Fréttablaðið - 15.09.2003, Page 50
22 15. september 2003 MÁNUDAGUR
■ TÓNLIST
■ SAMSKIPTI ÞJÓÐA
AUÐUNN BLÖNDAL
Það er að mínu mati kjúklinga-bringa á Subway og Eld-
smiðjupizza,“ segir Auddi, sem
ku vera ansi mikill skyndibita-
maður. „Ég bjó í Gnoðarvoginum
í Skeifunni fyrir nokkrum mánuð-
um og þá var fólkið í skyndibita-
landinu farið að kannast of vel við
mig. Það skemmtilega við þetta er
að ég borða skyndibitann en hann
sest allur á Sveppa.“
Besti bitinní bænum
Breska sveitin Starsailor gefurí dag út aðra breiðskífu sína,
„Silence Is Easy“. Frumraun
sveitarinnar, „Love Is Here“,
sem kom út í hittifyrra, fór alla
leið og líf liðsmanna tók stakka-
skiptum nánast á einni viku. Pilt-
arnir hafa því á rétt rúmum
tveimur árum farið frá því að
þurfa að svitna í tveimur störfum
til þess að eiga fyrir húsaleigunni
yfir í það að ferðast um allan
heiminn og eiga nóg af peningum
til þess að eignast það sem hug-
ann girnist.
Það er gömul og ný saga í rokk-
inu að önnur plata sveita valdi
vonbrigðum. Það er kannski ekk-
ert svo skrýtið í ljósi þess að
sveitir hafa kannski sex ár í æf-
ingahúsnæðinu til þess að semja
efni á fyrstu plötuna en svo ekki
nema sex mánuði í þá næstu, og
þá yfirleitt eftir árslanga tón-
leikaferð.
Það er því ánægjulegt að
greina frá því að ný plata Star-
sailor er án efa betri en sú fyrri.
Björt, bjartsýn og upplífgandi á
köflum og biturðin og tilgerðin
sem lak af fyrri plötunni er víðs
fjarri.
Tvö lög, smáskífan „Silence Is
Easy“ og „White Dove“, eru unnin
af upptökustjóranum goðsagna-
kennda Phil Spector, sem m.a.
hefur unnið með The Crystals,
The Ronettes, Rolling Stones,
Ramones og Tinu Turner. Frekar
stórt stökk fyrir menn sem gátu
aðeins látið sig dreyma um slíkt
fyrir örstuttum tíma síðan.
Starsailor er því að sigla inn á
ný mið, en ekki í strand.
Hárkollur Phils Spectors
„Við erum bara orðnir bjart-
sýnni á framtíðina og hamingju-
samari sem menn,“ segir Ben að-
spurður um þá nýfundnu ham-
ingju sem einkennir nýju plöt-
una. „Platan er líka stórtækari,
meira um strengi og svoleiðis.
Við erum orðnir mjög sjálfs-
öruggir. Ég held að nýja platan sé
líka viðameiri og meiri stílbreyt-
ing á milli laga.“
Já, kannski, en þetta hljómar
þó ennþá mjög týpískt fyrir breska
rokksveit.
“Já, en við erum samt orðnir
öruggari með okkar stað í tónlist.
Það að vinna með Phil Spector var
mikil upplifun, heiður og forrétt-
indi. Hann gerði tvö lög á plötunni
og það var stórkostlegt. Honum
tókst t.d. að láta strengjakvartett
hljóma eins og sinfóníusveit. Það
var ótrúlegt að fylgjast með hon-
um vinna.“
Er hann eins sérvitur og fólk
heldur að hann sé?
“Já, hann átti sínar senur. Til
dæmis á hverjum degi mætti
hann með nýja hárkollu og það
var greinilegt að hann eyddi
miklum tíma í það að ákveða
hvaða hárkollu hann ætti að nota
hvern dag. Svo gekk hann með
litla stafræna myndavél á sér og
smellti myndum af sér í tíma og
ótíma. Ef honum líkaði ekki það
sem hann sá þegar hann skoðaði
þær hvarf hann inn á klósett í
korter og kom út með nýja hár-
kollu. Síðan sat hann bara í stóln-
um sínum í inniskóm sem voru
með nokkurra sentímetra þykk-
um sólum, því hann er svo lítill.
Hann var samt mjög friðsæll og
missti aldrei stjórn á skapi sínu.
Svo sagði hann stanslaust sögur
um Bítlana. Maður gat gleymt
sér í margar klukkustundir bara
við það að hlusta. Það var eins og
sögustund með afa.“
Hann langaði til þess að gera
alla plötuna með ykkur, er það
ekki?
“Okkur fannst sem við kæm-
umst ekkert lengra með honum.
Við vorum búnir að taka upp tvö
lög svo við ákváðum að halda
áfram án hans. Það var ómögulegt
að koma okkar hugmyndum að hjá
honum. Við vildum að platan væri
okkar, en ekki Phils Spectors.
Þetta var náttúrlega erfitt vegna
þess að þetta er hinn goðsagna-
kenndi Phil Spector. Sérstaklega í
ljósi þess sem maður hefur áork-
að í gegnum tíðina.“
Hvernig tók hann tíðindunum?
“Fyrst frekar illa. Að lokum
held ég að hann hafi lært að virða
okkar skoðanir. Við slitum þessu
bara og héldum áfram að vinna.
Við kláruðum bara að taka upp
lögin og þetta fór allt vel.“
Stuttu eftir að samstarfi ykkar
lauk var hann handtekinn fyrir
morðið á B-myndaleikkonunni
Lönu Clarkson. Er hann sekur?
“Nei, alveg örugglega ekki. Ég
held að hann gæti ekki myrt
neinn. Þegar við fréttum af þessu
vorum við að hljóðblanda plötuna
og vorum með sjónvarpið á. Við
fengum alveg áfall. Við gátum
ekki trúað þessu. Ég held að hann
sé saklaus. Við sendum umboðs-
manni hans tölvupóst þar sem við
lýstum yfir stuðningi okkar,“ seg-
ir Ben.
Réttarhöldin yfir Phil Spector
hefjast í næsta mánuði. Hann hef-
ur haldið því fram að leikkonan
hafi sjálf orðið sér að bana með
voðaskoti í höfuðið. Byssan var
hans. Lögreglan og saksóknarar
trúa ekki sögu hans og segja vís-
bendingar benda til annars.
biggi@frettabladid.is
Hlí›asmára 15 Sími 535 2100
Du
bl
in
Du
bl
in
Ekki
missa
af
október
og nóvember
Ver›dæmi í nóvember:
32.020 kr.
40.420 kr.
Flugsæti
Flug og gisting
á mann. Innifalið er flug
og flugvallarskattar.
á mann. Innifalið er flug,
gisting í 3 nætur á Ormond Quay
og flugvallarskattar.
Stjörnusigling
Phils Spectors
STARSAILOR
Gefur nú út aðra plötu sína og virðist ætla að halda höfði.
PHIL SPECTOR
Ben trommari segir upptökustjórann goð-
sagnakennda vera afar sérvitran en trúir
ekki að hann hafi það í sér að drepa.
Undanfarnar tvær vikur hef-ur hópur ungra japanskra
námsmanna dvalið hér á landi.
Japönsku ungmennin hafa gist í
heimahúsi hjá sjö íslenskum há-
skólanemum til að fá íslenskan
raunveruleika beint í æð. Ís-
lensk-japanska félagið kom á
fót nefnd sem hefur það að
markmiði að efla samskipti há-
skólanema Japans og Íslands og
sá nefndin um að skipuleggja
heimsóknina. Hópurinn hefur
tekið þátt í fjölbreyttri dagskrá
en einnig var haldið málþing í Há-
skóla Íslands þar sem námsmenn
beggja þjóða skiptust á skoðunum
um orkumál og sjávarútveg. Til-
gangurinn með heimsókninni er
að þjóðirnar efli samstarf og
dragi lærdóm hver af annarri en
stefnt er að því að íslensku
krakkarnir heimsæki Japan í
mars á næsta ári. Bundnar eru
vonir við að framhald verði á
verkefninu og stefnan er að
heimsókn af þessu tagi verði
farin árlega. Mikill gagnkvæm-
ur áhugi er milli þessara tveggja
landa og sem dæmi um það má
nefna að japönskudeildin við
Háskóla Íslands er næststærsta
tungumáladeildin. Japönsku ung-
mennin eru hæstánægð með heim-
sóknina en þau fara aftur til síns
heima í dag. ■
Japanskir námsmenn á Íslandi
JAPANSKIR HÁSKÓLANEMAR
Hafa sótt Ísland heim og tekið þátt í fjöl-
breyttri dagskrá undanfarnar tvær vikur.
Mikill gagnkvæmur menningaráhugi ríkir á
milli Japans og Íslands.