvern veginn að reyna að koma þessu að í öllum fótbolta- blöðunum. Þetta verður örugglega gaman og vonandi náum við til breiðari hóps en venjulega, enda er dansinn þess eðlis að hann ætti að höfða til allra“, segir Lonnecke sem ætlar að kíkja á leiki í Lands- bankadeildinni áður en hún fer heim til Hollands að dansa. thorarinn@frettabladid.is LONNEKE VAN LETH Segir margt tengja dansinn og knattspyrnuna og leikmenn séu í raun alltaf að stíga ein- hvers konar dans þegar þeir takast á um boltann. Dansinn er erfið íþrótt sem þarf að æfa stíft þó hann sé öðru vísi en fótboltinn. Þar er að vísu ekki keppt til sigurs, en fólk vill samt alltaf verða best svo að þetta er ef til vill ekki svo frábrugðið. ,, FRÉTTAB LA Ð IÐ /B JA RG EY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.