Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 1
nýr alfa romeo ● jeppaferð
▲
SÍÐUR 14-17
bílar o.fl.
Kallaður ljóna-
bíllinn
Vanda Sigurgeirsdóttir:
● á leið út á land
Bubbi Morthens:
▲
SÍÐA 26
Einn á ferð
með gítarinn
● leikir kvöldsins
Meistaradeildin:
▲
SÍÐA 24
Burst hjá
United
nám o.fl.
● öldungadeild mh
Lovísa Viðarsdóttir:
▲
SÍÐUR 18 til 19
Saumar daginn
langan
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 26
Leikhús 26
Myndlist 26
Íþróttir 23
Sjónvarp 28
MIÐVIKUDAGUR
RÉTT AÐ SELJA LANDSSÍMANN
Framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Lands-
bankans telur að nú sé rétti tíminn til að
selja fyrirtæki eins og Landssímann og
hugsanlega skoða sölu eignarhluta opin-
berra aðila í orkufyrirtækjum. Sjá síðu 2.
VILL AÐSKILNAÐ RÍKIS OG
KIRKJU Össur Skarphéðinsson telur að
breytingar á samfélaginu kalli á endurskoð-
un á stöðu þjóðkirkjunnar í stjórnarskrá.
Hann segir mikilvægt að allir, óháð trú-
hneigð, finni sama skjól undir stjórnarskrá
Íslands. Sjá síðu 2.
LÍKUR Á MINNI ÞENSLU Hagvaxtar-
skeiðið er hafið, fyrr en vænta mátti. Sam-
kvæmt langtímaspá Landsbankans verður
verulegur hagvöxtur til ársins 2007. Skilyrði
í efnahagslífinu eru góð og líkur á þenslu
minni en fyrri spár hafa gert ráð fyrir.
Sjá síðu 4.
NÝ VERKSMIÐJA Á BÍLDUDAL
Björgun hf. vinnur að stofnun kalkþörunga-
verksmiðju á Bíldudal í samstarfi við írska
fyrirtækið Celtic Sea Minerals. Verði verk-
smiðjan að veruleika mun hún gefa um 15
störf á staðnum. Sjá síðu 6.
UNDANÚRSLIT Í BIKAR
Skagamenn og KA mætast í undanúrslit-
um Visa-bikarsins í knattspyrnu í dag.
Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og
hefst klukkan 19.40. Sigurliðið mun
mæta FH í úrslitum laugardaginn
27. september.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
HÆGT KÓLNANDI Veður fer hægt
kólnandi í dag og á morgun. Nokkur vind-
ur víða á landinu. Sjá síðu 6.
Stakk fimm og beit lögreglu
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært 23 ára gamlan mann úr
Mosfellsbæ fyrir tilraunir til
manndráps og líkamsárásir með
því að stinga fimm pilta.
Málið tók óvænta stefnu við
þingfestingu í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Dómarinn í
málinu sagði sig frá því á síðustu
stundu vegna vanhæfis. Hann
hefði í vor úrskurðað manninn í
gæsluvarðhald með vísan til al-
mannahagsmuna og væri því van-
hæfur í dómar-
sætið.
Ekki kom til
þess í gær að
árásarmaðurinn
lýsti afstöðu
sinni til
á k æ r u n n a r .
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins mun hann bera fyrir sig
minnisleysi.
Hnífaatlagan var gerð að
morgni laugardagsins 10. maí í vor
á einkaheimili í Mosfellsbæ. Árás-
irnar á tvo mannanna telur ríkis-
saksóknari hafa verið lífshættu-
legar. Annar var stunginn í kviðinn
svo af hlaust 10 sentímetra langur
skurður rétt yfir lifur. Hinn var
skorinn 15 sentímetra löngum og
„nokkuð djúpum“ skurði ofan við
viðbein þar sem „undir liggja
stórar slagæðar til höfuðs“.
Þrjú fórnarlömbin í sam-
kvæminu telur ríkissaksóknari
hafa orðið fyrir sérlega hættu-
legri líkamsárás. Einn var stung-
inn löngum skurði á handlegg „og
fór í sundur bláæð sem leiddi til
mikillar blæðingar“. Annar var
stunginn í upphandlegg og hlaut
djúpan og langan skurð „sem náði
að hluta inn í vöðva“. Sá þriðji
fékk tvo litla skurði á hendi.
Allir voru mennirnir fimm
fluttir á sjúkrahús. Enginn
reyndist í lífshættu. Þeir eru 19
til 25 ára gamlir.
Heimsókninni í samkvæmið
lauk árásarmaðurinn að sögn rík-
issaksóknara með því að bera
hníf að hálsi gestgjafans og
„neyða hann þannig til að opna
útidyrahurð íbúðar sinnar“.
Þá er maðurinn ákærður fyrir
sérlega hættulega líkamsárás
með því að hafa í mars á þessu ári
slegið 18 ára gamlan pilt í gólfið,
sest á hann og látið hnefahögg
dynja á höfði hans og endað með
því að slá hann með bjórkönnu.
Fékk fórnarlambið nokkuð djúpt
sár á hvirflinum.
Að endingu er maðurinn ákærð-
ur fyrir að hafa í fangaklefa bitið
lögregluþjón í upphandlegg „svo af
hlaust stórt mar með tannaförum“.
Fórnarlömb árásarmannsins
krefjast samtals um 3 milljóna
króna bóta.
gar@frettabladid.is
„Undir
liggja stórar
slagæðar til
höfuðs.
17. september 2003 – 224. tölublað – 3. árgangur
KÁRAHNJÚKAR Erlendur starfsmað-
ur við virkjanaframkvæmdirnar
við Kárahnjúka, sem sagt var upp
vegna ágreinings um launakjör, er
enn á Íslandi þótt hann hafi fengið
fyrirskipun frá Impregilo um að
yfirgefa landið í gær.
Þorbjörn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samiðnar, líkir með-
ferð kjarasamninga starfsmanna
Impregilo við svikamyllu. Hann
heldur því fram að félagið hafi
staðið skil á staðgreiðslu skatta svo
að af mætti ráða að launakjör
starfsmanna væru í samræmi við
íslenska kjarasamninga en að
starfsmennirnir sjálfir hafi fengið
miklum mun lægri greiðslur.
Þorbjörn segir að líklegt sé að
höfðað verði innheimtumál gegn
Impregilo þar sem félagið verði
krafið greiðslu á þeim mismuni
sem er á milli raunverulegra
launa erlenda starfsmannsins sem
vikið var úr starfi og þeirra launa
sem kveðið er á um í kjarasamn-
ingi starfsmannsins, sem sendur
var Samiðn til umsagnar vegna
veitingar atvinnuleyfis.
Þorbjörn segir einnig að óskað
verði eftir því að Vinnumálastofn-
un hefji sérstaka rannsókn á því
hvort Impregilo hafi ráðið til
starfa sérfræðinga sem ekki búi
yfir nauðsynlegri kunnáttu sem sé
forsenda starfsleyfis á Íslandi. ■
Deilur milli Impregilo og verkalýðsfélaga harðna enn:
Höfðað verði innheimtu-
mál og óskað eftir rannsókn
ÞORSTANUM SVALAÐ Sumrinu fer brátt að ljúka, þó reyndar ekki fyrr en eftir rúman mánuð. Í Nauthólsvík nýtir unga fólkið hverja
stund til útiveru áður en veturinn skellur á.
Morðið á Önnu Lindh:
Maður
handtekinn
STOKKHÓLMUR, AP Sænska lögreglan
handtók í gærkvöldi mann sem
grunaður er um að hafa myrt Önnu
Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Stina Wessling, talsmaður lög-
reglunnar, sagði í gærkvöld að mað-
urinn hefði verið handtekinn á veit-
ingastað við Råsunda-leikvanginn í
Solna, útjaðri Stokkhólms, á meðan
á leik Djurgården og Hammarby
stóð í sænsku knattspyrnunni. Mað-
urinn var fluttur á Kronobergs-lög-
reglustöðina til yfirheyrslu.
Sænska fréttastofan TT hafði
það eftir heimildarmanni innan
lögreglunnar að maðurinn væri 35
ára heimilislaus síbrotamaður sem
ætti m.a. átta mánaða fangelsisvist
að baki. Lars Grönskog, talsmaður
lögreglunnar, vildi ekki staðfesta
þetta, né heldur hvort maðurinn
væri sá sami og sést á myndum sem
teknar voru í verslunarmiðstöðinni,
þar sem Lindh var myrt. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
KLAPPARHLÍÐ
Samkvæmi í þessu húsi lauk með skelfingu. Ungur maður er ákærður fyrir að hafa lagt til
fimm annarra pilta með hnífi. Hann er sakaður um að hafa ætlað að stytta tveimur þeirra
aldur. Enginn reyndist þó lífshættulega slasaður.
Ungur maður sem stakk fimm pilta í samkvæmi í Mosfellsbæ er ákærður fyrir tilraun til mann-
dráps. Dómarinn sagði sig frá málinu við þingfestingu í gær vegna vanhæfis þar eð hann hefði
áður úrskurðað manninn í gæsluvarðhald.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Þerney:
Mannbjörg
SJÓSLYS Mannbjörg varð úti við
Þerney í gærkvöld þegar hraðbát-
urinn Inga Dís sökk.
Tilkynnt var um atburðinn á ní-
unda tímanum og var Ásgrímur
Björnsson, björgunarskip Slysa-
varnarfélagsins Landsbjargar, sent
af stað.
Samkvæmt lögreglunni í
Reykjavík voru tveir menn um borð
í hraðbátnum. Við Þerney er
bryggjuprammi sem ekki er land-
fastur og komust mennirnir upp á
hann áður en björgunarskipið kom.
Að sögn lögreglu er talið líklegt að
báturinn hafi siglt á prammann og
þess vegna hafi hann sokkið. ■