Fréttablaðið - 31.08.2003, Page 36
36 31. ágúst 2003 SUNNUDAGUR
HERNAN CRESPO
Lék sinn fyrsta leik með Chelsea í ensku
úrvalsdeildinni í gær þegar hann kom inn
á sem varamaður fyrir Adrian Mutu.
Fótbolti
Spænska deildin:
Beckham skoraði eftir 90 sekúndur
FÓTBOLTI Það tók David Beckham
ekki nema 90 sekúndur að skora
fyrir Real Madrid í fyrsta leik
spænsku efstu deildarinnar í
gær þegar Spánarmeistararnir
tóku á móti Real Betis. Beckham
skoraði með skalla eftir frábæra
sendingu frá hinum brasilíska
Ronaldo. Þetta er annað mark
Beckhams í tveimur leikjum og
hefur hann skorað þau bæði með
skalla.
Real vann leikinn með tveim-
ur mörkum gegn einu. ■
Liverpool landaði
loksins fyrsta sigrinum
Liverpool vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni í gær. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki
í leikmannahópi Chelsea. Arsenal og Manchester United geta tekið fjögurra stiga forystu í deild-
inni með sigri í dag.
FÓTBOLTI Leikmenn Liverpool léttu
álagið á knattspyrnustjóranum
Gerard Houllier þegar liðið vann
Everton með þremur mörkum
gegn engu í nágrannaslag liðanna
í gær. Fyrir leikinn hafði Liver-
pool ekki unnið leik í deildinni og
ekki skorað nema eitt mark, úr
tvítekinni vítaspyrnu.
Þetta var í 169. skipti sem
nágranna liðin áttust við og fjórði
sigurinn í röð hjá Liverpool á
Goodison Park. Michael Owen
skoraði tvö mörk og Harry Kewell
eitt.
Stjörnumprýtt lið Chelsea lenti
undir strax á fyrstu mínútu þegar
Blackburn kom í heimsókn á Stam-
ford Bridge. Andy Cole skoraði
eftir 22 sekúndna leik eftir hræði-
leg mistök Marcel Desailly í vörn
Chelsea. Adridan Mutu jafnaði
metinn en Cole kom Blackburn aft-
ur yfir. Það var síðan Jimmy Floyd
Hasselbaink sem jafnaði metinn
úr vítaspyrnu. Eiður Smári
Guðjohnsen var ekki í lekmanna-
hópi Chelsea en Hernan Crespo
kom inn á sem varamaður í seinni
hálfleik.
Leikmenn Newcastle virðast
ekki vera búnir að jafna sig eftir
háðslega útreið í forkeppni Meist-
aradeildar Evrópu. Þeir steinlágu
fyrir Birmingham á heimavelli, 1-
0. David Dunn hefði geta bætt við
öðru marki fyrir gestina en Shay
Given varði slaka vítaspyrnu hans.
Leeds United lagði Middles-
brough að velli með þremur mörk-
um gegn tveimur. Gaizka Mendi-
eta lék sinn fyrsta leik með Boro
og lagði upp jöfnunarmark liðsins
en það dugði ekki til.
Jóhannes Karl Guðjónsson kom
inn á sem varamaður þegar Úlf-
arnir gerðu 0-0 jafntefli við
Portsmouth. Bolton Wanderes og
Charlton, með Hermann Hreiðars-
son innanborðs, gerðu 0-0 jafntefli
á Reebook vellinum.
Tveir leikir fara fram í ensku
úrvalsdeildinni í dag. Arsenal
mætir og Manchester United sæk-
ir Southampton heim. Með sigri
geta Arsenal og United tekið fjög-
urra stiga forystu í deildinni. ■
Enska 2. deildin:
Óheppni hjá
Barnsley
FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson og
lærisveinar í Barnsley gerðu 1-
1 jafntefli við botnlið Notts
County í ensku 2. deildinni í
gær. Dean Gorre skoraði mark
Barnsley þegar fjórar mínútur
voru liðnar af seinni hálfleik.
Allt leit út fyrir að Barnsley
færi með sigur af hólmi en
Paul Heffernan, sem hafði
komið inn á sem varamaður,
jafnaði metin á síðustu mínút-
unni.
Barnsley er í öðru sæti deild-
arinnar með ellefu stig, einu
stigi á eftir toppliði Port Vale. ■
FÓTBOLTI Heiðar Helguson skoraði
eitt mark þegar Watford gerði 2-2
jafntefli við Gillingham í ensku 1.
deildinni í gær. Heiðar fór mikinn í
leiknum og var óheppinn að skora
ekki fleiri mörk.
Lárus Orri Sigurðsson var í liði
West Bromwich Albion sem lagði
Derby að velli með einu marki gegn
engu. Leikmenn Derby vildu fá
dæmda vítaspyrnu á Lárus Orra
strax á elleftu mínútu en dómarinn
lét leikinn halda áfram. Pétur
Hafliði Marteinsson sat á bekknum
þegar Stoke tapaði fyrir Preston 1-0
og sömu sögu var að segja af Brynj-
ari Birni Gunnarssyni sem sat á tré-
verkinu þegar Nottingham Forest
vann Norwich, 2-0.
W.B.A. situr nú á toppi deildar-
innar með 12 stig, Nottingham er í
níunda sæti, Stoke í því tíunda og
Watford í því næst síðasta með eitt
stig en á leik til góða. ■
Enska 1. deildin:
Heiðar skoraði eina markið
MARKI FAGNAÐ
Stuðningsmenn Chelsea fagna marki Adrian Mutu.
Staðan:
Arsenal 3 3 0 0 9
Man.Utd. 3 3 0 0 9
Portsmouth 4 2 2 0 8
Man.City 3 2 1 0 7
Chelsea 3 2 1 0 7
Birmingham 3 2 1 0 7
Fulham 3 2 0 1 6
Blackburn 4 1 2 1 5
Liverpool 4 1 2 1 5
Charlton 4 1 2 1 5
Leeds 4 1 2 1 5
Aston Villa 4 1 1 2 4
Everton 4 1 1 2 4
Tottenham 4 1 1 2 4
Southampton 3 0 3 0 3
Leicester 4 0 2 2 2
Bolton 4 0 2 2 2
Newcastle 3 0 1 2 1
Middlesbro 4 0 1 3 1
Wolves 4 0 1 3 1
ÚRSLIT GÆRDAGSINS:
Everton-Liverpool 0:3
Tottenham-Fulham 0:3
Wolves-Portsmouth 0:0
Aston Villa-Leicester 3:1
Bolton-Charlton 0:0
Chelsea-Blackburn 2:2
Middlesbro-Leeds 2:3
Newcastle-Birmingham 0:1
HART BARIST
Geremi, miðvallarleikmaður Chelsea, á hér
í harðri baráttu við Steven Reid leikmann
Blackburn í viðureign liðanna í gær.
PÉTUR HAFLIÐI MARTEINSSON
Fékk ekki tækifæri með Stoke í gær þegar liðið tapaði fyrir Preston.
DAVID BECKHAM
David Beckham fagnar hér marki sínu
ásamt Ronaldo sem lagði það upp.
STEVE MCMANAMAN
Var um tíma fastamaður í enska landslið-
inu en fékk fá tækifæri hjá Real Madrid og
datt því úr hópnum.
Enska úrvalsdeildin:
McManam-
an til City
FÓTBOLTI Steve McManaman, fyrr-
um landsliðsmaður Englands, er
genginn til liðs við Manchester City
frá Real Madrid. McManaman
stóðst læknisskoðun hjá City í gær
og skrifaði í kjölfarið undir tveggja
ára samning.
„Ég er ánægður með að komast
aftur í ensku úrvalsdeildina,“ sagði
McManaman sem lék áður með
Liverpool. „Þetta var ekki erfið
ákvörðun enda þekki ég marga leik-
menn sem leika með City. Ég hef
áður unnið með Kevin Keegan
knattspyrnustjóra og hlakka til að
vinna með honum á ný.“ ■
FÖGNUÐUR
Paolo Maldini fyrirliði AC Milan lyftir hér
Ofur-bikarnum svokallaða á loft en AC Mil-
an lagði Porto að velli með einu marki
gegn engu en leikið var í Monakó.