Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 27
Leikkonan Helga Braga ætlarað gerast leiðbeinandi á nám- skeiði sem hjálpar fólki að verða ófullnægt á kynlífssviðinu. Hér er um að ræða leikrit sem hefur farið sigurför um allan heim. Hitt með Helgu Brögu verður frumsýnt hér 1. október í Ýmishúsinu. Verkið bygg- ir á kabarett- námskeiði austurríska atferlisfræð- ingsins Bernhards Ludwigs en í sýningunni er blandað saman staðreyndum og gríni, hóp- þerapíu og kabarett. Helga Braga sótti námskeiðið hjá Bernhard Ludwig í Vínarborg og Amster- dam og hún segist líta á sig sem hjálpartæki ástarlífsins í þessari sýningu. MIÐVIKUDAGUR 17. september 2003 27 S‡nt í Tjarnarbíói vi› Tjarnargötu • sími: 561-0280 Fimmtudaginn 18. sept. kl. 20:00 • Föstudaginn 19. sept. kl. 23:30 Lokas‡ningar!! (í bili) Gagnrýni Morgunblaðsins (stytt) Bráðfyndnir kven- mannsleysingjar „Það er slegið á létta stren- gi fyrst og fremst og verkið er umfram allt bráðfyndið og ferskt, en undir niðri skín alltaf í þá nöturlegu staðreynd að þeim félögun- um tekst ekki að koma sér upp úr farinu. Persónur Sig- uringa eru ekki hinn út- flatti meðalkarlmaður með þær fyrirsjáanlegu vænting- ar og viðhorf sem fjallað er um í slíkum verkum.“ Gagnrýni DV (stytt) Fiskar án reiðhjóls „Á frumsýningunni í gær heyrði ég einhvern segja að Ráðalausir menn væru ís- lensk útfærsla á Beðmálum í borginni, snúið upp á karl- menn. Textinn er lipur og oft og tíðum meinfyndinn og samtöl virka einstaklega eðlileg.“ Ummæli gagnr‡nenda Japanskir silkisloppar KIMONO Meðlimir hljómsveitarinnar Kimono. Hljómsveitin Kimono hefurvakið athygli nú í sumar. Í vikunni kom út fyrsta plata sveit- arinnar en hún ber nafnið Mineur- aggressif: „Kimono nafnið er vís- un í japanskan silkislopp sem er hefðbundinn japanskur klæðnað- ur. Okkur þótti það fínt nafn því meðlimir hljómsveitarinnar eru frá Íslandi og Kanada og við vild- um sækja nafnið enn lengra,“ seg- ir Gylfi Blöndal, gítarleikari hjómsveitarinnar. Kimono var stofnuð fyrir tveimur árum en hljómsveitin hefur unnið að plötunni nánast all- an þann tíma: „Við tókum hana upp síðasta sumar en vorum ekki nógu ánægðir. Þess vegna ákváð- um við að bíða með útgáfuna og fengum Birgi Örn Thoroddsen til liðs við okkur. Út af öllu þessu brölti erum við í raun tilbúnir með tvær plötur en sú seinni kemur líklega út eftir hálft ár.“ Smekkleysa gefur út fyrstu plötu þeirra Kimono-félaga en tónlistin er í anda indie-rokksins: „Platan er í rólegri kantinum. Mineur-aggressif er heiti sem er búið að fylgja okkur síðan við byrjuðum en tónlistin er spiluð í moll (minor) og þykir aggressíf á köflum. Heitið rímar líka við man- ic-depressive en það er kannski besta lýsingin á plötunni. Ármann Agnarsson hannar umslagið á plötunni en það vekur sérstaka athygli fyrir teikningar eftir ungan íslenskan listamann: „Hulli (Þórarinn Hugleikur Dags- son) teiknaði fyrir okkur allt saman. Á hverri opnu er lagatexti og teikning eftir Hulla en teikn- ingarnar eru túlkun hans á hverju lagi fyrir sig. Við erum að reyna að gera tónlistina myndrænni og þess vegna sýnum við oft vídeó- listaverk þegar við spilum á tón- leikum.“ Áhugasömum er bent á heima- síðuna www.mineur- aggressif.com en þar er bæði hægt að hlusta á brot af plötunni og skoða skemmtilegar teikning- ar. ■ M yn d/ Si gr ún G uð m un ds dó tt ir ■ TÓNLIST Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.