Fréttablaðið - 31.08.2003, Side 37
SUNNUDAGUR 31. ágúst 2003
FÓTBOLTI Alþjóða frjálsíþrótta-
sambandið hefur hafið rann-
sókn á því að leifar af örvandi
lyfjum fundust í sýni sem tekið
var úr Kelli White, tvöföldum
heimsmeistara í spretthlaupum.
Fram kemur í franska dag-
blaðinu L’Equipe, sem fjallaði
fyrst um málið, að lyfið sem
fannst sé ekki á bannlista.
„Þetta er örvandi lyf en við
vitum ekki hversu mikil áhrif
það hefur,“ sagði Istvan Gyulai,
ritari Alþjóða sambandsins.
„Málið er í rannsókn og við bú-
umst við niðurstöðu innan
skamms.“
White vann bæði 100 og 200
metra hlaup á heimsmeistara-
mótinu í frjálsum íþróttum sem
nú fer fram í París. Lyfið sem
fannst í líkama hennar er talið
vera modafinil, en það hefur
örvandi áhrif á taugakerfið og
vinnur á þreytu. Það er ekki á
bannlista en verður sett á list-
ann fyrir Ólympíuleikanna á
næsta ári. ■
KELLI WHITE
Vann bæði 100 og 200 metra spretthlaup.
Kelli White:
Grunuð um ólöglega lyfjanotkun
HNEFALEIKAR Íslenskir hnefaleika-
kappar munu mæta frændum
okkar Dönum þann 4. september
við upphaf menningarhátíðarinn-
ar Ljósanótt í Reykjanesbæ.
„Það er gaman að Reykjanes-
bær sé tilbúinn að setja hátíðina
með boxi. Þetta er stórt skref, því
það eru ekki nema þrjú ár síðan
boxið var bannað,“ segir Guðjón
Vilhelm, einn aðstandenda BAG
hnefaleikaklúbbsins í Reykjanes-
bæ. Keppnin fer fram í íþrótta-
húsinu í Reykjanesbæ og meðal
keppenda eru Skúli „Tyson“ Vil-
bergsson og Þórður „Doddy“ Sæv-
arsson, sem var valinn boxari árs-
ins 2002.
„Við eru fyrst og fremst að
bjóða upp á fjölskylduskemmtun
með vandaðri umgjörð,“ segir Guð-
jón Vilhelm og bætir við að í hnefa-
leikakeppnum á Íslandi sé öryggi
númer eitt, tvö og þrjú. Reyndir
dómarar eiga að stoppa bardagann
ef munurinn á keppendum verður
of mikill og læknir er alltaf til stað-
ar. „Það eru allir einhuga um að láta
þetta fara rétt af stað og fylgja því
eftir alla leið. Boxið á að verða eins
og hver önnur íþrótt.“
Hér á landi er einnig notuð ný
tegund boxhanska en Guðjón segir
að notkun þeirra hafi lækkaði hlut-
fall rothögga úr sex prósentum í
eitt á Ólympíuleikum og í heims-
meistarakeppni.
Guðjón Vilhelm segist hafa ótt-
ast að boxið yrði bóla sem myndi
springa en nú hafi myndast fastur
kjarni sem mætir á alla viðburði.
„Ég er sannfærður um að þarna sé
íþrótt sem við Íslendingar eigum
raunverulega möguleika að vinna
til gullverðlauna í. Írar hafa unnið
fleiri medalíur í boxi á Ólympíu-
leikum en í öllum öðrum íþróttum
til samans. Þeir segja að við box-
um eins Írar og hugsum eins í
hringnum. Við kunnum ekki að
hörfa.“
Guðjón Vilhelm segist einnig
sannfærður um að Íslendingar geti
haldið heimsmeistara- og Evrópu-
meistaramót. „Ég held að í fram-
tíðinni eigum við eftir að eignast
þjóðarleikvang. Það er minn innsti
draumur. Ég held að við eigum eft-
ir að verða þessi litla, einangraða
eyja norður í hafi sem tókst að
byggja upp deild og íþróttin á eftir
að blómstra.“
obh@frettabladid.is
HNEFALEIKAR
Íslendingar og Danir keppa í hnefaleikum í íþróttahúsinu í Keflavík á miðvikudag.
FÓTBOLTI Ásthildur Helgadóttir,
fyrirliði KR, kvaddi lið Íslands-
meistaranna í gær með því að
skora tvö mörk í 5-1 sigri á Stjörn-
unni. Ásthildur hyggst leika með
FF Malmö í efstu deild í Svíþjóð
og verður því ekki með KR í síð-
asta leik Íslandsmótsins gegn
ÍBV.
„Ég var mjög ánægð með leik-
inn. Við höfum kannski oft spilað
betur en ég er mjög ánægð með
sigurinn,“ sagði Ásthildur að leik
loknum.
„Það er mjög gaman að kveðja
liðið á þennan hátt. Þetta sumar
hefur verið frábært og einhver
skemmtilegasti titill sem ég hef
unnið,“ sagði Ásthildur sem var
að vinna Íslandsmeistaratitilinn í
níunda sinn. „Þetta hefur verið
mjög sérstakt tímabil og við höf-
um lent í miklum meiðslum. Það
er hálf ótrúlegt hvernig við höfum
náð að berja liðið saman.“
Ásthildur hefur miklar áhyggj-
ur af KR-liðinu fyrir síðasta leik-
inn gegn ÍBV. „Ég verð að spila á
sama tíma með sænska liðinu en
KR á eftir að vinna.“ ■
ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR
Kvaddi með titli og tveimur mörkum. Er á
leið til Svíþjóðar og hyggst leika með FF
Malmö
Ásthildur Helgadóttir:
Kvaddi með tveimur mörkum
og Íslandsmeistaratitli
Boxað við Dani
Íslenski hnefaleikakappar etja kappi við Dani við upphaf Ljósanætur í
Reykjanesbæ.