Fréttablaðið - 31.08.2003, Síða 38

Fréttablaðið - 31.08.2003, Síða 38
38 31. ágúst 2003 SUNNUDAGUR ÍSLANDSMEISTARAR Ásthildur Helgadóttir fyrirliði KR lyftir hér bikarnum en Vesturbæjarliðið varð Ís- landsmeistara annað árið í röð í gær. Knattspyrna FÓTBOLTI Keflvíkingar gull- tryggðu sæti sitt í úrvalsdeild- inni að ári þegar þeir tóku lið HK í kennslustund á Keflavík- urvelli í gær. Lokatölur leiksins urðu 7-0 og hefðu Suðurnesja- menn auðveldlega geta skorað fleiri mörk. Keflvíkingum nægði jafntefli í leiknum til að tryggja sæti sitt meðal þeirra bestu að nýju en leikurinn var einstefna frá upp- hafi til enda. Þórarinn Kristjánsson skor- aði tvö mörk en Magnús Þor- steinsson, Ólafur Ívar Jónsson, Kristján Jóhansson, Hörður Sveinsson og Hólmar Örn Rún- arsson eitt mark hver. Hólmar Örn var bestur í jöfnu liði Kefl- víkinga. Afturelding Hörð barátta er á milli Vík- ings og Þórs um hvort liðið fylgi Keflvíkingum eftir. Bæði lið eru með 31 stig þegar tvær umferð- ir eru eftir. FÓTBOLTI KR-stúlkur urðu Ís- landsmeistarar í knattspyrnu kvenna í gær þegar þær lögðu Stjörnuna að velli í Frostaskjól- inu með fimm mörkum gegn einu í næst síðustu umferð Ís- landsmótsins. KR hafði fjögurra stiga forystu á ÍBV fyrir leikinn í gær og gátu tryggt sér titilinn með sigri. Ef þær hefðu tapað leiknum hefðu þær mætt ÍBV í hreinum úrslitaleik í síðustu um- ferðinni en Eyjastúlkur völtuðu yfir FH á Kaplakrika í gær, 8-0. „Það var ákveðið stress og andleysi í gangi í fyrri hálfleik en við náðum okkur og mér fannst við spila vel í seinni hálf- leik,“ sagði Vanda Sigurgeirs- dóttir, þjálfari KR þegar titilinn var í höfn. „Við ætluðum okkur að klára mótið í dag og ég vissi að stelpurnar voru með rétta hugarfarið til þess. Við vissum líka að Ásthildur yrði ekki með okkur í síðasta leiknum í Eyjum og við vildum klára mótið með henni.“ Vanda tilkynnti að leik lokn- um að hún ætlaði að hætta með liðið en þetta er annað árið í röð sem KR verður Íslandsmeistari. KR-stúlkur virkuðu heldur taugaveiklaðar í byrjun leiks en komust yfir á 19. mínútu með marki Hólmfríðar Magnúsdóttir. Auður Skúladóttir jafnaði fyrir Garðbæinga sex mínútum síðar. Vesturbæjarliðið lét það ekki slá sig út af laginu og kom Ásthildur Helgadóttir KR aftur yfir stuttu síðar. Ásthildur bætti svo öðru marki við í seinni hálfleik en það var Þórunn Helga Jónsdóttir sem gulltryggði síðan sigurinn og Íslandsmeistaratitilinn þegar hún skoraði í tvígang. Síðara markið var stórglæsilegt. Þór- unn Helga fékk boltann eftir hornspyrnu og þrumaði honum í markhornið fjær. Glæsilega að verki staðið. Eyjastúlkur eru öruggar í öðru sætinu eftir sigurinn á FH í gær, hafa fjögurra stiga forystu á Breiðablik. Kópavogsstúlkur unnu Val, 2-1, og Þór/KA/KS vann Þrótt/Hauka 2-1sem þar með féll niður um deild. ■ hvað?hvar?hvenær? 28 29 30 31 1 2 3 ÁGÚST Sunnudagur ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Níu manns fórust. 22. ára. Bjó til skæðan tölvuvírus..  11.30 Enski boltinn frá ýmsum hliðum með Guðna Bergs á Sýn.  12.45 Bein útsending á Sýn frá leik Southampton og Manchester United.  14.45 Bein útsending á Sýn frá leik Manchester City og Arsenal.  18.00 Valur tekur á móti KA í Landsbankadeild karla.  19.00 Sýnt verður frá Toyota-móta- röðin í golfi á Sýn.  20.00 FH-ingar sækja Framara heim í Landsbankadeild karla.  14.30 Bein útsending frá HM í frjálsum íþróttum á RÚV. Sýnt verður frá lokadegi mótsins svo sem úrslit í mara- þonhlaupi og hástökki kvenna, spjót- kasti og 800 metra hlaupi karla, boð- hlaupum, 1500 metra hlaupi kvenna og 5 km hlaupi karla.  21.30 Enski boltinn frá ýmsum hliðum með Guðna Bergs á Sýn. KONUR FH - ÍBV 0 - 8 Þór/KA/KS - Þróttur/Haukar 3 - 0 Breiðablik - Valur 2 - 1 KR - Stjarnan 5 - 1 L U J T Mörk Stig KR 13 11 2 058 : 12 35 ÍBV 13 10 1 259 : 11 31 Breiðablik 13 9 0 441 : 28 27 Valur 13 8 2 342 : 20 26 Stjarnan 13 3 2 819 : 31 11 Þór/KA/KS 13 3 0 1010 : 37 9 FH 13 3 0 1011 : 50 9 Þróttur/Haukar 13 1 1 119 : 60 4 Síðasta umferð verður leikin 3. septem- ber og hefjast leikirnir klukkan 18. ÍBV - KR Þróttur/Haukar - FH Valur - Þór/KA/KS KR-stúlkur meistarar KR varð Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í gær, annað árið í röð. Vanda Sigurgeirsdóttir hætt með liðið. Eyjastúlkur öruggar í öðru sæt- inu eftir stórsigur á FH. SIGUR KR-stúlkur sýndu snilldartilþrif í Frostaskjólinu í gær þegar þær lögðu Stjörnuna að velli 5-1. FÓTBOLTI Glenn Roeder segist ekki vera sár yfir því að hafa verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri West Ham og er staðráðinn í að sýna hvað í honum býr. Hann var rekinn í kjölfar slakrar byrjunar hjá Hömrunum í 1. deild en liðið féll úr úrvalsdeildinni í fyrra. Roeder, sem gekkst undir heilaskurðsaðgerð í apríl, ætlar ekki að gefast upp og vonast til að komast aftur í knattspyrnu- stjórasæti innan tíðar. „Það var ekkert sem ég gat gert- málið var algjörlega í höndum stjórnar West Ham,“ sagði Roeder í samtali við BBC. Knattspyrnustjórinn fyrrver- andi átti ekki náðuga daga hjá West Ham. Stjórnin þurfti að selja helstu stjórstjörnur liðsins eftir að það féll um deild en krafðist samt árangur. ■ GLENN ROEDER Ætlar ekki að gefast upp og vonast til að komast sem fyrst aftur í knattspyrnustjóra sæti. Glenn Roeder: Neitar að gefast upp KEFLAVÍK Er búið að tryggja sæti sitt í úrvalsdeildinni að ári. 1. deild karla: Keflavík komið upp KARLAR Staðan eftir 16. umferðir: L U J T Mörk Stig Keflavík 16 12 3 1 49:15 39 Víkingur R. 16 8 7 1 25 : 13 31 Þór 16 9 4 3 40 : 29 31 Stjarnan 16 5 8 3 28 : 22 23 Njarðvík 16 4 6 6 31 : 33 18 HK 16 5 3 8 23 : 32 18 Breiðablik 16 5 3 8 19 : 24 18 Haukar 16 4 4 8 19 : 31 16 Afturelding 15 4 2 9 16 : 32 14 Leiftur/Dalvík 15 2 2 11 19 : 38 8 Úrslit: Þór-Haukar 3 - 1 Stjarnan-Víkingur 2 - 2 Breiðablik-Njarðvík 1 - 1 Keflavík-HK 7 - 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.