Fréttablaðið - 31.08.2003, Page 29

Fréttablaðið - 31.08.2003, Page 29
29SUNNUDAGUR 31. ágúst 2003 ursins, vera sendiboðar illra skila- boða og þau látin horfa upp á hvernig faðirinn er niðurlægður. „Allt er þetta ofbeldi í garð barns- ins sem mun skaða það síðar,“ segja feðurnir. „Með þessu and- lega ofbeldi er heilsu og þroska barnsins stofnað í verulega hættu. Í slíkri barnamisnotkun eru eigin hagsmunir forsjárforeldrisins teknir framyfir hagsmuni barns- ins. Slík barnamisnotkun fótum treður traust barnsins til foreldra sinna, alið er á sektarkennd þess, búin til togstreita innra með því og stuðlað að andlegu gjaldþroti þess. Jafnframt ýtir það undir lé- lega sjálfsmynd þess svo að barn- inu finnst það annars flokks ein- staklingur.“ Hvað vilja feðurnir? Feðurnir hafa sett fram kröfur þess efnis að umgengnistálmun- um sé mætt með dagsektum á for- sjárforeldrið, frystingu meðlags- og bótagreiðslna og að forsjárfor- eldrið verði svipt forsjá barnanna við ítrekaða misnotkun. Feðurnir vísa meðal annars í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna máli sínu til stuðnings, þar sem kveðið er á um rétt barna til þess að þekkja báða líffræðilega foreldra sína eftir því sem unnt er og „njóta um- mönnunar þeirra,“ eins og segir í 7.grein sáttmálans. „Ný barnalög sem samþykkt voru á nýliðnu þingi kveða einnig á um að börn eigi rétt á að þekkja báða foreldra sína á sama hát,“ segir í yfirlýs- ingu feðranna. Þeir benda á að í greinargerð með frumvarpinu sé kveðið á um að eðlileg umgengni barns við föður, eftir skilnað, sé 86-120 dagar á ári. Félag ábyrgra feðra bendir jafnframt á Ársskýrslu Ráðgjafa- þjónustu í umgengnis- og forsjár- málum hjá sýslumannsembættun- um á suð-vesturhluta landsins, sem gefin var út árið 2001, og er eftir sálfræðingana Jóhann B. Loftsson og Gunnar H. Birgisson. Þar segja þeir að lágmarksum- gengni foreldris eigi að vera 123 dagar. „Í stórum dráttum má segja að í dag séu grunnviðmið um lágmarksumgengni þessi,“ segir í skýrslunni. „Miðað er við að barn fari til forræðislauss for- eldris aðra hverja helgi frá föstu- dagseftirmiðdegi til mánudags- morguns. Barnið fari auk þess til þess foreldris einn eftirmiðdag á virkum degi aðra hverja viku. Það dvelji samfellt í 4 vikur í sumar- fríi hjá forræðislausa foreldrinu og að auki eina viku á haustmiss- eri og eina viku á vormisseri. Á jólum er oftast miðað við að barn- ið dvelji á lögheimili sínu á að- fangadagskvöld en fari til hins foreldrisins í heimsókn á Þorláks- messu og jóladag. Almenna regl- an er að börnin séu til skiptis hjá foreldrum sínum um áramót.“ Hinir ábyrgu feður benda hins vegar á að sýslumenn úrskurði oft minni umgengni barna og feðra, eða „beita sér fyrir að samningar milli forsjárforeldra og hins for- sjárlausa feli í sér minni um- gengni,“ eins og segir í yfirlýs- ingu þeirra. „Þannig vinna sýslu- menn gegn hagsmunum barnanna sem lögin verja.“ Mikilvægi föðurins Þótt ljóst sé að feður hafa mis- mikinn áhuga á því að hitta börnin sín eftir skilnað, eins og dæmi eru um – og margar mæður og börn hafa bitra reynslu af í gegnum tíð- ina – þá leggja félagsmenn í Fé- lagi ábyrgra feðra á það áherslu að feður hafi upp til hópa áhuga á uppeldi barna sinna. Þjóðfélagið miðist hins vegar við það, að þeir hafi það ekki. Slíkt kann að hafa átt rétt á sér í eina tíð, þegar feð- ur sinntu einungis fyrirvinnu- starfi, en voru lítið inni á heimil- um. Þetta hefur hins vegar breyst. Félag ábyrgra feðra vísar í rannsóknir sem sýni að börnum sé beinlínis meint af því að hafa lítið af föður sínum að segja. „Föður- lausum börnum er langtum hætt- ara við að misnota vín og vímu- efni, við geðrænum vandamálum, við sjálfsmorði, lítilli menntun, barneignum á táningsaldri, og af- brotum,“ segir í bandarískri rann- sókn á börnum frá föðurlausum heimilum, unni af bandaríska geð- lækninum Richard A. Gardner, frá árinu 2002. Hvað sem segja má um þær rannsóknir, er ljóst að karlmenn hafa kveðið sér hljóðs í mótmæl- um hér á landi og allt eins víst að rödd þeirra eigi eftir að verða há- værari á því sviði á komandi árum. Þess eru alla vega dæmi um utan úr heimi, bæði frá Banda- ríkjunum, eins og áður er nefnt, og í Bretlandi þar sem feður hafa vakið talsverða athygli á sínum málstað. En hvort að kynjastríð, eins og dæmi eru um að rithöf- undar hafi skrifað um í framtíðar- sögum, sé í uppsiglingu skal hins vegar ósagt látið. Það er vonandi að kynin nái viðunandi lausn á deilum sínum áður en kemur til alvarlegra átaka. gs@frettabladid.is HEFUR FÖÐURLEYSI SLÆMAR AFLEIÐINGAR? Félag ábyrgra feðra vitnar í rannsóknir og heldur því fram að börn frá föðurlausum heimilum séu: 5 sinnum líklegri til að fremja sjálfsmorð 32 sinnum líklegri til að flýja að heiman 20 sinnum líklegri til að eiga við hegðunarvanda að stríða 14 sinnum líklegri til að nauðga 9 sinnum líklegri til að hætta í skóla 20 sinnum líklegri til að enda í fangelsi Þeir halda því jafnamt fram að börn sem svipt séu föður sínum séu: 72% allra morðingja á táningaaldri 60% nauðgara 70% unglinga í fangelsi tvisvar sinnum líklegri til að hætta í skóla 3 af hverjum 4 unglingum sem fremja sjálfsvíg 80% ungmenna á geðsjúkrahúsum 90% þeirra sem flýja að heiman. Feðurnir hafa sett fram kröfur þess efnis að umgengnistálmunum sé mætt með dagsektum á for- sjárforeldrið, frystingu með- lags- og bótagreiðslna og að forsjárforeldrið verði svipt forsjá barnanna við ítrekaða misnotkun. ,, FEÐUR MEÐ MÓTMÆLASPJÖLD Nokkrir meðlimir í Félagi ábyrgra feðra stöðu með mótmæla- spjöld fyrir utan Sýslumannsembættið í Hafnarfirði í liðinni viku, þar á meðal þessir fjórir hér á opnunni. Ekki er ólíklegt að mál- staður þeirra eigi eftir að heyrast meira hér á landi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.