Fréttablaðið - 15.09.2003, Page 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Hlaðborð
viskunnar
Þá hafa skólarnir sópað æsk-unni af götum borgarinnar og
ungdómurinn situr með öryggis-
nælu í miðsnesinu og hring í eyra
og fræðist um að á undan Hómer
Simpson kom annar Hómer, og
enn ein kynslóð Íslendinga gerir
tilraun til að ná valdi á danskri
tungu sem aldrei hefur passað
upp í íslenskan góm. Það haustar.
TRÚLEGA er það ekki síst ís-
lenskri veðráttu að þakka hversu
margir hafa gengið menntaveg-
inn. Þegar kólna tekur í veðri
verður það beinlínis freistandi til-
hugsun að setjast inn í hlýja
skólastofu til að kemba flókin
reikningsdæmi eða þæfa þýskar
sagnir ellegar spinna þráð mann-
kynssögunnar.
ÞAÐ er ekki að undra að ólæsi
skuli vera mest í löndum þar sem
sólin glaðast skín. Þegar skyggir
og kólnar langar flesta að kveikja
ljós og yl inni í höfðinu á sér og
læra eitthvað nýtt, eða rifja upp
eitthvað gamalt sem þeir eru bún-
ir að gleyma. Fyrir fólk sem kom-
ið er af skólaskyldualdri er boðið
upp á aragrúa alls kyns nám-
skeiða um hin sundurleitustu efni;
í bútasaum og búlgörsku, kín-
versku og keramík. Ótal mennta-
stofnanir bjóða upp á eitt allsherj-
ar hlaðborð viskunnar sem svign-
ar undan ljúffengum fróðleik sem
er matreiddur af frægum kennur-
um, eins og til dæmis Jóni Böðv-
arssyni sem veit meira um Íslend-
ingasögurnar en þótt hann hefði
sjálfur samið þær allar með tölu.
ÞETTA mikla framboð á menntun
hlýtur að þýða að eftirspurn eftir
þekkingu sé lífleg. Það hlýtur að
koma þeim nýútunguðu markaðs-
fræðingum og auglýsingamönnum
á óvart sem sífellt eru að reyna
að hitta í mark hjá þjóð sem þeir
halda að hafi smekk og þroska 12
ára barns og aðhafist ekkert ann-
að en að vinna, versla, glápa á
sjónvarpið og röfla í GSM-síma.
Eða dagskrárgerðarmönnum sem
halda að útvarp sé til þess að
dreifa ókeypis pizzubitum til
þjóðarinnar. Þessi velmenntaða og
fróðleiksfúsa þjóð á betra skilið
en alla þessa voðalegu deleranta
sem halda að þjóðin sé á sama
greindar-, þroska- og menntunar-
stigi og þeir sjálfir. ■
Bakþankar
ÞRÁINS BERTELSSONAR
Við notum eingöngu
Philips hágæða perur
sem gefa besta árangur
Grensásveg i 7
108 Reykjavík
Sími : 533 3350 - www.smar tsol . is
i i
ili