Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 4
4 17. september 2003 MIÐVIKUDAGUR Hvaða lið Landsbankadeildarinn- ar fellur í 1. deild? Spurning dagsins í dag: Ertu sátt(ur) við breytingarnar á fyrir- komulagi Íslandsmótsins í handbolta? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 23% 9% Valur 36%Fram KA 25% 7% Grindavík Þróttur Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Fréttu af hrefnuskurði í grennd við hvalaskoðun: Hvalaskoðunarbáti snúið við HVALVEIÐAR Formaður Hvalaskoðun- arsamtaka Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem frá því er sagt að hvalaskoðunarbátn- um Hafsúlunni hafi verið snúið við nálægt Garðsskaga við suðvestur- odda Faxaflóa þegar upplýsingar bárust um að hvalveiðiskipið Njörð- ur KÓ væri þar í grennd að gera að nýveiddri hrefnu. Það voru skip- verjar um borði í Gesti sem létu áhöfn Hafsúlunnar vita af staðsetn- ingu Njarðar KÓ. Um borð í Gesti voru myndatökumenn frá World Television en þeir náðu myndum af því þegar hrefnan var skorin. Að sögn Gísla Víkingssonar hjá Hafrannsóknastofnun hafa hval- veiðibátar haldið sig frá þeim svæð- um þar sem hvalaskoðun er stund- uð. Hafrannsóknastofnun hefur fengið upplýsingar frá fyrirtækjun- um um hvar skoðunin fari helst fram en eitt fyrirtækjanna óskaði eftir því að hvalveiðarnar færu ekki fram í Faxaflóa. Hafrannsókna- stofnun lýsti því yfir að ekki væri unnt að verða við þeirri kröfu en hafa veiðibátarnir engu að síður haldið sig frá þeim svæðum þar sem hvalaskoðun er algeng. ■ Vöxturinn hafinn og verðbólga minni EFNAHAGSMÁL Vöxtur efnahags- lífsins verður 5,5% á ári að með- altali til ársins 2006 að mati Landsbankans. Bankinn kynnti hagspá sína á morgunverðar- fundi í gær. Hagvöxturinn mun að mati bankans valda minni þenslu en fyrri spár hafa gert ráð fyrir. Yfirskrift spárinnar var: Meiri vöxtur – minni þensla. For- maður bankaráðs Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, túlk- aði yfirskriftina yfir á mál heilsueflingar sem meiri vöðva og minni fitu í vexti efnahagslífs- ins. Bankinn gerir ráð fyrir að verðbólgan fari ekki af stað að neinu marki og verði á bilinu 2- 3% á tímabilinu. Hagvöxturinn verður töluverður á þessu ári og er vaxtarskeiðið fyrr á ferð en menn höfðu gert ráð fyrir. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur Greiningardeildar Landsbankans, segir ýmsa þætti vinna gegn þenslu á komandi hagvaxtarskeiði. Staðan í efna- hagslífinu sé önnur en hún var við upphaf síðasta vaxtarskeiðs árið 1995. Þá hafi uppsöfnuð fjár- festingarþörf verið mikil og hlut- fall launa af heildartekjum launa og fjármagns lægra en nú. Við þetta bætist að skuldir heimila hafi vaxið og dregið úr hættu á ofþenslu. Kaupmáttaraukningin sem óhjákvæmilega fylgi hag- vextinum muni vegna skuldsetn- ingarinnar ekki renna til neyslu og fjárfestingar í sama mæli og ella. Í spánni er gert ráð fyrir því að launahlutfallið haldi aftur af launahækkunum. Komi skatta- loforð ríkisstjórnarflokkanna til framkvæmda muni það einnig draga úr líkum á launahækkunum umfram þol hagkerfisins. Spá Landsbankans er til ársins 2010. Bankinn gerir ráð fyrir að hagvöxtur nái hámarki árið 2005 og verði þá 7,3%. Gert er ráð fyr- ir að hagvaxtarskeiðið endi árið 2006 og 1,5% samdráttur verði árið 2007. Landsbankinn gerir ekki ráð fyrir að Seðlabankinn þurfi að hækka vexti jafn mikið og í síð- ustu þenslu, en að stýrivextir verði 8% þegar þeir verða hæstir. Björn segir raungengið vissulega verða hátt, en þó ekki þannig að það eigi að vera útflutningsgrein- um og samkeppnisgreinum inn- anlands veruleg hindrun. Þá gerir bankinn ráð fyrir að atvinnuleysi verði meira en í síðustu upp- sveiflu. haflidi@frettabladid.is Fyrirhugað laxeldi í Seyðisfirði: Fari í um- hverfismat SKIPULAG Umhverfisráðuneytið hefur snúið ákvörðun Skipulags- stofnunar þess efnis að eldi á laxi, silungi og þorski í sjókví- um í Seyðisfirði þurfi ekki að fara í umhverfismat. Í úrskurði umhverfisráðu- neytisins segir að líklegt sé að framkvæmdin kunni að hafa í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif. Því fellir ráðu- neytið ákvörðun Skipulagsstofn- unar úr gildi og fyrirskipar að framkvæmdin skuli fara í um- hverfismat. ■ Kópavogur kaupir: Ríkið selur við Kópa- vogshæli SKIPULAGSMÁL Kópavogsbær keypti í gær af ríkinu rúmlega 13 hektara landspildu við Þinghól úr landi Kópavogshælis fyrir 260 milljónir króna. Nokkrar húseign- ir fylgdu með spildunni. Að því er kemur fram í frétta- tilkynningu mun Landspítali – há- skólasjúkrahús áfram eiga nokkr- ar lóðir og hús á svæðinu. Þar verður meðal annars áfram rekin líknardeild. Minnihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs sagðist í yfirlýsingu fagna því að bærinn eignaðist landið en gagnrýndi vinnubrögð meirihluta Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks fyrir að kaupin hafi ekki verið lögð fyrir bæjarstjórn. Málið hafi aðeins einu sinni verið rætt laus- lega í bæjarráði: „Hér er um 260 milljóna króna fjárfestingu að ræða sem ekki er í fjárhagsáætlun bæjarins árið 2003 og því er eðlilegt að um mál- ið sé fjallað í bæjarstjórn áður en samningar eru undirritaðir,“ sögðu fulltrúar Samfylkingar. ■ Meintur skattsvikari: Þagði fyrir dómi DÓMSMÁL Hálffimmtugur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa stungið 5,7 milljónum króna undan virðisaukaskatti. Ríkislögreglustjóri segir mann- inn hafa framið brotin í sjálfstæðri atvinnustarfsemi sinni á árunum 1995 til 2002. Hann hafi gefið út sölureikninga án þess að hafa skráð virðisaukaskattsnúmer, van- rækt að skila virðisaukaskatts- skýrslum og ekki staðið skil á inn- heimtum virðisaukaskatti. Maðurinn tjáði sig ekki um sak- arefnið við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðju- dag en lýsir afstöðu sinni næst þegar málið verður tekið fyrir. ■ HVALVEIÐAR Hafsúlunni var snúið við þegar upplýsingar bárust um að hvalveiðiskipið Njörður KÓ væri þar í grennd að gera að nýveiddri hrefnu. VIÐ KÓPAVOGSHÆLI Kópavogur hefur keypt land við Kópa- vogshæli. NÝR BORGARLÖGMAÐUR Borgarráð samþykkti í gær að ráða Vilhjálm H. Vilhjálmsson í stöðu borgarlögmanns. Hjörleif- ur Kvaran, fráfarandi borgarlög- maður, hefur verið ráðinn til Orkuveitu Reykjavíkur. Vilhjálm- ur hefur frá árinu 1980 verið sjálfstætt starfandi lögmaður. ÍR-HÚSIÐ Á ÁRBÆJARSAFN Borgaryfirvöld hafa ákveðið að gamla íþróttahús ÍR, sem stóð á horni Túngötu og Hofsvallagötu, verði flutt á Árbæjarsafn. Kostn- aðaráætlun vegna flutnings húss- ins og uppsetningar á Árbæjar- safni er um 6 milljónir króna. ÁLYKTA UM ORKUÖFLUN FYRIR NORÐURÁL Á fundi borgarráðs í gær var lýst yfir ánægju með þær viðræður sem nú standa yfir milli Orku- veitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja við Norðurál um orkuöflun vegna stækkunar fyr- irtækisins. Í ályktun borgarráðs segir: „Það er mjög mikilvægt fyrir höfuðborgarsvæðið að af þessum framkvæmdum verði til að auka hagvöxt og styrkja at- vinnulífið.“ ■ Borgarmál SPÁÐ Í HAGVÖXTINN Bjart er yfir efnahagslífinu og vöxtur fram undan. Að mati Landsbankans er margt sem bendir til þess að neikvæð áhrif vaxtar verði minni en í síðustu uppsveiflu. Hagvaxtarskeiðið er hafið, fyrr en vænta mátti. Samkvæmt langtímaspá Landsbankans verður verulegur hagvöxtur til ársins 2007. Skilyrði í efna- hagslífinu eru góð og líkur á þenslu minni en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Bæjarráð Akraness á faraldsfæti vegna orkuleysis: Jákvæðir straumar um álversstækkun ÁLVER „Raunhæft mat er að þetta er enn ekki búið. Það eru enn já- kvæðir straumar í kringum það að menn treysti sér til að afhenda næga orku í tíma,“ segir Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, um þann lífróður sem nú er róinn til þess að útvega næga orku til þess að álver Norðuráls megi stækka. Bæjarráð Akraness hefur undanfarið verið á faraldsfæti og hitt forráðamenn Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og Hita- veitu Suðurnesja í leit sinni að orku til að hægt verði að standa við samninga sem stjórnvöld hafa gert við Norðurál. Skagamenn höfðu einnig óskað eftir fundi með hreppsnefnd Skeiða- og Gnúp- verjahrepps sem féllst á að hitta bæjarráð í síðustu viku. Nú hefur hreppsnefndin frestað fundinum þar til í október þar sem nefndin vill fyrst eiga fund með Lands- virkjunarmönnum. Gísli segir að ef Orkuveitunni og Hitaveitu Suðurnesja takist að útvega orkuna ljúki baráttunni. „Við treystum því miðað við þau viðbrögð sem við höfum fengið að allir séu að leggjast á árarnar til að gera þetta að veru- leika. Ég er hóflega bjartsýnn á að það takist. En ég er aldrei ör- uggur fyrr en allt er klárt,“ segir Gísli. Hann segist eiga von á því að á allra næstu vikum muni liggja fyr- ir hvort orkuöflun takist eða babb komi í bátinn. „Norðuráli verður þá væntan- lega lítið að vanbúnaði. Fjármögn- un vegna stækkunar álversins hangir á því að orkan sé til staðar,“ segir Gísli. ■ NORÐURÁL Bæjarstjóri Akraness er hóflega bjartsýnn á að það takist að útvega næga orku til stækkunar álversins. Marijúana: Sjúklingar hafna efninu OTTAWA, AP Nokkrir kanadískir sjúk- lingar sem keypt hafa marijúana í apótekum til að lina þjáningar sínar segja að efnið sé „ógeðslegt“ og krefjast þess að fá endurgreitt. Heilbrigðisyfirvöld í Kanada hófu að selja marijúana í lækninga- skyni í júlí. Er það ætlað sem verkjalyf fyrir fólk sem þjáist af sjúkdómum á borð við alnæmi, krabbamein og MS. Efnið, sem selt er gegn lyfseðli í apótekum lands- ins, er ræktað neðanjarðar í gamalli námu í Manitoba. Talsmaður yfirvalda segir að ekki standi til að verða við óskum óánægðra neytenda um endur- greiðslu. ■ Fiskur úr sjó: Aukning í ágúst FISKAFLI Heildarafli íslenskra fiski- skipa í ágúst var rúmum 40.000 tonnum meiri en í sama mánuði á síðasta ári, 135.000 tonn í stað 93.000 tonna. Þar munar mestu um að kolmunnaaflinn jókst um 36.000 tonn á milli ára. Afli á síðasta fiskveiðiári var þó talsvert minni en árið áður. Alls bár- ust tæplega 2,2 milljónir tonna á land fiskveiðiárið 2002 til 2003 en næsta fiskveiðiár á undan nam afl- inn um 1,9 milljónum tonna. ■ SEX INNBROT Í BÍLA Nokkuð var um innbrot í bíla í Reykjavík mánudag og aðfaranótt þriðju- dags. Alls var brotist inn í sex bíla og þar stolið útvörpum og geislaspilurum. Fjöldi innbrota var í meira lagi en venja er til en þó fráleitt einsdæmi. MEÐ ÞVÍ ALLA RÓLEGASTA Ef undan eru skilin innbrot í bíla í Reykjavík var afskaplega rólegt hjá lögreglu á höfuðborgarsvæð- inu aðfaranótt þriðjudags. Í Reykjavík höfðu menn á orði að nóttin væri með því rólegasta sem þeir myndu eftir. ■ Lögreglufréttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.